Þjóðviljinn - 04.11.1982, Side 8

Þjóðviljinn - 04.11.1982, Side 8
8 SIÐA — ÞJóÐVILJINN.Fimmtudagur 4. nóvember 1982 Flugleiðir og SAS gera samning Sameiginlegt áætlunarflug í gær var undirritaður samning- ur milli Flugleiða og SAS um aukið samstarf félaganna um áætlunar- flug milli íslands, Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar. Sameiginlegt áætlunarflug félag- anna verður á milli Keflavíkur og Kaupmannahafnar einu sinni í viku og annað milli Keflavíkur, Oslóar og Stokkhólms. Framkvæmd flugs- ins verður í höndum Flugleiða. Farskrárkerfi félaganna verða samtengd auk þess sem hafnar eru viðræður um aukið samstarf í þjálf- un, viðhaldi og leigu á flugvélum. Einnig er rætt um að vinna saman að sölu- og markaðsmálum. SAS hélt áður uppi reglubundnu áætlunarflugi til fslands í tengslum við Grænlandsflug félagsins en nú hefur millilendingum í Keflavík verið hætt. Þess rhá geta að Flug- leiðir hafa sótt um leyfi til sam- gönguráðuneytisins til að fljúga til Grænlands næsta sumar. -Ig- Dómsorð í máli bókagerðarmanna Ekki í samræmi við niðurstöðumar segir lögfræðingur FBM „Það sem er athyglisvert við þenn- an dóm er auðvitað það að hann fellst á öll sjónarmið Félags bóka- gerðarmanna, m.a. það að heimilt sé að segja upp samningum þegar lög hafa verið sett. Hins vegar er dómsorðið í engu samræmi við nið- urstöður dómsins sjálfs“, sagði Arnmundur Backman lögfræðing- ur Félags bókagerðarmanna í sam- tali í gær. Trúnaðarmannaráð FBM hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem segir m.a.: Gítartónleikar í Flensborg í dag fimmtudaginn 4. nóv. kl. 20.30 stendur kór Flensborgar- skóla fyrir gítartónleikum í há- tíðarsal skólans. Þrír gítarleikarar munu koma fram á þessum tón- leikum, Jósep Fung, Kristján Þór Bjarnason og Friðrik Karlsson. Munu þeir leika, bæði ein- og tví- leik frá ýmsum löndum. Augljóst er af niðurstöðu dóms- ins að hann er í raun og veru ekki að taka til meðferðar ágreining aðila - heldur að semja viðbót við samning Félags bókagerðarmanna og Félags íslenzka prentiðnaðar- ins. í samningunum er heimild til uppsagnar kaupgjaldsákvæða m.a. ef: a) Sett verða lög, sem breyta ákvæðum um greiðslu verðbóta á laun...viðbót Félagsdóms við samning FBM/FÍP er: Þó þannig að samningar séu ekki Iausir fyrr en lögin koma til framkvæmda. „Við héldum því fram í okkar máli að engu skipti hvort bráða- birgðalögin yrðu samþykkt eða ekki því bráðabirgðalögin hefðu fullt lagagildi eins og önnur lög. Þá fellst dómurinn einnig á okkar sjónarmið að ekki sé nokkur hefð í máli sem þessu, en atvinnurekend- ur höfðu haldið því fram að svo væri. Við getum því verið ánægðir með niðurstöður dómsins í sjálfu sér en hljótum að lýsa yfir óánægju með að dómsorðið sjálft er í engu samræmi við þær,“ sagði Arn- mundur Backman að lokum. -v. Sinfóníuhljómsveit íslands: Aldarminning Stravinskys Þriðju áskriftartónleikar Sinfón- íuhljómsveitar íslands verða í Há- skólabíó í kvöld og hefjast kl. 20.30. A dagskrá eru: Tilbrigði um frum- samið rímnalag eftir Arna Björns- son, Fiðlukonsert í D-dúr eftir Mozart og Sinfónía í þremur þátt- um eftir Igor Stravinsky. Á þessu ári er þess víða minnst að öld er liðin frá fæðingu Stravin- skys. Hann var fæddur í Rússlandi 18. júní 1882, nam tónsmíðar hjá Rimsky-Koisakov og lauk lög- fræðinámi Pétursborg. Hann andaðist í Bandaríkjunum árið 1971. Stjórnandi tónleikanna á morg- un er Jean-Pierre Jacquillat, og einleikari er Konstanty Kulka, fæddur í Póllandi 1947. Hann fiélt fyrst opinbera hljómleika 13 árá gamall og vakti þá þegar mikla at- Stravinsky hygli. 1964 vann hann til Paganini verðlaunanna í Genua og er nú tal- inn meðal fremstu fiðluleikara í heimi. Örtölvubyltingin, sem átt hefur sér staö á allra síðustu árum og valdið hefur meiri tækniframförum en sögur fara af áður, hefur orðið til þess að menn sjá í hillingum hitt og þetta, sem engum hefði dottið í hug fyrir svo sem 10 árum. Sumt af því sem menn boðaað sé á næsta leiti, segja þeir sem gerst þekkja, að sé aðeins draumsýn; annað aftur á móti til í veruleikanum. Eitt af því sem menn sjá í hvað mestum hillingum eru framfarir á sviði sjónvarps. Þeir bjartsýnustu boða jafnvel alheimssjónvarp. Menn þurfi ekki annað en setja svolitla stöng á húsið sitt, síðan megi horfa á hvaða sjónvarpsútsendingu sem er í Evrópu og Ameríku og jafnvel víðar um hnöttinn. í þessu sambandi benda menn á þessa sömu möguleika, sem þegar eru fyrir hendi í hljóðvarpi. En hver er raunveruleikinn í málinu? Með þá spurningu fórum við á fund Gústafs Arnar, yfirverkfræðings hjá Pósti og Síma. -Þótt framfarir á sviði sjónvarps hafi verið miklar á allra síðustu árum, þá hygg ég að draumur manna um alheimssjónvarp rætist ekki í bráð. Tíðnisvið fyrir slíkt sjónvarp er einfaldlega ekki til, vegna þess hve mikil þörf er fyrir fjarskipti í heiminum í dag. Hitt er annað mál að á næstu árum mun verða skotið á loft gervitunglum, af ýmsum Evrópuþjóðum til að mynda, sem valda munu því, að fólk í löndum Mið-Evrópu og jafn- vel í Danmörku, mun geta náð ótrú legum fjölda sjónvarpssendinga frá hinum ýmsu Iöndum. Styst er í það að V-Þjóðverjar skjóti slíku tungli á loft, árið 1984, það mun hafa 2 sjónvarpsrásir og eina út- varpsrás fyrir 16 stereóprógröm. Ári síðar munu svo Frakkar skjóta tungli á loft fyrir 3 sjónvarpsrásir, 1986 ætla Bretar að skjóta upp tungli með 2 sjónvarpsrásum, ann- arri opinni, sem mun byggja á auglýsingum, en hinni lokaðri, sem þýðir að greiða verður afnotagjald af henni og mun hún verða mun vandaðri. Þetta sama ár, 1986 fyrir- huga svo t.d. Svisslendingar og ít- alir að skjóta tunglum á loft. Þá eru Bandaríkjamenn farnir að undir- búa uppskot. Möguleikar Islands - Hvaða möguleika eigum við Is- lcndingar á að ná sendingum frá þessum gervitunglum? - Þeir eru nú ekki miklir, þó gæt- um við ef til vill náð sendingum frá breska tunglinu, einkanlega standa Austfirðingar og fólk á S- Austurlandi vel að vígi hvað það snertir. Þar þyrfti ekki að setja upp nema 2ja til 3ja metra loftnet til að ná sendingum, en hér í Reykjavík og á Vesturlandi, yrði loftnet að vera 4-5 metrar í þvermál, sem er of mikið fyrir venjulegt íbúðarhús. Aftur á móti gætu bæjarfélög byggt slík loftnet til að ná þessum send- ingum og með svona 10 metra loft- neti er hugsanlegt að við gætum náð sendingum frá þýska og franska tunglinu, en gæði þeirrar móttöku yrðu ef til vill ekki örugg. Það sem ég er að tala um hér, eru hinar svo nefndu DBS sendingar, en skammstöfunin þýðir sending beint til almennings, og þessi tungl, þegar þeim verður skotið upp, munu senda á öðru tíðnisviði en Rœtt við Gústav Arnar yfirverk- frœðing hjá Pósti og síma þau sem við þekkjum í dag og munu því ekki trufla þær sendingar sem fyrir eru. Sjónvarpsefni verndað eins og póstur - En hvernig víkur þessu við í dag, geta menn náð inná tæki sín sendingum frá þeim gervihnöttum, sem í gangi eru nú? - Já, það eru tæknilegir mögu- leikar á því með því móti að koma sér upp dýrum móttökustöðvum, en þess ber að geta að slíkt er ólög- legt. Það er samkomulag milli allra þjóða að vernda sjónvarpsefni sem sent er um fjarskiptasambönd. líkt og gert er með venjulegan póst í dag. Þess vegna erum við sem og aðrar þjóðir á verðir fyrir einka- móttökustöðvum, sem settar eru upp án leyfis og án þess að samið hafi verið um greiðslu fyrir efni og sendingar. Nokkuð mikil brögð eru að því í Bandaríkjunum að menn setji upp svona einkastöðvar og ná þá sendingum á leið þeirra niður frá gervihnetti. Til þess að koma í veg fyrir þetta eru sending- ar á leið uppí hnöttinn brenglaðar, og þarf sérstakan lykil til að ná þeim ótrufluðum niður til þeirra, sem kaupa efnið. Þetta er dýrt fyrirkomulag, en þykir nauðsyn- legt til þess að hversem er geti ekki náð efninu á leið þess uppí hnött- inn og niður aftur og dreift því ólöglega. Skyggnir - Ef við víkjum að Skyggni og möguleikum hans? - Skyggnir tekur við sendingum frá hinu svo nefnda Intelsat-kerfi en þar er um að ræða samtök meira en 100 landa, sem reka fjarekipta- tungl yfir heimshöfunum. Á Atl- antshafssvæðinu eru þrjú gervi- tungl, sem annast fjarskipti milli jarðstöðva á svæðinu. Skyggnir er í sambandi við eitt þessara tungla, og fer um það meiri hluti síma- umferðar okkar til útlanda eða 85 símarásir af samtals 130. Þar að auki getur Skyggnir annast send- ingu og móttöku sjónvarpsefnis á móti öðrum jarðstöðvum, sem til- heyra Atlantshafssvæðinu, en það eru stöðvar í Evrópu, Afríku, Litlu-Asíu og N.- og S.-Ameríku. Eins og kunnugt er tekur Skyggnir við 10 mínútna fréttapakka dag- lega fyrir sjónvarpið, en mögu- leikar eru að sjálfsögðu á miklu meira efni. - Nú eru í gangi tilraunir með sjónvarpsgervitungl svo sem það, sem ýmsar Evrópuþjóðir standa að, - nær Skyggnir þeim send- ingum? - Vestur-Evrópuríki nokkur hafa sent á loft tilraunatungl með heitinu OTS, en þjónustusvæði þess nær ekki til okkar þó að fræði- lega megi kannski segja að hægt væri að taka á móti sendingum þess meðmjögstóruloftneti. ílok 1983 mun nýtt gervitungl taka við hlut- verki OTS og hefja varanlega starf- semi. Heitir það European Com- munications Satellite eða ECS, og mun geisli þess ná vel til íslands. Þetta er fjarskiptatungl líkt og Int- elsat gervitunglin, en er ekki ætlað að senda beint til notenda á þann hátt, sem DBS tunglin munu gera. Samtök hljóðvarps- og sjón- varpsstöðva í V.-Evrópu, EBU, hafa leigt til frambúðar tvær sjón- varpsrásir í ECS-tunglinu og munu nota þær til að dreifa sjónvarpsefni milli aðildarlandanna. Þarna opn- ast nýir möguleikar fyrir Ríkisút- varpið í efnisöflun, en til þess að hægt sé að notfæra sér þá, verður að byggja nýtt loftnet við hliðina á Skyggni, sem mundi trúlega þurfa að vera 17 m í þvermál. - Hyggsl Póstur og sínii reisa slíkt loftnet? vstBmsamMmm Vmmmmmmm

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.