Þjóðviljinn - 29.09.1982, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 29.09.1982, Blaðsíða 16
Miðvikudagur 29. september 1982 At»a’ tmi Þjóöviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudags. Aðalsími Helgarsíml afgreiðslu 81663 Uta.i pess tima er hægt aö ná i blaðamenn og aöra starfsmenn blaösins i þessum simum: Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbrot Kvöldsími 8X283, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 er hægt 3Ö ná 1 af- greiöslu blaösins i slma 81663. Blaöaprent hefur sfma 81348 og eru blaöamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 Loftrœstibúnaður settur upp í Alþingishúsinu „Til aö kæla þing- mennina” Miklar framkvæmdir hafa stað- ið yfir innandyra í Alþingishúsinu í sumar, og þessa dagana keppast iðnaðarmenn við að gera allt klárt áður en þinghald hefst í næsta mánuði. Afkastamikill loftræsti- og raka- únaður hefur verið settur upp í hús- inu, símakerfið endurbætt og dytt- að að ýmsu öðru. „t>að á víst að kæla þingmennina niður með þessum búnaði ef þeim hitnar um of í hamsi“ sögðu iðnað- armennirnir sem unnu við að tengja loftræstibúnaðinn uppi á hanabjálka í þinghúsinu í gær. Mikil vinna hefur verið við að koma þessum stórvirka loftræsti- búnaði fyrir, því ekkert mátti en mestu skiptir þó að þingmenn ekki að kvíða loftleysi á komandi og annað starfsfólk Alþingis þarf þingi. - lg/mynd - eik. hrófla við innviðum hússins. Vel héfur tekist til við framkvæmdina „Viljum halda áfram að ryðja brautina” segir Guðjón Magnússon formaður Starfsmannafélags Kópavogs „Það var tekið sæmilega í okkar kröfur, sem við lögðum fram fyrir viku. I kvöld er svo annar fundur okkar með full- trúum bæjarráðs Kópavogs og ég reikna með að hann standi fram eftir nóttu“, sagði Guðjón Magnússon formaður Starfs- mannafélags Kópavogskaup- staðar í samtali við Þjóðviljann í gær. „Við hér í Kópavogi höfum verið þeirrar gæfu aðnjótandi í mörg ár að hafa inni þessa 4 orlofsdaga sem opinberir starfsmenn voru að semja um til viðbótar fyrr í sumar og einnig hafa vaktaálagsgreiðslur verið okkur hagstæðari en annars staðar. Þetta gerir það að verkum að við erum með nokkuð öðru vísi kröfugerð en gerist og gengur en við viljum halda áfram að ryðja brautina", sagði Guðjón Magnús- son ennfremur. Guðjón kvað of snemmt að spá um úrslit þeirrar lotu sem nú væri að hefjast hjá starfsmönnum í Kópavogi er við spurðum hann í lokin hverju hann vildi spá um ár- angur viðræðnanna sem framund- an eru. „Hins vegar er því ekki að leyna að við hér í Kópavogi og raunar víðar, erum afar óánægð með þróun samningsréttar bæjar- starfsmanna. Aðalkjarasamningar hafa víðast færst til Launanefndar sveitarfélaga, sem leiðir til þess að starfsmenn þurfa að ræða við samningsaðila utan héraðs. Raun- ar er það svo í mörgum sveitarfé- lögum eins og á Suðurnesjum, að bæði aðal- og sérkjarasamningar bæjarstarfsmanna eru ræddir utan Guðjón Magnússon: höfum í mörg ár haft ákvæði um þessa 4 orlofs- daga í okkar samningum. héraðs við ókunnuga menn sem lít- ið þekkja til staðhátta. Þetta telj- um við vera spor aftur á bak og viljum að samningaviðræðurnar i fari fram heima í héraði", sagði for- maður Starfsmannafélags Kópa- vogskaupstaðar, Guðjón Magnús- son að lokum. - v. „Við höfum lagt fram og kynnt okkar kröfur” „Þetta er óðum að fara af stað hér í Hafnarfirði en við höfum haldið einn fund þar sem kröfur okkar voru lagðar fram og þær kynntar. í dag er svo haldinn næsti fundur og þá má segja að viðræður hetjist formlega“, sagði Albert Einarsson formað- ur Starfsmannafélags Hafnar- fjarðar í samtali við Þjóðvilj- ann. í Starfsmannafélagi Hafnarfjar- ðar eru 190 félagar og kvað Albert þar vera um ákaflega sundurleitan hóð að ræða. En hverjar eru helstu kröfur félagsins: „Ég vil nú ekki fara út í einstök efnisatriði á þessu stigi en við höf- um alllengi haft inni tvo af þeim fjórum orlofsdögum sem samið var um við ríkisstarfsmenn nýlega þannig að okkar staða er nokkuð önnur en víða annars staðar." Og þið ráðist í gerð sérkjara- samnings á undan aðalkjarasamn- ingi? „já, sá háttur er hafður á hér eins og var með alla hópa ríkisstarfs- manna nema lögreglumenn. Við semjum við bæjarfélagið sjálft um sérkjör, en fyrir hönd bæjarráðs fer Launanefnd sveitarfélaga með um- boð bæjarfélagsins við gerð aðal- kjarasamnings. Því þurfum við að ræða við tvo aðila um okkar kaup Albert Kristinsson: viljum fyrst ganga frá sérkjarasamningi áður en aðalkjarasamningur kemur til umræðu. og kjör”, sagði Albert Kristinsson formaður Starfsmannafélags Hafn- arfjarðar að síðustu. 777 kynningaráskrifenda Um þessi mánaðamót rennur út ókeypis kynningaráskrift á blaðinu. Kærir þú þig ekki um fasta áskrift, ber þér að tilkynna það fyrir 1. október. - Við bjóðum alla þá velkomna í áskrifendahópinn, sem ekki tilkynna uppsögn. Stjórnarskrár- nefndin í Borgarnesi: / Ytarieg mann- réttinda- ákvæði Jafnrétti og þjóðareign á landi Meðal efnisbreytinga í til- lögum stjórnarskrárnefndar munu verða ýtarleg mannrétt- indaákvæði. Þar er kveðið á um jafnrétti kynjanna, menntunarmál, félagslega samábyrgð og samhjálp. Þá mun vera í tillögum nefndar- innar ákvæði um verndun náttúruauðlinda, um þjóðar- eign á landi og ýmisleg önnur samfélagsleg nýmæli. Stjórnarskrárnefnd hefur setið á fundum undanfarna daga í Borgarnesi og sam- kvæmt upplýsingum blaðsins mun nú vera búið að ganga frá orðalagi og fullgera velflestar greinar í tillögum nefndarinn- ar. Þó er kjördæmamálið enn- þá óafgreitt af nefndinni. í stjórnarskrárnefnd sitja full- trúar þingflokkanna og starfar nefndin undir forsæti Gunn- arsThoroddsen. Ragnar Arn- alds og Ólafur Ragnar Gríms- son eru í nefndinni fyrir Al- þýðubandalagið. -óg Alþingi í einni deild Afnám dcildarskiptingar á Alþingi mun vera á meðal þess sem stjórnarskrárncfnd hefur orðið ásátt um á fundum sínum. Þá eru í tillögum stjórnar- skrárnefndar ákvæði um að þingrofsréttur verði færður til alþingis en hann er nú á valdi ríkisstjórnar. Þá munu vera þau nýmæli í tillögum stjórn- arskrárnefndar að þing- nefndum verði falið meira hlutverk í framtíðinni en nú er. Eiga þær að starfa allt árið ög hafa einhvers konar eftir- litsrétt um framkvæmd laga. Þá eru í tillögunum ákvæði um að réttur til að gefa út bráða- birgðalög verði þrengdur. _________________-óg Miðstjórnar- fundur um helglna Stjóraarskráin og kosningaslagurinn Á laugardag hefst miðstjórnar- fundur Alþýðubandalagsins í Þing- hóli í Kópavogi og verður fram- haldið þar á sunnudag. Þar mun Ragnar Arnalds hafa framsögu um stjórnarskármálið, Baldur Óskars- son um húsnæðismál Alþýðu- bandalagsins og Svavar Gestsson mun fjalla um stjórn- málasviptingar sem framundan eru og undirbúning kosninga. Fundurinn hefst kl. 14. -v.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.