Þjóðviljinn - 14.12.1982, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 14. desember 1982! ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9
Meðal efnis:
Evrópukeppni í
handknattleik,
körfu-
knattleikur,
blak, enska
knattspyrnan
o.fl.
Við lestur Dalalífs kemstu innrnorfið mannlíf og umhverfi.
Kynnist lífsbaráttu forfeðranna, ástum þeirra og afbrýði.
Skáldkonan Guðrún frá Lundi sýnir lesandanum Ijóslifandi
þennan gamla heim í spennandi sögu. Á sínum tíma var Dalalíf
nánast rifið út úr bókabúðum. Bókin sló öll útlánamet bókasafna
á íslandi og var á skömmum tíma lesin upp til agna, enda var
Guðrún hin dæmigerða íslenska sagnakona af guðs náð.
Fortuna Diisseldorf, lið Atla
Eðvaldssonar og Péturs Ormslev í
vestur-þýsku „Bundesligunni“ í
knattspyrnu, nældi sér enn í stig á
útivelli með 2:2 jafntefli gegn Ein-
tracht Frankfurt á laugardag.
Diisseldorf er nú komið upp í 11.
sæti deildarinnar.
Hamburger SV sigraði Schalke
04 6:2, Bayern vann Niirnberg 1:0
en Stuttgart gerði jafntefli heima
gegn Kaiserslautern, 1:1. Hambur-
ger hefur 26 stig, Bayern 24, Dort-
mund og Bremen 23, Stuttgart og
Köln 22 stig. Dusseldorf hefur 14
úr 17 leikjum.
Lens fékk skell
í Frakklandi fékk Lens, lið Teits
Þórðarsonar, skell, 5:1, á útivelli
gegn toppliðinu, Nantes. Karl
Þórðarson og félagar í Laval töpuðu
3:2 í Metz. Lens heldur þó þriðja
sætinu, Nantes hefur 28 stig, Bor-
deaux 26 og Lens 25. Paris St.
Germain er í fjórða sæti með 22 stig
og Laval fimmta með 21 stig. Ekk-
ert var leikið í Belgfu.
í spænsku 1. deildinni tapaði
Barcelona óvænt á heimavelli, 0:1,
gegn Atletico Bilbao á meðan Real
Madrid vann Las Palmas 1:0. Real
hefur 24 stig, Bilbao 22, Barcelona
og Real Zaragoza 20 stig.
Óbreytt á
Ítalíu
Mörk Falcao og Iorio tryggðu AS
Roma 2:1 sigur á Inter Milano í
stórleik ítölsku 1. deildarinnar.
Verona sigraði Torino 1:0 og Ju-
ventus vann Catanzaro 3:1 eftir að
hafa lent 0:1 undir. Marco Tardeli
skoraði tvö marka Juventus.
Heimsmeistararnir Paolo Rossi og
Claudio Gentile léku ekki með Ju-
ventus vegna meiðsla. Rorna hefur
18 stig, Verona 17 og Juventus 16.
- VS
Tveir KR-ingar með
f stað Víkinganna
íslenska landsliðið í handknatt-
leik hélt í gærmorgun áleiðis til
Austur-Þýskalands þar sem það
tekur þátt í sterku alþjóðlegu móti.
A morgun verður leikið við Austur-
Þjóðverja en síðan við Svía, b-lið
Austur-Þjóðverja, Rúmena og
Ungverja.
Tvær breytingar voru gerðar á
landsliðshópnum á síðustu stundu.
Víkingarnir Þorbergur Aðalsteins-
son, sem er illa meiddur, og Guð-
mundur Guðmundsson fara ekki
með en sæti þeirra tóku KR-
ingarnir Gunnar Gíslason og
Haukur Geirmundsson.
Aðrir í liðinu eru: Markverðir:
Brynjar Kvaran, Stjörnunni, Einar
Þorvarðarson, Val, og Kristján
Sigmundsson Víkingi. Utispilarar:
Alfreð Gíslason, KR. Bjarni Guð-
mundsson, Nettelstedt, Hans Guð-
mundsson, FH, Kristján Arason,
FH, Ólafur Jónsson, Víkingi, Páll
Olafsson, Þrótti, Sigurður Gunn-
arsson, Víkingi, Sigurður Sveins-
son, Nettelstedt, Steindór Gunn-
arsson, Val og Þorgils Óttar
Mathiesen, FH.
- VS
Tap ÍS á
Akureyri
Staða Ilauka í 1. deild karla i
körfuknattleik vænkaðist enn þeg-
ar þeirra helsti keppinautur, ÍS,
tapaði fyrir Þór á Akureyri, 76:72,
í jöfnum og spennandi leik. Roberl
McField skoraði 39 stig fyrir Þór en
Pat Bock 29 fyrir Stúdenta.
Staðan í 1. deild:
Haukar................8 8 0 756:544 16
Þór Ak................8 6 2 658:577 12
ÍS....................7 4 3 635:518 8
Grindavík.............9 2 7 632:785 4
Skallagr..............8 0 8 599:856 0
Dússeldorf náði í
stig á útivelli
„Sigur
er alltaf
sigur“
„Þetta var ekki nógu góður
sigur þó það sé alltaf gaman að
vinna svona leik. Við gerðum
okkur tæpast vonir fyrirfram um
að vinna upp átta marka forystu
Tékkanna svo þetta er nokkur
sárabót eftir tapið úti, sigur er
alltaf sigur“, sagði Páll Björg-
vinsson í samtali við Þjóðviljann
eftir leik Víkings og Dukla Pag í
fyrrakvöld.
„Það var mjög erfitt að spila á
móti þessu liði, þeir eru seigir,
Tékkarnir, og þetta er baráttulið.
Það leikur yfirvegað og gerir lítið
af vitleysum, mjög svipað og
tékkneska landsliðið, enda er
þetta nánast það sama“, sagði
Páll Björgvinsson.
- VS
„Rólegur Óli minn. Ég skal taka í
þá fyrir þig!“ Árni Indriðason
stendur yfir félaga sínum, Olafi
Jónssyni, í Evrópuleik Víkings og
Dukla Prag í fyrrakvöld. Sjá nán-
ar um þennan mikla baráttuleik í
opnu. Mynd: - eik
Líklegt er að Tommy Caton,
Manch. City fái sinn fyrsta lands-
leik í fjarveru Phil Thompson og
Alvin Martin.
Mikið um
meiðsli
Svo mikil afföll eru vegna
meiðsla í enska landsliðshópnum í
knattspyrnu eftir leiki helgarinnar
að Bobby Robson landsliðseinvald-
ur varð í gær að fresta að tilkynna
liðið fyrir leikinn gegn Luxemburg
annað kvöld. Leikurinn er liður í
Evrópukeppni landsliða.
Aðeins 13 af 22 leikmönnum sem
í hópnum voru gátu verið með á
æfingu í gær. Um helgina meiddust
Bryan Robson, Phil Thompson,
Paul Marincr og Alan Devonshire í
leikjum 1. deildar og það er líklegt
að nokkrir af yngri kynslóðinni fái
að spreyta sig annað kvöld.
- VS
á Evrópu
Enn hallar á Evrópubúa hvað
varðar titilinn „besta félagslið
heims í knattspyrnu", en til úrslita
um hann leika ár hvert Evrópumeist
arar gegn meisturum Suður
Ameríku. Að þessu sinni léku Ast-
on Villa frá Englandi og Penarol frá
Uruguay í Tokyo og sigraði Penar-
ol, 2:0. Brasilíumaðurinn Gercalv-
es skoraði fyrra markið og Silva
það síðara, sitt í hvorum hálfleik.
Þetta var 22. úrslitaleikur sinar teg-
undar og staðan er nú 14:8, Suður-
Ameríku í hag.
- VS
Enn hallar