Þjóðviljinn - 15.10.1982, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 15.10.1982, Blaðsíða 2
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 15. október 1982 Eggert Guðmunds- son með sýningu Eggert Guðmundsson opnar málverkasýningu á morgun, laugardag, í Háhoiti, Dalshrauni 9 í Hafnarfirði. Sá salur er í eigu Þor- valdar Guðmundssonar veitinga- manns. Eggert, sem nú er 76 ára gamall er flestum íslendingum kunnur en hann ákvað að nema málaralist aðeins 16 ára gamall. Lærði hann m.a. hjá Mugg, Einari Jónssyni, Stefáni Eiríkssyni og Ríkha'rði Jónssyni. Einnig erlendis en þar hefur hann haldið sýningar svo og hér heima. Sýning Eggerts opnar kl. 16.00 á morgun og verður sýningin opin til 31. október. Virka daga kl. 16-22 en aðra daga kl. 15-22. Myndbönd eftir Dieter Roth Myndbönd Dieters Roth verða sýnd í Nýlistasafninu á milli 2 og 6 á laugardag og sunnudag. Er þetta jafnframt síðasta sýningarhelgin, en opið er til kl. 10 á kvöldin. Súrrealisti í Skruggubúð í Skruggubúð við Suðurgötu sýnir nú John nokkur Welson frá Bretlandi verk sín. Þetta eru 29 verk, olíumálverk, teikningar og klippimyndir. John hefur gert ljóð og myndir og er með þekktari súrrealistum í Bretlandi. Hann hef- ur sýnt verk sín víða um heim. Sýn- ingin er opin til 31. október. Síðasta sýningarhelgi Guy Frisks Yfuiistsýning á verkum álenska málarans Guy Frisks hefur staðið yfir í sýningarsölum Norræna húss- ins. A sýningunni eru 95 verk, olíu- málverk, vatnslitamyndir og myndir unnar með blandaðri tækni. Sýningunni lýkur nk. sunnudag þ. 17. okt. en í tilefni af komu for- seta Finnlands, Maunos Koivistos, . verðru sýningin opin þá þrjá dags sem heimsóknin stendur eða mið- vikudag. 20. fimmtud. 21. ogföstu- dag. 22. okt. kl. 14.-19. „Norðan 7" á Kjarvalsstöðum 7 myndlistarmenn sem allir eru búsettir og starfandi á Akureyri, opna á laugardag myndlistarsýn- ingu á Kjarvalsstöðum. Þeir eru Aðalsteinn Vestmann, ¦ Einar Helgason, Guðmundur Ármann, Helgi Vilberg, Kristinn G. Jó- hannsson Óli G. Jóhannsson og Örn Ingi. Við hittum þá að máli þar sem þeir voru að hengja upp á Kjarvalsstöðum. Við spurðum hvernig væri að vera myndlistarm- að'ur nyrðra: „Það er óhemjugott", sagði Óli G. en Kristinn sagðist heldur vilja segja að það væri „afargott". . „Við höfum Rauða húsið. Þang- að fáum við margar góðar sýningar og getum fylgst með því sem er að gerast t.d. í nýlistinni", sagði Helgi Vilberg. „Og svo höfum við mjög góðan myndlistarskóla." bætti Kristinn við. Þeir voru sem sagt ánægðir með að vera myndlistarmenn á Ak- ureyri, þótt ekki séu þeir allir born- ir og barnfæddir þar. „Og það er stutt til Reykjavíkur frá Akureyri, þótt Reykvíkingar segi að það sé langt til Akureyrar" sagði Óli. Þetta er í fyrsta sinn sem þessi hópur sýnir saman og er þetta jafn- framt stærsti hópur „utanbæjar- manna" sem sýnir í Reykjavík. Myndirnar eru alls 111 talsins og verður sýningin opin til 2. nó- vember. Haust- myndir í Ásgrímssal Opnuð hefur verið haustýning Ásgrímssafns, en hún er 56. sýning safnsins. Sýningin er að þessu sinni helguð haustinu og urðu fyrir valinu vatns- litamyndir, nær eingöngu, þ.á.m. margar bestu vatnslitamyndir Ás- gríms Jónssonar, frá Þingvöllum. Einnig eru sýndar myndir sem hann málaði á ítalíu 1908 og í Reychenhall í Þýskalandi 1931 og 1939. Ásgrímssafn Bergstaðastræti 74 er opið sunnud., þriðjud., og fimmtud., 13.30-16.00. Aðgangur er ókeypis. Edda Jóns- dóttir með tvær sýningar Edda Jónsdóttir ophar tvær sýn- ingar á laugardag, aðra í Ásmund- arsal við Freyjugötu og hina í Gall- erí Langbrók. Sýningarnar eru aðeins opnar til 24. október. í Langbrók verða sýndir polaroid- skúlptúrar, en í Ásmundarsal sýnir hún teikningar. Edda hefur sýnt víða um heim og hlotið alþjóðlegar viðurkenningar, m.a. hlaut hún verðlaun á grafíkbí- ennal í Bradford nú á þessu ári. Edda á vinnustofu sinni. Verk Maríu Jósefsdóttur (Bat-Yosef) Sýning Maríu Jósefsdóttur (Bat- Josef) er opin um helgina í Gallerí Lækjargötu frá 2-6 á laugardag og 2-10 á sunnudag. Sýningunni lýkur 24. október. Fræðsluerindi í Neskirkju Sex næstkomandi sunnudags- kvöld verður efnt til fræðsluerinda og umræðna í safnaðarheimili Ne- skirkju. Rætt verður um trúarleg og siðræn efni út frá biblíulegum textum og áhugaefni samtímans. Þeir dr. Björn "Björnsson pró- fessor og dr. Einar Sigurbjörnsson prófessor munu.verða í forsvari þessara stunda til skiptis og flytja stutt inngangserindi til skýringar og örvunar almennri umræðu. Samfundir þessir eru öllum opnir og hefjast kl. 15.30 í safnaðar- heimili Neskirkju. Kaffidagur Vest- firðingafélagsins á sunnudag Vestfirðingafélagið efnir til kaffidags á sunnudaginn kl. 15. í Félagsheimili Bústaðarsóknar. Þeir sem þess óska geta hlýtt á messu kl. 14 og komið síðan í kaffi. Býður Vestfirðingafélagið alla Vestfirðinga 67 ára og eldri velk- omna og væntir þess að yngri Vest- firðingar mæti einnig ásamt börn- um sínum. Nýlega var Guðríður Hannibalsdóttir kosin formaður félagsins í stað Sigríðar Valdemars- dóttur . Styrkir hafa verið veittir úr Menningarsjóði vestfiskrar æsku og hlutu þrjú ungmenni styrki að upphæð 12.000.00 kr. Sólarkvöld um helgina Hin vinsælu Sólarkvöld Samvinnuferða-Landsýnar hefjast að nýju í Súlnasalnum í kvöld. Vegna mikillar aðsóknar sl. vetur verða nú þrjú kvöld í röð, föstudags- laugardags-- og suiinu- dagskvöld. Að þessu sinni er Holland og þá sérstaklega Amsterdam kynnt. Hollenskur matur og drykkir verða á borðum og hollenskir listamenn skemmta. Allar konur fá blóm frá Breiðholtsblómum, spilað verður Bingó og jafnvægis-listamaður skemmtir. Hljómsveitin Gautar leikur fyrir dansi fram á nótt. Mannræktar- námskeið Sænski sálfræðingurinn Lena Tuulse mun halda hér þriggja daga námskeið um helgina og er það öll- um opið. Leha er doktor í klíniskri sálfræði og stýrir mannræktar- setrinu Wáxthuset skammt frá Stokkhólmi. Hún hefur haldið fjöldamörg námskeið í heimalandi sfnu og í liaiidarík.juniiin og kynnir hún áhrifaríkar leiðir til sjálfs- þroska. Námskeiðið hefst í kvöld kl. 19.00 og lýkur kl. 18.00 á sunn- udag. Upplýsingar um námskeiðið eru í síma 75495, en þátttökugjald er kr. 1.000. Gert er ráð fyrir að þátt- takendum gefist kostur á að við- halda og bæta kunnáttu sína í þeim aðferðum sem Lena kennir, og verða slíkir fundir vikulega í Mið- stöð fyrir mannrækt á íslandi, Bárugötu 11. þar sem námskeiðið verður haldið. Kvenstúdenta- félagið Hádegisverðarfundur verður í veitingahúsinu Arnarhóli laugar- daginn 16. október á vegum Kvenstúdentafélags íslands og verður fjallað um skólamál. Ræðu- maður verður Guðni Guðmunds- son, rektor Menntaskólans í Reykjavík.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.