Þjóðviljinn - 21.01.1982, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 21.01.1982, Blaðsíða 2
2 SÍÐA— ÞJÓÐVILJINN ■ Fimmtudagur 21. janúar 1982 KÆRLEIKSHEIMILIÐ VÍðtalÍð „Er snjórinn í himninum ekki að verða búinn?" Og svo er að muna að passa sig á bílunum... Biskupsstóll og skóli fyrir borð Ekki er nú hægt að segja að nitjánda öldin hafi byrjaö álit- lega fyrir islendingum því sam- kvæmt æöri tilskipuuum 1801 voru tvær merkar stofnanir lagöar niður, biskupsstóllinn á Hólum og Ilólaskóii. Átti hvort- tveggja aö vera gert i sparnað- arskyni. Undu einkum Norðlendingar að vonum þessum ráðstöfunum illa, en fengu ekki að gert frem- ur en Seltirningar þegar þeir voru sviptir kirkjunni. Enginn biskup hafði að visu setið á Hól- um siðan Sigurður biskup Stef- ánsson féil frá 1798 en Þorkell Ólafsson, stiptprófastur, annast biskupsstörfin. Var nú svo kom- ið að einn biskup aðeins, Geir Vidalin, var yfir íslandi, en þaö hafði ekki skeð siðan 1106. Er Hólaskóli hafði þannig fallið fyrir borð var Hólavallar- skóli eina menntastofnunin á öllu tslandi, húsnæðislaus að kalla og skólastjórn og kennslu- kraftar i óbeysnara lagi. Og nú voru ibúar Reykjavik- urkaupstaðar orðnir 307. Hafði þeim fjölgað um 140 siðan þorp- ið fékk kaupstaðarréttindi I78fi, eða um 28 á ári. — mhg * iÆ íhaldssöm húsmóöir úr Vesturbænum og róttækur hafnarverka- maöur! Þannig lýsir Hjálmfriöur sjálfri sér viö blaöamann Þjóöviljans. — Ljósm.: — eik. „Vantar ekki viljann, heldur tímann” Hjálmfriður Þóröardóttir heitir persónan, sem við höfum ákveðið aö kynna i dag, og vinn- ur i Sundahöfn hjá Eimskipa- félagi tslands. Nafn hennar komst i alla fjölmiöla um siöustu helgi, þvi hún er fyrsta konan, sem kjörin er i stjórn Verkainannafélagsins Dags- brúnar i Reykjavik. Verka- mannafélagið Dagsbrún var stofnaö árið 1906, en fyrsta kon- an gekk i félagið 1973. Hjálmfriður hefur verið þar félagsmaður frá árinu 1974. i trúnaðarráðinu hefur hún setið frá 1976. — Ilvað geturðu sagt okkur af sjálfri þér, Hjálmfríður? „Eg er ihaldssöm húsmóðir úr Vesturbænum og róttækur hafnarverkamaður — þetta máttu alveg hafa eftir mér. Húsmóðurstörfin eru mjög van- metin i þessu þjóðfélagi. Þau störf, sem konur vinna á heimil- unum.koma að gagni hvar sem er i þjóðfélaginu. Þetta er i raun alveg eins og að reka fyrirtæki. Ef öll fyrirtæki væru rekin á sama hátt og þessi litlu heim- ilisfyrirtæki, væri vandinn ekki mikiil i þjóðarbúinu.” — Hvers vegna bæði ihalds- söm og róttæk? „Vegna þess að ég er hvoru tveggja. Ég er i senn húsmóðir og verkamaður. Ég vil halda i húsmóðurstörfin og lyfta þeim til hærri vegar. Ég er róttæk eins og annað verkafólk i þessu landi — hér þurfa að verða miklar breytingar til að kjörin batni. Áhugamál verkafólks er fyrst og fremst það, að menn geti lifað af átta stunda vinnu- degi.” — Áttu von á þvi, að það náist i næstu samningum? „Nei, ég á alls ekki von á þvi. Kannski þetta verði komið á um aldamótin. Það eru ekki nema 18 ár þangað til.” Og nú brosir Hjáimfriður. „En þetta gengur Rætt við Hjálmfríði Þórðardóttur, fyrstu konuna í stjórn Dagsbrúnar ekki mikið lengur. Það skilur enginn hvernig þetta er hægt —- mér skilst, að meira að segja Þjóðhagsstofnun geti ekki reiknað út á hverju við lifum.” — Hvernig leggjast þjóðmálin i þig? „Það er best að hafa sem minnst eftir mér um þau. Við tölum illa um allar rikisstjórnir hér. Þær rata allar ofan i vasana okkar, svo mikið er vist.” Nú spyr blaðakonan um kvennaframboðið. Hjálmfriður segist vona, að framboðið gefist vel, úr þvi konurnar fóru úti þetta á annað borð. „Ég vil fá breytingu,” segir hún og blaðakonan spyr, hvort og hvernig breytinga sé að vænta frá kvennaframboðinu. „Ég vil fá fram bætt þjóðfélag og betri kjör og með þessu framboði koma a.m.k. fram fleiri kraftar. Slikt hlýtur að vera til bóta, hvað svo sem annað má segja um framboðið. Og ég er sannfærð um, aö þetta framboð fær góðan hljómgrunn.” — Að lokum, hvernig list þér á að vera komin i stjórn Dags- brúnar? „Mér list i sjálfu sér vel á það og vona að ég komi að einhverju gagni. Hvort það veröur veit ég ekki, þvi ég hef óskapiega litinn tima til þess að sinna félags- málum. Það gildir held ég um flestallt verkafólk, að það er ekki viljinn sem okkur vantar heldur timinn. Frá þvi i haust höfum við unnið 60—70 klst. á viku hér, en um áramótin fór að hægjast á og nú erum við komin niður i 40—45 klst. Það segir sig sjálft, að við erum ekki til stórræðanna eftir slikan vinnu- dag.” — ast. Búreikningabúin Meðalstærð 543 ærgildi Nýlega er komin út árs- skýrsla Búreikningaskrifstofu landbúnaðarins fyrir árið 1980. Þaö ár færöu 216 bændur bú- reikninga i samvinnu við Bú- reikningaskrifstofuna. Aðeins 141 reikningur var tekinn til endanlegrar úrvinnslu. Af þeim voru 52 kúabú, 34 blönduð bú og 55 sauðfjárbú. Meðalstærö allra búa var 543 ærgildi. Kúabúin voru stærst, með 756 ærgildi, blönduöu búin voru með 518 ærgildi en sauð- fjárbúin með 358 ærgildi. Meðalfjölskyldutekjur hækkuðu frá fyrra ári um 53% en fram- leiðslukostnaður um 47%. Framleiðslutekjur reyndust vera 249 þús. nýkr. Höfðu hækkað um 50%. Fjölskyldu- tekjur voru hæstar á kúabúum, 122 þús kr. Meðaltal fjölskyldu- tekna á öllum búunum voru 97 þús. nkr. Uppgjör einstakra búgreina var gert eftir svokallaðri fram- legðaraðferð. Hún er fólgin i þvi, að breytilegum kostnaði er skipt milli búgreina en ekki föstum kostnaöi, þ.e. launa- greiðslum, vöxtum, fyrningum o.fl. Framlegð búgreina er fundin með þvi, að draga breyti- legan kostnað frá framleiðslu- tekjum, en framlegö af öliu bú- inu fæst með þvi aö leggja sam- an framlegð einstakra bú- greina. Meðalframlegð á vetrar- fóðraða kind var 348 kr., sem þýðir, að hver vetrarfóðruð kind gat greitt þessa upphæð, fyrir vinnu, vexti og fyrningar. Framleiðslutekjur á kind voru'að meðaltali tæpar 500 kr. Arið 1980 var meðalnyt árs- kúa 3478 Itr. Framlegð á árskú reyndist vera 6656 kr. en breyti- legur kostnaður var kr. 4211. Það sem hafði mest áhrif á af- komu kúabænda var nythæð kúnna. Framlegðin á árskú var þvi meiri sem meðalnytin var hærri. A þeim búum, sem meðalnyt eftir árskú var 3165 ltr var framlegðin 5664 kr. en þar sem meðalnytin var 3889 ltr. var framlegðin 7502 kr. Framleiöslukostnaður á heyi reyndist vera kr. 0.74 á kg. Skuldaaukning varð að meðaltali á árinu tæp 21 þús. en skuldaaukning umfram eigna- aukningu reyndist kr. 4780. Mest varð skuldaaukning á blönduðu búunum. A undanförnum árum hafa nokkrar sveiflur orðið á tekjum eftir bútegund. Arin 1969—1973 og 1976—1980 skipuöu kúabúin efsta sæti. Sauðfjárbúin. voru efst árin 1974 og 1975. Árið 1976 voru fjölskyldutekjur svipaðar á öllum þrem bútegundunum en 1977—1979 voru sauðfjárbúin i neðsta sæti. öll hin árin voru blönduðu búin með minnstu tekjurnar. — mhg < o h-l o Þh © Buus „Mamma, þegar þú hittir pabba fyrst, varstu þá heltekin sjúkri þrá og brannst i girndarloga?”_

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.