Þjóðviljinn - 18.11.1982, Síða 16
DIQÐVIUINN
Fimmtudagur 18. nóvember 1982
Omælt tjón
vegna flötu
þakannaí
Hraunbænum
„Ég er að leita eftir því hvort
eitthvert réttlæti sé að finna í
þessu þjóðféiagi. Það liggur al-
veg Ijóst fyrir að íbúðareigend-
ur hér í hverfinu hafa orðið
fyrir ómældum skaða og fjár-
hagstjóni vegna þessara kvaða
um að flöt þök skyldu vera á
húsunum“, sagði Theódór Ósk-
arsson vélsmiður, til heimilis að
Hraunbæ 57 í Árbæjarhverfí, í
samtali við Þjóðviljann.
Aðalsími Þjóðviljans er 81333 kl. 9 - 20 mánudag til íöstudags. Utan þess tíma er hægt aö ná í blaðamenn og aöra starfsmenn blaösins í þessum sínum: Ritstjórn 81382,81482 og 81527, umbrot 81285, ljósmyndir 81257. Aðalsími Kvöldsími Helgarsím! afgreiðslu 81663
Laugardaga kl. 9 - 12 er hægt að ná í afgreiðslu blaðsins í síma 81663. Prentsmiðjan Prent hefur síma 81348 og cru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348
Theódór Óskarsson fyrir framan heimili sitt að Hraunbæ 57 í Árbæjarhverfi. Þar er búið að skipta um þak
líkt og á flestum húsum í kring, eins og sést á myndinni. Mynd - gel.
„Leita eftir réttlæti”
Theódór hefur stefnt borgar-
stjóranum í Reykjavík, fjármála-
ráðherra, félagsmálaráðherra og
fleiri aðilum fyrir bæjarþingi
Reykjavíkur í prófmáli fyrir hönd
íbúa í 45 húsum við Hraunbæ
vegna miska og viðgerðar-
kostnaðar sem íbúarnir hafa orðið
fyrir vegna kvaða um að flöt þök
skyldu vera á húsunum við
Hraunbæ.
Þegar er búið að setja ný þök
með risi á velflest húsin, og
reiknaðist matsmönnum til í sum-
ar, að kostnaður á hvern íbúðar-
segir Theódór Oskarsson einn ibúðar-
eigandinn sem stefnt hefur ríki og borg
eiganda vegna þeirra framkvæmda.
næmi um 115 þús. króna. Engin
fyrirgreiðsla fékkst hjá Húsnæðis-
stofnun ríkisins vegna endurbóta á
þökum húsanna, en húsin voru
upphaflega teiknuð samkvæmt
teikningum stofnunarinnar. Hins
vegar barst öllum íbúðareigendum
reikningur frá stofnuninni fyrir
teikningar af nýja þakinu „og þá
sprakk blaðran“ hjá mörgum
íbúðareigendanna,“ eins og Theó-
dór komst að orði í gær.
„Þetta er spurning um hversu oft
við þurfum að borga fyrir nothæf
þök á húsin okkar. Margir vildu
upphaflega byggja brött þök, en
borgaryfirvöld settu þá kvöð á árið
1965, þegar byrjað var að byggja
hér í hverfinu, að húsin skyldu vera
öll með flötu þaki. Ábyrgðin er því
fyrst hjá borginni, en hinu er held-
ur ekki að leyna að fagmennirnir
sem sáu um útfærsluna voru ekki
starfi sínu vaxnir“, sagði Theódór.
Húsin hafa öll lekið meira og
minna frá því þau voru reist, og
víða orðið töluverðar skemmdir á
loft- og veggklæðningum. Einan-
grun hefur víða skemmst, og eins
hafa líkur verið leiddar að því, að
rekja megi háa tíðni alkaly-
skemmda í útveggjum húsanna að
töluverðu leyti til flötu þakanna.
-Ig-
Landrýmisþörf háskólans og rannsóknastofnana:
170 hektarar við Keldur og
Keldnaholt
fbúðarbyggð í 500 metra fjarlægð
I áætlun, sem unnin hefur verið
vegna fyrirhugaðrar íbúðar-
byggðar í landi Kcldna er gert ráð
fyrir að háskólinn og rannsókna-
stofnanir atvinnuveganna þurfi 150
hektara lands í Keldnaholti og á
Keldnasvæðinu, auk 20 hektara
lands við Korpúlfsstaði.
Áætlunin, sem lögð var fram £
viðræðum milli ríkisins og þriggja
einkafulltrúa borgarstjóra, er
unnin af þeim Guðmundi Magn-
ússyni, rektor Háskóla íslands,
Vilhjálmi Lúðvíkssyni, fram-
kvæmdastjóra Rannsóknaráðs
ríkisins, og Guðmundi Péturssyni,
forstöðumanni Tilraunastöðvar í
meinafræði að Keldum. Skýrsla
þeirra er mjög viðamikil. Þar er
gerð grein fyrir uppbyggingu og
núverandi starfsemi Háskóla ís-
lands, Meinafræðistöðinni að
Keldum og rannsóknastofnana
atvinnuveganna og gerð grein fyrir
áætlun um landrýmisþörf næstu 50
árin. í skýrslunni er lögð áhersla á
að umfangsmikil rannsóknastarf-
semi og stofnun nýrra fyrirtækja í
tengslum við hana geti orðið
atvinnulífi í Reykjavík mikil lyfti-
stöng, og látin er í ljós sú ósk að
framsýni og stórhugur ráði ferð
þegar ákvarðanir verða teknar um
framtíðarafmörkun lands í þessu
skyni.
í skýrslunni kemur fram að gera
þarf ráð fyrir auknum byggingum
vegna núvrandi starfsemi þessara
stofnana auk þess að áætla fyrir
nýrri starfsemi og nýjum stofn-
unum.
Telja þeir þremenningarnir að
50 hektarar í Keldnaholti og 20
hektarar til útitilrauna í næsta ná-
grenni þurfi fyrir rannsóknastarf-
semi í þágu atvinnuveganna, 50
hektara til að mæta þörfum Til-
raunastöðvarinnar á Keldum og 50
hektara til viðbótar undir iðnað og
atvinnustarfsemi í tengslum við
rannsóknir og þróunarstarfsemi.
Þá er bent á að við Grafarlæk þurfi
að koma upp aðstöðu til fiskeldis-
rannsókna og að íbúðarbyggð megi
ekki vera nær Keldum en í 500
metra fjarlægð.
-ÁI
Landvernd ályktar:
Björgum
Land-
manna-
laugum!
Verið er að
eyðileggja þetta
friðland með allt of
miklum átroðningi
Astandið í Landmannalaugum
er búið að vera alvarlegt um langan
tíma og hefur farið versnandi með
hverju árinu síðán bflvegur var
lagður að skála Ferðafélagsins, og
þessi smá gróðurvin, sem Land-
mannalaugar eru, er nú komin í
stór hættu, sagði Haukur Hafstað
framkvæmdastjóri Landverndar í
samtali við Þjóðviljann í gær. í á-
lyktun frá aðalfundi Landverndar
er vakin athygli á því ófremdar-
ástandi sem ríkir á „friðlandi að
fjallabaki" sem Landmannalaugar
eru.
Haukur sagði að átroðningur
ferðamanna í Landmannalaugum
færi vaxandi með hverju árinu, og
nefndi hann sem dæmi að í sumar
er leið, á aðeins tveggja og hálfs-
mánaðar tímabili, hefðu á milli 17
og 19 þúsund manns gist svæðið.
Því færi fjarri að svæðið þyldi þenn-
an mikla átroðning. Haukur
sagðist sjálfur hafa séð útlendinga
með úttroðna poka af mosa sem
þeir hefðu rifið uppúr hrauninu til
þess að gera sér náttból með í
tjaldi. Hverskonar sorp og úr-
gangur væri þama um allt og oft
mjög illa frá honum gengið.
Því miður er hér ekki um neitt
einsdæmi að ræða; margar aðrar
gróðurvinjar á hálendinu eru í
mikilli hættu, svo sem Herðu-
breiðarlindir og Hveravellir, vegna
of mikils átroðnings, eftir að svo
auðvelt er að komast á bifreiðum á
þessa staði sem raun ber vitni,
sagði Haukur. Hann sagði enn-
fremur að með tilkomu Smyrils
hefðu útlendingar í vaxandi mæli
komið hingað með bifreiðar sínar,
án þess að hafa nokkrar reglur um
umgengni við náttúru landsins til
að fara eftir. Enn myndi þessi um-
ferð aukast með tilkomu nýrrar bfl-
ferju næsta sumar.
- S.dór
Framfœrsluvísitalan hœkkar um 17.51%
Verðbætur á laun 7.72%
1. desember
9.79% skerðing vegrta
bráðabirgðalaganna, Ólafslaga o.fl.
Kauplagsnefnd hefur reiknað út vísitölu fram-
færslukostnaðar miðað við verðlag í nóvember 1982
og þá kemur í Ijós að hún hefur hækkað um 17.51%
frá ágúst til nóvember. Verðbætur á laun um næstu
mánaðamót verða þó aðeins 7.72% og veldur því
skerðingarákvæði bráðabirgðalaganna, Ólafslaga
o.fl.
Skerðing verðbóta 1. desem-
ber verður því 9.79%. Samkvæmt
bráðabirgðalögum ríkisstjórnar-
innar fellur niður helmingur
verðbóta og er sú skerðing
7.71%. Til viðbótar kemur
0.48% skerðing bóta vegna á-
kvæða Ólafslaga, 0.99%
skerðing vegna búvörufrádráttar
og 0.61% skerðing vegna hækk-
unar tóbaks og áfengis 26. ágúst
s.l.
1 Kauplagsnefnd eiga sæti full-
trúi Alþýðusambandsins, fulltrúi
Vinnuveitendasambandsins og
svo formaður nefndarinnar sem
er Guðmundur Skaftason hæsta-
réttarlögmaður.
Á tímabilinu 1. nóvember 1981
til 1. nóvember 1982 hefur fram-
færsluvísitala hækkað um tæp
60%. Ef litið er á hækkun al-
mennra kauptaxta launafólks á
sama tfmabili kemur f ljós að þeir
hafa hækkað um rúmlega 50%.
Skerðing kauptaxta síðustu 12
mánuði er því um það bil 6%,
samkvæmt uppiýsingum Þjóð-
hagsstofnunar í gær. Sé hins veg-
ar reynt að bera saman þróun
kauptaxta áranna 1981 og 1982 í
heild, kemur £ ljós að kaupmáttur
taxtakaups er svipaður í ár og í
fyrra.
- v.