Þjóðviljinn - 15.10.1982, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 15.10.1982, Blaðsíða 3
Föstudagur 15. október 1982 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 11 Sigurður Rúnar kemur með fríðu föruneyti á vísnakvöldið og flytur iög úr Gosa. Hér er hann ásamt nokkrum aðstandendum Gosa iitla. Y ísnakvöld Vísnakvöld verður í Þjóðleik- húskjallaranum n.k. mánudags- kvöld kl. 20.15 og kennir þar margra grasa. Sigurður Rúnar Jónsson kemur ásamt fríðu föru- neyti og flytur tónlist úr Gosa, Friðrik Karlson og Kristján Einars- son flytja renaissance-dúetta fyrir gítara og ljóðskáld les ljóð. Það eru Vísnavinir sem standa að vísna- kvöldinu og er fólki bent á að koma tímanlega, þar sem uppselt var á síðasta vísnakvöld. Ungur tenór- söngvari með tónleika Páll Jóhannesson, tenórsöngvari heldur þrenna tónleika á næstunni, en þeir fyrstu verða á rnorgun, laugardag, kl. 17.00 í Borgarbíó. Þá verða tónleikar í Miðgarði Varmahiíð á sunnudaginn kl. 21.00 og viku síðar í Hamrahlíðarskóla kl. 17.00. Þetta eru fyrstu opinberu tón- leikar Páls Jóhannessonar, en hann stundar nú nám við tónlistarskól- ann í Fiorenzuola D’Arda á ftalíu. Efnisskráin er mjög fjölbreytt, en undirleikari er Jónas Ingimundar- son. Djass í Hamrahlíð Hljómsveitin Apocalypse heldur í kvöld tónleika á vegum Nordjass í Menntaskólanum við Hamrahiíð og hefjast þeir kl. 20.00. Þessi hljómsveit er tveggja ára gömul og hefur á undanförnum ár- um leikið víða um Evrópu. Hana skipa þeir Allan Botchinsky, Bo Stief, Jesper van Hof og Lennart Gruvstedt. Musica Antiqua Fyrstu tónleikar Musica Antiqua á þessu starfsári verða haldnir í sal Menntaskólans í Reykjavík á morgun kl. 16.00. Leikin verður 19. aldar tónlist fyrir þverflautu og gítar. Leikið er á traversflautu og eftirlíkingu af gítar frá 19. öld. Flytjendur eru kanadíski flautu- leikarinn Alison Melville og Snorri Snorrason. Að tónleikunum lokn- um er hlustendum velkomið að rabba við flytjendur og skoða hljóðfærin. Alison Melville og Snorri Snorrason, sem leika á fyrstu tónleikum Musica Antiqua. Bamaóperan hugardag og sunnudag Úr „Litla sótaranum“, eða „Búum til óperu!“ Barnaóperan „Litli sótarinn" lensku óperunni í Gamla bíói. Benjamin Britten. Leikstjóri er verður sýnd á laugardag kl. 17.00 Þetta er söngleikur fyrir alla fjöl- Þórhildur Þorleifsdóttir. og á sama tíma á sunnudag hjá ís- skylduna, en höfundur er Bretinn Frá Amsterdam Áskrifendagetraunin Spurningaseðill 1 og 2 endurbirtir Hér eru endurbirtir 2 fyrstu hlutar áskrifendagetraun- arinnar, sem hófst í fyrsta sunnudagsblaði október- mánaðar. Þeir sem hyggjast taka þátt, eiga að safna saman getraunaseðlum mánaðarins (þeir verða 5 í okt- óber) og senda síðan svörin í mánaðarlok. Eingöngu er spurt úr fréttum Þjóðviljans vikuna fyrir hvern sunnudag. Fyrir októbermánuð eru glæsileg verðlaun í boði, eða ferð til Amsterdam með Arnarflugi. Getraunin er fyrir alla áskrifendur Þjóðviljans, bæði gamla og nýja, og einnig þá sem verða komnir í áskrifendahópinn 1. nóvember. - Áskrifendasími Þjóðviljans er 8-13-33 Og hér koma svo fyrstu tveir spurningaseðlarnir: 1. hluti - Helgin 2. - 3. október 1. Nýlega var iokið millisvæðamótinu í Moskvu. Hver varð efstur á mótinu? a) Beljavskí - b) Kasparov - c) Tal. 2. Menntamálaráðherra skipaði í vikunni nýjan fræðslustjóra í Reykjavík. Hver er hann? a) Áslaug Brynjólfsdóttir - b) Bessí Jóhannsdóttir. - c) Sigurjón Fjeldsted. 3. Löngu verkfalli lauk í vikunni. Hverjir háðu það? a) fóstrur sem vinna hjá Fteykjavíkurborg. - b) starfsmenn virkjun- arframkvæmda í Tungnaársvæðinu. - c) yfirmenn á kaupskip- um. 4. Ársfundur breska Verkamannaflokksins var haldinn fyrir skömmu. Þar urðu sviptingar? a) Samþykkt var vantrauststillaga á Michael Foot. - b) Hægri menn innan flokksins gengu út í fússi og sögðu skilið við hann. - c) Trotskíistar voru reknir úr flokknum. 5. Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar hefur tekið eftirfarandi ákvörðun: a) að selja hlut sinn í fiskmjölsverksmiðjunni Lýsi og mjöl. - b) að sekta hvern þann sem segir Hafnarfjarðarbrandara innan lög- sagnarumdæmisins. - c) að kaupa verksmiöjutogara fyrir Bæj- arútgerð Hafnarfjarðar. 2. hluti - helgin 9.-10. október 1. í vikunni skaut upp Músavinafélaginu sem mótmælti -ályktun Kattavinafélagsins gegn Tomma og Jenna. Hver er formaður Músavinafélagsins? a) Eyjólfur Konráð Jónsson. — b) Haukur Már Haraldsson. - c) Sighvatur Björgvinsson. 2. Bók með barnaleikriti og plata með söngvum úr því kom út í vikunni. Hvað heitir leikritið? a) Garðveisla. - b) Gosi. - c) Öskubuska. 3. „Gróf íhlutun í innanríkismál okkar“ sagði Svavar Gestsson um: a) tillögur útvarpslaganefndar um að gefa útvarpsrekstur frjálsan hér á landi. - b) ákvörðun Bandaríkjaþings um að framlag til flugstöðvar á Bandaríkjaflugvelli verði framlengt. - c) ferðir óþekkts kafbáts við Austurströndina. 4. Á mánudaginn var þess minnst að a) 10 ár voru liðin f rá því að eldgosið í Heimaey hófst. - b) 15 ár voru liðin frá því að útsendingar íslenska sjónvarpsins hófust. - c) 25 ár voru liðin frá því að Spútnik, fyrsta gervitunglinu, var skotið á loft. 5. Verslunin Hagkaup hyggst færa út kvíarnar a) Hefur sótt um 28 þúsund fermetra lóð í nýja miðbænum við Kringlumýrarbraut í Reykjavík. - b) Ætlar að kaupa Kaupfélag ísfirðinga og leggja þar með undir sig nær alla verslun á ísafirði. - c) Hefur sótt um að fá að reisa vínveitingahús ofan á hitaveitu- geymunum í Öskjuhlíð og reka það undir nafninu Hot Springs.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.