Þjóðviljinn - 18.11.1982, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 18.11.1982, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 18. nóvember 1982 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3 Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins: Iimlegg í deUur um lélegt hráefnl Rannsóknir sýna að geymsla hráefnis í kössum gerir samband milli ferskfiskmats og saltfiskmats óraunhæft Umræður um hráefnisgæði og fískmat hafa orðið all háværar hér á landi undanfarnar vikur, vegna frétta utan úr heimi um gailaðan físk frá íslandi. í um- ræðum um málið, eins og til að mynda á fískiþingi í síðustu viku kennir hver öðrum um. Rannsóknarstofnun fiskiðnað- arins hefur gert afar athygli- sverða prófun á áhrifum geymslutíma á þorski, ísuðum í kassa á gæðaflokkun saltfisks. Þeir Jóhann Þorsteinsson, Haf- steinn Guðfinns.son og Geir Arn- esen önnuðust þessar rannsóknir. í rannsóknunum var slægður ísaður þorskur geymdur eina nótt, 7 daga og 13 daga áður en flatning, þvottur og söltun fór fram. Kassarnir voru allan tímann geymdir í kæligeymslu við 3-4 gráður. Ferskfiskmat fór fram í lok hvers geymslutímabils, áður en fiskurinn var tekinn til söltunar. Að lokinni hefðbund- inni pækilsöltun og framleiðslu á fullstöðnum saltfiski fór fram saltfiskmat. Útkoma þessara rannsókna sýnir að áhrifa geymslutímans gætir mun meir gagnvart fersk- fiskmati en saltfiskmati og gerir sambandið þarna á milli alger- lega óraunhæft. Sem dæmi má nefna að af 59 fiskum, sem geymdir voru í einn sólarhring fóru 53 í 1. fl. en 6 í 2. fl. enginn í 3. fl. við ferskfiskmat. Eftir 7 daga geymslu fóru 28 fisk- ar af 45 í 1. fl. 17 í 2. fl. Eftir 13 daga geymslu fóru 1 fiskur af 59 í 1. fl. 26 í 2. fl. og 23 í 3. fl. Við saltfiskmat þessa sama afla verður útkoman önnur. Aflinn sem geymdur var í einn sólar- hring kom þannig út í saltfisk- mati: 46 fiskar af 59 fóru í 1. fl. en 13 í 2. fl. Sjödaga fiskurinn: 19 af 45fóruí 1. fl. 23Í2. fl. og3í3. fl. Þrettán daga fiskur: 12 af 59 fóru £ l.fl. 37Í2. fl. og lí3.fl. -S.dór Sendiherra í Frakklandi Tómas Ármann Tómasson, sendiherra, afhenti Francois Mitterrand Frakklandsforseta trúnaðarbréf sitt sem sendiherra íslands í Frakklandi, 9. nóvember s.l. að viðstöddum utanríkisráðherra Frakklands Claude Cheysson. Eldvarnarvika í Árbæjarhverfi: Handslökkvitæki kynnt í kvöld kl. 20.30 verður kynning á notkun handslökkvitækja við Félagsmiðstöðina Arsel í Arbæjar- hverfi. Það eru skátafélagið Árbú- ar og JC Árbær sem standa fyrir kynningunni, en sérstök eldvarn- arvika stendur yfir í hverfinu þessa vikuna. Upplýsingabæklingi um heimil- isbrunavarnir hefur verið dreift í öll hús og límmiða með síma- númerum lögreglu og slökkviliðs. í Nýja kökuhúsinu: Skrifstofa Samtaka herstöðvaandstæðinga: Flutt í húsnæði á Frakkastíg 14 Spjallað við starfsmanninn Guðmund Guðlaugsson „Það má segja að mikið af okkar orku á síðustu vikum hafi farið í að fínna samtökunum húsnæði, og nú erum við að koma okkur fyrir hér í bráðabirgðaaðstöðu á Frakkastíg 14, sagði nýráðinn starfsmaður Samtaka herstöðvaandstæðinga, Guðmundur Guðlaugsson, í sam- tali við Þjóðviljann í gær. „Það virðist vera mjög erfitt að fá húsnæði hér í miðbæjarkjarnan- um í Reykjavík og það sem hefur verið í boði er til Ieigu á upp- sprengdu verði. Það er því ekki úr vegi að nota tækifærið til að hvetja alla velunnara samtakanna til að láta okkur á skrifstofunni vita ef húsnæði er einhvers staðar í boði“, sagði Guðmundur ennfremur. - Hvað er svo helst á döfínni þessa dagana hjá herstöðva- andstæðingum, Guðmundur? Vetrarstarfið sem óðast að fara af stað, segir nýráðinn starfsmaður Samtaka herstöðvaandstæðinga. Ljósm. gel. „Við höfum verið að senda út gíróseðla til styrktarmanna, sem nú eru um það bil 250 talsins. Við vonum að menn bregði skjótt við og láti fé af hendi rakna því án pen- inga er lítið hægt að gera. Þá er væntanlegt fréttabréf Dagfara innan tíðar, og síðast en ekki síst eru nú sem óðast að fara af stað starfshópar um til dæmis fræðslu- málin, útgáfumál, kjarnorkuvopn- alaus Norðurlönd, umsvif hers og NATO, utanríkissamskipti o.fl. ofl. “. - Og hvenær er svo skrifstofan opin? „Þessi aðstaða hér á Frakkastíg 14 er opin alla virka daga frá kl. 16-18, og síminn hjá okkur er 17966. Ég vil hvetja alla til að líta við hjá okkur, en hér liggja frammi ýmis gögn sem athygli eru verð. Þá má ekki gleyma alls kyns söluvarn- ingi sem við höfum á boðstólum og má þar nefna hljómplötur og jóla- kort sem Samtök herstöðvaand- stæðinga hafa gefið út“, sagði Guð- mundur Guðlaugsson starfsmaður SH að lokum. — v. s Könnun Utideildar 1 miðbænum: 48 stelpur húkka sér far heim Hvatt til næturþjónustu SVR Félagsmálaráð Reykjavíkurborgar hefur beint þeim tilmælum til stjórn- ar SVR að hún kanni möguleika á næturþjónustu vagnanna, cinkanlega í úthverfín, í framhaldi af könnun sem Útideild hefur gert á heimferðum unglinga úr miðbænum. I könnuninni kom í ljós að 8% þeirra sem eru „á planinu“ síðla kvölds hyggjast húkka sér far heim, og eru í þeim hópi 48 stelpur, 15 og 16 ára. í haust urðu nokkrar umræður í félagsmálaráði þar sem talið er að nokkur brögð séu að því að ungl- ingsstelpur sem húkka sér far með ókunnugum um nætur séu beittar ofbeldi. í könnun Útideildar kom í ljós að þeir krakkar sem ætluðu sér að labba heim (11.5%), jafnvel alla leið í Kópavog og Breiðholt, svo og þeir sem ætluðu að húkka sér bíl (8%), sögðust myndu nota sér þjónustu SVR ef hann gengi um nætur. Könnunin var gerð aðfararnótt laugardagsins 9. október s.l. og voru 1031 unglingur sem var í mið- bæ Reykjavíkur á tímabilinu frá kl. 11-3 spurður hvaðan hann kæmi, hvað hann væri gamall og hvernig hann ætlaði heim. Innan við helmingur þessara krakka voru úr Reykjavík og um 40% komu úr Kópavogi, Hafnar- firði og Garðabæ. Flestir voru 15- 16 ára, en áberandi stærstur var hópur 15 ára stelpna. Stelpurnar eru þegar á heildina er litið yngri en strákarnir á planinu, þær koma fyrr á kvöldin og fara fyrr heim. Rúmlega 11. hver unglingur 12- 18 ára búsettur á Álftanesi var í miðbænum þetta kvöld, 10. hver unglingur á sama aldri úr Kópa- vogi, 9. hver úr Garðabæ, 7. hver úr Hafnarfirði, en aðeins 5. hver úr Reykjavík. Flestir úr Breiðholti, en fæstir úr Árbæjarhverfi. Landvernd varar við: 38% krakkanna sögðust taka leigubíl heim, 11,5% labba, 27% taka strætisvagn, 15% segjast vera á eigin bíl eða í bíl með kunningj- um og tæp 8% segjast húkka bfl. Stelpur eru í meirihluta þeirra sem húkka bíl, þannig að af hverjum 10 eru 6 stelpur. Þriðjungur þeirra sem húkkar sér far er búsettur í Garðabæ og annar þriðjungur í Hafnarfirði, en fimmtungur í Reykjavík. í könnuninni kom í ljós að ung- lingarnir stoppa tiltölulega stutt við í miðbænum, eða innan við 2 klukkustundir og má ætla vegna þess að margir myndu notfæra sér næturþjónustu strætisvagna ef hún væri fyrir hendi. Þeir sem ekki sögðust myndu notfæra sér strætó voru þeir sem sögðust labba heim og þeir sem voru á eigin bíl eða með öðrum á bíl. Yfirgnæfandi meirihluti sagðist myndu nota strætó. -ÁI Alþjóðlegri rall- keppni á íslandi Árni Bergmann og ísak Harðar Á bókakynningunni í Nýja köku- húsinu í kvöld (fímmtudag) munu tveir höfundar lesa úr verkum sín- um: Árni Bergmann ritstjóri og rit- höfundur les úr bókinni „Geirfugl- arnir“, skáldsögu í endurminning- astíl. Þetta er fyrsta skáldsaga Árna, en áður hefur hann sent frá sér bókina „Miðvikudaga í Moskvu“, ísak Harðarson les úr bók sinni „Þriggja orða nafn“, byrjanda- verki upprennandi skálds, sem fékk verðlaun bókmennta- samkeppni AB. Kynningin hefst kl. hálf níu. Ný- ja kökuhúsið opnar fyrir bóka- kynningagesti kl. átta og er gengið inn í húsið frá Austurvelli, en einn- ig er Bókaverslun ísafoldar opin frá Austurstræti. Aðalfundur Landverndar var haldinn í Munaðarnesi dagana 13. og 14. nóvember sl. og samþykkti fundurinn ýmsar tillögur og álykt- anir. Þar á mcðal var samþykkt á fundinum að vara við hugmyndum um alþjóðlega rallkeppni á íslandi og fól fundur stjórn Landverndar að berjast gegn því, að hún yrði að veruleika. Þá er skorað á dómsmálaráð- herra að setja ákveðnar reglur um rallakstur hér á landi og að fullt tillit verði þar tekið til landvernd- ar, eignahalds á landi og almennrar umferðar. Sem kunnugt er hafa komið fram ásakanir á rallaksturskappa að fara illa með land, þar sem þeir fara um á stundum, og hafa á tíðum orðið blaðaskrif vegna þess máls. - S.dór

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.