Þjóðviljinn - 07.12.1982, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 07.12.1982, Blaðsíða 2
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN j Þriðjudagur 30. nóvember 1982 Valur vannlR með 24 mörkum! ítalir slakir Staðan í 5. riðli: Rúmenía...3 2 1 0 5-1 5 Svíþjóð...3 1113-43 Tékkóslóvakía 2 0 2 0 4-4 2 Italía.........2 0 2 0 2-2 2 Kýpur..........2 0 0 2 1-4 0 Ekki verður leikið meira í riðlinum fyrr en í febrúar en þá sækja ítalir Kýpurbúa heim. Enn valda heimsmeistarar Itaia í knattspyrnu vonbrigð- um. Á iaugardag léku þeir við Rúmena í Róm í Evrópukeppni landsliða og máttu sætta sig við markalaust jafntefli. Rúmenar léku einum færri, einn þeirra var rekinn útaf, síðustu 36 mín- úturnar en ítölum tókst ekki að notfæra sér það. KR-a vann tvo leiki KR-a vann tvo góða sigra í 1. deild karla í borðtcnnis í síðustu viku. Fyrst gegn Erninum-a, 6- 1, og síðan gegn Víkingi-a, 6-4. Þá léku Víkingur og Örninn-b í 1. deild kvenna og náðu Vík- ingsstúlkurnar að sigra, 3-2. KAá toppinn KA komst upp að hlið Gróttu í efsta sæti 2. deildar karla í handknattleik um helgina með því að sigra HK 28-22 á Akur- eyri á meðan Grótta tapaði í Vestmannaeyjum fyrir Þór 28- 26. Breiðablik og Haukar skildu jöfn, 20-20, og í leik botnliðanna vann Afturelding Ármann 19-16 í Laugardals- höll, kærkominn sigurMosfells- sveitarliðsins eftir sex töp í röð. Staðan í 2. deild: KA............ 9 6 2 1 229-195 14 Grótta......... 9 7 0 2 227-222 14 Þór Ve.........10 4 3 3 221-218 11 Breiðablik..... 9 3 3 3 178-177 9 Haukar......... 9 3 2 4 202-198 8 HK............. 9 3 1 5 189-199 7 Afturelding....10 2 2 6 192-215 6 Ármann......... 9 1 3 5 183-197 5 Enn Fylkis- sigur Enn heldur Fylkir „fullu húsi“ í 3. dcild karla í hand- knattleik. Um helgina vann Ar- bæjarliðið Akranes 21-19 í Laugardalshöll og stendur mjög vel að vígi í deildinni. Þess ber þó að geta að Fylkir á eftir alla útileiki sína svo síðari umferðin gæti orðið strembin hjá liðinu. Reynir Sandgerði sigraði Ögra 33-9, Keflavík vann Skallagrím 26-11 og Þór Akureyri sigraði Dalvíkinga 33-27. Staðan í 3. deild: Fylkir ..7 7 0 0 151-113 14 Þór Ak ..9 5 2 2 234-165 12 Reynir S ...7 5 1 1 169-127 11 Akranes ...7 4 1 2 189-143 9 Keflavík ...a 4 1 3 171-144 9 Týr ...8 3 1 4 173-151 7 Dalvík ...7 2 0 5 164-165 4 Skallagrímur.. ...7 1 0 6 129-191 2 Ögri ...8 0 0 8 87-268 0 38-14, muna menn eftir stærri sigri í 1. deild karla í handknatt- leik? Þessar tölur litu dagsins ljós þegar Valur lék sér að botnliði ÍR á sunnudag og sýna regindýpið sem skilur ÍR frá öðrum 1. deildarl- iðum. Liðið sem kom upp úr 2. deild er ekki til staðar, ungir og óreyndir strákar með einstaka eldri leikmann sér við hlið eru að heyja vonlausa baráttu sem aldrei endar nema á einn veg. Það verður bara að hrósa þeim fyrir að yfirleitt mæta til leiks. Valur skoraði fimm fyrstu mörk- in og leiddi 18-9 í leikhléi. Síðan kom 27-10, 33-13 og mest munaði 25 mörkum áður en IR skoraði síð- asta mark leiksins. Valsmenn léku af þó nokkurri festu í vörn og tóku málin þar mjög alvarlega en sóknarleikurinn Þróttur og ÍS unnu örugga sigra í 1. deild karla í blaki um helgina, eins og reikna mátti með. Þróttur sigraði Víking 3-0 (15-4,15-4,15-7) og ÍS lagði UMSE 3-0 (15-6, 15-9, 15-11) án þess að tjalda öllu sem til er. Meira fjör var í leik Víkings og UMSE. UMSE vann tvær fyrstu hrinurnar, 7-15 og 9-15 en Víkingar svöruðu, 15-13 og 15-10. Staðan því 2-2 en UMSE komst í 0-8 í fimmtu hrinunni og vann létt, 3-15, og leikinn þar með 2-3. Leikurinn stóð í 103 mínútur, þar af tók þriðja hrinan 31 mínútu. KA lék tvo leiki syðra í 1. deild kvenna. Fyrst gegn IS sem sigraði 3-0 (15-1, 15-4,15-11). Síðan gegn Víkingi og þá vann KA létt, 3-0 (15-11, 15-2, 15-1). Leikurinn tók Fortuna Diisseldorf, lið Atla Eðvaldssonar og Péturs Ormslev í vestur-þýsku knattspyrnunni, lyft- ir sér nú hægt og sígandi úr mestu fallhættunni í „Bundesligunni“. Á laugardag vann Dússeldorf Armen- ia Bielefeld 2-0 á heimavelli og hef- ur nú 13 stig úr 16 leikjum. Fimm lið eru fyrir neðan og Dússeldorf hefur ekki komist ofar það sem af Celtic tryggði sér skoska deildar- bikarinn í knattspyrnu á laugardag með því að sigra erkióvininn, Ran- gers, 2-1, á Hampden Park í Glas- gow. Leikurinn var jafn og spenn- andi allan tímann þrátt fyrir að Celtic næði tveggja marka forystu fyrir leikhié. Það var Charlie Nicholas sem skoraði fyrra markið á 23. mínútu og Murdo McLeod bætti öðru við 12 mínútum síðar. Strax á fyrstu mínútu síðari hálfleiks skoraði Jim Bett, fyrrum -Valsmaður, fyrir Rangers beint úr aukaspyrnu, 2-1, og fjörugur leikur gat farið á hvorn varð stundum afar skrautlegur eins og gefur að silja. Það er tæpast ást- æða til að nefna einn leikmann öðr- um fremur, nema þá helst Gunnar Lúðvíksson hjá Val sem var í mikl- um ham framan af og Atla Þorv- aldsson sem kom nokkuð á óvart hjá ÍR. Gunnar skoraði 8 mörk fyrir Val, Theodór Guðfinnsson 6/4, Þorbjörn Jensson 5, Guðni Bergs- son 4, Jakob Sigurðsson 4, Júlíus Jónasson 4, Geir Sveinsson 3, Steindór Gunnarsson 2, Þorbjörn Guðmundsson 2 en Jón Pétur Jóns- son ekkert! Atli skoraði 6 marka ÍR, Einir Valdimarsson 3, Björn Björnsson 2, Guðjón Marteinsson, Gunnar Kristófersson og Ólafur Vilhjálms- son eitt hver. Karl Jóhannsson og Óli Ólsen dæmdu átakalítið. aðeins 33 mínútur. Þróttur sigraði Breiðablik nokkuð örugglega, 3-1 (12-15, 15-11, 15-11, 15-4). Samhygð og ÍA áttu að leika á Selfossi í 2. deild karla en strákarn- ir af Skaganum mættu ekki til leiks og Gaulverjar unnu því fyrirhafn- arlaust, 3-0. Staðan í 1. deild karla: ÍS.................. 8 7 1 23- 3 14 Þróttur...............7 7 0 21- 3 14 Bjarmi................6 2 4 6-13 4 UMSE..................8 2 6 7-21 4 Víkingur..............7 0 7 4-21 0 1. deild kvenna: ÍS....................8 8 0 24- 1 16 Þróttur............. 6 6 0 18- 3 12 Breiðablik............5 1 4 7-12 2 KA....................8 1 7 3-21 2 Vikingur..............5 0 5 0-15 0 er vetri. Hamburger vann Dortmund 3-1 á útivelli í leik toppliðanna. Stutt- gart vann góðan sigur í Köln, 2-1, og Bayern Múnchen sigraði Schalke 04 2-1. Hamburger hefur 24 stig, Bayern 22, Dortmund, Stuttgart, Köln og Werder Brem- en, sem vann Eintracht Franfurt 3-0, hafa 21 stig hvert. veginn sem var eftir það. Þrír leikir voru í skosku úrvals- deildinni. Kolmarnock og St.Mirr- en skildu jöfn, 2-2, Mortin og Hi- bernian gerðu markalaust jafntefli en Motherwell tapaði 0-2 fyrir Aberdeen. Leik efstu liðanna, peltic og Dundee United, var frestað vegna úrslitaleiksins. Celtic hefur 23 stig, Aberdeen er komið í annað sæti með 21, Dundee United hefur 20, Rangers 14, Dundee 13, St.Mirren 10, Kilmarnock, Morton og Motherwell 9 og Hibernian 8 - VS Öruggir sigrar Þróttar og IS - vs Dusseldorf náði í dýrmæt stig Bett skoraði en Celtic sigraði Þriðjudagur 30. nóvember 1982 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 11 Gunnar Gíslason svífur inn úr vinstra horninu og skor- ar síðasta mark fyrri hálf- leiks, 13-10 fyrir KR. Mynd: - eik Umsjón: Víðir Sigurðsson íþróttir Umsjón: Víðir Sigurðsson Mikil kaflaskipti er ÍBK vann Fram Stórkostlegur Evrópuleikur \ fyrrakvöld: Hittir mig ekki; Það er engu líkara en Hjörtur Oddsson, ÍR-ingur, hafi ætlað að grýta knettinum í tærnar á Sturlu Örlygssyni, Njarðvíkingi, en sá síðarnefndi séð við honum. Mynd: -eik „Eru mennirnir að spila hand- bolta?“ varð Helga Ágústssyni for- manni KKÍ að orði er hann kom inní íþróttahús Hagaskólans á sunnudagskvöldið er langt var liðið á fyrri hálfleik í viðureign ÍR og Njarðvíkur í úrvalsdeildinni í körfuknattleik. Von að maðurinn spyrði, staðan var 16-15 fyrir ÍR og hittni leikmanna hafði verið með fádæmum léleg. Hún skánaði ör- lítið eftir því sem á leið en íslands- meistarar Njarðvíkur skoruðu ein- ungis 60 stig í leiknum og máttu þola 18 stiga tap gegn botnliðinu, 78-60. Um miðjan fyrri hálfleik hafði Njarðvík aðeins skorað 6 stig og staðan 14-6, ÍR í hag. ÍR hélt for- ystunni að mestu og jók hana með góðum kafla undir lok hálfleiksins. Að honum loknum var staðan 34- 23, í vil. Forystan jókst eftir því sem á leið og légir Njarðvíkingar áttu aldrei svar við góðum leik Péturs Guðmundssonar. Mest munaði 19 stigum, 71-52, og þann mun höfðu Njarðvíkingar ekki minnkað nema um eitt stig þegar yfir lauk. Koma Péturs til IR hefur hleypt nýju blóði í úrvalsdeildina og spennandi fallbarátta virðist vera framundan. Þar ræður miklu leikur Fram og ÍR á föstudagskvöldið komandi. Pétur lék mjög vel ogþar er orðið allt annað að sjá til IR- liðsins. Kristinn Jörundsson átti einnig ágætan leik. Pétur skoraði 31 stig, Kristinn 19, Jón Jörunds- son 8, Gylfi og Hreinn Þorkelssynir 7 hvor og Hjörtur Oddsson 6. Njarðvíkingar voru óhugnarlega slakir og aðeins Bill Kottermann og Valur Ingimundarson sýndu eitthvað. Kottermann skoraði 22 stig, Valur 18, Júlíus Valgeirsson 6, Gunnar Þorvarðarson 5, Eyjólfur Guðlaugsson 4, Árni Lárusson 2, Albert Edvaldsson 2 og Ástþór Ingason eitt. Koma Pétus til ÍR hefur hleypt nýju blóði í úrvalsdeildina og spennandi fallbarátta virðist vera framundan. Þar ræður miklu leikur Fram og ÍR á föstudagskvöldið komandi. Pétur lékmjögvelogþar er orðið allt annað að sjá til 1R- liðsins. Kristinn Jörundsson átti einnig ágætan leik. Pétur skoraði 31 stig, Kristinn 19, Jón Jörunds- son 8, Gylfi og Hreinn Þorkelssynir 7 hvor og Hjörtur Oddsson 6. Njarðvíkingar voru óhugnarlega slakir og aðeins Bill Kottermann og Valur Ingimundarson sýndu eitthvað. Kottermann skoraði 22 stig, Valur 18, Júlíus V algeirsson 6, Gunnar Þorvarðarson 5, Eyjólfur Guðlaugsson 4, Árni Lárusson 2, Albert Edvaldsson 2 og Ástþór Ingason eitt. -VS Alfreð Gíslason: „Ahorfendur - endurtakið þetta! Strax eftir leik KR og Zeljeznicar Nis lá leiðin inní búningsklefa KR (þar eru menn með annan hugsunar- hátt en hjá landsliðinu) en þar var þröngt á þingi. KR-ingar, eldri sem yngri, óskuðu hetjunum sínum til hamingju og það geislaði af hverju andliti. Alfreð Gíslason sat á bekk og hristi hverja útrétta höndina á fætur annarri en gaf sér þó tíma til að fara nokkrum orðum um leikinn. - Alfreð, hver var lykillinn að þess- um glæsilega sigri? „Við sprungum út á réttum tíma og þetta var í einu orði sagt frábært. Maður hafði alltaf á tilfinningunni að það værum við sem réðum ferðinni í leiknum og hraður sóknarleikur okkarkom þeimíopna skjöldu. Með því að leika hratt fyrir utan gegn „pýramídavörninni“ þeirra opn- uðum við hana upp á gátt hvað eftir annað enda var mikið skorað af lín- unni í leiknum." - Hvað viltu segja við áhorfendur? „Ég hef aldrei leikið fyrir framan betri áhorfendur og stemmningin var stórkostleg. Þetta vona ég að þið endurtakið í kvöld, stuðningur ykkar getur hæglega ráðið úrslitum um hvort við komumst áfram í keppn- inni,“ sagði Alfreð Gíslason og hann og félagar hans þurfa varla að kvíða, eftir þennan frækilega sigur leggja áhorfendur vafalítið allt sitt af mörkum til þess að KR auðnist að fylgja honum eftir og slá júgóslavn- eska liðið út úr Evrópukeppni bikar- hafa. - VS Kaflaskipti í leik Keflvíkinga og Framara í úrvalsdeildinni í körfu- knattleik á föstudagskvöldið voru mikil. Framarar voru sterkari aðil- inn í 18 mínútur en ÍBK í 22 og það gerði gæfumuninn fyrir heima- menn þar sem þeir sigruðu með 80 stigum gegn 67 eftir að Framarar höfðu leitt í hálfleik, 28-35. Leikurinn hófst 30 mínútum eftir auglýstan tíma þar sem dómararnir mættu of seint og eitthvað hefur það sett leikmenn útaf laginu þar sem fimm fyrstu skotin rötuðu ekki rétta leið og það voru liðnar tvær mínútur þegar Björn Víkingur skoraði fyrstu stigin. ÍBK náði fljótlega forystu og var yfir, 21-13 eftir 10 mínútur en þá skoruðu Framarar 10 stigí röð, 21-23. Mikil mistök settu svip sinn á fyrri hálf- leik og engir nema Þorsteinn Bjarnason hjá ÍBK og Símon Ólafsson hjá Fram voru nálægt því að sýna sitt rétta andlit. Axel Nikulásson byrjaði síðari hálfleikinn á að fá á sig sóknarvillu sem hann var ekki sáttur við en skoraði síðan strax sex stig í röð fyrir ÍBK. Fram hélt frumkvæðinu þar til ÍBK komst yfir, 51—50, og eftir það var nánast um einstefnu að ræða af hálfu heimamanna. Hjá Keflavíkingum sýndi Þor- steinn oft snilldartilþrif og var besti maður vallarins en skammt undan voru Axel með sitt ódrepandi keppnisskap og Brad Miley, sem er án efa besti varnarmaður sem nú leikur hér á landi. Hann tók 25 frá- köst í leiknum, „blokkeraði" nokk- ur skot og lék þó síðustu 14 mínút- urnar með 4 villur á bakinu. Hann er auðsjáanlega að falla vel inn í Staðan: Staðan í úrvalsdeildinni í körfu- knattleik: Valur...............9 7 2 837-703 14 Keflavík...........10 7 3 806-812 14 Njarðvik...........9 4 5 741-749 8 KR..................8 4 4 689-703 8 Fram................9 3 6 796-808 6 ÍR..................9 2 7 671-755 4 Valur og KR leika í Hagaskólanum í kvöld kl.20. liðið og kunna leikmenn vel við hann. Stig ÍBK skoruðu Þorsteinn 22, Miley 21, Axel 20, Jón Kr. 13, Björn Víkingur 4. Fram lék nokkuð vel í fyrri hálf- leik en þegar halla fór undan fæti virtist sem skapið og harkan sem þeir sýndu væri uppurin. Framarar geta mun betur og flestir þeirra virtust eitthvað miður sín. Þeir voru jafnir að getu í fyrri hálfleik en í þeim síðari hálfleik var Val Brazy sá eini sem eitthvað reyndi og skoraði hann 14 af síðustu 19 stigum liðsins. Hann skoraði 22 stig alls, Símon 15, Viðar Þorkelsson 10, Þorvaldur Geirsson 10, Jó- hannes Magnússon 7, Ómar Þrá- insson 2 og Guðmundur Hallgríms- son 1. Dómararnir, Gunnar B. Guð- mundsson og Kristján Rafnsson, komu ekki sterkir úr úr þessum leik. Töfin hafði án efa eitthvað að segja en dómarnir voru of mót- sagnakenndir til þess að geta talist sannfærandi. Kristján var mun óákveðnari og vantar reynslu. -gsm „Eru mennirnir að spila handbolta?“ KR hefur stigiö skrefið til hálfs Hver hefði trúað því að ó- reyndu að KR-ingar skyldu vinna jafn góðan sigur á júgó- slavnesku bikarmeisturunum Zeljeznicar Nis og raunin varð á sunnudagskvöldið? Fimm marka sigur, 25-20, er glæsi- legur árangur hjá KR og leikur liðsins í fyrrakvöld er einn sá besti sem íslenskt lið hefur sýnt í Evrópukeppni í handknattleik. Þau voru mörg augnablikið í leiknum sem maður hélt að nú væri þetta búið, nú myndu „júkkarnir" sigla framúr og sigra. KR-ingar héldu haus all- an tímann og léku skynsamlega og nú er það blátt áfram skylda íslenskra handknattleiksunn- enda að mæta á síðari leikinn í Laugardalshöll í kvöld og leggja sitt af mörkum til þess að KR takist að varðveita þetta dýr- mæta forskot sem náðist svo eftirminnilega í fyrrakvöld. Nis skoraði fyrsta mark leiksins og tók þar með forystuna í fyrsta og eina skiptið í leiknum. KR náði fljótlega undirtökunum, komst í 6-3, en missti það strax niður í 6-6. Aftur sigu strák- arnir úr Vesturbænum framúr og náðu þriggja marka forskoti á ný, 13-10 í leikhléi. Tveggja til þriggja marka munur hélst fram í miðjan síðari hálfleik. Þá minnkaði hann í aðeins eitt mark, 18- 17 og 19-18, en þrjú glæsimörk, eitt frá Hauki Geirmundssyni og tvö frá Jó- hannesi Stefánssyni, færðu KR fjög- urra marka forystu í fyrsta skipti, 22- 18. Nis skoraði tvö næstu og staðan hélst 22-20 í óratíma. Liðin misnotuðu sóknir á víxl en mark Ragnars Her- mannssonar úr hraðaupphlaupi kom KR í 23-20. Haukur Geirmundsson skoraði, 24-20, eftir glæsisendingu Ánders Dahl Nielsen og það var við hæfi að Daninn skoraði sjálfur síðasta markið, þrumufleygur hans utan punktalínu var gersamlega óverjandi, einni sekúndu fyrir leikslok, og KR- ingar stigu villtan stríðsdans ásamt fjölda hallargesta; stórkostlegur sigur var í höfn. Anders Dahl Nielsen hefur leikið ágætlega í 1. deildinni í vetur en nú fengum við svo sannarlega að sjá að v-~ það er engin tilviljun að hann á hátt í 200 landsleiki að baki fyrir Dan- mörku. Framlag hans til sigurs KR var gífurlega stórt, hvað eftir annað átti hann glæsisendingar inná línuna eða út í hornin sem gáfu af sér mörk og þeir xHaukur G. og Jóhannes kunnu svo sannarlega að meta slíkt. Báðir sköpuðu mikinn usla í vörn Nis og not- færðu sér til hins ýtrasta hið mikla frelsi sem varnaraðferð Júgóslavanna bauð uppá. Alfreð Gíslason átti stór- leik, sérstaklega í fyrri hálfleiknum, og mörkin hans sex voru hvert öðru glæsi- legra. Þá vekur athygli hve öflugur varnarmaður Alfreð er orðinn og í heild var varnarleikur liðsins mjög góður. Þó eru veilur í honum hægra megin og þar fóru Júgóslavarnir oftast í gegn. Þeir lentu annars oft í vand- ræðum í sókninni, virðast ekki eiga neina afgerandi skyttu, og KR-ingar höfðu alltaf í fullu tré við þá. Caslav Grubic var yfirburðamaður í liði Nis, snöggur leikmaður sem erfitt er að átta sig á. KR-ingar hafa stigið skrefið til hálfs. Síðari leikurinn í kvöld sker úr um hvort liðið kemst í 3.umferð keppn- innar og möguleikar Vesturbæinga eru stórkostlega góðir. Þeir þola fjög- urra marka tap og jafnvel fimm ef markatalan verður lægri en í fyrra- kvöld. Þeir koma til með að leika undir miklu álagi og þurfa á góðum stuðningi áhorfenda að halda. Lið Nis er mjög sterkt, á því er enginn vafi, og lítið má fara úrskeiðis gegn því án þess að illa fari. Stemmningin í Höllinni í fyrrakvöld kom Júgóslövunum greini- lega í opna skjöldu, þeir hafa vafa- lítið ekki gert sér grein fyrir hvað þeir voru að taka sér fyrir hendur þegar þeir sömdu um að leika báða leikina hérlendis, og nú er það í höndum KR- inga að sýna evrópska handknatt- leiksheiminum í eitt skipti fyrir öll að Íiað er hættulegt að vanmeta okkur slendinga í þessari íþróttagrein sem öðrum. Mörk KR: Jóhannes 7, Alfreð 6, Haukur G. 6, Anders Dahl 3, Gunnar Gíslason 2 og Ragnar Hermannsson 1. Mörk Nis: Crubic (nr. 3) 8/3, Rasic 3, Stanic3, M.Djordjevic2, Knezevic, Mladenovic, Dmitrijevic og Madjar eitt hver. Dönsku dómararnir, Thomasen og Knudsen, voru lélegustu menn vall- arins. - VS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.