Þjóðviljinn - 11.01.1983, Page 1

Þjóðviljinn - 11.01.1983, Page 1
Þriðjudagur 11. janúar 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9 íþrottir ——Umsión: VíöirSigurðsson '■. — Dregið í 4. umferð enska bikarsins í gær: Tottenham fékk WBA á heimavelli Glenn Hoddle og félagar í Totten- ham eiga erfiðan leik fyrir höndum í 4. umferð bikarkeppninnar. Tott- enham hefur ekki tapað leik í bik- arkcppninni í tvö ár. Allt í járnum á Spáni Það er allt í járnum á toppi spæn- sku 1. deildrinnar í knattspyrnu og Atletico Bilbao og Real Madrid eru þar jöfn og efst eftir leiki helgarinn- ar. Bilbao vann hið heillum horfna lið Valencia 2:1 á útivelli en Real Madrid gerði jafnteíli, 2:2, í hörku- leik í Sevilla þar sem fjórir leik- menn voru bókaðir. Barcelona vann á, sigraði botn- liðið Vallaloid 3:1 á útivelli. Bilbao og Real Madrid hafa nú 29 stig hvort en BArcelona 26 stig. Michcl I’latini fær of hátt kaup segja ítölsku heimsmeistararnir hjá Juventus. Kaupdeil- ur hjá Juventus! Ensku bikarmeistararnir í knattspyrnu Tottenham Hotspur voru bæði heppnir og óheppnir í gær þegar dregið var til 4. umferðar bikarkeppninnar. Heppnir? Jú, á þessu stigi er allt- af gott að fá heimaleik. Óheppnir? Andstæðingar þeirra eru með þeim erfiðustu sem eftir eru í keppninni, West Bromwich Albion, liðið sem alltaf lofar svo miklu en aldrei rætist neitt úr, lið sem í fyrra var slegið út í undanúrslitum ikeppninnar af 2. 2. deildarliðinu QPR. Meistarar Liverpool höfðu heppn- ina með 1 séren þeirfengu heima- leik gegn sigurvegaranum úr leik Stoke City og Sheffield United, en þau félög mætast annað kvöld. Þar er 1. deildarlið Stoke öllu líklegra til að sigra og sækja Liverpool heim á Anfield. Annars lítur dæmið í heild þann- ig út: Arsenal-Leeds Aston Villa-Wolves B.Stortford/Middlesbro- Notts County Burnley/Carlisle-Sv úidon Cambridge-Barnsley Coventry-Norwich Cr.Palace-Birmingham/Walsall Derby-Chelsea/Huddersfield Everton/Newport-Shrewsbury Ipswich-Grimsby/Scunthorpe Liverpool-Stoke/Sheff.Utd Luton-Manchester United Newcastle/Brighton- M.City/Sunderland Torquay/Oxford- Sheff.Wed./Southend Tottenham-W.B. A. Watford-Fulham. Manchester United á fyrir hönd- um erfiða heimsókn á Kenilworth Road í Luton en í heild er dráttur- inn óhagstæður liðunum úr neðri deildunum. Helst að utandeilda- liðið Bishop’s Stortford hafi dottið í lukkupottinn; takist þvi að sigra Middlesboro í kvöld fær það Justin Fashanu og félaga í Notts Counte í heimsókn. Tvísýnar viðureignir gætu orðið hjá Aston Villa-Wolves og Watford-Fulham. í báðum til- fellunt fær 1. deildarlið topplið úr 2. deildinni í heimsókn og það sem meira er. í báðum er um innbyrðis- leiki milli nágranna að ræða. Það hefði einhvern tíma þótt stórvið- burður að Arsenal og Leeds hefðu dregist saman í 4. umferð en það er lítill glans yfir því nú. Af sem áður var í byrjun síðasta áratugar þegar leikir liðanna réðu oft úrslitum í deild eða bikara. Nú er Arsenal í neðri hluta 1. deildar og Leeds í 2. deild með litla von um að endur- heimta 1. deildarsætið. Þessir leikir eru allir á dagskrá laugardaginn 29. janúar. Allt um 3. umferð keppninnar sent fram fór á laugardag er að finna á bls. 12. -VS Cathomen oq Nel- son sigursaelust “ ™ ™ ™ ~ sigraði á 1:08,56 mínútum. Önnur varð Zoe Haas frá Sviss á 1:09,16 og þrið.ja Irena Epple frá Vestur- Þýskalandi, Svissneski skíðakappinn Conra- din Cathomen komst upp að hlið landa síns Peter Muller í stiga- keppni heimsbikarsins í gær en hann sigraði í bruni í Val D’lsere í Frakklandi. Cathomen hlaut tímann 1:59,20 mín. Annar varð Ken Read frá Kanada á 1:59,32 mín, og Danilo Sbardellotto frá It- alíu þriðji. I Sviss var keppt í svigi kvenna (special slalom). Cindy Nelson, hin 26 ára gamla Bandaríkjastúlka, Cindy Nelson Eins og áður sagði eru þeir land- arnir Peter Múller og Conradin Cathomen jafnir og efstir í stiga- keppni karla en þeir hafa hlotið 92 stig hvor. Harti Weirather frá Austurríki er þriðji með 84 stig. Erika Hess frá Sviss ér efst í kvennakeppninni með 105 stig, Hanny Wenzel, Liechtenstein, er önnur með 100 stig og Tamara McKinney frá Bandaríkjununt þriðja með 92 stig. - VS Þrjú naum töp og neðsta sætið á NM í Árósum Sprengt í Amsterdam Aðaltíðindin í leik Ajax og Den Haag í hollensku bikarkeppninni áttu sér stað utan vallar, þ.e. í áhorfendastæðunum, en þar slas- aðist fjöldi áhorfenda af völdum heimatilbúinnar sprengju. Ajax vann 3:2 en önnur lið til að komast í 8-liða úrslitin voru Roda, PSV Ein- dhoven, Haarlem, Go Ahead, Groningen, Nijmegen og Vegen- ingen. Benfica á toppnum Gamla stórveldið í Portúgal, Benfica, virðist vera að vakna af Þyrnirósarsvefninum sem hefur þjakað félagið undanfarin fimm ár. A þessum árum hefur það aðeins einu sinni orðið portúgalskur meistari og þykir svo slæleg frammistaða jaðra við hneyksli á þeim bæ. Nú hefur Benfica fjög- urra stiga forystu og stefnir að sín- um 25. meistaratitli. Benfica vann Braga 6:0 um helgina og lands- liðsmiðherjinn Nene skoraði þrjú markanna. Á meðan tapaði Sport- ing Lissabon 4:1 fyrir Vitoria Gu- imares. uc íslenska landsliðið í körfuknatt- leik, skipað leikmönnum 17 ára og yngri hafði ekki árangur sem erfíði á NM unglingaliða sem haldið var í Arósum í Danmörku um helgina. Islenska Iiðið tapaði öllum fjórum leikjum og hafnaði því í neðsta sæti. Keppnin hófst á föstudaginn og þá mætti íslenska liðið heima- mönnurn, Dönum og töpuðu naumt 79:83. Páll Kolbeinsson skoraði mest fyrir ísland, 28 stig, en næstur kom Tómas Holton með 23 stig. I næsta leik tapaði íslenska liðið fyrir því finnska með miklum mun, 76:118. Finnsta liðið var áberandi best á mótinu enda vann það flesta leiki sína með miklum yfirburðum. Þennan sama dag léku íslending- ar við Norðmenn sem komu mjög á óvart í mótinu. Sigruðu Norðmenn með 69 stigum gegn 65, en íslenska liðið haföi forystu nær allan tímann. í síðasta leik mótsins sent var Yfirburðir IS vann afar auðveldan sigur á Skallagrími þegar félögin mættust í 1. deild karla í körfuknattleik í Borgarnesi á föstudagskvöldið. ÍS sigraði með 83 stigum gegn aðeins 28. gegn Svíum töpuðu okkar menn enn, nú með 77 stigum gegn 81. Eins og tölurnar bera með sér þá var í raun lítill munur á liðunum og voru íslensku strákarnir óheppnir að ná ekki sigri í móti þessu. Tómas IJolton var stigahæstur í Svía- leiknum, skoraði 17 stig. - hól. Stúdenta Haukar.......8 8 0 756:544 16 ÞórAk........8 6 2 658:577 12 IS...........8 5 3 718:546 10 Grindavík....9 2 7 632:785 4 Skallagrímur.9 0 9 627:939 0 Innbyrðis deilur innlendra og er- lendra stjörnuleikmanna skekja nú grunninn hjá ítalska knattspyrn- ustórveldinu Juventus svo um mun- ar. Hinir ítölsku heimsmeistarar í liðinu, sem eru einir sex talsins, eru ekki par hrifnir af því hve erlendu snillingarnir Michel Platini og Zbigniew Boniek eru metnir hærra en þeir í kaupgreiðslum. Þetta segir til sín inni á knattspyrnuvellinum, Juventus tapaði í fyrradag 1:0 í Genoa og er orðið fjórum stigum á eftir efsta liðinu, AS Roma. Roma gerði þó ekki nema jafn- tefli á útivelli gegn Torino Calico á sunnudag. Roberto Pruzzo kom Roma yfir í fyrri hálfleik en Gius- eppi Dozena jafnaði fyrir heima- liðið á fyrstu mínútu síðari hálf- leiks. Verona mátti sætta sig við jafntefli heima gegn Liam Brady, Trevor Francis og félögum í Samp- doria, 1:1, og er stigi á eftir Roma. Inter Milano skaust hins vegar upp í þriðja sætið með 5:0 sigri í Catanzaro, neðsta liði deildarinnar. - VS

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.