Þjóðviljinn - 27.11.1981, Page 7

Þjóðviljinn - 27.11.1981, Page 7
_____________ Föstudagur 27. nóvember 1981 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 — BÆKUR — BÆKUR — BÆKUR — BÆKUR — BÆKUR — BÆKUR — ÍPARADÍS Skáldsaga eftir Snjólaugu Bragadóttur Sumarblóm í Paradís Bókaútgáfan örn ogörlygur hf. hefur sent frá sér bókina Sumar- blóm i Paradis nýja skáldsögu eftir Snjólaugu Bragadóttur frá Skáldalæk. Er þetta áttunda skáldsaga Snjólaugar, en fyrsta bók hennarj Næturstaður, kom út áriö 1972. Sumarblóm i Paradis er saga úr nUtimanum. Fjallar um unga stúlku sem beðið hefur hálfgert skipbrotog stendur á krossgötum i liifi sinu, er vinkona hennar býður henni að koma með sér út i eyðieyju á Breiðafirði, þar sem komið hefur verið upp sumar- paradis fyrir ferðamenn. Margt óvænt hendir hina ungu stúlku meðan á eyjardvölinni stendur, ástir lifna og deyja og fyrr en varir er aftur komið haust. Saga um Þráln Bókaútgáfan örn og örlygur hf. hefur sent frá sér nýja skáidsögu eftirHafliða Vilhelmsson. Nefnist bókin „Sagan um Þráin” og er hún þriðja skáldsaga Hafliða. Fyrsta bók hans kom út árið 1977 og nefndist hún „Leið 12 Hlemmur — Fell” og ári siðar kom út bókin „Helgarlok” Sagan um Þráin er saga úr nú- timanum og er Reykjavik aðal- sögusviðið en leikurinn berst þó viðar. Aöalsöguhetjan, Þráinn er barn sins tima, mótaður af um- hverfinu og föstum venjum, bæði ieinkalifisinu og atvinnu. Bak við skelina býr persóna búin mörgum eðlisþáttum sem togast á og eiga i innbyrðis styrjöld. Hvað gerist þegar viðjarnar bresta? Fellur lifið i þann farveg sem ætlað er — eða fer persónan i enn smærri einingar en áöur. Er niðurlæging sjálfskaparviti, eða eitthvað sem maðurinn verð- skuldar? Og þaö getur meira að segja verið spurning hver niður- lægir hvern. Landið þitt, ísland 2. bindi er komið út Bókaútgáfan örn og öriygur hf. hefur sent frá sér bókina Landið þitt — island, 2. bindi (H-K), en i fyrsta bindi endurútgáfu þessa mikla ritverks kom út i fyrra. Fyrsta útgáfa bókarinnar Landið þitt — Island kom Ut á ár- unum 1966 og 1968 i tveimur bind- um. Var fyrra bindið eftir Þor- stein Jósepsson en seinna bindið eftir Steindór Steindórsson. Bæk- urnar fengu mjög góðar viðtökur og seldust upp á skömmum tima. Voru þær brautryðjendaverk i staðfræðiútgáfu hérlendis. Hin nýja útgáfa á bókinni er með mjög frábrugðnum hætti frá fyrstu útgáfunni. Bókin hefur verið gifurlega mikið aukin og endurbætt og i henni eru nú mikið magn litmynda, og þegar ritverk- inu lýkur munu verða i þvi fleiri litmyndir en i nokkru öðru is- lensku ritverki. Bók um Loft „ríka” eftir Magnús Bjarnfreðsson Þá læt ég slag standa Bókaútgáfan örn ogörlygur hf. hefur gefið út bókina Þá læt ég slag standa — Loftur Einarsson segir frá ævintýralegu lifshlaupi sinu hcima og erlendis. Bókin er skráð af Magnúsi Bjarnfreðssyni. Sennilega eiga fáir Islendingar eins ævintýralegt lifshlaup og Loftur Einarsson, eða „Loftur riki”,einsog hanner oft kallaður, en þótt Loftur beri þetta þetta viðurnefni hefur hann ckki alltaf verið rikur af veraldlegum auði, heldur þvert á móti stundum alls ekki átt málugi matar. En Loftur Einarsson hefur borið margt við um dagana. Hann hefur t.d. rekiö hótel á Akureyri og grætt þar á tá og fingri en siðan tapað öllu austur i Vagla- skógi; hann kom sér einnig upp hóteli á Spáni en þar missti hann allt i miklu syndaflóði og varð að flýja undan Francólögreglunnij Aöalhöfunfuar bókarinnar eru Þorsteinn Jósepsson og Steindór Steindórsson, en margir aðrir hafa lagt fram efni i bókina, enda lögð áhersla á samvinnu við stað- kunnuga menn viða um land. hann var lengibúsettur iGrimsby og hjálparhella íslenskra sjo- manna þar i borg við allskonar útréttingarj hann var öryggis- vörður og tollvörður á Kefla- vikurflugvelliog siöarstóö hann i stórsmygli framan við byssu- kjafta dáta Gaddhafis i Libýu. Hann stofnaði naglaverksmiðju i Borgarnesi meö Halldóri E. og fleir i góðum mönnum og er nú að koma upp fyrirtæki á Suöur- nesjum. Þjóðsögur og þættir úr Mýrdal Bók eftir Eyjólf frá Hvoli Bókaútgáfan örn ogörlygur hf. hefur nú sent frá sér bókina. Þjóð- sögur og þættir úr Mýrdal eftir Eyjólf Guðmundsson frá Hvoli i Mýrdal, en Þórður Tómasson safnvörður á Skógum bjó bókina til prentunar. Eyjólfur Guðmundsson var fæddur 31. ágústárið 1870, en lést 16. október 1954. Hann var lengst af ævi sinnar bóndi að Hvoli i Mýrdal, en gaf sig þó mikiö að fræðistörfum og skrifum og ailar þær bækur er hann sendi frá sér hlutu einstaklega góðar viðtökur, einkum þó bækurnar „Pabba og mamma”og „Afiog amma”sem Sjómanns- ævi Endurminningar Karvels Ogmundssonar komnar út Bókaútgáfan örn og örlygur hf. hefur gefið út bókina Sjómanns- ævi — endurminningar Karvcls Ögmundssonar skipstjóra og út- gerðarmanns, skráðar af honum sjálfum. Hann er fæddur og uppalinn á Snæfellsnesi við kjör og kringum- stæður sem eru svo ólikar þvi sem fólk býr við i dag, aö i raun til- heyrir saga bernsku hans og æsku fornöldinni til. Karvel ögmunds- son hefur haft opinn hug og gott I minni, þannig að þær sögur og sagnir sem hann heyrði i bernsku komast óbrenglaðar til skila i bók hans,ogað þeim er mikill fengur. Karvel bregður einnig einkar komu Ut á árunum 1941 og 1944. Þegar Eyjólfur lést lá mikið magn óprentaðra handrita á skrifborði hans, m.a. mannlifs- þættir úr Mýrdal, þjóðsögur og ýmis fróðleikur yngri og eldri. Þórður Tómasson tók saman safn úr þessum handritum og birtist það i bókinni. skýru ljósi á atvinnuhætti á fyrstu áratugum aldarinnar, þegar sjór var enn sóttur á opnum róðrar- bátum og fiskurinn verkaður á frumstæðan hátt. Þessi bók er fyrsta bindi æviminninga Kar- vels, en hann mun siöan halda áfram að rekja sögu sina i fleiri bókum. Mikill fjöldi mynda er; i bókinni, m.a. nokkrar teikningar eftir Aka Gr'ánz myndlistarmann. Skrifað í skýin Æsku- og flugsaga Jóhannesar R. Snorrasonar flugstjóra Út er komin hjá Almenna bóka- félaginu bókin Skrifað iskýin eft- ir Jóhannes R. Snorrason flug- stjóra. Þetta er æsku- og flugsaga höfundarins, hefst vestur á Flat- eyri og endar árið 1946, þegar fastur grundvöllur hefur verið lagður að áætlunarf lugi innan- lands og hafið er farþegaflug til útlanda, en Jóhannes R. Snorra- son var einn af aðalfrumherjun- um i hvoru tveggja. Þessibók erfyrri hlutiflugsögu Jóhannesar. Fyrstsegir hann frá viðburöarikum bernskuárum á Flateyri við önundarfjörð og svo enn viöburðarikari unglingsár- um norður á Akureyri. Siðan hefst flugsagan sjálf i miðju stríði og endar i' þessu bindi 1946, þegar Jóhannes er nýbúinn að fljúga SKRÍFAÐÍ SKYIN V JÓHANNESR SNORRASON fyrstu farþegaflugin frá tslandi til Skotlands og meginlandsins og ferja tvo Katalinuflugbáta hingað frá Ameriku yfir Grænland i ill- viðrum um hávetur. Skrifað i skýin er 266 bls. að stærð auk 37 myndasiðna með um 70 myndum frá æskuárum höf- undar og þó einkum frá fyrstu ár- um flugferils hans, " nsum mjög mikilvægum fyrirfh --ögu lands- ins. Dvergmál Ljóðabók eftir Baldur Eiríksson á Akureyri Dvergmál heitir ljóðabók eftir Akureyri og er þekktur hagyrö- Baldur Eiriltsson frá Dvergs- ingursem gjarnan hefur ort undir stöðum. Þaö er bókaforlagið nafninu Dvergur. Hafa þau um Skjaldborg á Akureyri sem gefur árinbirst iDegi,Speglinum,Tim- bókina Ut en Baldur hefur um anum og viöar. langan aldur verið búsettur á Minningabók ai bændum Bókaútgáfan örn og örlygur hf. hefur gefið út bókina Bændur segja allt gott eftir Jón Bjarnason frá Garðsvlk. Er þetta þriðja minningabók höfundarins, en áður hafa komið út bækurnar: Bændablóð og Hvað segja bændur núog hlutu þær góðar viðtökur al- mennings og gagnrýnenda. Listin að segja vel og skemmti- lega frá hefur um langan aldur verið hluti þjóðmenningar tslend- inga. Hin rómaða bændamenning tslendinga átti ekki hvað sist rætur að rekja tilþeirra manna er höfðu lifandi áhuga á umhverfi sinu og viðfangsefnum og gátu miðlaö öðrum bæöi þekkingu og skemmtun meö frásögnum sinum. Jón Bjarnason frá Garðs- vik er meiður á stofni þessarar listgreinar, og i bók sinni Bændur BjamasonFPÁ W* " Bændur allt ott segja allt gott bregöur hann upp lifandi myndum af lifi og starfi bænda og segir frá skemmti- legum mönnum og atvikum.Fjöl- margar myndir eru i bókinni. Bók í tveimur bindum eftir Rosemary Rodgers Líf í ljóma Bókaútgáfan örn og örlygur hf. hefur gefið út bokina Llf i Ijóma frægðar (The crowd pleasers) eftir bandariska rithöfundinn Rosemary Rodgers I islenskri þýðingu Dags Þorleifssonar. Er bókin I tveimur bindum og nefnist fyrra bindið Skin og skuggar stjörnulifsins og seinna bindið nefnist 1 hringiðu frægðarinnar. Rosemary Rodgers hefur um árabil veriö i hópi mest seldu rit- frægðar höfundanna bæöi i Bandarikj- unum og Bretlandi. Lif i ljóma frægðar fjallar aö verulegu leyti um fólk sem starfar i kvikmyndaiðnaöinum, en óþarfi er að fjölyrða um þaö seiðmagn sem hann hefur haft yfir sér frá fyrstu tið. Aðalsögu- hetja bókarinnar verður kvik- myndastjarna, en verður að stiga yfir marga þröskulda á leið sinni upp á stjörnuhimininn.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.