Þjóðviljinn - 14.12.1982, Blaðsíða 2
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 14. desember 1982
Þriðjudagur 14. desember 1982 ÞJOÐVILJINN — StÐA 11
Umsjón:
Víöir Sigurösson
íkingar úr leik í Evrópukeppni meistaraliða:
Átta marka munur-
inn var alltof stór biti
Siguröur 3, Árni, Ólafur Jónsson og
Steinar Birgisson eitt hver.
Tékkneska liðið er reynt og „rútín-
erað“ með sterka vöm, snjallan mark-
vörð, Winter, og yfirvegaðan sókn-
arleik. Hjá slíku liði þarf mikið að fara
úrskeiðis til að átta marka forskot í
Evrópuleik tapist niður. Þeirra besti
maður var Salivar og átti vörn Víkinga
í miklum erfiðleikum með að hemja
hann. Salivar skoraði 7/1 mörk,
Toma 3, Bartek, Kortc og Kratochvil 2
hver, Cerny og Liska eitt hvor.
Sænsku dómararnir skiluðu sínu
hlutverki með prýði. Þeir höfðu mjög
góð tök á erfiðum leik, helst að þeir
þyldu mönnum einum of mikla hörku í
vörninni á stundum. Það kom jafnt
niður í liðunum.
- VS
Gylfi Þorkelsson skorar fyrir ÍR gegn Fram.
Mynd: - eik
Fyrir kom þó að menn sofnuðu á
verðinum og vörnin var langt frá því
að vera gallalaus, sérstaklega hægra
megin. Kristján Sigmundsson stóð sig
ágætlega í markinu, betur en oftast
áður í vetur. Sóknarleikurinn var ekki
nálægt því eins góður þó nokkrum
sinnum brygði fyrir fallegum leikflétt-
um. Skytturnar, Viggó Sigurðsson og
Sigurður Gunnarsson, gerðu einum of
mikið af því að keyra inní vörnina og
alltof mikið var um vitleysur svo sem
rangar og lélegar sendingar. Páll Björg-
vinsson lék mjög vel, var bestur Vík-
inga í þessum leik, og skoraði lagleg
mörk. Hann var stjórnandinn sem
Víkingar geta svo illa verið án. Stærsti
gallinn á sóknarleik Víkinga er hve
línuspil er lítið. Páll skoraði flest mörk
Víkinga, 5, Viggó 4/3, Guðmundur 4,
Það var til of mikils mælst að Víkingar ynnu upp átta marka
forskot Dukla Prag þegar liðin léku síðari leik sinn í 2. umferð
Evrópukeppni meistaraliða í handknattleik í Laugardalshöllinni á
sunnudagskvöldið. Þeim tókst tvívegis að komast þremur mörkum
yfir en lengra hleyptu Tékkarnir þeim aldrei og lengst af skildu eitt
til tvö mörk liðin að, Víkingar nær alltaf yfir. Undir lokin komst
Dukla yfir, 17:18, en Viggó Sigurðsson jafnaði, 18:18, úr vítakasti
og síðan skoraði Guðmundur Guðmundsson sigurmark Víkings,
19:18, úr hraðaupphlaupi þegar 27 sekúndur voru eftir af leiktíman-
um. Nokkur sárabót að sigra, en Tékkar unnu samanlagt 41:34.
Leikurinn byrjaði afar þunglama-
lega og Víkingar voru með knöttinn
fram á þriðju mínútu þegar dæmt var á
þá leiktök. Dukla náði forystunni,
0:1, á 7 mínútu með marki Cerny en
þá tóku Víkingar við sér og voru
komnir í 5:2 eftir 13 mínútna leik.
Dukla jafnaði, 5:5, á næstu tíu mínút-
unum en aftur komust Víkingar yfir,
9:6, með sínum besta kafla í leiknum.
Tvö síðustu mörk fyrri hálfleiks voru
tékknesk og staðan í leikhléi því 9:8,
Víkingum í hag.
Dukla jafnaði fljótlega, 9:9, en Vík-
ingar náðu að komast í 13:11, og síðan
15:13. Það var mesti munurinn í síðari
hálfleiknum, lokakaflann skoruðu
iiðin til skiptis og þó Dukla næði að
komast yfir öðru sinni í leiknum,
17:18, voru það Víkingar sem stóðu
uppi sem sigurvegarar í þessum leik.
Leikurinn var afar harður og ekkert
gefið eftir. Sérstaklega tóku Víkingar
harkalega á móti hjnum öflugu and-
stæðingum Sínum, greinilega
staðráðnir í að hefna grimmilega hinn-
ar sögulegu ferðar til Prag, og á köfl-
um virtist sem þeim væri mest í mun
að klekkja á Tékkunum, burtséð frá
því hvernig Ieikurinn færi. Frábær
dómgæsla sænsku dómaranna kom í
veg fyrir að uppúr syði.
Víkingar léku vörnina mjög vel og
þar áttu Árni Indriðason og Hilmar
Sigurgíslason stærstan hlut að máli.
Sigurður Gunnarsson í kröppum dansi við varnarmenn Dukla Pag.
Mynd: - eik
Stjarnan nánast örugg
í fjögurra liða úrslit
Stjarnan úr Garðabæ er í þann veg-
inn að tryggja sér sæti í 4-liða úrslitum
um íslandsmeistaratitilinn í hand-
knattleik eftir 20:18 sigur á KR í Hafn-
artirði á laugardaginn. Stjarnan hefur
nú lagt öll lið deiidarinnar að velii, þar
með taiið FH, Víking og KR og verð-
skuldar því fylliiega sæti meðal þeirra
bestu. Stjarnan þarf fjögur stig úr
þremur síðustu leikjunum, gegn ÍR,
Val og Þrótti, til að gulltryggja sig í
úrslitin, og eins og staðan er í dag
virðist ekkert því til fyrirstöðu.
Leikurinn á laugardag einkenndist
af sterkum varnarleik beggja liða og
gífurlegri stemmningu fjölmargra
áhorfenda sem flestir voru úr Garða-
bænum. Fyrri hálfleikur var afar jafn
og í leikhléi skildi eitt mark liðin að,
Stjarnan leiddi 10:9.
Jafnræðið hélst upp að 12:12 en þá
náði KR tveggja marka forystu, 12:14.
Þá kom kaflinn sem gerði útslagið,
Brynjar Kvaran í marki Stjörnunnar
varði eins og berserkur, Eyjólfur
Bragason skoraði og skoraði, og fyrr
en varði hafði Stjarnan skorað sex
mörk í röð. Staðan var orðin 18:14,
T
Staðan:
Staðan í 1. deild karla í handknatt-
leik eftir leik Stjörnunnar og KR:
KR...................11 7 0 4 264:210 14
FH...................10 7 0 3 262:218 14
Víkingur.............10 6 2 2 205:194 14
Stjarnan............11 7 0 4 230:223 14
Valur................11 5 1 5 227:208 11
Þróttur..............11 5 0 6 225:233 10
Fram.................11 4 1 6 239:261 9
ÍR...................11 0 0 11 194:309 0
Keppni heldur áfram eftir áramót
og forkeppninni lýkur í janúar. Þessir
leikir eru eftir: 11. umferð: Víkingur-
FH. 12. umferð: Víkingur-Eram,
Stjarnan-Þróttur, KR-ÍR, FH-Valur.
13. umferð: ÍR-FH, Valur-, Stjarnan,
Þróttur-Víkingur og Fram-KR. 14.
umferð: Þróttur-Valur, Stjaman-ÍS,
Víkingur-KR, og FH-Fram.
Garðabæjarliðinu í hag, og sá munur
reyndist of mikill fyrir KR að vinna
upp.
Brynjar var í miklum ham í markinu
eins og oft áður og undir slíkum kring-
umstæðum er Stjarnan illviðráðanleg.
Eyjólfur var góður, svo og Ólafur Lár-
usson. Eyjólfur skoraði 8 mörk,
Ólafur 5, Guðmundur Þórðarson 4 og
Magnús Teitsson 3.
KR átti dapran dag, sérstaklega var
sóknarleikurinn einhæfur. Baráttan
var í lágmarki og leikur sem þessi
vinnst ekki án hennar. Alfreð Gísla-
son var mest áberandi í sókninni en
hann þurfti aragrúa skota til að skora
mörkin sín átta. Haukur Geirmunds-
son var nokkuð frískur og skoraði 4
mörk. Anders Dahl Nielsen skoraði 3,
Jóhannes Stefánsson 2 og Gunnar
Gíslason eitt. Fjögur víti fóru í súginn
hjá KR, Brynjar varði tvö frá Anders
og eitt frá Alfreð og þá gerði Daninn
eitt ógilt. Munar um minna!
- VS
Sagt um dreng að hann
kynni ekki körfubolta!
Það var einu sinni sagt um dreng
að hann kynni ekki körfuboita.
Þessi drengur er hin trausta kempa
Gunnar Þorvarðarson, og á föstu-
dagskvöldið lék hann sinn 500. leik
fyrir UMFN. Hann átti mikinn þátt
í því að Njarðvíkingar sigruðu KR-
inga í úrvalsdeildinni í körfuknatt-
leik 86:79.
Nokkrar sveiflur voru í fyrri hálf-
leiknum en Njarðvíkingar tóku
fljótlega forystuna og leiddu í
leikhléi 41:34. KR-ingar söxuðu á
forskotið í síðari hálfleik og kom-.
ust yfir, 60:61, en þegar tvær mín-
útur voru eftir stóð 78:77 fyrir
Njarðvík. Það var farið að fara um
áhorfendur, enda Valur Ingimund-
arson farinn útaf með 5 villur. „Jæ-
ja, Gunnar", heyrðist þá í húsinu
og í því braust Gunnar í gegn ogs
skoraði og Njarðvíkingar náðu að
tryggja sér sigurinn á síðustu mín-
útunni.
Lið Njarðvíkinga átti í flestum til-
fellum nokkuð góðan dag. Kott-
ermann er sterkur og skemmtilegt
að horfa á skotin hjá honum. Valur
Staðan:
Staðan í úrvalsdeildinni í
körfuknattleik eftir leiki helgar-
innar:
Valur...........10 8 2 933:796 16
Keflavík........10 7 3 806:812 14
NJarðvík........10 5 5 827:828 10
Fram............10 4 6 873:878 8
KR..............10 4 6 861:885 8
ÍR..............10 2 8 741:832 4
Keppni í úrvalsdeildinni
verður fram haldið 8. janúar.
var góður, lét ekki skapið hlaupa
með sig í gönur og átti margar gull-
fallegar sendingar. Gunnar var
drjúgur og Árni og Albert skiluðu
sínu vel. Sturla kom vel út, en virk-
ar æfingalaus. Kottermann skoraði
36 stig, Valur 18, Gunnar 11, Árni,
10, Júlíus 4, Sturla 3, Albert 2 og
Ingimar 2.
KR-liðið er byggt upp í kringum
Stu Johnson. Hann skýtur mikið,
og í raun alltof mikið þar sem hittn-
in er gloppótt og virðast margir
KR-ingar ekki alveg sáttir við
skipulagið. Jón Sig. var sterkur og
einnig áttu Páll, Kristján, Stefán og
Þorsteinn ágætan leik. Johnson
skoraði 40 stig, Jón 13, Kristján 8,
Páll 8, Þorsteinn 8 og Birgir tvö.
Menn voru misjafnlega sáttir við
dómgæslu Gunnars og Sigurðar
Valgeirssona. Undirrituðum
fannst þeir sleppa þokkalega frá
henni og þó alltaf sé hægt að deila,
bitnaði hún ekki sérstaklega á öðru
liðinu eins og sumir vildu halda
fram.
- gsm
ÍR áfram í
botnsætinu
ÍR-ingar sitja áfram á botni úr- Það voru sömu fimmmenning-
valsdeildarinnar í körfuknattlcik arnir og venjulega sem báru uppi
eftir að hafa tapað 70:77 fyrir Fram ieik Fram. Val Brazy var at-
í þýðingarmiklum fallbaráttuleik á kvæðamestur og skoraði 26 stig.
föstudagskvöldið. Leikurinn var Jóhannes Magnússon, Símon
jafn og tvísýnn mest allan tímann Ólafsson og Viðar Þorkelsson
en Framarar voru sterkari í síðari skoruðu 13 stig hver og Þorvaldur
hálfleiknum og tryggðu sér bæði Geirsson 10 en Ómar Þráinsson sá
súgin- um þau tvö sem uppá vantar.
Mikið jafnræði var með liðunum
í fyrri hálfleik en ÍR hafði þriggja Hjá ÍR voru Hreinn Þorkelsson,
stiga forystuíleikhléi, 39:36. Fram Pétur Guðmundsson og Hjörtur
tók fljótlega forystuna í síðari hálf- Oddsson í aðalhlutverkum. Pétur
leik, komst mest 12 stigum yfir, en skoraði 21 stig, Hreinn 18, Hjörtur
leikurinn jafnaðist mjög undir lok- 14, Kristinn Jörundsson 8, Gylfi
in. ÍR komst þó aldrei nær en þrjú Þorkelsson 5 og Hjörtur Oddsson
stig, 71:68, og sjö stig skildu liðin 4.
að í lokin, 77:70. - VS
Umsjón:
Víðir Sigurðsson
Barist um boltann í leik ÍS og Þróttar í 1. deild karla.
Mynd: - eik
Óvenju léttur Þróttar-
sigur á slöku liði ÍS
Þróttur vann óvenju léttan sigur
á Stúdentum þegar liðin mættust á
laugardag í 1. deild karla í blaki.
Leikir liðanna eru undantekning-
arlítið jafnir og spennandi en nú
léku Stúdentar eins og byrjendur
og Þróttarar gengu á lagið. Þeir
sigruðu 3:0, unnu fyrstu hrinuna
15:10, þá næstu 15:6 og þá þriðju
15:10.
Bjarmi kom til höfuðborgarinn-
ar og lék þar tvo leiki. Fyrst unnu
Þingeyingarnir góðan sigur á Vík-
ingi, 3:1, og eiga alla möguleika
orðið á að halda sæti sínu í 1. deild.
Víkingur vann fyrstu hrinuna 15:12
en Bjarmi þá næstu 16:14. Enn var
hart barist og Bjarmi vann 17:15 í
þriðju hrinu en í þeirri fjórðu
höfðu norðanmenn algera yfir-
burði og sigruðu 15:1.
Bjarmi lék síðan við Þrótt á
sunnudag og átti litla möguleika.
Þróttur vann 3:0 (15:10, 15:7 og
15:12).
Efstu liðin í 1. deild kvenna, IS
og Þróttur mættust £ hörkuleik sem
Þróttarstúlkurnar unnu 3:2 (14:16,
15:9,13:15,15:5 og 15:2). Þá vann
Breiðablik Víking 3:0 (15:6, 15:4,
15:3).
HKvann Fram3:lífjörugumleik í
2. deild karla. HK vann fyrstu hrin-
una 17:15 en Fram aðra 15:13 eftir
að hafa komist í 11:3. í þriðj u hrinu
komst Fram í 7:0 en tapaði samt,
11:15, og þá var alltbúið, HK hafði
yfirburði í fjórðu hrinu og gerði út
um leikinn með 15:3 sigri.
Staðan í 1. deild karla:
Þróttur...............9 9 0 27:3 18
(S....................9 7 2 23:6 14
Bjarmi................8 3 5 9:17 6
UMSE..................8 2 6 7:21 4
Víkingur..............8 0 8 5:24 0
1. deild kvenna:
ÍS......................9 8 1 26:4 16
Þróttur.................7 7 0 21:5 14
Brelðablik..............6 2 4 10:12 6
KA......................8 1 7 3:21 3
Víkingur................6 0 6 0:18 0
2. deild karla:
Samhygð..........
HK...............
Breiðablik.......
Fram.............
Þróttur N........
Akranes..........
- vs
....4 3 1 11:5 6
....4 3 1 9:5 6
....5 3 2 11:10 6
...4 2 2 9:8 4
....4 1 3 5:11 2
...3 0 3 3:9 0
Enska bikarkeppnin:
Stórleikur á Old
Trafford í 1. umferð
Manchester United gegn West
Ham! Þetta verður án efa sú viður-
eign í 3. umferð ensku bikarkeppn-
innar sem mesta athygli vekur.
Dregið var til 3. umferðar strax að
loknum leikjunum í 2. umferðinni á
laugardag og var athöfninni iýst
beint í bresku útvarpsstöðinni
BBC. Nú fyrst koma iiðin úr 1. og
2. deild inní keppnina, ásamt þeim
20 liðum sem eftir eru úr neðri
deildunum.
Hvert lið var auðkennt með
númeraðri kúlu þegar dregið var.
Hér verða talin upp þau lið sem
mætast í 3. umferðinni þann 8. jan-
úar í þeirri röð sem þau koma upp
úr „pottinum" á laugardag:
Shrewsbury (kúla nr.35)-Rotherham (33)
Telford eða Tranmere (50)-Wolves (44)
Gillingham/Northampton (62)-Aston Villa
(2)
Watford (41)-Bristol R./Plymouth (59)
Leicester (21)-Notts County (30)
Tottenham (40)-Southampton (36)
Cr. Palace (14)-Hartlepool/York (54)
Swindon/Brentford (58)-Aldershot (61)
Leeds (20)-Preston (45)
Oldham (31)-Fulham (17)
Norwich (28)-Swansea (39)
Brighton (7)-Newcastle (27)
Huddersfield (52)-Chelsea (12)
Newport (64)-Everton (16)
Southend (57)-Sheff. Wed. (34)
Manch.United (25)-West Ham (43)
Arsenal (1)-Bolton (6)
Scunthorpe (53)-Grimsby (18)
Boston/Sheff. Utd. (49)-Stoke (37)
Cambridge (9)-Weymouth (56)
Walsall (46)-Blrmingham (4)
W.B.A. (42)-Q.P.R. (32)
Mansfield/Bradford c. (47)-Barnsley (3)
Blackburn (5)-Liverpool (22)
Charlton (11)-lpswlch (19)
Sunderland (38)-Manch.City (24)
Derby Co. (15)-Nottm. Forest (29)
Carlisle (10)-Burnley (8)
Coventry (13)-Worcester (48
Oxford (55)-Torquay (63)
Middlesboro (26)-Bisop’s Stortford (60)
Luton (23)-Peterborough (51)
Bikarmeistarar Tottenham hefja
titilvörnina á heimavelli gegn Sout-
hampton, en hitt úrslitaliðið frá því
í fyrra, OPR, á erfiðan útileik fyrir
höndum gegn WBA. Brian
Clough, stjóri Nottingham Forest,
sækir heim Derby County, liðið
sem hann gerði að Englandsmeist-
urum fyrir 10 árum. Vafalítið
Steve Perryman og félagar í Totten-
ham hefja vörn bikarsins á heima-
velli gegn Southampton
verður eitthvað um óvænt úrslit
þann 8. janúar, þau hafa fylgt
ensku bikarkeppninni alla tíð, og
leikja 3. umferðar verður beðið
með eftirvæntingu víða um heim,
ekki sfst hér á íslandi. - VS
Hörð
barátta
í 2. deild
Það ætlar að verða hörð bar-
átta um hvaða fjögur lið komist
í úrslitakeppni 2. deildar um 1.
deiidarsæti í vetur. Tvö efstu
liðin, KA og Grótta, töpuðu um
helgina, Þórarar léku ekki en
Haukar og Breiðablik náðu
bæði góðum sigrum, gegn efstu
liðunum.
KA iék tvo leiki syðra og vann
fyrst Aftureldingu að Varmá
26:21 en tapaði síðan fyrir
Haukum f Iiafnarfirði 27:23.
Breiðablik vann stórsigur á
Gróttu úti á Seltjarnarnesi,
21:13, og loks vann HK Ármann
27:23. HK á þvf einnig mögu-
leika á að komast í 4-liða úrslitin
en Ármenningar eru líklegir
fallkandídatar.
Staðan í 2. deild:
KA........11 7 2 2 278:243 16
Grótta....10 7 0 3 240:243 14
Brelðablik.10 4 3 3 199:190 11
ÞórVe......10 4 3 3 221:218 11
Haukar.....10 4 2 4 229:221 10
HK.........10 4 1 5 216:222 9
Afture.....11 2 2 7 213:241 6
Ármann....10 1 3 6 205:224 6
Reynir
í annað
sætið
Reynir úr Sandgerði hefur
komið nokkuð á óvart í 3. deild
karla f handknattleik f vetur og
á góða möguleika á að komast í
2. deild í fyrsta skipti. Um helg-
ina vann Reynir þýðingar-
mikinn sigur á ÍA á Akranesi,
25:21, og komst við það í annað
sætið. Efsta liðið, Fylkir vann
auðveldan sigur á Skallagrími í
Borgarnesi, 22:10.
Staðan í 3. deild:
Fylkir.........8 8 0 0 173:123 16
ReynirS........8 6 1 1 194:148 13
ÞórAk..........9 5 2 2 234:165 12
Akranes........8 4 1 3 210:168 9
Keflavík.......8 4 1 3 1 71:144 9
Týr............8 3 1 4 173:151 7
Dalvík.....7 2 0 5 164:165 4
Skallagr...8 1 0 7 139:213 2
Ogri.......8 0 0 8 87:268 0
Óstöðv-
andi KR-
stúlkur
KR-stúIkurnar halda sínu
striki í 1. deild kvenna í körf-
uknattleik og það verður erfitt
að rjúfa sigurgöngu þeirra úr
þessu. Á sunnudag sigruðu þær
Hauka í Hafnarfirði, 55:38,
eftir að hafa leitt 22:15 í leikhléi.
Linda Jónsdóttir 22 og Emilía
Sigurðardóttur 13 skoruðu
mest fyrir KR en Sóley Indriða-
dóttir 22 og Anna Guðmunds-
dóttir 8 voru stigahæstar hjá
Hafnartjarðarliðinu.
ÍS vann ÍR á fímmtudag,
40:28, og það hefur dofnað yfir
IR-stúlkunum eftir góða byrj-
un. Kolbrún Jónsdóttir 10 og
Vigdfs Þórisdóttir 8 voru stiga-
hæstar hjá ÍS en Sóley Odds-
dóttir og Þóra Gunnarsdóttir
með 6 stig hvor hjá ÍR
Staðan í 1. deild kvenna
KR...........7 7 0 462:273 14
ÍR...........7 4 3 311:298 8
Njarðvfk.....6 3 3 219:315 6
(S...........7 2 5 298:335 4
Haukar.......7 1 6 289:358 2
- vs