Þjóðviljinn - 16.07.1982, Blaðsíða 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 16. jtill 1982
HfL,KftPreihiN! H^fiÐ £fi.ro P19
GERPi?
BfíUGGP lcÖNtJU
ftFSTeKKO KftiFFl!
HUWrt...
Eirrum OF
sreR kt! j
formann Lands-
sambands harm-
onikkuunnenda
Fyrir nokkru siöan var haldið
landsmót harmónikkuunnenda i
Reykjavik, og þar steig meðal
annarra i pontu Karl Jóna-
tansson, formaður Landssam-
bands harmónikkuunnenda og
minntist þá á mál, sem hann
sagði, að valdið hefði talsveðri
spennu og deilum i röðum
harmonikkuunnenda, bæði hér
heima og meðal nágrannaþjóða
okkar. Og ástæða þessa er
hljóðfæri, sem Karl segir hafa
skotið upp kollinum fyrir um
12—15 árum — og i þvi skyni aö
forvitnast nánar um þetta hljóð-
færi og orsakir reiði
harmonikkuunnenda, kölluðum
við á Karl i viðtal.
,,Já, ég hef leyft mér aö kalla
þetta hljóðfæri kynblending,
þótt það eigi óneitanlega heima
i orgelfjölskyldunni. En þvi
svipar til harmonikkunnar hvaö
útlit áhrærir og það er spennt
framan á hljóðfæraleikarann”,
sagði Karl.
„Þetta hljóðfæri hefur einnig
svokallað „kromatiskt” vinstri-
handarborð, eins og orgelið, en
það hefur hins vegar takkaraöir
konsertinunnar. Það má þvi
alveg ágætlega túlka orgeltón-
list 14.—18. aldar á þetta hljóð-
færi, enda gengu þá allar raddir
og mér liggur við að segja, að
dauðarefsing hafi legið við, ef
stokkin var ferund i lagi.
Þetta hljóðfæri hefur lika
verið notað i elektróniskri tón-
list, enda er allt gjaldgengt á
þeim bænum, ef á annað borð
fæst úr þvi hljóð”, sagði Karl
ennfremur.
„En þá er það stóra
spurningin: Er þetta harmón-
ikka? Unnendur þessa hljóð-
Ekki áttum við mynd af Karli Jónatanssyni, þegar til kom, en við birtum I staðinn mynd af þessari
forláta tangóharmónikku — og menn geta þá rifjað upp i huganum þær ekta tangósveiflur, sem
nást á nikkurnar, þegar sannir snillingar fara um þær höndum. Ljósm.: gel.
færis vilja segja sem svo, og
hafa m.a. lagt það á sig aö bæta
við sig bassaborði hinnar sönnu
harmónikku.
En það er hins vegar stór
munur á þeirri tónlist, sem
þessum tveimur hljóðfærum
lætur best að túlka, og það er
satt að segja mikill munur á
þeirri miðaldaorgeltónlist, sem
þetta hljóðfæri skilar með
ágætum, og svo harmónikku-
tónlist 20. aldarinnar.
með nafnið, ynnu I vingarði
orgelsins, en að hljóðfærinu
svipaði svo mest til áður-
nefndrar konsertinu.
„Geitin er óneitanlega klauf-
dýr”, sagði Karl, „hún gengur á
fjórum fótum, eignast afkvæmi
einu sinni á ári og gefur af sér
mjólk og kjöt. En það dettur
engum i hug að kalla geit rollu.
Og þvi er það nú, að ég er að
vekja máls á þessum vand-
ræðum, að ég auglýsi eftir
heppilegu nafni á þetta hljóð-
færi. Það stendur nefnilega það
vel fyrir sinu, þótt það komist
náttúrlega ekki með tærnar þar
sem orgelið hefur hælana, að
það ætti ekki að þurfa að fela sig
undir sauðargæru”, sagði Karl
að lokum.
— jsj.
Og það eru mörg dæmi þess,
að þeir, sem iðka leik á þetta
hljóðfæri, vilja ekkert með
alvöru harmónikkutóniist hafa,
og eins flestir i röðum okkar
harmónikkuunnenda, sem kæra
sig litið um þá miðaldatónlist,
sem framleidd er á þetta
umrædda hljóðfæri.
Það stefnir þvi i vandræða-
mál, ef ekki fæst viðunandi
lausn; það gefur auga leiö”.
Karl nefndi það ennfremur,
að fylgismenn þessa hljóðfæris
sæktu til harmónikkuættarinnar
KÆRLEIKSHEIMILIÐ
Ég meiddi mig í þumaltánni!
Svínharður smásál
Eftir Kjartan
Arnórsson
Það er svo róandi að dútla
i blómunum!
Ég vil fá sjónvarp!!!!
Maður þarf frumskóg til
að fara í skæruhernað!
Uppákoma
og fjáröfl
unarhátíð
Samhygðar
í Öskjuhlíð
á morgun
Eins og lesendum Þjóðvilj-
ans er kunnugt, hefur félags-
skapurinn Samhygö að undan-
förnu staðið fyrir svonefndum
Vikingaferðum til New York
til að koma boðskap Samhygð-
ar á framfæri þar, en mark-
miö samtakanna er að vinna
að bættu mannlifi á jörðu.
Um þessar mundir er i
gangi fjársöfnun á vegum
samtakanna, og verður þann
17. þessa mánaðar, á laugar-
daginn kemur haldin mikil
fjáröflunarsamkoma i Oskju-
hliöinni undir kjörorðinu
„Hvað getum við gert fyrir
borgina ökkar?”. 1
Ætlunin með þessu kjörorði
er að vinna gegn þeim þanka-
gangi aö ætlast stöðugt til þess
aö fá eitthvað sjálfur fyrir
sinn snúð, og á þess i stað að
leggja áherslu á það, að hver
og einn hafi eitthvað að leggja
af mörkum.
Mikið verður um dýrðir á
þessari fjáröflunarsamkomu,
og verða trúöar á staðnum en
auk þess á að syngja mikið og
halda flóamarkað „ude i det
grönne”, eins og sagt er uppá
dönsku. Og þar verður hægt aö
kaupa kökurog annaö meðlæti
meö kaffi og gosdrykkjum
sem einnig verða þarna til
sölu.
Og þá er ekkert eftir nema
taka fram, að uppákoma Sam-
hygöar stendur yfir i Oskju-
hliöinni, sem áður var minnst
á milli klukkan 15-18.
jsj.
Smselki
Ljótt orðbragð?
Eldri kona hringdi i forstjóra
verktakafyrirtækis og kvartaði
sáran undan tveimur starfs-
mönnum fyrirtækisins, sem
hefðu verið að vinna fyrir utan
húsiöhennar og notað ljótt orð-
bragö.
Forstjórinn brá við skjótt og
hélt á staðinn og yfirheyrði
starfsmennina.
„Hvaðásvona lagað aö þýða?”
þrumaði hann.
„Sko, þetta var ekki alveg eins
og gamla konan segir”, sagði
Palli. „Við Jói vorum að grafa
þennan skurð, og ég var ofan i
skurðinum, en Jói stóð uppi á
skuröbarminum. Svo missti Jói
hakann sem fór beint i hausinn á
mér. Og þá leit ég nú bara rétt
sisona upp og brosti til Jóa og
sagði við hann: Jói minn, þú
verður að gæta þess betur i
framtiðinni að missa hakann
ekki niður i' skurðinn”.
tungunnar
viðtalið
Gætum
Enginn
kallar
geitina
rollu
— spjallað við
Karl Jónatansson,
Heyrst hefur: Þeir fóru i sitt-
hvora áttina.
Rétt mun talið að segja: Þeir
fórusinn ihvora áttina.
En best færi: Þeir fóru i sina
áttina hvor.
Rugl dagsins
Það er erfitt að henda
reiður á öllu sem sumir
segja
Sjálf segir hún aö kvik-
myndaleikurinn sé aðeins
aukaatriði i lifi hennar en þó
segir hún að hún þoli ekki við
án þess að leika.
Skrifað um Jodie Foster
i Morgunblaðinu.