Þjóðviljinn - 22.10.1982, Page 1

Þjóðviljinn - 22.10.1982, Page 1
Föstudagur 22. október 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 Kvikmyndir Skemmtanir Félagslif o.fl. „Grafík á vetrum, blýantur á sumrin“. segir Edda Jónsdóttir. Dáist að þeim sem ern vissir í sinni sök” Edda Jónsdóttir sýnir nú verk sín á tveimur stöðum í borginni, As- mundarsal og í Gallerí Langbrók. Við báðum hana að segja okkur lítillega frá verkunum: „í Ásmundarsal sýni ég 20 teikningar sem allar bera heitið Ljóð um land, en í Langbrók er ég með það sem ég kalla polaroidskúl- ptúra, þar sem ég hleð saman myndum af t.d. líkamspörtum sem ég síðan raða saman ljkt og um púsluspil væri að ræða. Ég reyni að haga vinnu minni þannig að á vetr um vinn ég grafíkverk en þegar fer að vora, þá vel ég frekar efni eins og blýantinn eða önnur efni sem ég get unnið meira spontant með. Ég hef bjarta og rúmgóða vinnustofu og mér finnst gott eftir að hafa þrykkt lengi grafík, að hreinsa til og byrja aftur að vinna með öðrum vinnuaðferðum." „Hvernig tilfinning er það að sýna verk sín - verður þú öruggari í list þinni?“ „Ég tel það mjög nauðsynlegt fyrir myndlistarmenn að sýna; bæði það að þeir sjálfir sjá verk sín sem heild og einnig gefur það öðr- um kost á að fjalla um þau. Ég hef alltaf dáðst undir niðri að þeim sem fást við listsköpun og eru vissir í sinni sök um að þeir séu að búa eitthvað til sem sé einhvers virði fyrir aðra. Því eftir því sem maður skoðar meira af list, því óöruggari finnst mér maður verða og raun- verulega sjá lítið af sjálfstæðri list- sköpun sem kemur eitthvað við mann; þá á ég við samtímalist. Samt hlýtur sú list sem búin er til í dag að lýsa okkur og samtíð okkar eins og hún hefur alltaf gert og þar af leiðandi vera einhvers virði.” — Það hefur ekki þótt við hæfi að fjalla opinskátt um tilfinningar og tiltlnningaleg vandamál ung- linga, og á þeim hefur hvílt viss bannhelgi af hálfu eldri kynslóð- anna, sagði danski rithöfundurinn Hans Hansen í stuttu spjalli við Þjóðviljann, en Hans cr þckktur hér á landi m.a. fyrir unglingabæk- urnar Per og Sjáðu sæta naflann minn. — Ég hafði starfað sem kennari í 10 ár og fann áþreifanlega fyrir því, að mikili skortur var á bók- menntum, er fjölluðu um þann raunveruieika, sem unglingarnar lifa í, tilfinningar þeirra og tilfinn- ingaleg vandamál. — Barna- og unglingabók- menntir hafa átt erfitt uppdráttar, og þær hafa ekki hlotið þá viður- kenningu í menningu okkar sem þær verðskulda, en það er þeim inun bagalegra sem þessar bók- menntir eru sá grunnur er lesendur framtíðarinnar byggja á. Það hefur sérstaklega sýnt sig, að dagblöðin eru treg til að taka barna- og ung- lingabókmenntir til umfjöllunar. — Hvað er það í nútímanum, sem kallar fram þörfina fyrir sér- stakar unglingabókmenntir, sem ekki þekktust áður fyrr, þegar börn og fullorðnir lásu það sama? — Ég tel vissa hættu felast í því að halda fram unglingamenningu sem einangruðu fyrirbæri, sem ekki eigi erindi til annarra þjóðfél- agshópa. Það hefur sýnt sig að fjár- Er tilfinningalíf piógsaðilar hafa gert þetta menn- ingunni til óþurftar. Þess vegna tel ég ákaflega mikilvægt að styðja við hina mannlegu hlíð unglingamenn- ingarinnar, sem vissulega kemur okkur öilum við. Það hefur sýnt sig að börn og unglingar eru ákaflega þakklátir lesendur, og þau nýta bækurnar betur en nokkrir aðrir. Ég hef sjálf- ur fengið bréf frá 7—8 hundruð les- endum mínum í þessum aldurshópi og þau hafa sýnt mér að bækurnar hafa uppfyllt ákveðna þörf. Þörf fyrir umfjöllun um raunveruleika unglinganna og tilfinningalff þeirra. Ég hef á síðastliðnum 8 árum unnið með öðrum að gerð 8 kvik- myndahandrita fyrir unglinga. Það hefur sýnt sig, að einnig á þessu sviði er mikil þörf fyrir myndir sem fjalla um raunveruleg vandamál, og danskar unglingamyndir liafa á síðari árum hlotið alþjóðlega við- urkenningu. M.a. fékk kvikmynd- in Gúmmí-Tarsan, sem ég gerðj handrit að í samvinnu við Sören Krogh Jacobsen, Verðlaun Barna- hjálpar Sameinuðui þjóðanna í fyr- ra. Hans Hans Hansen er mikil- virkur rithöfundur, sem hefur gefið út 25 bækur, þar af hafa 4 verið þýiddar á íslandi. Hann er nú staddur hér á iandi vegna þess að á næstunni kemur út á vegum Lyst- ræningjans unglingaskáidsagan Einkamál , sem Vernharður Linn et hefur þýtt á íslensku. Þá er hann einnig staddur hér í tilefni þess, að nýlokið er gerð sjónvarpsþáttanna um Hlldi, sem unnir voru í sam vinnu íslenskra og danskra aðila til notkunar fyrir dönskukennslu hér á íslandi. Einkamál, sein Vernharður L.innet hefur þýtt á íslensku. Þá er hann einnig staddur hér í tilefni þess, að nýiokið er gerð sjónvarpsþáttanna um Hildi, sem unnir voru í sam- vinnu íslenskra og danskra aðila til notkunar fyrir dönskukennslu hér á íslandi. Hans Hansen sem er einn af þrem höfundum handritsins að sjónvarpsþáttum þessum sagði að gerð þeirra hefði verið ákaflega spennandi verkefni fyrir hann. Hans Hansen heldur fyrirlestur í Norræna húsinu á mánudagskvöld- ið kl. 20.30 þar sem hann mun fjalla um reynslu rithöfundarins af því að nota kvikmyndir og sjón varp sem miðil. Rœtt við Hans Hansen, höfund bókarinnar „Sjáðu sæta naflann minn’ Leiklist Myndlist Tónlist um helgin í háskólabíói á morgun: / Irskir söngvar og dansar Tíu listamenn frá írska þjóð- lagafélaginu Comhaltas Ceoltórirí Éireann komu í gærkvöldi til lands- ins í boði Írsk-íslenska félagsins. Þeir halda tvenna tónleika í Háskólabíói á morgun, laugardag, og í dag halda þeir tvenna tónleika í Tryggvaskála á Selfossi. Tveir dansarar eru með flokkn- um, en aðrir leika á hefðarhljóð- færi eins og sekkjapípur írskar og borhran og svo önnur kunnuglegri. Allir hafa þeir hlotið frlandsmeist- aratitla fyrir list sína, hver á sínu sviði. Samtökin Comhaltas voru stofn- uð 1951 og hafa það á stefnuskrá sinni að varðveita og vekja áhuga á írskum menningareinkennum. Þau senda á ári hverju fjölda lista- manna í öll heimshorn til að flytja og kynna írska tónlist, söngva og dansa. Þau starfa bæði um allt ír- land og meðal manna af írsku bergi í öðrum löndum og eru utan við pólitískar og trúarlegar fylkingar. Samtökin leggja og rækt við út- breiðslu og varðveislu írskrar tungu. Meðal íslendinga hefur áhugi á írlandi og írskri menningu farið vaxandi á undanförnum árum - hér hafa verið flutt tiltölulega mörg Tíu manna flokkur frá írska þjóðlagafélaginu írsk leikrit; írskir þjóðlagasöngvar- ar hafa hresst upp á listahátíðir. Það er því líklegt, að menn taki vel undir frumkvæði hins unga írsk- íslenska félags um að fá hingað ágætan hóp listamanna. Tónleikarnir í Háskólabíó á morgun eru kl. 14.00 og'kl. 23.15. Forsala aðgöngumiða er hjá Blöndal, Eymundsson, Máli og menningu og í Háskólabíói. Verð miða er hundrað krónur. -áb.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.