Þjóðviljinn - 11.01.1983, Side 4

Þjóðviljinn - 11.01.1983, Side 4
12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 11. janúar 1983 ■þrótttir Umsjón: Viðir Sigurðsspn Enska knattspyrnan: Stóru liðin stóðust flest fyrstu lotuna Á laugardag var mikið um dýrðir í ensku knattspyrnunni eins og ávallt þegar leikin er þriðja umferð FA-bikarsins. Nú komu 1. og 2. deildarliðin fyrst til leiks ásamt þeim 20 liðum úr neðri deildum sem komist höfðu í gegnum forkeppnina og fyrstu tvær umferðir aðalkeppninnar. Óvænt úr- slit litu dagsins Ijós eins og svo oft áður, færri þó en lengi leit út fyrir því að nokkur 1. deildarliðanna sluppu fyrir horn með skrekkinn. Utandeildaliðin áttu öll erfiða útileiki en einu þeirra, Bishop’s Stortford, tókst þó að koma á óvart. Liðin sem skildu jöfn á laugardag mætast aftur í kvöld og annað kvöld og fæst þá væntanlega úr því skorið hvaða 32 lið leika í 4. umferðinni sem fer fram þann 29. janúar nk. Einn sá leikja sem mest aðdrátt- arafl halði í 3. umferð ensku bikar- keppninnar á laugardar var viðureign Manchester Unitcd og West Ham á Old Trafford. Hann náði þó aldrei að verða eins skemmtilegur og við hefði mátt bú- ast og West Ham olli nokkrum von- brigðum. Liðið lék ágætlega fyrsta korterið en síðan ekki söguna meir og United tók leikinn í hendur sér. Tony Cottee og Francois Van Der Elst höfðu fengið hættuleg færi fyrir West Ham á upphafsmínútun- um en eftir að Steve Coppell kom United yfir á 31. mínútu átti Lund- únaliðið í vök að vcrjast. United sótti og sótti, Norman Whiteside, Kevin Moran og Ar- nold Muhren fengu allir góö færi áður en Frank Stapleton tryggöi United sigur, 2-0, með glæsilegu marki um miðjan síðari hálfleik. Fyililega réttlát úrslit. Bikarmeistarar tveggja síðustu ára, Tottenham komst áfram, þökk sé stórglæsilegu marki Mikes Hazard af 25 m færi á 50. mínútu. Tottenham var sterkari aðilinn en bestu menn vallarins voru lands- liðsmarkverðirnir Peter Shilton hjá Southampton og Ray Clemence hjá Tottenham. Hitt úrslitaliðið frá því í fyrra, QPR, féll í hörkuspennandi leik á The Flawthorns gegn WBA. Gary Owen kom WBA yfir úr víti eftir 'að Bob Hazell hafði fellt Cyrille Regis en rétt fyrir hlé fiskaði Gary Waddock vítaspyrnu sem Glenn Roeder jafnaði úr, 1-1. Owen skoraði aftur, 2-1, Gary Micklew- hite jafnaði fyrir QPR en Peter Easto, áður leikmaður OPR, skoraði sigurmark WBA. 2. deildarlið Blackburn barðist gífurlega gegn Englandsmeisturum Liverpool og náði óvænt forystunni á 25. mín. með murki Simons Garner. David Hodgson jafnaði fimm mínútum síðai eftir Ianga Úrslit: Bikarkeppnin 3 umferð: Arsenal-Bolton.................2-1 mackburn-Liverpool.............1-2 Bradford C.-Barnsley...........0-1 Brighton-Newcastle.............1-1 Cambridge-Weymouth —...........1-0 Carlisle-Burnley............. 2-2 Charlton-lpswich...............2-3 Coventry-Worcester.............3-1 Crystal Palace-York............2-1 Derby County-Nottm.Forest......2-0 Huddersfield-Chelsea...........1-1 Leeds-Preston N.E..............3-0 Leicester-Notts County.........2-3 Luton-Peterborough.............3-0 Manch.United-West Ham..........2-0 Middlesbro-Bishop’s Startford..2-2 Newport-Everlon................1-1 Northampton-Aston Villa........0-1 Norwich-Swansea................2-1 Oldham-Fulham..................0-2 Oxford-Torquay.................1-1 Scunthorpe-Grimsby.............0-0 Sheffield United-Stoke.........0-0 Shrewsbury-Rotherham...........2-1 Southend-Sheffield Wed.........0-0 Sunderland-Manch.City..........0-0 Swindori-Aldershot.............7-0 Tottenham-Southampton..........1-0 Tranmere-Wolves................0-1 Walsall-Birmingham.............0-0 Watford-Plymouth...............2-0 W.B.A.-Q.P.R...................3-2 3. deild: Brentford-Wigan................1-3 Doncaster-Briston Rovers.......1-2 Gillingham-Exeter..............4-4 4. deild: Bury-Port Vale.................0-1 Chester-Rochdale...............5-2 Darlington-Crewe...............1-1 Mansfield-Halifax..............1-2 Wimbledon-Hull City............1-2 í leikjum liðan neðan 1. dcildar kom utandeildarliðið Bishop’s Startford mest á óvart gegn Middl- esboro á úti velli. „Boro“ komst í 2-0 sendingu Graemes Souness og á lokamínútu fyrri hálfleiks skoraði Liverpool sigurmarkið. Kenny Dalglish lék á fjóra varnarmenn og sendi á Ian Rush sem renndi knett- inum í netið af stuttu færi. Útlitið hjá Ipswich gegn 2. deildarliðið Charlton var enn ískyggilegra því að eftir 16 mínútur var staðan 2-0 fyrri Charlton. Martin Robinson skoraði með góðu skoti og síðan Derek Hales eftir undirbúning Alíans Simons- en. Franz Thijssen og John Wark fyrirf leikhlé með tveimur mörkum Steves Bell og leikurinn virtist unninn fyrir liðið hans Malcolms Allison. Iin á upphafsmínútum síð- ari hálfleiks skoraði Ritchie Brad- ford tvívegis fyrir utandeildaliðið, 2-2, og tryggði því heinialeik og möguleika á sæti í 4. umferð. „Eg var óánægður í hálfleik og hafði orðið fyrir vonbrigðum en sagði strákunum að fara út á völl- inn í síðari hálfleiknum með það að markmiði að hafa gaman að þessu“, sagði Trevor Harvey fram- kvæmdastjóri Startford eftir lcikinn. „Það besta gerðist, tvö mörk í byrjun hálfleiksins og náðu að jafna, 2-2, fyrir leikhlé og Wark skoraði síðan sigurmark Ips- wich á lokasekúndum leiksins. Coventry lenti óvænt undir heima gegn utandeildaliðinu Worcestereftir 18mínútur. Les Se- aley markvörður Coventry felldi Williams innan vítateigs og Paul Moss skoraði úr vítaspyrnunni. Steve Whitton jafnaði úr vítasp- yrnu og Mark Hateley kom Coven- try í 2-1. Moss var rétt búinn að jafna, þrumaði yfir af stuttu færi, en Whitton innsiglaði sigur Coven- Middlesboro mun ekki njóta ferða- lagsins til Bishop’s Startford á þriðjudag. Það verður ekkert álag á mínum mönnum í þcim leik.“ Fulham gekk á lagið í Oldham þegar John Ryan var vísað af leikvelli og sigraði með mörkum Deans Coney og Rays Houghton. Kenny Hibbitt skoraði sigur- mark Úlfanna í Tranmere í síðari hálfleiknum. Keith Walwyn kom York óvænt yfir en Steve Lovell og Tommy Langley tryggðu Crystal Palace sigur. Brian Stanton skoraði fyrir Huddersfield en Alan Mayes náði try með marki fimm mínútum fyrir leikslok. Arsenal hafði leikinn gegn Bolt- on í hendi sér og komst í 2-0 með mörkum Paul Davis og Graham Rix. Neil Whatmore skoraði fyrir Bolton rétt fyrir leikslok. Andy Ritchie náði forystunni fyrir Brighton en sá kunni Terry McDermott jafnaði fyrir 2. deildarlið Newcastle sem þar með nældi í heimaleik næsta miðvikdag gegn 1. deildarliðinu. Birmingham var þrælheppið John Sherirdan, Terry Connor og Arthur Graham sáu um mörk Leeds gegn Preston. Swindon vann stærstan sigurinn, 7-0, á öðru 4. deildarliði, Alder- shot. Andy Rowland 3, Howard Pritchard 3 og Paul Batty skoruðu mörkin. Ronnie Glavin skoraði sigur- mark Barnsley í Bradford. Utandeildaliðið Weymouth. sem hafði sigrað í síðustu 10 leikjunum, hélt nú fram á 74. mín- útu gegn 2. deildarliði Cambridge en þá skoraði George Reilly sigur- mark heimaliðsins. Áður hafði Ki- ernon Baker í marki Weymouth gegn nágrönnunum úr 3. deildinni, Walsall. Þjálfari Walsall, Alan Buckley, skaut í þverslá úr víta- spyrnu á 18. mínútu leiksins. Wilf Rostron og Luther Blissett sáu um mörk Watford gegn 3. deildarliðið Plymouth, sitt í hvor- um hálfleiknum. Justin Fashanu gerir það gott hjá Notts County. Hann skoraði tví- vegis í Leicester og Ian McCulloch bætti því þriðja við. Alan Smith og Ian Wilson minnkuðu muninn fyrir Leicester í 2-3 á lokamínútunum en sigri Notts var ekki verulega ógnað. Luton vann nágrannana úr 4. deildinni, Peterborough, létt, 3-0. Brian Horton, Ricky Hill og Paul Walsh skoruðu mörkin. Everton slapp með skrekkinn í Newport. Hinn 34 ára gamli David Gwyther, nýkominn inná sem varamaður, kom 3. deildarliðinu yfir fljótlega í síðari hálfleik og allt stefndi í óvænt úrslit. Þremur mín- útum fyrir leikslok freistaði Kevin Sheedy þess að skjóta á mark New- port af 30 m færi í hálfgerðri örvæn- tingu, og viti menn, knötturinn hafnaði í netinu, 1-1. Evrópumeistarar Aston Villa þurftu að berjast fyrir sínu gegn 4. deildarliðið Northampton. Mark Walters, sem tók stöðu Gary Shaw vegna meiðsla hins síðarnefnda, skoraði eina markið á virkilega fal- legan hátt. Darren Gale kom Swansea yfir í Norwich en Keith Berschin tryggði heimaliðinu sæti í 4. umferð með tveimur mörkum og hann gat síðan leyft sér að brenna af úr víta- - VSS varið vítaspyrnu Steves Spriggs. Steve Taylor skoraði tvívegis fyrir Burnley en Paul Bannon og Malcolm Poskett sáu um mörk Carlisle. Allan Brown, áður leikmaður með Sunderland, skoraði bæði mörk Shrewsbury gegn Rother- ham. Peter Foley kom Oxford yfir en Jack Gallagher jafnaði fyrir Tor- quay. Micky Stead, áður Tottenham, hjá Southend og Gary Megson,, Sheff.Wed, voru reknir útaf i markalausu jafntefli liðanna á Ro- ots Hall í Southend. _ VS Clough sneri tómhentur frá gamla Derby i Leikurinn sem skyggði á alla aðra í 3. umferð ensku bikarkeppninn- ar á laugardaginn var viðureign Derby County og Nottingham Forest á Bascball Ground í Derby. Örlög þessara tveggja félaga síðustu árin eru svo ótrúlega samtvinnuð að fá dæmi eru um slíkt. Brian Clough, scm gerði Derby að enskum meisturum 1972, fór til Forest 1975 og kom liðinu upp í 1. deild, gerði það strax að meisturum og síðan tvívegis að Englandsmeisturum. Á meðan hallaði undan fæti hjá Derby og nú situr liðið á botni 2. dcildar meðan Forest er í einu efstu sæta 1. dcildar. Liði Derby stýrir nú Peter Taylor, aðstoðarmaður Clough þar til fyrir ári síðan, og þangað er nú komin aftur gamla kempan Archie Gemmill sem varð meistari með liðinu 1972 og 1975, áður en hann fór til Forest og Clough. Á laugardag átti Gemmill stóran þátt í óvæntum sigri Derby, 2-0, á Forest, skoraði fyrra markið og lék mjög vel. „Ég er ánægöur meö að Gem- mill skuli hafa skorað þetta þýðingarmikla mark“, sagði Pet- er Taylor eftir leikinn. „Ferill hans er senn á enda, hann er 35 ára gamall, en er enn frábær leikmaður sem gott er að hafa í liði sínu“. Það var Derby sem sótti mest allan leikinn og náði forystunni afar sanngjarnt á 63. mínútu. Gemmill tók aukaspyrnu og sendi knöttinn með snúningi framhjá varnarvegg Forest, Ste- ve Sutton markverði og í netið, 1-0 fyrir Derby. Forest kom meira inn í leikinn eftir markið en átti fá hættuleg færi. „Mér sýnast tveir, þrír leikmenn Forest vera búnir að gefast upp“, sagði Henry Newton, tyrrum leikmaöur með Derby og Forest, þegar 10 mínút- ur voru eftir. Á lokamínútunni innsiglaði Derby síðan sigurinn. Snögg skyndisókn þar sem Mick Brolly og Andy Hill léku í gegn- um fáliðaða vörn Forest og Hill sendi knöttinn í netið, 2-0, og óvæntur en sanngjarn sigur Der- by var í höfn. „Þetta var frábær frammistaða hjá mínum mönnum", sagði Pet- er Taylor eftir leikinn. „Það skiptir okkur þó mestu máli að fylgja þessum sigri eftir með bætt- um árangri í 2. deildinni. Nú þurfum við að fá heimaleik gegn sterku liði í 4. umferðinni til að bæta fjárhaginn og síðan einbeita okkur að því að hala inn stig í deildakeppninni.“ - VS. Brian Clough sótti ekki gull í greipar síns gamla félags, Derby County, og hann yfirgaf Baseball Ground á laugardag án þess að óska fyrrum samstarfsmanni sín- um, Peter Taylor, til hamingju nieð sigurinn. Taylor sagði hæ- versklega: „Ég missti af honum“. „Sagði þeim að fara og hafa gaman af þessu“

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.