Þjóðviljinn - 29.09.1982, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 29.09.1982, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 29. september 1982 þjöÐVILJINN — StÐA 11 Olíuauður Araba freistar Santana Það er nokkuð ljóst að Telé Santana, þjálfari brasilíska knattspyrnul- andsliðsins, hættir með liðið þegar samningur hans rennur um áramótin. Líklegt þykir að hann haldi til Saudi-Arabíu, en þaðan hefur hann fengið freistandi tilboð. Líklegustu eftirmenn hans ertu taldir þeir Carlos Al- berto Parreira, sem stjórnaði landsliði Kuwait í MH á Spáni í sumar, og Evaristo Mecedo, landsliðsþjálfari Qatar. Báðir eru þeir Brasilíumenn og hafa náð frábærum árangri í Arabalöndunum. -VS i|»róttir Umsjón: Víðir$igurössQn Tekjutap hjá Stjömunni er gífurlegt „Þessi „heimaleikur“ okkar við Víking verður líka austur á Selfossi“, sagði Guðmundur Jónsson hjá handknattleiks- deild Stjörnunnar úr Garðabæ í samtali við Þjóðviljann í gær. Stjarnan og Víkingur leika í 1. deild karla í kvöid og aftur þarf Stjarnan að fara með heimaleik sinn austur á Selfoss. Leikur- inn hefst þar kl. 19.30. „Það er hægt að áætla að hver leikur sem við þurfum að leika þarna þýði tíu til fimmtán þúsund krónur í tekjutap hjá félaginu. En það er óvissan sem er versti skað- valdurinn. Við eigum engan heimavöll og getum ekki ætlast til þess að aðrir en hörðustu stuðn- ingsmenn okkar mæti“, sagði Guð- mundur. Garðbæingar fjölmenntu þó austur fyrir fjall í síðustu viku þeg- ar Stjarnan lék þar við FH og í kvöld fara rútur frá Flataskóla í í Garðabæ kl. 18.15. - VS Whelan sá um sigurinn Evrópukeppni meistaraliða: Liverpool-Oundalk...........1:0 (5:1) Evrópukeppni bikarhafa: Tottenham-Coleraine...............4:0 (7:0) Paris St.G.-Lokv Sofia............5:1 (5:2) Uefa-bikarinn: Leviski Spartak-Sevilla.....0:3 (1:6) Admira-Boheimians Prag......1:2 (1:7) Köln-AEK Aþenu....................1:0 Það var frinn Ronnie Whelan sem skoraði sigurmark ensku meistaranna Liverpool gegn írska liðinu Dundalk í síðari leik liðanna í Evrópukeppni meistaraliða í knattspyrnu í gærkvöldi. Garth Crooks, Gary Mabbutt, Gary Brooke og Terry Gibson skoruðu fyrir Tottenham í öruggum sigri á Coleraine frá N-frlandi og Totten- ham vann því 7-0 samtals. Klaus Allofs skoraði sigurmark Kölnar en þetta var fyrrir leikur liðsins við AEK frá Aþenu. -VS Evrópumótm í kvöld: Hvað gera Víking- ar og Eyjamenn gegn spænsku meisturunum og pólsku bikarmeisturunum? Sverrir Herbertsson, gerði til raun til að skora með „hjólhest aspyrnu“ á Laugardalsvelii fyrir hálfum mánuði. Hún heppnaðist ekki sem skyldi en nú er að sjá hvort heppnin verði hliðholl Sverri og félögum í San Sebastian í kvöld. Mynd: -eik Framarar veittu Valsmönnum harða keppni lengi vel í viðureign liðanna í 1. deild karla í handknattleik í gærkvöldi. Fram hafði yfirleitt frumkvæðið í fyrri hálfleiknum en í þeim síðari stungu Valsmenn af, náðu mest sjö marka forskoti, og unnu öruggan sigur, 21-16. Örlítið skárra hjá Frömurum en gegn Þrótti á laugardag en betur má ef duga skal. 1. deild karla í handknattleik: Valsliðið í meðallagi of sterkt fyrir Fram Francis meiddur í kvöld verða tvö íslensk knatt- spyrnuiið í eldlínunni á Evrópu- mótunum í knattspyrnu. íslands- meistarar Víkings leika við spæns- ku meistarana Real Sociedad í San Sebastian í Evrópukeppni meistar- aliða og bikarmeistarar ÍBV mæta Lech Poznan á Eystrasaltsströnd Póllands. Bæði Víkingur ög Eyjamenn töpuðu heimaleikjum sínum gegn þessum félögum 0-1 og eiga því Sheff.Wed. tapaði Nokkrir leikir voru háðir í 2. deild ensku knattspyrnunnar í gær- kvöldi og urðu úrslit þeirra þessi: Bolton-Oldham.....................2:3 Carlisle-Sheffield Wed............4:2 Charlton-Fulham................. 3:0 Middlesboro-Grimsby...............1:4 Q.P.R-Crystal Palace..............0:0 Shrewsbury-Cambridge..............2:1 Enn stórar tölur í neðri deildun- um, Doncaster tapaði fyrir Wigan 3-6 og Huddersfield sigraði Orient 6-0 í 3. deild. -VS Anderiecht rak Ivlc! Belgíska knattspyrnu- stórveldinu Anderlecht, sem Pétur Pétursson lék með í fyrra, hefur ekki gengið sem skyldi í 1. deildarkeppninni þarlendis og í gær var júgóslavneski þjálfarinn Tomoslav Ivic rekinn frá félaginu. f stað hans var ráðinn Paul Van Himst áður einn kunnasti knatt- spyrnumaður Belga, en hann er nú 39 ára gamall og lék 81 landsleik á ferli sfnum sem leikmaður. Ander- lecht hefur hlotið 9 stig úr átta fyrstu leikjunum á þessu keppnist- ímabili og er í sjöunda sæti sæti en það þykir ekki nógu gott í þeim herbúðum. -VS mjög á brattann að sækja. Það er ekki raunhæft að reikna með því að þau komist áfram, til þess eru and- stæðingarnir helst til of sterkir. Þó gætu bæði hæglega náð ágætum úr- slitum og er skemmst að minnast góðrar frammistöðu ÍBV gegn Banik Ostrava frá Tékkóslóvakíu og Slask frá Póllandi í Evrópu- keppnum en í báðum tilfellum tap- aði ÍBV útileiknum með eins marks mun. -VS Jafnræði var með liðunum allan fyrri hálfleikinn en Frömurum tókst þó einu sinni að ná tveggja marka forskoti, 6-4. Sóknir þeirra voru þó langar og oft um litla ógn- un að ræða en samt var greinilegt að endurkoma Hannesar Leifs- sonar lífgaði upp á liðið. Valsmenn komust fyrst yfir 7-6 en í leikhléi var staðan jöfn, 8-8. Það var jafnt til að byrja með í síðari hálfleik en þá kom góður kafli hjá Valsmönnum og þeir komust í 15-10. Þar með var björn- inn unninn og .öll einbeiting Fram- ara fór úr skorðum. Þeir löguðu þó stöðuna í 16-13 en fjögur næstu mörk voru Valsmanna, 20-13, og þó Frömurum tækist að minnka muninn á lokamínútunum var sig- urinn aldrei í hættu. Það var enginn stórmeistara- bragur yfir þessari viðureign en þó sáust á stundum laglegir hlutir hjá báðum liðum. Sóknarleikur Vals er alltaf jafn þunglamalegur en vörnin er góð og Einar Þorvarðar- son vel með á nótunum í markinu. Brynjar Harðarson var frískastur í sókninni og var markahæstur með 8 mörk. Theodór Guðfinnsson og Gunnar Lúðvíksson skoruðu 3 hvor en Þorbjörn Jensson, sérstak- lega í vörninni, og Einar í markinu voru bestir auk Brynjars. Hjá Fram gengur sóknarleik- urinn illa og skortir alla f jölbreytni. Jafntefli í 2. defldlnni Afturelding og Ármann gerðu jafntefli, 15-15 í 2. deild karla í handknattleik í gærkvöldi. Árm- ann var yfir í hálfleik, 10-9, en ekk- ert mark var skorað síðustu fimm mínúturnar þrátt fyrir fjölda færa. -VS Vörnin þarf að þéttast en þó voru greinileg batamerki á henni frá Þróttarleiknum. Jón Bragi stóð sig ágætlega í markinu en af öðrum komst Hannes best frá leiknum. Egill Jóhannesson skoraði flest mörk, 6, Hannes 5 og Henrik Ólafsson 3. Staðan: Staðan í 1. deild eftir leik Vals og Fram: FH.....................3 2 0 1 72-58 4 Þróttur................2 2 0 0 45-36 4 KR.....................1 1 0 0 23-16 2 Valur..................1 1 0 0 21-16 2 Vikingur..............2 10 1 40-41 2 (R.....................1 0 0 1 14-23 0 Stjarnan...............2 0 0 2 37-49 0 Fram...................2 0 0 2 33-46 0 í kvöld leika Stjarnan og Víking- ur á Selfossi kl. 19.30 og Þróttur og KR í Höllinni kl. 20. Trevor Francis, enski landsliðs- maðurinn í knattspyrnu sem leikur ineð Sampdoria í ítöisku knatt- spyrnunni, meiddist illa í leik með liðinu á sunnudag og verður frá í í einar fimm vikur. Nýliðar Samp- doria hafa leikið þrjá leiki og unnið alla, gegn stórliðunum Juventus, Inter Milano og AS Roma. -VS Getraunlr í 5. leikviku Getrauna komu fram 7 seðlar með 12 réttum og nam vinningur fyrir hverja röð kr. 24.005. - Með 11 rétta voru 178 raðir og var vinningur fyrir hverja röð kr. 404.-. Fyrir 36 raða seðil með 12 réttum verður því heildar- vinningurinn kr. 26.429.00. Hjá Norskum getraunum hefur veltan á þessu ári minnkað um ca. 15% og sér norska íþróttasamb- andið fram á tekjurýrnun, sem nemur um 20 miljónum króna. á árinu. Hefur sambandið því farið fram á breytta tekjuskiptingu hjá Norskum Getraunum, en þar skiptist hagnaðurinn að jöfnu á milli íþróttastarfsins og lista og vís- inda. - VS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.