Þjóðviljinn - 13.01.1983, Síða 4

Þjóðviljinn - 13.01.1983, Síða 4
10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 13. janúar 1984 BLAÐAUKI Sjóvátryggingafélag íslands hf. Þá verða margir undrandi Sjóvátryggingafélag íslands- Sjóvá-varstofnað 20.okt. 1918og tók tilstarfa 15.jan. 1919. Stofnendurnir voru 24 einstaklingar, sem stunduðu atvinnurekstur, auk nokkurra fyrirtækja. Af fyrirtækjum voru þaðt.d. útgerðarfélögin Kveld- úlfur og Alliance og Sambandið og svo einstaklingar svo sem Axel Thuliníus, Sveinn Björns- son fyrrv. forseti, Ásgeir Sig- urðsson konsúll, Jes Zimsen kaupmaður, HallgrímurBene- diktsson stórkaupmaður o.fl. Framkvæmdastjórar félagsins hafa verið 6 en lengst gegndi Brynj- ólfur Stefánsson því starfi, eða í 24 ár. Núverandi framkvæmdastjóri er Einar Sveinsson. Hann tók við starfinu um sl. áramót af Sigurði Jónssyni og þá ekki óhagvanur hjá félaginu, hafði unnið þar í 11 ár. Og það var einmitt Einar Sveins- son, sem fræddi blaðamann um það, sem hér hefur verið sagt sem og hitt, sem á eftir fer. - Það tryggingasvið, sem félagið sneri sér fyrst að og dregur raunar nafn sitt af, voru sjóvátryggingar - farm- og skipatryggingar. Fyrsti samningur, sem félagið gerði um sjótryggingu, var við Jóhann Ólafs- son og co og er frá 15. febrúar 1919. Og hann var það vel úr garði gerð- ur, að hann gildir í öllum megin- atriðum enn í dag. Árið 1925 voru svo teknar upp brunatryggingar, 1934 líftryggingar, 1937 bifreiða- tryggingar, 1953 ábyrgðartrygging- í helgreipum hafróts. ar og svo ýmsar aðrar tryggingar. Líftryggingafélag Sjóvá var stofn- að 1975. Við höfum í boði ferðatrygg- ingu, sem innifelur slysa-, sjúkra-, farangurs- og ferðarofstryggingu. í sambandi við ferðatrygginguna gerðum við samning við fyrirtæki í Danmörku, - SOS-International - sem rekur neyðarþjónustu, sem unnt er að leita til verði hinn tryggði fyrir alvarlegu slysi eða skyndilegum veikindum. Þeir fylgjast með sjúklingnum, greiða sjúkrakostnað og annast heim- flutning, ef það reynist nauðsyn- legt. Um 5 þús. einstaklingar munu hafa fengið ferðatryggingu hjá okkur á sl. ári og allnokkrir þeirra þurftu að leita til SOS. f stuttu máli má segja að starf- semi okkar tekur til trygginga í at- vinnurekstri almennt, innbústrygg- inga, vatnstjónstrygginga, ábyrgð- artrygginga, skipa- og farmtrygg- inga og launþegatrygginga, sem eru samningsbundnar. Við leggj- um á það áherslu að sinna öllum greinum vátrygginga. Á sama hátt og einstaklingar og fyrirtæki tryggja sig hjá okkur verðum við að endurtryggja til þess að dreifa áhættunni. Arið 1982 námu endurtryggingaiðgjöld fé- lagsins 33% af iðgjöldum ársins. Þannig voru eigin iðgjöld, til að mæta tjónum, 67%. Iðgjalda- greiðslur skiptust þannig 1982: Ókutækjatryggingar 33%, sjó- tryggingar 26%, eignatryggingar 14%, slysa- og sjúkratryggingar 7%, ábyrgðartryggingar 6%, inn- lendar endurtryggingar 9% og er- lendar endurtryggingar 6%. Erfiðastar í rekstri eru ökutækjatryggingar og svo sjótryg- gingar og erlendar endurtryg- gingar. Tjónatíðni bíla er há og tjónin dýr. Iðgjaldagrundvöllur bifreiðatrygginga er ekki réttur. Pólitíkusar hafa verið að vasast í þessu og það segir til sín. Ábyrgð- artrygging bíla er ákveðin af opin- berum aðilum en í kaskó er bfllinn tryggður á raunvirði. Um undirtryggingar er helst að ræða þar sem einstaklingarnir á- kveða sjálfir tryggingarupphæðina svo sem á heimilistryggingum. Það eru einmitt heimilistryggingin - Ábyrgð hf. Bindindissemin borgar sig Ábyrgö er ekki ýkja gamall fé- lagsskapur. Hann varstofnað- ur 16. ágúst 1960. Aðalhvata- menn að stofnun félagsins voru stjórnarmenn Bindindisfélags ökumanna. Þeir höfðu'náð samvinnu við Ansvar Internat- ional í Svíþjóð um stofnun um- boðsfélags fyrir Ansvar hér á landi í því skyni að tryggjafé- lagsmönnum BFÖ og öðrum bindindismönnum hagstæðari bifreiðatryggingar en fengust á almennum markaði. Svo sagðist Jóhanni E. Björns- syni forstöðumanni Ábyrgðar frá er blaðamaður leitaði hjá honum frétta af félaginu. Nú, á næsta ári opnaði svo Ábyrgð skrifstofu að Laugavegi 133 og hóf starfsemi með sölu bif- reiðatrygginga, þ.e. hinnar lög- boðnu ábyrgðartryggingar og nýrra kaskótrygginga, svonefndra al- og hálfkaskótrygginga. Og þeg- ar á fyrsta ári voru tryggðir tæplega 500 bílar. Og ef við svo höldum áfram að rekja þessa þróun í stuttu máli þá hóf félagið, er það hafði starfað í rúmt ár, sölu á nýrri heimilistryggingu, svonefndri allt- í-eitt tryggingu og nýrri allt-í-eitt ferðatryggingu. í árslok 1965 voru bifreiðatryggingar orðnar 1240 og aðrar tryggingar 608. Þeim hefur síðan fjölgað jafnt og þétt. Árið 1970 fór félagið inn á það að bjóða ókeypis aukatryggingu ökumanni og farþega sem nota bíl- belti. Ári síðar tókum við upp nýja heimilistrygginu, Altryggingu, fyrir heimili og fjölskyldu. Þegar gosið hófst í Vestmannaeyjum til- kynnti Ábyrgð öllum heimilis- tryggingartökum þar að þeir fengju sérstakan fjárstuðning frá félaginu þó að tjón af völdum náttúruham- fara væru undanskilin ábyrgð fé- íagsins. Árið 1978 tókum við upp nýjan bónusflokk í ábyrgðartrygg- mgu bfla: Heiðursbónus. Er hann veittur þeim viðskiptamönnum Ábyrgðar sem tryggt hafa bíla sína hjá félaginu í 10 ár eða lengur án þess að hafa verið valdir að bóta- skyldu ábyrgðartjóni síðasta ára- tuginn. Árið 1979 flutti félagið í eigið húsnæði að Lágmúla 5. Sama ár gerðum við samning við SOS- International a/s í Kaupmanna- höfn um þjónustu við ferðamenn vegna veikinda eða slysa. í honum felst, að þeir sem fara erlendis fá í hendur sérstakt þjónustuspjald, sem veitir allar upplýsingar um SOS-þjónustu og er á 6 tungumál- um. SOS sér um allar ráðstafanir, sem gera þarf vegna slysa eða veikinda, annast heimflutning og greiðir allan kostnað svo ferða- maðurinn þarf ekki að hafa áhyggj- ur af því að komast í gjaldeyris- þrot. Næst var það, að við tókum upp nýja heimilistryggingu í stað þeirrar fyrri, Almenna heimilis- tryggingu, sem tekur til tjóna á inn- búi af völdum eldsvoða, vatns, þjófnaðar, óveðurs o.fl. Auk þess nær tryggingin til skaðabóta- ábyrgðar, réttarverndar, skaðabótaréttar og læknis- og sjúkrakostnaðar vegna veikinda eða slysa erlendis. Þá tókum við og upp nýja ferðatryggingu í stað hinnar fyrri, Ferðatryggingu FOKTRYGGING er innifalin i húseigendatryggingu okkar. Heimilistrygging okkar bætir tjón á innbúi af völdum óveðurs. Umboðsmenn um land allt. Einar Sveinsson. innbúið - og húseigandatryggingin - fasteignin - sem einstaklingarnir þurfa að gæta vel að. Tryggingar úreldast þrátt fyrir vísitöluviðmið- unina því vísitalan mælir ekki allar hækkanir og viðbætur við búslóð vilja gleymast. Við höfum eyðu- blöð þar sem fólk getur skráð eigur sínar og verðgildi þeirra og bætt við eftir því sem eignir aukast og þegar menn fara að færa inn á þau hafa margir undrast hve mikil verðmæti þeir eiga. Annars fer skilningur fólks vaxandi á nauðsyn trygginga. Ég vil láta það koma fram, að við erum ánægðir með Tryggingaeftir- litið. Það er nauðsynlegt að opin- bert eftirlit sé með starfi vátrygg- ingarfélaga og við eigum mjög gott samstarf við það. Það er mjög mikilvægt að vá- tryggingarstarfsemin standi á traustum fjárhagslegum grunni því takmark okkar er að veita við- skiptamönnunum fjárhagslegt ör- yggi þegar tjón ber að höndum. Það getum við haft okkar lokaorð. -mhg Jóhann E. Björnsson. Ábyrgðar. Eru þar sameinaðir sjö tryggingaþættir: Ferðaslys, læknis- og ferðakostnaður, farangur, ferðarof, ferðaskaðabótaskylda, skaðabótaábyrgð og réttarvernd. Auk þess njóta hinir tryggðu SOS- þjónustu. Árið 1981 settum við á markað- inn endurbætta Altryggingu, sem bætir missi á persónulegum lausa- fjármunum, sem verða af skyndi- legum og ófyrirsjáanlegum or- sökum hvar sem er í heiminum. Tryggingin tekur til örorkuslysa, er ferðasjúkratrygging, bætir sumar- leyfisrof vegna utanlandsferðar, nær til skaðabótaréttar vegna lík- amstjóns, réttarverndar og skaða- bótaskyldu. Veittur er bónus eftir þrjú tjónalaus ár og vátryggðir njóta SOS-þjónustu á ferðalögum erlendis. Árið 1982 var svo ákveðið að breyta félaginu úr umboðsfélagi fyrir Ansvar International í sjálf- stætt tryggingafélag. Sótt var um starfsleyfi sem Svavar Gestsson, þáverandi tryggingamálaráðherra, veitti. Og nú í haust ákvað Ábyrgð að bjóða ókeypis aukatryggingu fyrir aftursætisfarþega, sem kunna að slasast þrátt fyrir notkun bfl- belta, og hóf jafnframt áróður fyrir notkun bflbelta í aftursæti. -mhg

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.