Þjóðviljinn - 18.11.1982, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 18.11.1982, Blaðsíða 2
2 SIPA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 18. nóvember 1982 Vísindi á íslandi: Jarí skjálftar og eldsumbrot I löndum þar sem eldvirkni er dreifð yfir stór svæði, eins og á íslandi, eru skjálftamælingar ein þýðingarmesta aðferðin til að fylgjast með aðdraganda og gangi eldgosa. Skjálftavirkni tengd eldsumbrotum er einkum tvenns konar, þ.e. stöðugur órói og ein- stakir skjálftar. Fylgst hefur verið náið með umbrotunum, sem hófust í Þingeyjarsýslu 1975 og enn sér ekki fyrir endann á. Skjálftamæl- ingar þar hafa gefið mikilvægar vísbendingar um ástand svæðis- ins, flutningsleiðir kviku um jarðskorpuna og kvikuhólf. Jarðskjálftar fylgja landrisi og gliðnun jarðskorpunnar, órói er tengdur kvikuhlaupum og kviku- strókavirkni. Eldgosunum í Heklu 1980-81 fylgdi nokkurskjálftavirkni. Um- brotin hófust með hrinu lítilla skjálfta u.þ.b. 20 mín. áður en öskugos kom upp. Eftir fyrstu klukkustundirnar hættu skjálft- ar, en órói mældist meðan gosið stóð. Jarðskjálftar undir Mýrdal- sjökli og Vantajökli eru vafalítið tengdir eldstöðvum undir þessum jöklum. Unnið er að rannsókn á eðli þeirra. Merkilegar fæðingar í líkkistu Að því er sögur herma, þá er ekki vitað nema um eitt tilfelli þar sem barn fæddist í líkkistu. Það var hann Gorgias frá Epirus sem fæddist við útför móður sinn- ar. Líkburðarmennirnir heyrðu óvæntan barnagrát á leið úr kirkju að gröfinni. Kistan var opnuð og mikið rétt, hágrátandi nýburi lá í kistunni. Sitthvor litur Fyrir réttum 12 árum átti Grete nokkur Bardaum frá Offenbach í V-Þýskalandi tvíbura. Það væri ekki í frásögur færandi, ef annar’ þeirra hefði ekki fæðst ljós á hör- und, ljóshærður og bláeygur, en hinn svartur, dökkhærður og með brún augu. Þegar málin voru könnuð nánar kom í ljós að Grete' hafði samrekkt tveimur mönnum, hvítum og svörtum sama daginn 9 mánuðum fyrir fæðingu. Grete var síðast er fréttist gift þriðja manninum og átti með honum tvíbura, báða ljósa á hörund. Gætum tungunnar Einhver sagði: Til föðursins. Rétt væri: Til föðrurins. Samviskufangi Amnesty Kabakisa Matuka stúdent í Zaire Kabakisa Matuka er foringi stúdentasamtakanna innan Kins- hasa háskólans í Zaire, en samtök þessi eru innan stjórnarflokks landsins. í janúar 1982, rúmu ári eftir að Kabakisa var kosinn foringi sam- takanna, hófu stúdentar við há- skólann og nokkrar aðrar æðri menntastofnanir í Kinshasa 2ja daga verkfall til þess að leggja áherslu á kröfur sínar um hærri námslán. Stjórnvöld brugðust þannig við verkfallinu að þau létu loka há- skólanum og handtóku Kabakisa og 97 aðra stúdenta. Kabakisa Matuka var ásamt 14 öðrum í varðhaldi í Kinshasa í meir en mánuð. Á þeim tíma var hann oft yfirheyrður, barinn illa, gefið raflost og sakaður um að vera í tengslum við öfl andstæð stjórninni. Hann var síðan sendur í sér- staka herþjálfunarstöð ásamt fleiri stúdentum og fá þeir ekki að hafa samband við fjölskyldur sín- ar.né aðra hermenn í stöðinni. Vinsamlega sendið kurteislega orðað bréf, helst á frönsku og biðjið um að Kabakisa Matuka og hinir stúdentarnir verði leystir frá herþjónustu. Skrifið til: Son Excellence le General Mo- butu Sese Seko Président-Fondatreu du MPR Présidente de la République Kinshasa REPUBLIC OF ZAIRE. Rætt við Eðvarð Ingólfsson rithöfund með meiru Það er í nógu að snúast hjá Eðvarði Ingólfssyni þessa dagana sem jafnan áður. A dögunum kom út þriðja skáldsaga hans, unglingabókin „Birgir og Asdís“. Hann er blaðamaður á barna- blaðinu Æskunni, vinnur við dagskrárgerð hjá útvarpinu og er skráður í guðfræðideild Há- skólans. En hvers vegna ung- lingasögur? „Ég hef oft verið spurður að þessu“, sagði Eðvarð þegar hann hafði tyllt sér niður andspænis mér á ritstjórnarskrifstofunni. „Þegar ég var yngri saknaði ég þess mikið að ekki voru til ís- lenskar sögur um unglinga í nú- tímaþjóðfélagi. Ég ákvað þess vegna að skrifa sjálfur um lífið á mínum unglingsárum. - Sjálfsævisaga? „Jú, það hafa margir viljað halda það. Ég hef sagt að þetta sé sjálfsævisaga okkar allra. Efni- viðurinn ér sóttur í okkar eigin samtíð, það sem ég og þú höfum séð, heyrt og jafnvel upplifað sjálf.“ - Hver hafa viðbrögð unglinga verið við bókum þínum? „Fyrsta bókin eftir mig, „í gegnum bernskumúrinn“kdm út 1980. Sú bók hlaut mikið umial og misjafna dóma. Mér sýnist að það sama ætli að vera upp á ten- ingnum með nýju bókina. Ég hef fengið góða dóma og slæma. Það hefur verið skrifað ég ætti að draga mig í hlé. Sjálfur er ég mjög sáttur við mína nýjustu bók. Fékk mikið út úr því að skrifa hana, og það gerir ekki annað en að efla með mér þrótt að fá svona harðan dóm. Unglingar sem hafa lesið bók- ina eða heyrt mig lesa úr henni, hafa verið áhugasamir um sögu- efnið og spurt margs. Mér hefur fundist þau virkilega hafa áhuga á því sem sagan segir þeim.“ - Hvað segir þú þeim í sög- unni? „Þetta er ákveðin mannlífs- mynd sem við þekkjum öll. Sagan fjallar um ungt fólk, tvenn pör sem byrja í sambúð. Þau eru innan við tvítugt, það eru ýmsir erfiðleikar sem mæta þessu unga fólki. Ástin er annað en að kyss- ast frá átta á morgnana til miönættis." • - Finnst þér of mikið um þess- ar ástar- og hamingjubækur sem skrifaðar eru fyrir unglinga? „Það hafa verið skrifaðar ágæt- ar raunsæjar bækur á íslensku um unglinga, en þeir höfundar eru teljandi á fingrum annarrar hand- ar, því miðm\“ - 1 jallar þú mikið um áfengis- og fíkniefnavandamál í skrifum þínum? „Vissulega er áfengisvandamál fyrir hendi hjá ungu fólki í dag. Unglingar byrja að drekka mun Nú er að hefjast pökkun og sala á skyri í pokum frá Mjólkursam- lagi KB í Borgarnesi. Skyr þetta er framleitt „með gamla laginu“ en stöðugt er allmikil eftirspurn eftir slíku skyri. Skyrinu er pakkað í plastpoka, svipaða þá og notaðir eru undir mjólk víða um land og fer öll pökkunin fram í vélum, þannig að mannshöndin kemur þar hvergi nærri. Fyrsta mánuðinn eða svo verður þetta nýja poka- skyr selt í Borgarnesi og á Akra- nesi, til þess að prófa undirtektir neytenda þar en síðan er stefnt að því að selja það á öllu sölusvæði Samsölunnar. „Skrifa til aö eyða tíma mínum” Eðvarð Ingólfsson: „Gerir ekki annað en að efla með mér þrótt að fá svona harðan dóm“. fyrr en áður. Eg tek þessi mál fyrir, já, og vona að unglingarnir geti séð eins og ég að áfengi er sjálfsblekking." - Hvernig sérð þú íslenskan ungling í dag fyrir þér? „Ytri búnaður unga fólksins er mjög góður, og maður getur vissulega verið bjartsýnn á þetta fólk. Hinu er ekki að leyna að unglingar í dag eru ekki nógu sjálfstæðir. Þeir fylgja flestir straumnum. Sjálfsagt stafar þetta af allri þeirri mötun sem fólk nú til dags verður fyrir. Það er boðið upp á alls kyns hamingjuáróður, glys og glaum. Menn þurfa að læra að vernda sig gegn slíku.“ - Þú ert ekki hættur að skrifa? „Nei, ég er ekki hættur að skrifa. Ég hef mjög gaman af því að skrifa, og það stafar held ég af einhverskonar eirðarleysi. Þegar ég er búinn að vinna, þá finnst mér afþreying í því að setjast nið- ur til að skrifa. Ég skrifa til að eyða tíma mínum.“ ~ Víðar eru erfíðleikar á stjái í landbúnaði en á Islandi. Horfur eru á að nettótekjur bandarískra bænda fari niður í 16 miljarða dollara í ár, og yrðu þá aðeins um helmingur af nettótekjum þeirra árið 1979. Hafa bændur í Bandaríkjunum aldrei verið jafn tekjulágir, jafn- vel ekki á kreppuárunum 1930- 1940. Þess er þó að gæta að á 4. áratugnum deildust heildar- tekjurnar á mun fleiri bændur en nú. Frá því að „New-Deal“ - stefna Rosvelts gekk í gildi hafa sveiflur á nettótekjum banda- rískra bænda haldist innan 20- 26% marka til eða frá. Nú stefnir hinsvegar í 55% tekjulækkun frá árinu 1979. Skuldir bandarískra bænda nema 194,5 miljörðum dollara og hafa hækkað um meira en helm- ing frá 1976. Bændum hefur reynst ókleift að standa í skilum með 58 hundraðshluta af þeim skammtímalánum, sem þeir hafa tekið. Verðmæti útfluttrar búvöru frá Bandaríkjunum sexfaldaðist frá 1972-1981. í ár er talið að útflutningsverðmætið lækki úr 43,8 miljörðum dollara 1981 í 142,5 miljarða dollara. - mhg Lækkandi tekjur bandarískra bænda

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.