Þjóðviljinn - 18.11.1982, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 18.11.1982, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 18. nóvember 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 14 mánuðir frá því nefnd skilaði áliti: Frumvarp um Kvflanyndasj óð er væntanlegt Væntanlegt er frumvarp frá menntamálaráðuneytinu um Kvik- myndastofnun -sjóð og -safn íslands, að því er menntamálaráð- herra, Ingvar Gíslason, sagði í svari við fyrirspurn Guðrúnar Helgadóttur um þetta efni. þingsjá Guðrún Helgadóttir vakti at- hygli á því að þingskipuð nefnd, fulltrúum þingflokka og fulltrúa menntamálaráðuneytis með Ind- riða G. Þorsteinsson. sem for- mann nefndarinnar, hefði skilað áliti haustið 1981. Síðan hefði ekk- ert til málsins spurt. Því væri fyrir- spurnin fram borin. Ingvar Gíslason menntamála- ráðherra sagði frumvarp vera væntanlegt. Nefndarálitið hefði ekki reynst ógallað og því hefði þurft að leggja töluverða vinnu í endurskoðun. Þá hefði frumvarpið verið sent ýmsum aðilum til um- sagnar og hefðu álit verið að berast allt fram á þennan dag. Vilmundur Gylfason harmaði þennan drátt sem á hefði orðið. Sagði að ráðherra hefði átt að leggja fram frumvarpið með fyrir- vörum þannig að löggjafarsam- koman gæti um það fjallað. Það væri alþingis að fara með löggjafar- valdið en ráðherra að framkvæma lögin. Guðrún Helgadóttir sagði að hér hefði verið um þingskipaða nefnd að ræða og hefðu því verið eðlileg vinnubrögð að kalla saman nefnd- ina til að búa frumvarpið betur úr garði ef ráðherra gæti ekki fallist á búning þess. Hins vegar hefði hún haft spurnir af því, að fjármálaráð- herra hefði ýtt á eftir þessu máli, Guðrún Ilelgadóttir. Erfiðar fæð- ingar í menntamálaráðuneytinu. sem ekki hefði bólað á frá mennta- málaráðuneytinu í rúmt ár. Ingvar Gíslason áréttaði að frumvarpið hefði verið meingallað að orðalagi og fleiru og því hefði þurft að endurskoða það vel. Guð- rún Helgadóttir sagðist sjá ástæðu til að fara í vörn fyrir formann nefndarinnar, Indriða G. Þor- steinssonar, sem hefði skilað skrif- legu áliti nefndarinnar. Auðvitað væri það ekki nema á færi tækni- manna í ráðuneytinu að ganga þannig frá orðlagi frumvarps að hentaði þinginu. En það verk tæki varla rúmt ár að inna af hendi. Þá sagði Guðrún að hún saknaði frumvarps um Kvikmyndasjóðinn á þeim lista um mál sem forsætis- ráðherra hefði sent frá sér um væntanleg frumvörp frá ríkis- stjórninni. Vilmundur tók í sama streng, það væru fjórtán mánuðir síðan nefndin hefði skilað áliti og ekkert bólaði enn á frumvarpinu. Þá spurði hann hvort ekki væri rétt að gera ráð fyrir skatti á erlendar kvikmyndir til að fjármagna Kvik- myndasjóð. Pétur Sigurðsson (Laugarásbí- ói?) brást ókvæða við og mótmælti þessari „kratisku" hugmynd. Kvik- myndahúsin riðuðu á barmi gjald- þrots aðallega vegna þess að sjó- ræningjaleigur og sýningar á vídeó- böndum tíðkuðust án þess að opin- berir aðilar hreyfðu hönd til að framfylgja lögum. Kvikmyndahús- in gætu því ekki tekið við aukinni skattheimtu. -óg Nýr flugvöllur við Lagarfljót eða endurbygging þess gamla — Ákvörðunar að vænta um næstu áramót Um áramótin á að liggja fyrir álit um það hvort heldur beri að endurbyggja flugvöllinn á Eg- ilsstöðum eða hvort gera skuli flugvöll á bökkum Lagarfljóts. Þetta kom fram í svari Stein- gríms Hermannssonar við fyrirspurn frá Jóni Kristjáns- syni. Skúli Alexandersson sem sæti á í flugráði vakti athygli á því að tafir á þessu mati hefði ekki orðið í flug- ráði, heldur vegna þess að verk sem átti að inna af hendi eystra, hefði ekki verið unnið. Sveinn Jónsson sagði úrbætur í flugvallarmálum Austfirðinga vera afskaplega mikilvægar. Ástandið hefði verið í algerum ólestri en hefði skánað síðustu ár. Garðar Sigurðsson lýsti erfiðum aðstæðum eystra, og undirstrikaði að þegar kostirnir yrðu metnir um síðir yrði auk kostnaðarþáttar sér- staklega tekið tillit til aðflugsins. Þá spurði Garðar hvers vegna Austfirðingarnir vildu að flugvöll- urinn yrði hannaður fyrir þotur. Sveinn Jónsson sagði að menn yrðu að horfa til framtíðar. Þessi flugvöllur væri nær meginlandinu en aðrir vellir í landinu. Fyrir austan væru áformaðar viðamiklar orku- og iðnaðarframkvæmdir. Þá væri í fjórðungnum framleiðsla á vörum sem einhvern tíma í fram- tíðinni yrðu fluttar með flugvélum á markaði erlendis. Einnig væri Nýr forstjóri Iðntækni- stofnunar Ingjaldur Hannibalsson iðnað- arverkfræðingur hefur verið skip- aður forstjóri Iðntæknistofnunar íslands til næstu fjögurra ára frá 1. febrúar n.k. Sveini Björnssyni hefur verið falið að gegna áfram starfi forstjóra stofnunarinnar til sama tíma. þess að gæta að hraðskreiðar litlar þotur gætu orðið í notkun í innan- landsflugi hérlendis. Jón Kristjáns- son tók í sama streng og taldi líkur á vöruflutningum með þotum aukast með tímanum. Garðar Sígurðsson sagði land- búnaðarvörur séint verða fluttar með þotum til útlanda frá Austfjörðum. Þó tapverksmiðjan myndi rísa á Reyðarfirði, þá þyrfti tæpast þotur til að flytja starfshópa um iðnverkefni austur á firði. Garðar Sigurðsson. Vantrú á austfirskum millilandaþotum. Garðar sagði einnig að fráleitt væri að ætla að litlar þotur væru fram- tíðarfarartæki í innanlandsflugi, jafnvel þó flytja þyrfti mikilvæga menn. í landinu væru litlir flugvell- ir og þyrfti að miða flugvélar við þá. - óg Fyrirspumir um rækjur og banka Lögð hefur verið fram fyrirspurn frá Árna Gunnarssyni til sjávarút- vegsráðherra um rækjuveiðar við Húnaflóa. Spurt er hvort ráðherra hyggist breyta reglum um skiptingu rækjuafla. Þá hefur verið lögð fram fyrirspurn frá Pétri Sigurðssyni til viðskiptaráðherra um starfs- mannahald ríkisbanka, um fjölda bankaútibúa, launa- og fríðinda- kostnað og fleira. -óg Árni Pétur Sveinn Jónsson frá Egilsstöðum. Nýir þingmenn Sveinn Jónsson verkfræðingur á Egilsstöðum tók nýverið sæti á alþingi. Sveinn situr á þingi fyrir Hjörleif Guttormsson iðnaðarráð- herra, sem er erlendis í opinberum erindagjörðum. Jón Kristjánsson kaupfélags- stjóri situr á þingi fyrir Halldór Ás- grímsson sem er erlendis. -óg Góð matarkaup KINDAHAKK pr. kg. 38.50 10 KG. NAUTAHAKK pr. kg. 79.00 LAMBAHAKK pr. kg. 49.50 HVALKJÖT pr. kg. 27.00 NAUTAHAMBORGARAR pr. stk. 8.00 1/2 FOLALDASKROKKUR pr. kg. 48.00 1/2 NAUTASKROKKUR pr. kg. 72.00 1/2 SVÍNASKROKKUR pr. kg. 79.00 LAMBASKROKKAR pr. kg. 45.90 Athugið - skrokkar, merktir, pakkaðir og niður- sagaðir. Tilbúnir í frystikistuna KJÖTMIÐSTÖÐIN Laugalæk 2 sími 86511

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.