Þjóðviljinn - 22.10.1981, Qupperneq 11

Þjóðviljinn - 22.10.1981, Qupperneq 11
Fimmtudagur 22. október 1981 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11 íþróttir Hér sjáum viö Óttar Matthiesen svifa inn i teiginn og skora glæsilega fyrir FH I leiknum I gær. óttar er sérlega efnilegur leikmaOur, og hefur hann þegar veriö valinn i 16 manna landsliöshóp. Mynd:— eik — Víkingur-FH 23-21 í hörkuleik: FH kom á óvart Þeir þurftu heldur betur aö taka á honum stora sinum Vik- ingarnir i gærkvöldi er þeir sigr- uöu FH meö 23 mörkum gegn 21. Ha.f-nfiröingarnir böröust mjög hetjulega allan tfmann og höföu reyndar forystuna i hálfleik 10 - 9. Leikurinn var nokkuð jafn aiian tfmann og feikna „keyrsla” á báöum liðum leikinn út i gegn. Breiddin varþó meiri hjá Vlking- um og þaö geröi útslagiö. Kristján Arason opnaöi leikinn eftir rúmlega eina minútu, en Sigurður Gunnarsson jafnaði fyr- ir Vikinga tveimur mín. siöar. Þegar fyrri hálfleikur var rúm- lega hálfnaöur höföu FH-ingar náð 4 marka forystu, og sett Vik- inga úr jafnvægi með grimmum varnarleik og vel Utfæröum sókn- arleik. Var mikiö fum á Vikingum á þessum fyrstu minútum, oe hraöinn i' sóknarleik þeirra var miklu meiri ai þeir réöu viö auk þess sem boltinn fékk ekkert að ganga, hnoöiö allsráöandi. Smám saman náði þó skynsem- in yfirhendinni og þeir minnkuðu muninn hægt og bitandi. Ekki bætti Ur skák fyrir FH-inga, að þeir fóru ákaflega illa með alltof mörg góö marktækifæri, og má i þvi sambandi nefna að Kristján Ara klUðraði tveimur vitaköstum ifyrri hálfleik, þegarstaðan var 4 - 2 og 7 - 5 fyrir FH. Kristján markvöröur Vikinga varöi litiö i byrjun leiksins og var skipt útaf fyrir nýliðann Ellert VigfUsson, og reyndist hannVikingum sann- arlega betri en enginn, þvi dreng- urinn varöi eins og berserkur all- an timann. Staöan i hálfleik var einsog áður segir 10 - 9 fyrir FH. Eins og undirritaöan haföi grunaö náöu Vikingar fljótt for- ystu í seinni hálfleik. Hinn knái hornamaður þeirra Guömundur Guðmundsson kom þeim y fir eftir aðeins 3 min. Náöu Vikingar stuttu siöar 3 marka forskoti 14 - 11, en Hafnfirðingarnir ungu voru ekkert á þvi að gefast upp. Eftir þetta 2 - 3 marka forskot Vikinga allan hálfleikinn, náöu FH-ingar að minnka muninn I eitt mark, 20 - 21, þegar u.þ.b. tvær og hálf minUta voru til leiksloka. Þorbergur kemur Vikingum tveimur mörkum yfir hálfri min. siðar, en Hans minnkar muninn aftur ieitt mark. Þegar Vikingar hefja leikinn aönýju erein og hálf min. til leiksloka, og FH-ingar gripa til þess ráös aö taka 2 Vik- inga Ur umferö. Viö þetta^kom mikiö fum á Vikinga og spil þeirra varö tdm endaleysa, og dómararniraö fara að dæma töf á þá þegar Siguröur Gunnarsson kemur boltanum i gegnum FH vörnina og tryggir Vikingum sig- urinn. Já, Vikingar þurftu virkilega að hafa fyrirþessum sigri sinum, og hann vannst,einsog svo oftáðurá mjög sterkri liösheild og mikilli reynslu auk þess sem nýliðinn EUert lokaði hreinlega markinu á stundum og var þeirra besti mað- ur. FH-ingar þurfa ekki að skammast sin fyrir frammistöö- una, og vist er aö KR-ingar veröa svo sannarlega aö standa sig gegn þeim i' Firöinum á sunnu- daginn til aö firra sig miklum vandræðum. Pálmi Jónsson átti mjög góöan leik, og Óttgr Matthi- esen einnig, og þar er feikna efni á ferð. LB Tilfæringar á leikjum í körfunni Leik Vals og Fram sem samkvæmt leikjaskrá Körfuknattleikssambands- ins átti aö vera á mánu- dagskvöld var frestaö og veröur Icikinn næstkomandi föstudag. Allmiklar tilfæringar hafa veriö á leikjum i körfubolt- anum og er þaö aðallega vegna lélegrar skipulagning- ar á iþróttaviöburöum þeim sem valinn hefur veriö staö- ur i Hagaskóla. Ekki er full- ljóst viö hvern er aö sakast en næstu leikir i Úrvalsdeild- inni veröa samkvæmt dag- skrá KKl: Valur - Fram, Hagaskóli, föstudag 23. október. 1R - tS, Hagaskóli, sunnudag 25. október KR - UMFN, Laugardals- höll, mánudag 26. október IS - Valur, Kennaraskóli, fimmtudag 29. október UMFN - 1R, Njarövik, föstu- dag 20. október. .1-1 .1-0 .2-3 .0-2 .3- 2 .1-1 .2-1 .2-0 .2-1 .1-0 .3 -0 .0-1 .2-1 í þrótti r EM í knatt- spyrnu Meistarakeppnin: A.Villa-D. Berlin.... AZ 67 - Liverp....... Anderlecht - Ju vent. KB -Craiova.......... CSK Sofia- Glent..... Banik-RedStar........ Bikarmeistarar: Dundalk - Spurs...... Dukla Br. -Barcel.... Bevern-Hadjuk........ Vasas -Standard L.... UFE A-keppnin: Real M - C. Zeiss.... I. Milan -D. Búkarest .... Bordeaux-Hamburg .... Grassh. - Radnicninis .... Feyenoo rd - D. D resden .. Rapid. V -PSV........ Aberdeen-Pitesti .... Malm ö - Neuc hatel.. Sp.Moskva-Kaisersl. ... A 7 íþróttir g) Skúli og lón Páll á HM í kraftlyftingum Skúli Óskarsson Mestu kraftakarlar islensku þjóöarinnar, Jón Páll Sigmarsson og Skúli óskarsson halda i upp- hafi nóvembermánaðar til Ind- lands, hvorki meira né minna, þar sem þeir munu keppa á heimsmeistaramóti I kraftlyft- ingum. Mótiö fer fram i einni af stærstu borgum Indlands, Kalkútta og dregur aö sér alla bestu kraftlyft- ingamenn heims. Gera má ráð fyrir aö þeir félagar, Jón Páll og Skúli komi til meö aö eiga mögu- leika á verölaunum á mótinu og reyndar hefur Skúli tvivegis unn- ið til verðlauna á HM i kraftlyft- ingum. Þau skipti sem Islending- ar, bæöi Skúli og aörir, hafa unnið til verölauna á Evrópumeistara- mótum og Noröurlandamótum tekur vart aö nefna, eöa þaö vildi viömælandi Þjóöviljans, Noröur- hjaratrölliö Arthur Bogason meina. Skúli mun keppa i 75 kg. flokki en Jón Páll i 125 kg. flokki. Helstu keppinautar Skúla veröa Rick Gaugler frá Bandarikjunum hreint undrabarn I greininni, en hann hefur lyft mest 845 kg. sam- anlagt, en Skúli á best 775 kg. Þá má nefna Sviann Lars Beckett og nokkra æöi vigalega kraftlyft- ingamenn frá Bretlandseyjum. Jón Páll Sigmarsson á góöa möguleika á mótinu I Indlandi. Ernie Hackett frá Bandarikjun- um á bestan árangur, eitt tonn,en Jón Páll hefur lyft 912,5 kg. og deilir næstbesta árangrinum meö Rodger Ekström frá Sviþjóð. Eins og kunnugt er þá eru f jár- mál lyftingaiþróttarinnar meö litlum snilldarbrag og baö Norö- urhjaratrölliö alla velunnara lyft- ingaiþróttarinnar aö gaumgæfa töluna, 88869-9, þ.e. girónúmer Lyftingasambandsins. Styrkir væru ávallt vel þegnir, þvi ferö Skúla og Jóns kostar sitthvaö. Þá má geta þess aö Jóhannes Hjálmarsson margfaldur heims- methafi frá Akureyri er á leiðinni á HM öldunga i Chicago. Noröur- hjaratrölliö vildi aö þaö kæmi fram, að kominn væri timi til aö þeim misskilningi yröi eytt aö af- rek Jóhanns og lyftingamanna okkar væri eitthvaö sem hver maöur gæti gert. Þvi til staðfest- ingar benti hann á, aö fjöldi manns á aldur viö Jóhannes æfa kraftlyftingar um allan heim. — hól. Jón Páll Sigmarsson

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.