Þjóðviljinn - 21.01.1982, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 21.01.1982, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 21. janúar 1982 ÞJÓDVILJINN — SIÐA 5 Hinn 23. febrúar næstkomandi fer fram þjóðaratkv æðagreiðsla um aðild Grænlands að Efnahagsbandalagi Evropu. At- kvæðagreiðsla þessi hefur eins og gefur að skilja afgerandi áhrif á framtið landsins. Þegar Dan- mörk gekk i EBE á si'num tima greiddu yfir 70% Grænlendinga atkvæði gegn aðild, en urðu engu að siður að liíta vilja meirihluta danskra kjósenda. EftiraðGræn- lendingar fengu heimastjórn ákvað Siuin ut-flokkurinn, sem fer með heimastjórnina i Grænlandi, að visa málinu til þjóðaratkvæða- grciðslu. Sium ut er vinstrisinnað- ur flokkur, sem lengst af hcfur haft samvinnu við SF á danska þinginu. Flokkurinn hefur verið andvigur aðild Grænlendinga að EBE. Næst stærsti flokkurinn á Grænlandi. Atassut, sem er eins konar borgaralegur flokkur og hefur verið fylgjandi aðild aö EBE vann hins vegar talsvert á i kosningunum til danska þingsins i desember s.l. og hlaut þá 48.6% atkvæða á móti 38% atkvæða Siu- mut. Þriðji stjornmálaflokkurinn á Grænlandi er Inuit Suleqatigiit, scm hlaut 13.4% atkvæða i kosn- ingunum i desember. Þingmcnn Grænlands á danska þinginu eru nú þeir Ottó Steenholdt frá Atas- sut og Preben Lange frá Siumut. Jonathan Motzfeldt formaður Grænlensku heimastjórnarinnar: Samningur um aukaaðild tryggir sjálfstæði og efnahagslegt öryggi Grænlands best. Grænlendingar fagna kosningarúrslitum um fengna heimastjórn með blysför um götur Nuuk. „Græn- lendingar einkennast af tortryggni og neikvæðri afstöðu til umhverfisins, hafa einungis áhuga á eigin málefnum og eru fádæma fávisir um alþjóðamál”, sagði danskur áróöursmeistari fyrir EBE i leyni- legri skýrslu. Þjóðaratkvæðagreiðsla á Grænlandi 23. febrúar: Aukaaðild Ásiðastliðnu haustitók Siumut- flokkurinn upp þá stefnu að Grænlendingar skyldu taka upp aukaaðild með sérstökum samn- ingi, sem gerður yrði, ef úrsögn úr bandalaginu yrði samþykkt. Um 20 smáriki og svæði i heimin- um njóta slikrar aukaaðildar, sem endurnýjuð er á 5 ára fresti með sérstökum samningi. Jonathan Motzfeldt formaðui grænlensku heimastjdrnarinnar sagði við þetta tækifæri, að heimastjórnin gerði sér fullkom- lega ljóst, að aukaaðild þýddi vissa pólitiska skuldbindingu gagnvart EBE — en aðalatriðið er að við viljum sjálfir búa yfir þeim póliti'ska myndugleik, sem gerir okkur kleyft að stjórna Grænlandi sjálfir, ekki hvað si'st i fiskveiðimálum, — sagði Jonathan Motzfeld. Andstæðingaraðildar að EBE á Grænlandi hafa stofnað með sér sérstök samtök, Anisa, sem eru starfandi inæröllum byggðarlög- um á Grænlandi. Þrir af fjórum stjórnmálaflokkum á Grænlandi standa á bak við þessi samtök, sem og grænlenska alþýðusam- bandið, og hafa þau tekið upp i Þjóðarhreyfingin gegn EBE sigurstrangleg stefnuskrá sina, að samið skuli um aukaaðild eftir úrsögn Ur EBE. Samtökin hafa staðið fyrir upplýsingaherferð um allar byggðir Grænlands, enda þótt óíiku sé saman að jafna hvað varðar aðstöðu til áróðurs þar sem eru fylgjendur EBE með sjálft bandalagið á bak við sig. Hernaðarlegt mikilvægi Efnahagsbandalagið hefur lagt mikla áherslu á að halda Græn- landi innan EBE. Koma þar til annars vegar auðlindir landsins (úran, málmar og fiskur) og hins vegar hernaðarlegt mikilvægi þess. Hvað varðar hið hernaðarlega mikilvægi, þá kemur það m.a. berlega i ljós i nýútkomnu riti Gunnars Gunnarssonar um GIUK-hliðið á milli Grænlands, Islands og Bretlands. Þýskur greifi að nafni Otto von Habsburg, sem er þingmaður á þingi EBE fyrir CSU-flokkinn i Þýskalandi, skrifar athyglis- verða grein um þessi mál i dag- blaðið Luxcmburger Wort i nóvember s.l. von Habsburg, sem er núverandi höfuð hinnar gömlu Habsburgarættar, sem eitt sinn réði stórum hluta Evrópu, ávitar Dani fyrir að hafa veitt Græn- lendingum sjálfsákvörðunarrétt um jafn mikilvæg málefni, og segir það vera sovéskt samsæri að koma Grænlandi út úr EBE. Hannklikkirút með þviað segja i grein sinni:,Sá sem ræður höfn- um og flugvöllum Grænlands hef- ur kverkatak á NATO. Ef Græn- land yfirgefur EBE, verður eyjan (sic!) tilneydd fyrr eða siðar til þess að leita að annarri vernd... Liklegur sigur Siumut mun leiða af sér Grænlenska sjálfstæðis- hreyfingu, sem vegna andúðar á nýlendustefnunni mun hljóta alþjóðlega samúð, sem hin veika Danmörk getur ekki staðið gegn. Nærri mannlaus, fátæk og efna- hagslega ósjálfstæð eyja undir stjórn kommúnista er hin rök- rétta forsenda fyrir myndun sovésks verndarsvæðis. Það er um þetta sem kosningarnar á Grænlandi snúast hinn 23. febrúar n.k. en ekki um nein efnahags- vandamál.” Gylliboð EBE Efnahagsbandalagið hefur i áróðri sinum á Grænlandi beitt fyrir sig þeim yfirburðum sem það óneitanlega hefur: fjármagn- inu. Blaðamönnum og áhrifa- mönnum er boðið i Evrópureisur, og loforð eru gefin um fjárhags- aðstoð af ýmsu tagi. Andstæðingar EBE á Græn- landi hafa ekki farið i grafgötur með að fjárhagsaðstoð frá EBE verður ekki hin sama eftir Ur- sögn. Enþeir hafa jafnframtlagt rika áherslu á, að úrsögn þurfi Framhald á bls. 14. Nú er rétti tíminn til að tryggja sér fallegt einbýlishús frá Siglufirði til afgreiðslu næsta vor! HÚSEININGAR HF Einingahúsin frá Siglufirði hafa vakið verðskuldaða athygli fyrir gæði. Enda sitja efnisgæði, vöruvöndun og framleiðslutækni í fyrirrúmi hjá Húseiningum h/f. Fleiri og fleiri gera sér grein fyrir kostum timbur- húsa, og þá ekki síst einingahúsa úr völdum viðar- tegundum. Sérstaklega hafa tvílyft húsfráHúseiningum h/f vakið mikla athygli. Það er staðreynd að einbýlishús frá Húseiningum h/f þurfa ekki að kosta meira en 4-5 herbergja íbúð í fjölbýlishúsi, en kaupendur ráða verðinu að nokkru leyti sjálfir þar sem hægt er að kaupa húsin á mismunandi byggingarstigum frá verksmiðju. Möguleikarnir á út- færslu þeirraeru því sem næst óendanlegir. Þeir sem hafa hug á því að fá Siglufjarðarhús til uppsetningar á fyrri hluta næsta árs eru beðnir að hafa samband við Húseiningar h/f, sími (96) 71340 eða söluskrifstofuna í Reykjavík, hjá Guðmundi Óskarssyni, verkfræðingi, Skipholti 19, sími (91) 15945.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.