Þjóðviljinn - 18.01.1983, Side 4

Þjóðviljinn - 18.01.1983, Side 4
12 SÍÐA — WÓÐVILJINN Þriðjudagur 18. janúar 1983 1. deild: Arsenal-Stoke City...............3-0 ! Birmingham-Manch.United........1-2 * Everton-Watford................1-0 Ílpswich-Brighton...............2-0 aLuton Town-Tottenham...........1-1 I Manch.City-Norwich.............4-1 | Notth.Forest-West Ham..........1-0 Southampton-Coventry.............1-1 | Sunderland-Aston Villa.........2-1 j Swansea-Notts County...........2-0 1 W.B.A.-Liverpool...............0-1 2. deild: i Barnsley-Crystal Palace........3-1 ] Blackburn-Wolves...............2-2 I Bolton-Burnley.................3-0 | Carlisle-Derby County..........3-0 | Charlton-Leicester.............2-1 SChelsea-Cambridge...............6-0 | Leeds-Grimsby..................1-0 i Middlesboro-Shetf. Wed.........1-1 íQ.P.R.-Newcastle................2-0 j Rotherham-Fulham...............0-1 {Shrewsbury-Oldham...............0-0 3. deild: Bristol Rovers-Brentford.........2-0 l Exeter-Huddersf ield...........3-4 jMillwall-Preston N.E............1-0 ÍNewport-Doncaster...............1-2 j Orient-Chesterf ield......... 2-0 | Oxford-Gillingham..............1-1 jReading-Bradford City ..........2-1 jSheff.United-Portsmouth.........2-1 ’Southend-Plymouth...............3-1 í Walsall-Bournemouth............3-1 a Wigan-Lincoln City.............2-1 ■ Wrexham-Cardiff City...........0-0 4. deild: Blackpool-Mansfield.............2-1 iCrewe-Chester 3-2 4-0 Hereford-Bury 0-2 Hull City-Bristol City 1-0 Northampton-Wimbledon 2-2 Peterborough-Stockport 1-0 3-0 Rochdale-Darlington 1-1 Scunthorpe-Hartlepool 3-0 Tranmere-Aldershot frestað r-Tf(iJ-c) § nSKSra l.deild: Liverpool ..24 16 5 3 59-21 53 Manch.Utd .24 12 7 5 33-19 43 Nottm.For ..24 13 4 7 40-31 43 Watford .24 12 4 8 42-26 40 Coventry ..24 11 5 8 33-30 38 West Ham .24 12 1 11 42-36 37 Aston Villa.... ..24 11 2 11 34-33 35 Manch.City .24 10 5 9 33-37 35 Ipswich ..24 9 7 8 39-29 34 Tottenham ..24 10 4 10 35-34 34 Everton ..24 9 6 9 36-35 33 W.B.A ..24 9 6 9 36-35 33 Arsenal ..24 9 6 9 31-32 33 Stoke ..24 9 4 11 35-39 31 Southampton. . 24 8 6 10 29-39 30 Notts Co . 24 8 4 12 31-44 28 Luton ..24 6 9 9 42-49 27 Swansea ..24 7 5 12 31-36 26 Sunderland.... ..24 6 8 10 27-37 26 Norwich ..24 7 5 12 26-40 26 Brighton ..24 6 6 12 21-44 24 Birmingham... ..24 4 11 9 19-34 23 2. deild: Wolves ...24 15 5 4 48-22 50 Q.P.R ..24 14 4 6 37-22 46 Fulham .24 13 5 6 46-32 44 Sheff.Wed .24 10 7 7 39-32 37 Leicester ..24 11 3 10 41-27 36 Shrewsbury... ..24 10 6 8 30-30 36 Leeds .. 24 8 11 5 27-24 35 Oldham ..24 7 13 4 39-31 34 Barnsley .. 24 8 10 6 35-28 34 Grimsby ..24 10 4 10 34-42 34 Rotherham ..24 8 8 8 28-32 32 Chelsea ..24 8 7 9 31-29 31 Blackburn .. 24 8 7 9 36-37 31 Newcastle .24 7 9 8 34-36 30 Cr.Palace ..24 7 9 8 27-29 30 Carlisle ..24 8 5 11 45-47 29 Bolton ..24 7 7 10 27-31 28 Charlton ..24 8 4 12 36-50 28 Middlesboro... ...24 6 10 8 28-43 28 Cambridge.... ...24 6 6 12 25-40 24 Burnley ...24 5 4 15 32-46 19 Derby Co ....24 3 10 11 2439 19 3. deild: Lincoln ..23 16 1 6 52-21 49 Cardiff ...24 14 4 6 42-33 46 Huddersfield. ...24 13 6 5 49-28 45 í Bristol Rovers 25 13 5 7 56-32 44 Oxford ...23 12 7 4 42-25 43 Portsmouth... ...23 13 4 6 38-28 43 4. deild: Hull City ...26 15 7 4 44-20 52 Port Vale ...25 15 6 4 37-16 51 Bury ...26 14 7 5 43-21 49 Scunthorpe... ..24 13 7 4 36-18 46 Wimbledon.... ...25 13 6 6 47-29 45 Swindon ...24 12 7 5 33-20 43 Markahæstir: i Eftirtaldir leikmenn hafa skorað flest mörk i 1. deildarkeppninni: lan Rush, Liverpool. .. 19 Rrian Qtoin I ntnn.... .. 14 Kenny Dalglish, Liverpool.. ..13 Bob Latchford, Swansea.... ..12 Luther Blisset, Watford ..11 lohn Wark Inswich . .. 11 nauiH P.rnRR Manch.Citi/.... .. 10 John Deehan, Norwich. ...10 Paul Walsh, Luton..., ..10 íþróttir Umsjón: VíðirSigurösspn Enska knattspyrnan: Heppnissigrar hjá Liverpool og United Lcikjum gegn Englandsmeistur- um Liverpool er ekki lokið fyrr en dómarinn hefur flautað til leiks- loka! Leikmenn WBA fengu heldur betur að kenna á því þegar liðin mættust á The Hawthorns á laugar- daginn. Þeir höfðu barist vel og verðskulduðu fyllilega jafnteflið sem virtist liggja á borðinu, ekkert mark hafði verið skorað og leiktím- inn var að renna út. Þrjátíu sek- úndur eftir, David Hodgson sendi knöttinn á markakónginn Ian Rush, hann sneri sér snöggt við með einstökum viðbragðsflýti sem hingað til hefur aðallega einkennt félaga hans, Kenny Dalglish, og skoraði með hörkuskoti. Leikmenn Liverpool fögnuðu en kollegar þeirra hjá WBA gengu niðurlútir að miðjupunktinum. Þeir fengu rétt tækifæri til að hefja lcikinn á ný en ckki meira, Liverpool hafði sigrað og tryggt að ekki yrði saxað á tíu stiga forskot liðsins á toppi 1. deildar. Annars var leikurinn heldur við- burðasnauður og einkenndist ai sterkum vindi sem réð meiru um ferð knattariris en leikmennirnir sjálfir. Besta færið fékk Cyrille Regis fyrir WBA, hann skallaði i Glenn Hoddle skoraði sitt fyrsta mark í vetur. stöngina eftir mistök Bruce Grobb- elaar markvarðar Liverpool á 30. mínútu. Manchester United var yfirmáta heppið að sigra í Birmingham þar sem heimaliðið réði nánast öllu um gang leiksins. Aðeins markvarsla Gary Bailey hélt United á floti i fyrri hálfleik, hann bjargaði þrí- vegis stórkostlega á fyrstu þremur mínútunum og nokkrum sinnum eftir það. Ekkert var skorað í fyrri hálfleik en Norman Whiteside kom United yfir á 49. mínútu með skoti frá vítateig. Fjórum mínútum síðar handlék Mike Duxbury knöttinn innan vítateigs og Kevin Dillon jafnaði úr vítaspyrnunni fyrii Birmingham. Þeir bláu voru enn að fagna markinu þegar landsliðsfyr- irliði Englands, Bryan Robson, skoraði sigurmark United með bylmingsskoti af 25 m færi, svc föstu að Tony Coton markvörðui Birmingham sá það ekki fyrr en það var endursýnt hægt í sjónvarp- inu um kvöldið. Glenn Hoodle og Osvaldo Ardi- les gengu ánægðir útaf heimavelli Luton, Kenilworth Road, eftir 1:1 jafnteflið þar. Ardiles var að leika sinn fyrsta leik fyrir Tottenham síð- an Falklandseyjastríðið braust úl og lék mjög vel. Leikmenn Luton brutu oft á honum og hann nældi i óbeina aukaspyrnu innan vítateigs á 70. mínútu. Knettinum var rennl til Hoodle sem var nýkominn inná sem varamaður og hann skoraði sitt fyrsta mark í 1. deildinni í vet- ur, jafnaði 1:1. Þetta var jafnframl fyrsta mark Tottenham á útivelli síðan í september og fullkomnaði góða viku hjá Hoodle, hann hafði lítið sofið næturnar á undan en 4? stundum fyrir leikinn ól eiginkona hans honum fyrsta barn þeirra hjóna. Luton hafði tekið forystuna á 35. mínútu með skallamarki Cli- ve Goodyear og átti síðan mögu- leika á öðru þegar Paul Walsh skaut í stöngina fyrir opnu marki. Luton var betri aðilinn en tóksi ekki að nýta sér það til sigurs. Watford átti daufan dag í Li- verpool gegn Everton og missti ai öðru sætinu. David Johnson skoraði sigurmark Everton með sinni fyrstu spyrnu í leiknum eftii að hafa komið inná sem varamaðui Ulfarnir unnu upp forskot Blackburn Ekki leit vel út hjá toppliðinu í 2. deild, Úlfunum, í Blackburn því heimaliðið leiddi 2:0 í hálflcik með mörkum Jim Branagan og Glenn Keeley. Mick Matthcws og Alan Dodd jöfnuðu síðari hálfleik en ekki tókst Wolves að tryggja sér sigur og eyðilagði þar með vonir undirritaðs um getraunagróða að þessu sinni. QPR hafði yfirburði gegn New- castle og besti maður vallarins, John Gregory, skoraði bæði mörkin. Fulham vann einnig, lagði Rother- ham á útivelli með marki Roger Brown. Adrian Butterworth skoraði sigurmark Leeds gegn Grimsby ogsjálfur Allan Simonsen var á skotskónum, skoraði bæði mörk Charlton gegn Leicester. Chelsea vaknaði af löngum dvala og skoraði sex, Mick Fillery 2, Joey Jones, Alan Mayes, John Bumste- ad og sjálfsmark Jamie Murray fyllti töluna á Stamford Bridge. - VS á 75. mínútu. Mark Hateley kom Coventry yfir í Southampton eftii aðeins 15 sekúndur og fyrsta verk Peter Shiltons landsliðsmarkvarð- ar var því að hirða knöttinn úr netinu. David Armstrong jafn- aði fyrir Southampton á 42. mínútu og tryggði þar með áframhald undirritaðs í getraunaleik landbún- aðarblaðsins. Coventry komst í fimmta sætið þrátt fyrir slakan leik, og hélt stiginu mest vegna stórleiks Gary Gillspie í vörninni. Leikur tilfinninganna fór fram á Maine Road þar sem Norwich sótti Manchester City heim. Fyrrum Norwichleikmennirnir David Cross og Kevin Bond komu City í 2:0 eftir 10 mínútur og Cross bætti öðru við fyrir leikhlé. Fyrrum City- leikmaðurinn Martin O’NeilI minnkaði muninn fyrir Norwich áður en Asa Hartford innsiglaði 4:1 sigur City. Eins og menn kann- ski muna hélt John Bond stjóri City áður um stjórnvölinn hjá Norwich. Ipswich vann Brighton, eins og við var að búast með mörkum John Wark og Alan Brazil, sínu í hvor- um hálfleik. Arsenal vann góðan sigur á Stoke og Vladimir Petrovic lagði upp tyrsta markið tynr Graham Rix. Júgóslavinn skoraði síðan sjálfur sitt fyrsta mark í ensku knattspyrnunni og öldungurinn John Hollins bætti því þriðja við úr vítaspyrnu. Sunderland lék sjötta deilda- leikinn í röð án þess að fá á sig mark og Evrópumeistarar Aston Villa máttu sætta sig við 2:0 tap. Fyrst gerði Ken McNaught sjálfs- mark og Frank Worthington sá um að tryggja sigur Sunderland. Swansea náði þremur dýrmætum stigum gegn Notts County en skoraði bæði mörkin á síðustu tíu mínútunum. Fyrst Darren Gale, síðan Bob Latchford. - VS Birtles/Wallace samvinnan malar gull! Það stefndi allt í markalaust jafntelli á City Ground á laugardaginn þegar West Ham sótti Nottingham Forest heim í þýðingarmiklum toppbaráttuleik í 1. deildinni. Vonleysi var farið að grípa um sig, jafnt á áhorfendapöllunum sem hjá leikmönnum Forest þegar Garry Birtles lék upp vinstri kantinn og sendi knöttinn meinleysislega fyrir mark West Ham á 74. mínútu. Ian Wallace reyndi hjólhestaspyrnu að marki, Iítil hætta virtist á ferðuin, en knötturinn sveif rétt undir þverslána og í netið, Wallace, Phil Parkes markverði og flestum öðrum til mikillar undrunar. Forest sigraði þar með, 1:0, og einu sinni enn reyndist samvinna Birtles og Wallace mala gull fyrir Skógarmennina í Notting- ham Forest. Forest, með Birtles og John Robertson sem bestu menn, sótti mun meira lengst af en vörn West Ham þar sem Billy Bonds og Alv- in Martin réðu ríkjum stóðst öll áhlaup. Parkes þurfti þó tvívegis að grípa til sparihanskanna rétt fyrir leikhlé. Um miðjan síðari hálfleik fékk West Ham besta færi leiksins. Eftir góða sókn komst Sandy Clark í dauðafæri en þrumaði knettinum í þver- slána. West Ham varð fyrir áfalli þegar Ray Stewart þurfti að yfir-' gefa leikvöllinn vegna meiðsla en liðið hefði verðskuldað stig út úr þessari viðureign. Forest barðist hins vegar mjög vel, leikmenn liðsins greinilega staðráðnir í að bæta fyrir áfallið helgina áður þegar það tapaði svo óvænt í Der- by í bikarkeppninni. Þrjú dýrmæt stig Forest, ekki veitti af ef liðið á að eiga möguleika á að veita Liverpool keppni um meistaratit- ilinn. - VS Ian Wallace skoraði sigurmark Forest að sjálfsögðu eftir sendingu Garry Birtles.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.