Þjóðviljinn - 22.10.1981, Síða 14

Þjóðviljinn - 22.10.1981, Síða 14
14 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 22. október 1981 Fyrirspurn um gróða bankanna Nýta gróðann fyrir lands- menn Baldur óskarsson lagöi fram fyrirspurn á þingi i gær um gróöa bankakerfisins og ráöstöfun hans i þágu atvinnuvega landsmanna. Spurningunni beinir Baldur til viöskiptaráöherra. Baldur spyr i fyrsta lagi hver hafi verið rekstrarhagnaöur Seölabankans og viöskiptabank- anna á s.l. ári sundurliöaö eftir bönkum. 1 ööru lagi spyr Baldur: hvernig eiginfjárstaöa bankanna hafi breyst árið 1980? 1 þriöja iagi hvernig endurmatsreikningur Seölabankans hafi þróast sl. 5 ár til þessa dags? Og i siðasta lagi, hvaöa leiöir séu færar til aö nýta gróöa bankanna i þágu atvinnu- vega landsmanna og hvaða áætl- anir rikisstjórnin hafi uppi um það? — óg / Ar aldraðra 1 fyrradag urðu nokkrar um- ræður um þingsályktunartillögu Péturs Sigurðssonar og fleiri ihaldsbingmanna um nefndar- skipun fyrir ár aldraðra. Pétur situr einmitt i nefnd sem félags- málaráðherra skipaði til að undirbúa lagasetningu og fleiri fyrir ár aldraðra sem er næsta ár. Auk Péturs tóku þeir Alexander Stefánsson og Helgi Seljan þátt i umræðunni. — óg Reagan Framhald af 1. siðu hafi sagt um aö Bandarikja- stjórn stefni að þvi aö geta háð ta'kmörkuð atómstriö utan eigin landamæra hafi veriö satt. Yfirlýsingar Reagans eru þó hógværar miðað við ummæli Roberts Schweitzer yfirhers- höföingja og ráðgjafa banda- riska öryggisráösins, en hann fullyrti aö Sovétmenn væru langt á undan Bandarikja- mönnum i vigbúnaði,* þegar væri komin hreyfing á þá, og þeir væru að búa sig undir að ráðast á Bandarikin. Astandið i heiminum hefði þvi aldrei verið jafn hættulegt. Bandarikjafor- seti gerði tilraun til þess að breiða yfir ummæli Schweit- zers, en í ljósi harðra viðbragða gegn „tungumissi” hans sjálfs fékk þessi ráðgjafi öryggisráðs- ins reisupassann i gær, og var einfakllega rekinn. — A.I/ekh Hamrahlíð Framhald af I6i. síðu. þessar mundir; báðir munu þeir staddir erlendis. Nefnd nemenda og kennara vinnur i sameiningu að lausn þessa deilumáls, en nemendur tóku fram að ekki væru kennarar og nemendur sammála um efni reglnanna. Hitt væri samstaða um, að framkvæmdin við setn- ingu þeirra væri óviöunandi- ráðuneytinu bæri að hafa samráð alla aðila, sem þessar reglur snertu. Sem áður sagði, eru nemendur i Hamrahlið nú i setuverkfalli, og i dag hyggjast þeir loka skólanum, þannig aö opinberir starfsmenn nái ekki að komast inn I húsiö. Á föstudag er ætlunin aö efna til kröfugöngu. Nemendur seeiast ekki geta beðið með aðgerðir, þó ráðuneytið sé skilið eftir bjargar- laust, þvi ákvæði reglnanna fari senn að bitna á þeim. __Svkr. 7-8 böm hafa veikst af torkennilegum sjúkdómi Ekkert barn dáið af völdum sjúkdómsins Landlæknir sendir fyrirspum til A1 þj óða heilbrigðismálastofnunarinnar „Það er eiginlega ekkert hægt að segja um þetta í bili. Við fáum sendar vikulegar skýrslur frá Al- þjóða heilbrigðismálastofnun- inni, og þar hefur ekkert verið á þennan sjúkdóm minnst. Við er- um búnir að senda fyrirspurn til stofnunarinnar og biöum eftir svari.” Þetta sagði Ólafur Ólafsson, landlæknir f samtali við blaöiö i gær, er hann var inntur fregna af þeim torkenniiega sjúkdóm, sem upp hefur komið i nokkrum börn- um hér á landi. Ólafur sagði barnalækna hafa tilkynnt um 7 - 8 börn, sem þessa veiki hafa tekið, en hún lýsir sér þannig, að börnin fá háan hita samfara eitlabólgum i hálsi. Landlæknir kvað veiki þessa mikið bundna við Austur- lönd, og dánartiönin af völdum hennar væri um 1-2%. Landlæknir sagði ennfremur, að Landlæknisembættið væri að kanna sjúkdóminn I samráði við þá barnalækna hér, sem tilkynnt hafa veikina. Ekki kvað hann nokkurt barn hafa dáið af hennar völdum, en veikindin gætu verið langvarandi og þvi væri ástæða til að vara við henni. „Ég vil hins vegar undirstrika, að það er ekkert vist, að þessi veiki sé að stinga sér niður ein- mitt núna. Hún getur hafa verið i gangi lengi án þess að hafa upp- götvast. Það eru alltaf að finnast nýjar og nýjar veirur með bættri tækni, og þvi þarf þetta ekki að vera nýtilkomið.” — ast Sívaxandi bifreiðaeign landsmanna Nærri 8000 fluttar inn frá upphafi árs 6550 bensin og diesel fólksbif- reiðar voru fluttar til landsins 9 fyrstu mánuði ársins, en það 62 bifreiðum færra en fluttar voru inn á sama tima I. Hins vegar var nokkru fleira flutt inn af notuðum bifreiöum það sem af er ársins miðað viö i fyrra, eða 307 bifreiðir á móti 272. Samtals hafa verið fluttar inn 7902 bifreiðar að meðtöldum sendibifreiðum og vörubifreiðum það sem af er árinu, en var á sama tima i fyrra 7685. Loðnuveiðarnar 47 skip á Verður Gamla bíó fyrsta óperuhús á Islandi? Islenska óperan hefur að und- anförnu verið að skyggnast um bekki eftir hentugu húsnæði fyrir væntanlega starfsemi sina. t þeirri leit námu augu manna einkum staðar við Gamla bió. Að sögn Arna Reynissonar, framkvæmdastjóra íslensku ó- Tólfti ársfundur Hafnasambandsins Tóifti ársfundur Hafnasam- bands sveitarfélaga veröur haid- inn i Reykjavik og á Akranesi n.k. föstudag og laugardag. Formað- ur Sambandsins, Gunnar B. Guð- mundsson, hafnarstjóri i Reykja- vik, setur fundinn á Hótel Sögu kl. 9.00 árdegis á föstudag, en siðan flytur Steingrimur Hermannsson, samgönguráðherra ávarp. Siðar um daginn flytja fram- söguerindi Aðalsteinn Júliusson, Vigdís Framhaid af 7. siðu trésins, sem stóð hinum megin við hann. „Eigi það nokkurn tima að vera gert, þá verðum við að gera það”, sagði furan. Ef vér eigum einhverja gæfu sameiginlega i köldum heimi megi hún þá vera sú að klæða hann og græða og vér skulum gefa oss þá forsendu að það sé unnt og í voru valdi. Það er hlust- að á oss ef vér tölum nógu hátt á fornnorrænum málum vorum, sem á sögunnar blöð hafa veriö skráð afrek kynslóðanna. Yðar Hátign, Islendingum hef- ur oft verið boðið til gestfagnaðar I Noregi og ávallt geymt það i minnum. A sögueynni i norðri veitég að vér munum lengi minn- ast stórbrotinnar gestrisni góðra frænda, að þessu sinni sem endranær, og hlökkum til allra góöra stunda þegar Norðmenn heimsækja oss og vér fáum end- urgoldið vináttu. Ég lyfti glasi minu til heilla yð- ar Hátignar, yðar Konunglegu tignum, fyrir Noregi og norsku þjóðinni allri. (— Millifyrirsagnir eru blaðsins) hafnamálastjóri og talar um fjög- urra ára áætlun um hafnargerðir, ólafur Steinar Valdimarsson, skrifstofustjóri i samgönguráðu- neytinu um endurskoðun hafna- laga og Gylfi ísaksson, verkfræð- ingur um f járhagsstöðu og gjald- skrár hafna. Siðari fundardaginn fara fund- arstörf fram á Akranesi og um borð i m/s Akraborg. Þar flytja framsöguerindi Gisli Viggósson, deildarverkfræðingur og talar um hönnun grjótgarða og Njörður Tryggvason, verkfræðingur, sem skýrir frá byggingu hafnargarðs- ins á Akranesi. A fundinum mun Magnús Oddsson, bæjarstjóri á Akranesi, flytja framsöguerindi um hafnamál á Akranesi, hafnar- mannvirkin verða skoöuð og sýnd af þeim kvikmynd. A heimleið frá Akranesi munu fundarmenn skoða hafnarmannvirki á Grund- artanga og járnblendiverksmiðj- una þar. — I Hafnasambandi sveitarfélaga eru nú 58 hafnir. — mhg mSPENNUM í #4 BELTIN ... alltaf NOTUM LIÓS ... allan sólarhringinn að vetrartagi UX*0"’ perunnar, náðist i gær samkomu- lag með stjórn Operunnar og eig- endum Gamla biós um kaup á húsinu. Verður það samkomulag lagt fyrir aðalfund Styrktarfélags Óperunnar, sem haldinn verður n.k. laugardag, en á þann fund verða allir þeir boðaðir, sem orðnir voru styrktarfélagar fyrir mánuöi. Samþykki fundurinn samning- inn mun Islenska óperan taka við húsinu nú i byrjun næsta mánað- ar, eða eftir að minnst hefur verið 75 ára afmælis Gamla biós. Ánægjulegt mætti það vera fyr- ir eigendur þessa aldna og virðu- lega húss ef það yrði nú við þessi áraskil, fyrsta óperuhús á ís- landi. — mhg miðunum 47 loðnuskip voru á miðunum i gær i djúpkantinum úti fyrir norðvesturlandi, en loðnan var dreifð og gekk illa að ná henni. Tveir bátar náðu þó fullfermi og voru á leið til löndunar i gær- kvöldi. Að sögn Andrésar Finnboga- sonar hjá Loðnunefnd, hefur litið verið hægt að athafna sig á mið- unum siðustu daga, þar til i fyrri- nótt og gærdag vegna veðurs. Spáð var góðu veðri á miðunum i nótt sem leið og má þvi búast við að fjölmargir loðnubátar tilkynni löndun til loðnunefndar i dag. -lg- ALÞYÐU BANDALAGIÐ Alþýðubandalagið i Borgarnesi og nærsveitum Almennur félagsfundur verður haldinn miðvikudaginn 28. október n.k. að Kveldúlfsgötu 25, og hefst hann kl. 20.30. Dagskrá: 1) Vetrarstarfið 2) Stefnumótun Röðuls 3) Önnur mál. Stjórnin Alþýðubandalagið i Neskaupstað FÉLAGSFUNDUR i Egilsbúð (fundarsal) sunnudaginn 25. október kl. 15 30. DagsKrá: 1. Kosning fulltrúa á flokksráðsfund. 2. Hringborðsumræður með Hjörleifi Gutt- ormssyni. Stjórnin. Námskeið i blaðamennsku á Selfossi Alþýðubandalagið á Selfossi og nágrenni hefur ákveðið að gangast fyr- ir námskeiði i blaðamennsku i nóvember. Ætlunin er að námskeiðið verði i tvo daga, yfir helgi. Leiðbeinendur verða; Jón Asgeir Sigurðsson, blaðamaður, og Þröstur Haraldsson, útlitsteiknari. Þátttakendur láti skrá sig hjá formanni Selfossfélagsins, Armanni Ægi Magnússyni, Háengi 6, i sima 99-2142 á kvöldin. Nánari upplýsingar um námskeiðið verða auglýstar i Þjóðviljanum bráðlega. Hjörleifur Guttormsson.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.