Þjóðviljinn - 18.01.1983, Síða 3

Þjóðviljinn - 18.01.1983, Síða 3
10 StÐA — J>JÖÐVILJINN Þriðjudagur 18. janúar 1983 Þriðjudagur 18. janúar 1983 ÞJÓÐVILJINN — StDA 11 Umsjón: Víðir Sigurðsson Umsjón: Viðir Sigurðsson Þrjú töp og tveir sigrar „íslendingunum‘‘ í belgísku knatt- spyrnunni gekk misjafnlcga um helgina, tvö unnu og þrjú töpuðu. Arnór Guðjohnsen er í leikbanni hjá Lokeren og félagið mátti þola tap á heimavelli gegn Beerschot. Arnór cr í fjögurra leikja banni eftir brottrekstur fyrir áramótin og á því þrjá leiki enn eftir af þeirri refsingu. Best gekk hjá Pétri Péturssyni og fé- lögum í Antverpen en þeir unnu stórsigur á Gent, 5-1. Lið Sævars Jónssonar og Ragn- ars Margeirssonar, CS Brúgge, náði í tvö dýrmæt stig með því að sigra Kortrijk 1-0. Ragnar lék ekki með liðinu. Þá töpuðu Lár- us Guðmundsson í Waterschei gegn RWD Molenbeek 2-0 á útivelli og lið Magnúsar Bergs, Tongeren, tapaði fyrir meisturum Standard Liege á útivelli, 3-1. Næst bestur í heiminum! Hann Sigurður Matthíasson, Dalvíkingurinn með stökkkraftinn dæmalausa, setti nýtt íslandsmet í hástökki án atrennu á móti í KR- húsinu á föstudagskvöldið, stökk 1,80 metra. Sigurður bætti þar með eigið met um tvo sentimetra og er árangur hans sá næst besti í heimin- um í þessari íþróttagrein. Víkingarnir komu á óvart Botnliðið í 1. deild karla í blaki, Víking- ur, kom verulega á óvart um helgina með frammistöðu sinni gegn íslandsmeisturum Þróttar en urðu að sætta sig við 2-3 tap. Þróttur vann fyrstu hrinuna 15-5 en Víking- ar þá næstu, 15-13, eftir að hafa komist í 14-6.Víkmgar unnu einnig þá þriðju, 15-5 en þá sögðu Þróttarar stans. Þeir settu allt á fullt, samhliða því sem úthald og sjálfs- traust þvarr hjá Víkingum. Þróttur vann tvær síðustu hrinurnar 15-7 og 15-4 og hef- ur því örugga forystu í 1. deild sem fyrr. í 1. deild kvenna vann Þróttur öruggan sigur á Breiðabliki, 3-0 (15-6, 15-9, 15-12). HK sigraði síðan Breiðablik 3-0 í 2. deild karla (15-2, 15-7 og 15-12). - VS. Óvæntur sigur Motherwell Jóhannes Edvaldsson og félagar í skoska úrvalsdeildarliðinu í knattspyrnu, Mother- well, komu virkilega á óvart á laugardag er þeir báru sigurorð af meisturum Celtic, 2- 1, á heimavelli sínum, Fir Park. Celtic var yfir í hálfleik, 0-1, Murdo McLeod skoraði en háskólastúdentinn tvítugi Brian McClair jafnaði úr vítaspyrnu á 47. mín- útu. Á lokasekúndunum barst há sending utan af kanti fyrir mark Ccltic, Pat Bonnar, markvörðurinn írski, missti knöttinn klaufalega yfir sig og McClair náði að skora af stuttu færi. Hann hefur gert stórliðunum frá Glasgow miklar skráveifur að undan- förnu, um áramótin skoraði hann þrennu í 3- 0 sigri Motherwell á Rangers. Rangers varð að sætta sig við jafntefli, 1-1, á heimavelli gegn botnliðinu Kilmar- nock. Mortin náði 3-3 jafntefli í Dundee eftir að hafa verið 3-0 undir í hálfleik, Hi- berniai ig Dundee United skildu jöfn, 0-0, svo og St. Mirren og Aberdeen, 1-1. Celtic hefur 34 stig í úrvalsdeildinni, Aberdeen 32, Dundee United 29, Rangers 21, Dund- ee 19, Hibernian 16, St. Mirren 15, Morton 15, Motherwell 15 og Kilmarnock 10 stig. Öruggur Valssigur á Frömurum íslandsmót kvenna í innanhússknattspyrnu: Skagastúlkur hirtu bikarinn úr höndum Breiðabliks Keflvíkingar eru sennilega orðnir eina liðið sem getur veitt Valsmönnum keppni um Islands- meistaratitilinn í körfuknattleik og miðað við frammistöðu þeirra gegn KR á laugardag ættu þeir að geta það. Sigurgangan á heimavelli hélt áfram, Keflavík sigraði 106-91 eftir að hafa leitt með 14 stigum í leikhléi, 55-41. Leikurinn fór rólega af stað og var jafn framan af, eftir 8 mínútur var staðan 20-17, Keflvíkingum í hag. Þá tóku þeir mikinn kipp og á fjórum mínútum skoruðu þeir fimmtán stig gegn engu og breyttu stöðunni í 35-17. Þetta var mesti munur sem skildi liðin að í leiknum og má segja að sigurinn hafi ráðist á þessum kafla. Munurinn hélst svipaður fram að leikhléi, þá stóð 55-41 eins og áður sagði en KR-ingar sóttu nokkuð í sig veðrið í byrjun síðari hálfleiks. Eftir átta mínútur höfðu þeir minnkað muninn í fimm stig, 74- 69, en nær komust Vesturbæingar ekki. Keflvíkingar náðu sér á strik á ný og tryggðu sér öruggan sigur. Keflvíkingar áttu flestir ágætis leik að þessu sinni. Viðar Vignis- son er kominn heim frá Bandaríkj- unum og styrkir liðið mikið en vantar auðsjáanlega samæfingu við aðra liðsmenn. Hann var afar sterkur í fráköstunum. Hinir „nýju“ mennirnir, Bjarni Sigurðs- son knattspyrnumarkvörður og Einar Steinsson, léku ekki með, Bjarni vegna prófa. Brad Miley sýndi snilldartakta í vörninni og hélt Stu Johnson alveg niðri í fyrri hálfleiknum, svo mjög að sá síðar- nefndi skoraði aðeins 9 stig þá, óvanalegt mjög. Jón Kr. Gíslason var góður og Axel Nikulásson sýndi virkilega styrk sinn með því að leika með 4 villur á bakinu síð- ustu 15 mínúturnar. Hann virtist aðeins eflast við mótlætið og sýndi mikla grimmd og ákveðni. Stu Johnson skaut og skaut og skaut en hittnin var ekkert sérstök. Jón Sigurðsson lék vel og virðist vera að komast í sitt gamla form á ný. Þeir Páll Kolbeinsson og Stefán Jóhannsson áttu einnig góðan dag og þá kom Jón Pálsson nokkuð á óvart í KR-liðinu. En þeir KR- ingar mega vara sig, fallhættan er skammt undan og þeir verða að halda vel á spöðunum það sem eftir er móts ef ekki á illa að fara. Stig ÍBK: Axel 30, Jón Kr. 29, Brad Miley 15, Viðar 14 og Þor- steinn Bjarnason 14 en aðrir minna. KR: Stu Johnson31, Jón Sig. 14, Jón Pálsson 13, Páll Kolbeinsson 12, aðrir minna. Gunnar Bragi Guðmundsson og Sigurður Valur Halldórsson kom- ust ágætlega frá dómgæslunni. -gsm „Viðar ólöglegur ytra en ekki hér“ Strax að loknum leik Keflavíkur og KR á laugardag gerðu KR-ingar athugasemd við þátttöku Viðars Vignissonar í leiknum. Þeir telja að hann sé ekki löglegur með liði ÍBK þar sem hann hafl ekki tilskylda pappíra frá KKÍ til að leika hér eftir að hai'a leikið í Bandaríkjunum undanfarið. Kcflvíkingar segja aftur á móti að Viðar hafi aldrei sagt sig úr ÍBK og sé hann einhvers staðar ólöglegur þá sé það í Bandaríkjunum en ckki hér. Þeir ncl'na að aldrei hafi verið gert veður útaf því að menn lékju með skólaliðum, en Viðar hefur stundað nám í Bandaríkjunum og lcikið með liði skólans. Telja Keflvíkingar fordæmi nokkur máli sínu til stuðnings, t.d. hafi Pétur Guðmundsson, Flosi Sigurðsson og Símon Olafsson gert slíkt hið sama, leikið með skólaliðum ytra en síðan komið heim og gengið beint inní Akranesstúlkurnar urðu ís- landsmeistarar í innanhússknatt- spyrnu kvenna en íslandsmótið fór fram í Laugardalshöllinni um helg- ina. Tólf lið léku í þremur riðlum og komust sigurvegararnir í úrslit- akeppnina. Uslit og lokastaðan í hverjum riðli fyrir sig varð þessi: A-riðill: Valur-fsafjöröur.............6-0 Víðir-HSÞ....................2-1 Ísafjörður-HSÞ...............3-3 Valur-Víðir..................1-0 Ísafjörður-Víðir.............3-2 Valur-HSÞ....................6-3 Valur...............3 3 0 0 13- 3 6 ísafjörður..........3 111 6-11 3 Víðir................3 1 0 2 4- 5 2 HSÞ..................3 0 1 0 7-11 1 B-riðill: UMFK-Fram....................... 4-1 Breiðablik-Fylkir............... 6-1 Breiðablik-Fram.................12-1 Fylkir-UMFK..................... 6-2 Fylkir-Fram..................... 7-1 Breiðablik-UMFK................. 7-1 Breiðablik...........3 3 0 0 25- 3 6 Fylkir...............3 2 0 1 14- 9 4 UMFK.................3 1 0 2 7-14 2 Fram ...............3 0 0 3 3-23 0 C-riðill: KR-Hveragerði....................9-1 Víkingur-Akranes.................2-2 Akranes-KR.......................4-1 Víkingur-Hveragerði..............8-2 KR-Víkingur......................3-2 Akranes-Hveragerði...............8-0 Akranes..............3 2 1 0 14- 3 5 KR...................3 2 0 1 13- 7 4 Víkingur.............3 1 1 1 12- 7 3 Hverageröi...........3 0 0 3 3-25 0 Valur-Breiðablik í úrslitin voru sem sagt komin Valur, Breiðablik og Akranes. Fyrst mættu fslandsmeistararnir frá því í fyrra, Breiðablik, Vals- stúlkunum og var þar um öruggan Blikasigur að ræða, 4-1. Staðan í hálfleik var 2-0, Magnea Magnús- dóttir skoraði bæði mörkin. Ásta M. Reynisdóttir bætti þriðja mark- inu við strax á 2. mínútu síðari hálf- leiks, Jóhanna Pálsdóttir minnkaði muninn í 3-1, en þegar nokkrar sekúndur voru til leiksloka bætti Erla Rafnsdóttir fjórða markinu við fyrir Breiðablik. Torfi Magnússon Val og Símon Ólafsson Fram í harðri baráttu um knöttinn í leik liðanna á laugardag. Mynd: -eik Rósa Valdimarsdóttir, fyrirliði kvcnnalandsliðsins og Breiðabliks, í baráttu við Skagastúlkurnar í úr- slitaleik á laugardag. Mynd: -eik . Keflavík kaffærdi KR en KR kærir Keflavík! Akranes-Valur Valsstúlkurnar stefndu í sigur í þessum jafna og spennandi leik, þær voru yfir 3-2 þegar leiktíminn var að renna út en 8 sekúndum fyrir leikslok náðu Skagastúlkurnar hraðaupphlaupi. Þegar klukkan sýndi að tvær sekúndur væru eftir sendi Ragnhildur Jónasdóttir knöttinn í netið og jafnaði þar með, 3-3, sanngjörn úrslit þegar upp var staðið. Guðrún Sæmundsdóttir kom Val yfir strax á fystu mínútu en Laufey Sigurðardóttir jafnaði, 1-1, í hálfleik. Sama sagan var í byrjun síðari hálfleiks, Guðrún skoraði, Laufey jafnaði, 2-2. Einni og hálfri mínútu síðar skoraði Jóhnna Páls- dóttir þriðja mark Vals en það dugði ekki til sigurs. Akranes-Breiðablik Þegar hér var komið sögu voru Valsstúlkurnar úr leik og Breiða- bliki nægði jafntefli við Akranes 1 lokaleiknum. ÍA tók strax for- ystuna með marki Laufeyjar Sig- urðardóttur og Kristín Reynisdótt- ir bætti um betur, 2-0 fyrir Akranes í hálfleik. Kristín Reynisdóttirkom f A í 3-0 áður en Magneu tókst að minnka muninn fyrir Breiðablik. Kristín Aðalsteinsdóttir tryggði Skagastúlkunum sigur með fjórða markinu en Rósa Valdimarsdóttir náði að laga stöðuna í 4-2 þegar nokkrar sekúndur voru til leiks- loka. Stúlkurnar af Skaganum höfðu þar með tryggt sér íslands- meistaratitilinn en meistarar síð- asta árs, Breiðablik, urðu að sætta sig við annað sætið. Um greinilegar framtarir er að ræða hjá stúlkunum í innanhúss- knattspyrnu frá því á síðasta móti og þær gefa karlmönnunum orðið lítið sem ekkert eftir í samspili og leikskipulagi öllu. yS Alls skoruðu 50 stúlkur mark eða mörk á þessu íslandsmóti í innanhússknattspyrnu, níu þeirra fimm mörk eða fleiri. Þær voru eftirtaldar: Laufey Sigurðard.ÍA....... 12 Magnea Magnúsd.UBK......... 9 Erla Rafnsd.UBK............ 8 Eva Baldursd.Fylki......... 7 Alda Rögnvaldsd.Vík........ 6 Guðrún Sæmundsd.Val....... 6 Ásta B. Gunnlaugsd.UBK .... 5 Kolbrún Jóhannsd.KR....... 5 Jóhanna Pálsd.Val.......... 5 MHM/VS Það stenst fátt Valsmenn í úrvals- dcildinni í körfuknattleik þessa dagana og á laugardag urðu Fram- arar fyrir barðinu á þeim í Haga- skólanum. Valsmcnn unnu all örugg- an sigur, 100-94, mun öruggari en þær tölur gefa til kynna því þegar skammt var til leiksloka skildu 22 stig liðin að. Valur er því áfram í efsta sæti úrvalsdeildarinnar, með Keflvíkinga á hælunum, og eru sig- urstranglegastir allra eins og dæm- ið lítur út í dag. Leikurinn var í jafnvægi til að byrja með en frábær kafli Vals- manna færði þeim góða forystu um miðjan fyrri hálfleik, 25-12. Þeir komust síðan í 58-43 en Fram náði að laga stöðuna í 58-49 fyrir hálf- leik. Framan af þeim síðari söxuðu Framarar mjög á forskotið og eftir 7 mínútur munaði aðeins þremur stigum, 66-63. Þar við bættist að Tim Dwyer hjá Val var kominn með 4 villur og Framarar virtust til alls líklegir. En þá tóku Valsmenn við sér á nýjan leik og þegar Dwyer yfirgaf leikvöllinn með sína fimmtu villu var staðan orðin 83-69, Val í hag. Framarar högnuðust ekkert á því að hann hyrfi, Valur náði sínu besta forskoti, 97-75, en lokakafl- ann skoruðu Framarar 19 stig gegn 3 án þess að eiga möguleika á að ógna sigri Vals. Ríkharður Hrafnkelsson og Torfi Magnússon léku báðir mjög vel hjá Val og skoruðu bróðurpartinn af stigunum, Rikki 28 og Torfi 26. Dwyer skoraði 18, Jón Steingríms- son 17, Kristján Ágústsson 4, Tóm- as Holton 4 og Leifur Gústafsson 3. Hjá Fram skoraði Val Brazy mest, 32 stig, Símon Ólafsson var daufur framan af en hresstist þegar á leið og skoraði 27 stig, Þorvaldur Geirsson skoraði 20, Omar Þráins- son 6, Jóhannes Magnússon 5 og Viðar Þorkelsson 4. Staða Framara í deildinni versnaði nokkuð við þetta tap og fallbarátta vofir nú yfir liðinu sem varð í öðru sæti úrvals- deildarinnar á síðasta keppnistíma- bilinu. -VS Staðan: Staðan í úrvalsdeildinni eftir leiki helgarinnar: Valur...............11 9 2 1033-890 18 Keflavik............11 8 3 912-905 16 Njarðvík............10 5 5 827-828 10 Fram................11 4 7 969-978 8 KR..................11 4 7 954-991 8 ÍR..................10 2 8 741-832 4 Framarar mæta Njarðvíkingum í Hagaskólanum í kvöld og hefst leikurinn kl. 20. Þór á mögu- leika Þór frá Akureyri eygir nú sæti í úrvalsdeildinni í körfuknattleik eftir sigur á Haukum fyrir norðan á laugardag í hörkuspennandi leik, 100-91. Staðan var 85-85 að lokn- um venjulegum leiktíma en Þórsar- ar voru sterkari í framlengingunni. Robert McField skoraði 59 stig fyrir Þór en Pálmar Sigurðsson 30 fyrir Hauka. Staðan í 1. deild: Haukar.......9 8 1 847-644 16 Þór Ak.........9 7 2 758-668 14 IS.............8 5 3 721-545 10 Grindavík......9 2 7 632-785 4 Skallagrímur...9 0 9 626-942 0 —B———HT—■^T—c—J|»— .i ■BMæBwnoi bbokbbí

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.