Þjóðviljinn - 18.11.1982, Side 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 18. nóvember 1982
Runólfur Agústsson, nemi:
Smápistill um
kynþáttahatur
Á síðustu árum hefur kynþátta-
hatur breiðst út um hinn vestræna
heim eins og eldur í sinu. Andúð
í garð blökkumanna, Tyrkja og
fleiri minnihlutahópa fer vaxandi
með hverjum deginum sem líður. í
mörgum löndum V-Evrópu þar
sem innflytjendur frá 3. heiminum
hafa undanfarin ár unnið þau störf
sem „innfæddir" hafa þóst of fínir
fyrir, er kynþáttahatrið orðið al-
varlegt vandamál.
Gott dæmi um þann ógeðslega
rasisma sem nú tröllríður „hinum
siðmenntaða heimi“ er forystu-
grein Dagblaðsins Vísis síðastliðna
helgi, þar sem greinarhöfundur,
uppblásinn af þjóðarrembingi og
„ættjarðarást", hellir úr skálum
reiði sinnar yfir kjöri forseta FIDE
og tapi Friðriks Ölafssonar.
í grein sinni leyfir hann sér þá
ósvífni í garð lesenda blaðsins að
kalla alla fulltrúa 3. heimsins á
þinginu villimenn og ætlast til að
lesendur hans gleypi það sam-
stundis hrátt og fyllist um leið sama
kynþáttahatrinu og hann virðist
haldinn af. Einnigsegir hann „villi-
menn“ þessa ekki eiga til neitt sem
heitir drengskapur og að þeir troði
fótum allar lagareglur og siðvenjur
sem hinn æðri og siðmenntaðri
hvíti Evrópumaður hafi sett. Hér
er sem sagt komin aftur kenningin
um hinn þróaða æðsta kynstofn.
Runólfur Ágústsson
Rasistinn Jónas Kristjánsson
hefur með grein sinni afhjúpað það
dulda kynþáttahatur sem ávallt
virðist blunda undir niðri hjá öfga-
fullum hægrimönnum. Fegar svo
tækifæri gefst er rasisminn dreginn
fram í dagsljósið og dubbaður upp í
gerfi þjóðernishyggju og falskrar
ættjarðarástar. Nærtækasta dæmið
um slíkt er valdataka Nasista í
Þýskalandi með þeim afleiðingum
sem allir þekkja.
Við íslendingar stærum okkur
oft af því að hér fyrirfinnist ekkert
kynþáttahatur, raunveruleikinn er
allt annar. Sem dæmi um hið gagn-
stæða má nefna komu flótta-
fólksins frá Vietnam hingað til
lands hér um árið. Það tækifæri
notuðu íslenskir kynþáttahatarar
sér til að skríða fram úr myrkum
holum sínum með sínar ógeðfelldu
skoðanir. Grein Jónasar ber að
sama brunni.
Allir þeir sem trúa á jafnrétti,
frelsi og bræðralag kynþáttanna
verða ávallt að vera á verði gagn- _
vart ofstækisfullum kynþáttahöt-
urum. Litarháttur trúarbrögð eða
menning eiga ekki að skipta máli.
Við erum öll lifandi persónur með t
sömu þarfir, tilfinningar og á-
stríður Við erum öll líkamlega og
andlega jöfn. Jónas Kristjánsson
ritstjóri er ekkert æðri eða göfugri
maður en „villimenn“ þeir sem
hann talar um í greininni og þykir
lítið til koma.
Runólfur Ágústsson, nemi
Ljóðasafn
Hannesar
Sigfússonar
komið
Út er komið hjá ISunni, Ljóða-
saf'n eftir Ilannes Sigfússon skáld.
Kjartan Guðjónsson listmálari
gerði myndir í bókina. - í kynningu
forlags á kápubroti segir meðal
annars: „Hannes Sigfússon er einn
hinn fremsti í hópi skálda sem
ruddu braut nýjum stíl í íslenskri
ljóðlist um miðbik aldarinnar og
nefnd hafa verið atómskáld. Fyrsta
bók hans, Dymbilvaka, 1949, var
eitt nýstárlegasta verk í ljóða-
gerðinni um þær mundir. Seinni
bækur Hannesar, Imbrudagar,
Sprek á eldinn, Jarteikn og Örva-
mælir hafa staðfest enn frekar
stöðu hans meðal samtíðarskálda.
Ljóð Hannesar einkennast af
Nýjasta skáld-
saga Nóbels-
skáldslns
Út er komin hjá Iðunni nýjasta
skáldsaga sagnaskáldsins frá Kól-
umbíu, Gabriels Garcia Marquez
sem hlaut bókmenntaverðlaun Nó-
bels á þessu hausti. Sagan nefnist
Frásögn um margboðað morð.
Guðbergur Bergsson þýddi söguna
og er þetta þriðja skáldsaga höf-
undarins sem Guðbergur hefur
þýtt á íslensku. Hinar voru Hundr-
að ára einsemd og Liðsforingjan-
um berst aldrei bréf. Frásögn um
margboðað morð kom út í fyrra og
hefur þegar verið þýdd á fjölda
tungumála.
Efni sögunnar er kynnt svo á
ÓLAFSVÍK
Sveitarstjóri Starf sveitarstjóra á Ólafsvík er laust til um- sóknar. Starfið veitist frá 1. febr. 1983. Um- sóknir um starfið ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist sveitarstjóra Ólafsvíkurhrepps, sem veitir allar nánari upplýsingar, fyrir 7. desember n.k. Hreppsnefnd Ólafsvíkurhrepps.
Föstudagur 19. nóvember
Flokksráðsfundur Alþýðubandalagsins hefst
með setningarathöfn að Hótel Loftleiðum kl.
17.15 föstudaginn 19. nóvember nk. Setning-
arathöfnin er öllum opin.
Formaður Alþýðubandalagsins Svavar Gests-
son flytur ræðu.
„Verkafólk í bókmenntum" - dagskrá í tali,
söng og tónum flutt af Guðmundi Ólafssyni,
Olgu Guðrúnu Árnadóttur, Guðmundi Hall-
varðssyni, Kristínu Ólafsdóttur, Silju Aðal-
steinsdóttur og Þorleifi Haukssyni.
Kynnir verður Guðrún Ágústsdóttir borgarfull-
trúi.
Ráðgert er að setningu Ijúki kl. 18.45.
Kl. 20.30 á föstudagskvöld hefjast hin eign-
legu störf flokksráðsfundarins með skýrslum
og almennum umræðum.
Laugardagur 20. nóvember
Kl. 9 verður flokksráðsfundi fram haldið með
umræðum og nefndarstörfum.
Kl. 12 verður sameiginlegur málsverður á Hót-
el Loftleiðum þar sem ráðherrar flokksins, og
formenn þingflokks og framkvæmdastjórnar
sitja fyrir svörum.
Strax að málsverði loknum verður hin nýja
flokksmiðstöð Alþýðubandalagsins að Hverf-
isgötu 105 skoðuð.
Kl. 14.30 hefjast nefndarstörf að nýju og
standa fram til kl. 18.
Kl. 18 fer fram kjör til nýrrar miðstjórnar.
Sunnudagur21. nóv.
Kl. 9 verður nefndarstörfum fram haldiö. Kl. 13
verður tekið til við umræður og afgreiðslu
mála.
Sfefnt er að því að Ijúka fundinum kl. 16 á
sunnudag.
Flokksrádsfundur
Alþýðubandalagsins 1982
Fundurinn verður settur á Hótel Loftleiðum kl. 17.15 nk. föstudag.
Sigurjón
Pétursson
Ólafur Ragnar
Grímsson
Ragnar
Arnalds
Setningarathöfn
kl. 17.15-
18.45 föstudag -
Allir velkomnir
Ráðherrar og formenn
þingflokks og
framkvæmdastjórnar
svara spurningum
flokksráðsfuiltrúa
og blaðamanna
kl. 12 laugardag.
Skoðunarferð
í nýja flokks-
miðstöð
kl. 13.30 laugardag.
Svavar
Gestsson
Guðmundur
Ólafsson
Guðmundur
Hallvarðsson
Silja
Aðalsteinsdóttir
Guðrún
Ágústsdóttir
Þorleifur
Hauksson
Svavar
Gestsson
Olga Guðrún
Árnadóttir
Kristín
Ólafsdóttir
frjórri málgáfu, mikilli myndvísi og
innri spennu sem gæðir þau fá-
gætum þrótti."
Ljóðasafn hefur að geyma allar
fimm frumortar ljóðabækur Hann-
esar Sigfússonar og auk þess nokk-
ur ljóð sem falla utan þeirra.
FRASOGN UM
MARGBOÐAÐ
MORÐ
kápubaki: „Sagan greinir frá at-
burðum í litlu þorpi á strönd Kara-
bíska hafsins. Allir þorpsbúar vita
fyrirfram að Santíago Nasar á að
deyja, - allir nema hann sjálfur.
Brúðkaup var haldið í þorpinu, en
brúðkaupsnóttina sjálfa var
brúðinni skilað heim í föðurgarð af
því að hún reyndist ekki hrein mey.
Heiður fjölskyldunnar hafði verið
flekkaður og bræður brúðarinnar
neyða hana til að skýra frá nafni
hins seka. Tveim tímum síðar er
Santíago Nasar dauður. Hvers
vegna reyndi enginn að hindra
þetta morð - því fremur sem
morðingjarnir báðu nánast um að
einhver stöðvaði þá?“
Hversdags-
ljóð
húsmóður
Mál og menning hefur gefið út
ljóðabókina Tréð fyrir utan glugg-
ann minn eftir Normu Samúels-
dóttur.
Tréð fyrir utan gluggann minn er
fyrsta ljóðabók Normu, en hún
hefur áður gefið út eina skáldsögu,
Næstsíðasti dagur ársins sem kom
út hjá Máli og menningu 1979. í
bókinni eru þrátíu og fimm ljóð
sem öll tengjast á einn eða annan
hátt hversdagslífi húsmóður í borg.