Þjóðviljinn - 11.06.1982, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 11.06.1982, Blaðsíða 10
10 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 11. júnl 1982 Síðari hluti Erindi á iormannafundinum Friður ólafsdóttir forstööu- maður Leiðbeiningastöðvar um þjóðbúninga lýsti starfsemi stöðvarinnar og verksviði for- stöðumanns. Páll Sigurðsson ráðuneytisstjóri talaði um fram- kvæmdir á „Ari aldraðra”. Birna Bjarnadóttir skólastjóri Bréfa- skólans flutti erindi um starf skólans. Sigriður Haraldsdóttir deildarstjóri Verðlagsstofnunar sagði frá verksviði Verölags- stofnunar og starfi sinu þar. Sig- urveig Sigurðardóttir flutti erindi um Skálholtsskóla. Sigriður Kristjánsdóttir forstöðumaður Leiðbeiningastöðvar húsmæöra flutti skýrslu stöðvarinnar. Að- sókn að stöðinni eykst jafnt og þétt og er orðiö örðugt að gera Frá v.: Stefania Maria Pétursdóttir, Kópavogi, Óllna Ragnarsdóttir, Grindavik, (standandi) Hólm- friður Pétursdóttir, Viðihliö, Gerður Pálsdóttir, Eyjafirði, Ellsabet Sigurgeirsdóttir, Blönduósi, Beta Einarsdóttir, Kálfafellsstað, Maria Edvald, Hrisdal, og Þórunn Eiriksdóttir, Kaðalstöðum. Og enn þinga þær þeim úrlausn, sem til hennar leita á þeim tima, sem til þess er ætl- aður. 2350 fyrirspurnir bárust á siðasta ári. Til stöðvarinnar leita jafnt karlar sem konur, og mikið berst af fyrirspurnum utan af landi. Erlend neytendatimarit liggja frammi á skrifstofunni. Eru þar skráðar ýmsar prófanir sem gerðar hafa verið á hvers kyns hlutum, smáum og stðrum. Sigriður Thorlacius ritstjóri Hús- freyjunnar flutti skýrslu þess rits. Áskrifendur eru tæp 6000 og fjár- hagur betri en áður. Blaðið hefur verið auglýst i f jölmiðlum og hef- ur það orðið til að fjölga áskrif- endum. Einnig hefur verið lagt meira i útlit blaðsins en aöur. Rit- stjóri óskaði eftir meiri fréttum frá sambandsfélögunum i biaðið og minnti á tilgang Húsfreyjunn- ar, sem á að vera tengiliður milli stjórnar K.l. og félagsdeildanna úti um landið, og tengiliöur milli félagsdeildanna sjálfra. Unnur Ágústsdóttir Schram flutti skýrslu stjórnar Hallveigarstaða, en eignaraðilar að húsinu eru þrir, Kvenfélagasamband ís- lands, Kvenréttindafélag íslands og Bandalag kvenna i Reykjavik. Flutti Unnur fundarkonum þau gleðitiðindi, að Hallveigarstaðir væru nú skuldlaus eign. Fram- undan eru nokkrar viðgeröir á húsinu og var hún bjartsýn á, að ekki þyrfti að koma til mikillar skuldasöfnunar vegna þeirra. Maria Pétursdóttir flutti skýrslu Norræna Húsmæðrasambands- ins, en hún á sæti I stjórn þess af hálfu K.t. Ræddi hún um Norræna húsmæðraorlofið á Hvanneyri og minnti á þing Húsmæðrasam- bandsins, sem haldiö verður i Tampere i Finnlandi 3. - 5. sept. n.k. Sigriöur Thorlacius flutti skýrslu Alþjóðasambands hús- mæðra, en hún sótti fund Evrópu- deildar þess i Edinborg sl. haust. Umræður fóru fram um flest þessi erindi. Framtíðarverkefni K.l. hafði falið þeim Ragnhildi Helgadóttur og Vigdisi Jónsdótt- ur að ihuga og gera tillögur um framtiðarverkefni K.í. Kynntu þær hugmyndir sinar á fundinum og lögðu fram fjölritað yfirlit yfir þær. Hugmyndir þeirra beindust einkum að K.í. sem fræðsluaðila. Gerðu þær tillögur um margvis- lega fræðslu, sem æskilegt væri að K.t. beitti sér fyrir. Var sam- þykkt að framfylgja þeim með þvi: 1. Aö leggja tillögurnar fyrir menntamálaráðuneytið og leita stuðnings þess við framkvæmd þeirra. 2. Að sækja um fjárveitingu til Alþingis til að ráða heimilis- ráðunaut samkvæmt tillögum nefndarinnar. 3. Að skipuleggja svo fljótt sem auðið er, i samvinnu við hér- Þórunn Eiríksdóttir á Kaðalstöðum segir frá 15. formanna- fundi Kvenfélaga- sambands s Islands aðasambönd. þá þætti tillagn- anna, sem gerlegt væri að framkvæma við núverandi að- stæður. 4. Formannafundurinn beinir þeim óskum sinum til nefndar- kvenna, að þær verði stjórn K.t. til ráöuneytis um fram- kvæmd tillagnanna. ✓ Alyktanir Samþykkt var tillaga um at- vinnumál aldraðra. bá sendi fundurinn áskorun til Alþingis um að samþykkja á þessu þingi frumvarp til laga um þjónustu við aldraða. Samþykkt var að efna til vinnu- vöku helgina 22. - 24. okt. n.k. með liku sniði og Kvenfélag Bústaða- sóknar efndi til á sl. vetri. Hvert félag um sig velji sér verkefni, en öll vinna og ágóði renni til mál- efna aldraðra á tslandi. Tilgang- urinn með vinnuvökunni er að samstilla krafta allra, eða sem allra flestra kvenfélaga um land allt til sameiginlegs átaks fyrir þetta málefni. Vinnuvakan verð- ur betur kynnt siðar. Fundurinn skoraði á aðiidarfé- lög sin að auka framlög til Al- þjóðasambands húsmæðra og efla þannig aðstoð þess við konur i þróunarlöndunum. Þá sam- þykkti fundurinn áskorun um að hússtjórnarskólunum i landinu verði gert kleift að sinna þvi hlut- verki sinu áfram að veita kennslu i heimilisfræðum, en brýnt er að auka þá fræðslu. Akveðið var að gefa út upplýsingabækling um K.l. Var Guörúnu Láru Asgeirs- dóttur falið að undirbúa það mál. Störf héraðssambanda og kvenfélaga t K.t. eru nú um 250 kvenfélög með um það bil 22.540 félaga. Formenn héraðasambanda gáfu ' greinargóðar skýrslur um starf- semina. Flest héraðasamböndin njóta styrkja frá sýslu- og bæjar- félögum, auk styrks frá Stéttar- sambandi bænda, sem hefur verið mikil lyftistöng nú siðari árin. Er sá styrkur einkum notaður til að kaupa kennslu til námskeiöa- halds og til að kosta konur á nám- skeið. Mikið er um garðyrkju- námskeið og áhersla lögð á yl- rækt, byggingu gróðurhúsa við sveitabæi og ráðningu garðyrkju- ráðunauta i hvert byggðarlag. Kvenfélagskonur vinna mikið i umhverfismálum. Farnar eru hreinsunarferðir meðfram veg- um, i fjörur og heima viö bæi. Veitt eru verðlaun fyrir góða um- gengni, og viða sjá konur um hirðingu kirkna og kirkjugarða. Þær láta mengunarmál til sin taka, taka þátt i umræðum um stóriðju og gefa gaum að skipu- lagsmálum. Heilbrigðismál A ári fatlaðra gáfu konur stórar og miklar gjafir til heilbrigðis- mála. Þar má fyrst telja gjöf Bandalags kvenna i Reykjavik, ,, taugagreini” á endurhæfinga- deild Borgarspitalans. Ýmis félög úti á landi styrktu Bandalagskon- ur i söfnuninni. Viðar voru gefin lækningatæki og rannsóknartæki, t.d. blóðrannsóknartæki, súrefn- iskassar fyrir ungbörn, kviðar- holsspegill, þrekþjálfunartæki, hjartalinuritari, smásjár, hvild- arstólar og sjúkrarúm. Sjóðir fatlaðra og lamaðra voru styrktir og stofnaðir. Ekki er hægt að meta til fjár allskonar sjálfboða- vinnu við hinar ýmsu stofnanir, s.s. við bókasöfn sjúkrahúsa, fótaaögerðastofur, félagsstarf aldraðra og skipulagðar heim- sóknir i sjúkrahús, elliheimili og hjúkrunarheimili. Einnig fenqu skólar og kirkjur, björguna. sveitir og bágstatt fólk gjafir og áðstoð. Fjáröflun Afla þarf fjár til allra þessara gjafa og er þaö gert með ýmsu móti. Gefin eru út kort og seld, jólakort, tækifæriskort og minn- ingarkort. Félögin hafa kaffisölu viö ýmis tækifæri, sjá um erfis- drykkjur, panta og selja plöntur og fræ. A einum stað báru konur fúavarnarefni á fjárrétt og fengu kaup fyrir. — Þær stunda kart- öflurækt og selja kartöflur, halda bingó, félagsvist, basar og hluta- veltur. Orlof og ferðalög Orlofsnefndir héraðasambanda sjá um framkvæmd húsmæðra- orlofsins. Orlofsdvalir eru viða um landið, flestar þó að Laugar- vatni, Hrafnagilsskóla i Eyjafirði og Lundi i öxarfirði. Ennfremur eru farnar nokkurra daga orlofs- ferðir með stóra hópa. Auk þess fara kvenfélög I skemmtiferðir, landskoðunarferðir, leikhúsferðir og skiptiheimsóknir. Samböndin gangast einnig fyrir ferðum til út- landa t.d. Samband borgfiskra kvenna, sem um þessar mundir eru að skipuleggja ferð um há- lönd Skotlands, og Samband skagfirskra kvenna, sem ætlar að halda upp á afmæli sitt með þvi að fara i vinabæjarheimsókn til Danmerkur. Félagslíf og námskeið Kvenfélög sjá um framkvæmd á alls konar hefðbundnum skemmtunum, s.s. nýársfagnaði og jólaskemmtunum fyrir unga sem aidna, þorrablótum og Góu- gleði, Sumardags-fyrsta-hátiða- höldum, 17. júni-skemmtunum, töðugjöldum og almennum dans- leikjum. Þar fyrir utan eru svo málfundir, ráðstefnur og list- kynningar, s.s. „Huldukynning” Suður-Þingeyskra kvenna og ár- legar listsýningar Sambands austur-húnvetnskra kvenna, sem einnig rekur heimilisiðnaðarsafn á Blönduósi. Margs konar nám- skeiðeru haldin. Saumanámskeið eru vinsæl, allt frá kápusaumi úr mokkaskinni til bútasaumsnám- skeiða. Viða eru haldin mat- reiðslunámskeið. Það nýjasta i þeim efnum er kynning á ör- bylgjuofnum og notkun þeirra. Konur læra erlend tungumál, bókfærslu, vélritun, æfa söng, hafa leiklistar- og framsagnar- námskeið og félagsmálanám- skeið. Þær læra að skera út, mála á gler og mála á tré. Þær læra að baka laufabrauö, móta leirker, flosa myndir og lifga úr dauðadái. Hrísbrúingar Stefania Maria Pétursdóttir rit- ari formannafundarins lét svo ummælt eftir aö hafa unnið úr skýrslum formannanna: Já, það mætti likja þessum konum viö Hrisbrúingana i Innansveitar- króniku Halldórs Laxness, en um þá sagði hann: „Aldrei töluðu þeir um að þetta væri erfitt, hug- takið erfiði var ekki til. Mætti bæta þvi við að vitrir höfundar telja þá hjátrú sprottna af getu- leysi að til séu erfið verk, þau ein verk séu erfið sem unnin eru með rángri aðferð.” Þær kunna að- ferðina, réttu aðferðina, þessar konur sem vinna svo vel að heill og hamingju þjóðarinnar. Þær eiga lika margar hendur, heið- rikju hugans og gott og hlýtt hjartalag. Veislur og heimboð Dagiöng fundarseta er þreyt- andi og vel þegið að hafa frávik til upplyftingar og persónulegra samræðna. Og auðvitað fór það ekki fram hjá höföingjum, að for- vigiskonur stærstu kvennasam- taka landsins voru að halda fund. Fundarkonur þáðu ánægjulegt siðdegisboð að Bessastöðum til forseta tslands, frú Vigdisar Finnbogadóttur, fyrsta dag fund- arins. Þá um kvöldið bauð Unnur Agústsdóttir Schram formaður Bandalags kvenna i Reykjavik öllum hópnum til kvöldverðar- veislu á heimili sinu. Var þar set- ið i góöum fagnaði fram eftir kvöldi. 17. april buðu Ingvar Gislason menntamálaráðherra og frú hans Ólöf Auður Erlings- dóttir fundarkonum til hádegis- verðar i Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. Stjórn K.I. þakkar þessum aðilum alla gestrisnina og indælar móttökur. KÍ og fjölmiðlar Undirrituð gat ekki komið þvi við að sitja formannafundinn fyrsta daginn. Er ég kom á vett- vang á laugardagsmorgun frétti ég að — samkvæmt venju — hefðu engir fréttamenn frá fjölmiðlum né ljósmyndarar litið inn á fund- inn. Reynt var að hringja i dag- blöðin, en starfsmenn þeirra voru vist allir farnir i helgarfri, þvi að enginn svaraði. Einhver minntist þess þá, að i Hótel Esju, i næsta nágrenni við okkar fundarstað, stæði einmitt yfir ráðstefna um efniö „Konur og fjölmiðlar”. — Þar hlutu auövitað að vera bæði fjölmiðlamenn og ljósmyndarar. Reyndu nú galvaskar konur að fá einhvern þeirra til að skreppa yf- ir, en þvi miöur — það bar engan árangur. Kaldhæðnislegt, finnst ykkur ekki? Vegna þessa eru þvi miður engar myndir til frá sjálf- um fundinum, en Unnur Schram lánaði góðfúslega myndir, sem teknar voru i kvöldverðarboði hennar. S.l. vetur samþykkti stjórn Kvenfélagasambands ts- lands að fela nokkrum konum aö vera tengiliðir milli K.l. og fjölmiðla, i þvi skyni að greiða fréttum frá K.l. leið til almennings. Undirrituð fékk Þjóðviljann i sinn hlut. Von- ast ég til að blaðiö bregöist vel við. Viðurkenni raunar, að þessi frásögn er nokkuð stór biti svona i einu, en ég vona, að þeir sem hafa enst til að lesa hana, séu fróöari um K.I. en áður. Gleðilegtsumar, Þórunn Eiriksdóttir. Dalvík — bæjarstjóri Starf bæjarstjóra á Dalvik er laust til um- sóknar. Upplýsingar veitir undirritaður á skrifstofum bæjarins eða i sima 96-61370. Umsóknir skulu stilaðar á borgarstjór- ann, Dalvik, og þurfa að hafa borist fyrir 25. júni 1982. Dalvik 9. júni 1982 Bæjarstjóri Auglýsið í Þjóðviljanum

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.