Þjóðviljinn - 18.12.1981, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 18.12.1981, Blaðsíða 15
Hringið í síma 81333 kl. 9-5 alla virka daga, eða skrifið Þjóðviljanum lesendum Leiðrétting Ég undirritaður, Árni Ólafsson, vil taka fram eftirfarandi, sem er í sambandi við grein sem birtist í blaðinu (Þjöðv.) 2. desember sl. undir yt- irskriftinni Kosninga- svindl. Grein þessi var algjörlega á misskilningi byggö, enda haföi blaöamaöur BK sem hringdi inn greinina til Þjóöviljans komiö þessum ummælum, sem eru algjör ósannindi á framfæri. Vil ég hér meö biðj- ast velviröingar á grein þess- ari sem var tóm markleysa, enda höföu Jón Walter og Her- luf Clausen ekki fyllt út neina kjörseöla fyrir syni mina eins og kom fram i bíaöinu. Ég vil ennfremur biöja Jón og Herluf fyrirgefningar á skrifum þess- um, þar sem þeir eru algjör- lega saklausir af rógburöi þessum. 0530-4385. Hreppurinn ekki til Hóimfriður Gisladóttir hringdi og benti okkur á, aö Baröastrandarhreppur fyrir- finnst hvergi á landinu, en svo var Rauðasandshreppur á Baröaströnd nefndur i grein, sem birtist hér i blaðinu þann 16. þ.m. Viö þökkum Hólmfriöi ábendinguna. Áskorun til ríkis- stjórnar- innar Nú þegar pólska þjóöin á i þrengingum þarf aö sýna hjálparhugann i verki. Ég skora á islensku rikisstjórnina aö senda pólverjum umfram- birgöir af alls konar sjávar- afla sem ekki hefur tekist aö selja. Þar má til dæmis nefna 8000 tunnur af grásleppu- hrognum, lýsi mjöl, síld og annan fisk. Ég er viss um aö þaö er nægt hjartarými hjá islensku þjóö- inni til að sjá af þeim smá- munum fyrir okkur sem ég hef hér minnst á. Pólverjar lifa nefnilega ekki af kjaftæöi á torgum. Arni Jón Jóhannsson Jólastemmning — ljósm. gel. Pönnukakan Þessa sögu sendi Pál- ína Gisladóttir, 6 ára, Asparfelli 6, blaðinu og myndina sem fylgir með. Sagan heitir „Pönnukakan sem hljóp". Við þökkum Pál- ínu kærlega fyrir. „Það var pönnukaka sem hljóp og hún hljóp sem hljóp og hún hl jóp yfir holt og hæðir. Hún kom loksins að stórum trjám. Þar hitti hún garðyrkju- menn. Þá stoppaði hún og leit í kringum sig og sá hún þá dálítið skrýtið. Það voru svo fín blóm þar. Hún hljópaftur upp yfir holt og hæðir. Síðan Barnahornid fór hún að borða. Síðan fór hún aftur út og plantaði blómum. Eftir fjóra daga döfnuðu blómin vel. Það var heppilegt af því að hún ætlaði að nota þau í veislu. Það voru ýmsar góðar kökur í veislunni og allir í veislunni döns- uðu svo vel. Síðan fóru allir heim." Pálína Gísladóttir, Asparfelli 6 Reykjavík, 6 ára. Föstudagur 18. desember 1981. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 15 Haroid Lloyd Allt í gamni með Harold Lloyd Sjónvarp kl. 20.40 í sjónvarpinu í kvöld er enn ein syrpa með hinum frábæra Harold Lloyd. Er þessi sú nítj- ánda í röðinni. Einu sinni var þaö skoöun barna og þeirra, sem hafa gaman af skripó, eins og þaö var kallaö fyrrum aö bara væri til einn leikari i heimin- um, sem gæti ávallt komiö fólki til aö hlæja — nefnilega Chaplin. En nú vita menn bet- ur. Ohætt er aö segja aö Har- old Lloyd sé i miklu uppáhaldi hjá börnum og unglingum og vilja aödáendur hans ekki fyr- ir nokkurn mun missa af her- legheitunum. Þessi syrpa kemur eflaust öllum til aö hlæja og ekki veitir af I skammdeginu, þegar margir ganga meö höfuöiö niöri á bringu i áhyggjum sinum út af hilnu veraldlega gengi. Utvarp í dag: Jólaskapið allsráðandi Það er komið jólaskap i útvarpið. Á dagskránni eru hvorki meira né minna en fimm liðir, sem tengjast jólunum á einn eða annan hátt. I morgunstund barnanna er veriö aö lesa sögu um Grýlu og jólasveinana, og i þættinum Mér eru fornu minnin kær veröur flutt finnsk jólasaga er nefnistStjarneyg. Þá eru tveir þættir þar sem lesiö veröur úr bókum, sem komiö hafa út nú fyrir jólin. Er þaö þátturinn á bókamarkaöinum i umsjá Andrésar Björnssonar og Les- iö úr nýjum barnabókum i umsjón Gunnvarar Braga. A kvöldvokunni kl. 20.40 flytur svo Olöf Jónsdóttir rit- höfundur tvo þætti „Jólanótt i Svartaskógi” og „Bestu jóla- gjöfina”. Menn geta sem sagt veriö vissir um árstimann, ef þeir fylgjast meö dagskrá rikisút- varpsins. Sjónvarp XT kl. 22.10 Viskutréð ( sjónvarpinu í kvöld verður sýnd mynd er nefnist í þýðingu „Viskutréð". Myndin er bandarísk frá árinu 1969. Myndin gerist á árunum á milli 1920 - 30, og fjallar um blökkufjölskyldu, dagiegt lif hennar og þjóöfélagsaöstööu. Fjölskyldan trúir staöfastlega á Guö, fjölskyldumeölimir sýna hver öörum viröingu og vaxa aö manndómi i þjóöfé- lagi, sem þrúgar þá. Myndin fjallar þó aö mestu um drenginn Newt Winger, sem er 14 ára, hvernig hann upplifir veröldina, sem er full af kynþáttahatri og fordómum i garö hinna svörtu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.