Þjóðviljinn - 16.07.1982, Blaðsíða 8
8 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 16. júli 1982
Föstudagur 16. júll 1982 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 9
,Hæ tunnu, hæ tunnu, hæ salt, meira salt...” Frá ævintýraheimi sildaráranna á Siglufiröi. (mynd Júl. Júl.)
SIGLUFJORÐUR
f hnotskurn
tsfiröingabraggi og gömlu slldarplönin, eöa það sem eftir er af fornri frægð. t ísfirðingabúð er verið að koma upþ sjóminja
safni fyrir muni frá sildarárunum.
Blaðið er komið!! Gunnar Rafn Sigurbjörnsson skólastjóri
og bæjarfulltrúi AB í fjölda ára lætur sér ekki duga minna
en þrjú eintök.
Sigluf jarðarkaupstaður stendur á
svokallaðri Þormóðseyri, sem ber nafn
Þormóðs ramma, sem nam land þar um
slóðir. Byggðin var lengi einangruð og
að litlu getið, þar til eftir miðja 19. öld,
að hákarlaveiðar á þilskipum hófust
þaðan.
Upp úr síðustu aldamótum tóku Norð-
menn að veiða síld þaðan, á opnu hafi
með nýjum veiðarfærum, reknetum og
síðar herpinót. Gáf ust veiðarnar vel og
fóru íslendingar að dæmi þeirra og varð
Sigluf jörður höfuðstaður síldarverkun-
ar og síldarvinnslu meðan síldarævin-
týrið mikla var og hét, f ram um miðbik
aldarinnar.
Þegar síldveiðarnar brugðust var það
þungt áfalT fyrir Siglufjörð. Fækkaði
íbúum staðarins um þriðjung en þeir
Þessir kappar voru að vinna I lóð verkamannabú-
staðanna og höfðu ekkert á móti þvl að láta mynda
sig. Þeir heita Sigurður Benediktsson og Benóný S.
Þorsteinsson.
sem héldu tryggð við byggðalagið að-
löguðu sig breyttum tímum og ný at-
vinnutæki voru byggð upp.
Nú er þar blómleg togara- og bátaút-
gerð, tvö stór frystihús og niðursuðu-
verksmiðjur. f gömlu tunnuverksmiðj-
unni er starfrækt stór húsasmiðja, sem
framleiðir timburhús í einingum og
einnig er verslun og smáiðnaður tölu-
verður á Siglufirði.
Á Sigluf irði er starf rækt hótel, þar er
sundhöll, íþróttavöllur, samkomuhús og
einnig er sjúkrahúsá staðnum.
íbúar Siglufjarðar urðu flestir árið
1941 (3100), en eru nú um 2.100. Siglu-
fjörður varð löggiltur verslunarstaður
árið 1818 og hlaut kaupstaðarréttindi
hundrað árum seinna, 1918.
-áþj
Sigurður Hlöðversson, bæjarfulltrúi AB og tækni-
fræðingur Húseininga, að hlynna að ungum efnivið.
Rétt að koma flikunum út meðan hann hangir þurr.
Skrautgarður Sólrúnar Magnúsdóttur. Með henni á myndinni er Signý Jóhannesdóttir
jam í eldinum
Sigurður
Kolbemn
Miðlunarvatnstankur Siglfirðinga og fyrir botni fjarðarins fjallið Hólshyrna, stolt staðarins.
(myndtáþj)
HJA SIGLUFJARÐARKAUPSTAÐ
Viðtal við Kolbein Friðbjarnarson
og Sigurð Hlöðversson,
fulltrúa AB. í bæjarstjórn
Unnið við varnargarð smábátahafnarinnar. (Mynd: Júllus Júllusson)
A undanförnum árum hefur
Siglufjarðarkaupstaður verið að
rifa sig uppúr þeirri ördeiðu sem
skapaðist i bæjarlifinu og at-
vinnuháttum eftir að sildin hvarf
og með henni spekúlantar og
gróðabrall einkaframtaksins. Má
fullyrða að um stakkaskipti hafi
verið að ræða i mörgum málefn-
um bæjarfélagsins á undanförn-
um árum og hafa blómlegar
framkvæmdir verið i gangi við
hitaveitu staðarins, unnið að
gatnagerðarmálum, hafnarbót-
um, vatnsvcituframkvæmdum og
nú siðast hafist handa við leng-
ingu flugvallarins. Þá tekur bæj-
arsjóður þátt i rekstri útgerðarfé-
lagsins Þormóðs ramma sem
gerir út þrjá togara frá Sigiufirði
um þessar mundir, auk þess sem
félagið er að reisa nýtt og vandað
frystihús sem leysa mun það
gamla af hólmi, en það er löngu
orðið of litið og úr sér gengið.
Til að grennslast ögn nánar um
málefni bæjarfélagsins, ræddi
blm. Þjóðviljans við nýkjörna
bæjarfulltrúa Alþýðubandalags-
ins, þá Kolbein Friðbjarnarson og
Sigurð Hlöðversson.en þeir eru i
meirihlutasamstarfi með Alþýðu-
flokki og Framsóknarflokki um
málefni Siglufjarðarkaupstaðar.
Höfnin
Vikum við fyrst talinu að hinum
miklu hafnarframkvæmdum og
endurbótum sem standa yfir á
Siglufirði. Kom fram hjá þeim
Kolbeini og Sigurði, að á siðasta
kjörtimabili hefði verið lokið við
gerð togarabryggju, með 140 m
löngu stálþili, og væri það jafn-
framt fyrsta stóra hafnarfram-
kvæmdin á Siglufirði um lengri
tima. A þessu kjörtimabili væri
svo áætlað að ljúka endanlega
frágangi á togarahöfninni og
einnig væru i gangi framkvæmdir
við innri höfnina. Eru þær fram-
kvæmdir taldar nema um 2,3
miljónum á kostnaðaráætlun, þar
af er kostnaður við varnargarö
fyrir smábátahöfnina um 1,8
miljón. Nýlega var svo samþykkt
að veita 350 þús. kr. til viðbótar i
hafnarframkvæmdir og er þá
heildarkostnaðaráætlun hafnar-
framkvæmda við innri höfnina
komin upp i 2 miljónir og 650 þús.
kr.
Samfara þessum fram-
kvæmdum hafa nokkrar eldri
bryggjur verið rifnar, ásamt
mörg'umhálfföllnum verbúðum og
geymsluskúrum frá dögum
sildarævintýrisins. Enn þarf þó
að gera stórátak, áður en lokið
verður við að rifa allar þær
bryggjur og verbúðir sem að falli
eru komnar.
Það hefur komið hart niður á
hafnarsjóði i ár, hve litil loðna
veiddist. Þannig voru tekjur
sjóðsins 1981 um 1,4 miljónir, en
eru áætlaðar á þessu ári um 800
þús. kr. Tekjutapið er i raun
meira en þessar tölur segja, þvi
miðað við 1981 hefðu þær átt að
verða um 2 miljónir á þessu ári,
þegar verðlagsbreytingar eru
reiknaðarmeð.
Hreint vatn
Næst var talinu vikið að þeim
vatnsveituframkvæmdum sem
nú eru i gangi á Siglufirði. Hófust
þær á siðasta kjörtimabili með
þvi að byggður var svokallaður
miðlunartankur. Var ástandið i
neysluvatnsmálum þeirra Sigl-
firðinga vægast sagt hryllilegt-
áður, að sögn Kolbeins og Sigurð-
ar, vegna mengunar og vatns-
skorts. Standa vonir til að þessar
framkvæmdir eigi eftir að afla
bæjarbúum nægjanlegs, ómeng-
aðs neysluvatns i framtiöinni.
Aframhaldandi vinna er við
vatnsveituna á þessu ári og verið
er að gera tilraunir með „drein-
skurði” eða jarðvegslagnir sem
safna eiga vatninu á miðlunar-
tankinn.
A þessu ári er varið 680 þús. kr.
til framkvæmda við miðlunar-
geyminn, 60 þús. kr. til fram-
kvæmda við miðlunargeyminn, 60
þús. kr. til kaupa á vatnsmælum
og 220 þús. kr. til vatnsöflunar-
framkvæmda.
Bundið slitlag
A siðasta kjörtimabili var brot-
ið blað i gatnagerðarmálum á
Siglufirði, þegar götur I heilum
bæjarhluta voru malbikaðar. Var
alls lagt 1,7 km langt slitlag og
var efnið flutt frá Akureyri til
Siglufjarðar á bilum.
Aöur haföi stefnan verið sú, aö
steypa götur og annaö ekki talið
koma að gagni. Hins vegar virtist
reynslan af þessum malbikunar-
framkvæmdum nú sýna, svo ekki
verði um villst, að það gengur
jafnvel að malbika götur á Siglu-
firði eins og á öðrum stöðum.
1 sumar er stefnt að írekari
framkvæmdum við jarðvegsum-
skipti og steypingu slitlags og er
veitt til þeirra framkvæmda 3
miljónum. Einnig verður gengið
frá gangstéttum og kantsteini
fyrir sem nemur 550 þús. kr., og
til holræsagerðar er variö 1 mil-
jón 225 þús. kr. Mestur hluti
þeirrar upphæðar fer i að leggja
svonefndar Hafnarlæk i stokk, en
sá stokkur mun liggja i gegnum
alla innri höfnina og út i sjó og er
þvi nokkuð mikið fyrirtæki.
Að endingu minntust þeir Kol-
beinn og Sigurður á lendingar-
framkvæmdir viö flugvöllinn,
sem mjög brýnt og þarft verk
fyrir bæjarfélagið. Að visu tæki
bærinn ekki þátt i þeim fram-
kvæmdum f járhagslega, það væri
borgað af rikinu, en hins vegar
skapaði þessi framkvæmd ein-
staklingum og fyrirtækjum at-
vinnu og kæmi bæjarfélaginu til
góða i framtiðinni með bættum
samgöngum.
Sögðu þeir i lokin, að af þessari
upptalningu mætti sjá, að upp-
bygging væri i stöðugum vexti á
Siglufirði, en oft væri heist að
skilja af fréttum sumra fjölmiðla
þaðan, að allt væri að fara i kalda
kol. Töldu þeir slika frétta-
mennsku með öllu óhæfa. Alþýðu-
bandalagsmenn á staðnum eru
bjartsýnir á framtið Siglufjarðar,
ekki sist með tilkomu nýs bæjar-
stjóra úr þeirra rööum, óttars
Proppé, en hann tekur viö
störfum um næstu mánaöamót.
Með þvi ljúkum viö viötalinu.
— áþj