Þjóðviljinn - 25.01.1983, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 25.01.1983, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 25. janúar 1983 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 íþróttir ■■ . Umsjón: Viöir Sigurösson ! j — Misskilningur varðandi reglugerð HSI: ___ FH fer í Evrópukeppnina ekki KRingar! FH er sigurvegari í forkeppni 1. deildar karla í handknatt- leik og hefur tryggt sér sæti í IHF-Evrópukeppninni næsta vetur, ekki KR-ingar! Samkvæmt reglum ræður stigafjöldi úr innbyrðis leikjum efstu liða úrslitum verði þau jöfn að stigum í deildakeppni á vegum HSÍ. Þetta staðfesti Jón Erlendsson formaður mótanefndar HSÍ í samtali við Þjóð- viljann í gærkvöldi. FH vann báða leikina gegn KR og það eru þeir sem ráða úrslitum um efsta sætið að þessu sinni. Allir virtust gera ráð fyrir að markamismunur réði úrslitum, þegar leikir helgarinnar fóru fram. Alls staðar var markatalan höfð í fyrirrúmi, FH-ingar lögðu allt uppúr sem stærstum sigri á Fram til að eiga möguleika á efsta sætinu. Að þeim leik loknum leit dæmið þannig út að KR þurfti að sigra Víking með sjö marka mun til að ná í Evrópusætið. Þeir sigruðu með níu marka mun og fögnuðu, sem von var, en, þegar litið er á málið í ljósi þessara nýju staðreynda, áttu þeir aldrei möguleika á efsta sætinu eftir að FH hafði sigrað Fram! Hvernig má þetta vera? Hvers vegna getur misskilningur sem þessi ráðiö ríkjum athugasemda- laust? Jón Erlendsson sagði í gær- kvöldi: „Þetta er annað árið sem umrædd ákvæði eru í reglum HSÍ. Menn hafa einfaldlega ekki litið í reglurnar í mótabókinni síðustu tvö árin!“ Sem sagt, örlög KR-inga voru ráðinkl. 15.15 á sunnudag en þeir mættu til leiks um kvööldið gegn Víkingi í þeirri trú að möguleikar á efsta sætinu væru fyrir hendi. Hreinar línur Samkvæmt 15. grein í reglu- gerð HSÍ um handknattleiksmót er vinningsröð flokka í keppnum á vegum HSÍ á eftirfarandi hátt: 1. Samanlagður stigafjöldi úr öllum leikjum. Hér voru KR og FH jöfn með 20 stig hvort. 2. Stigafjöldi úr innbyrðis leikjum viðkomandi flokka. Þetta ræður úrslitum. FH vann báða leikina gegn KR, hlaut í þeim 4 stig gegn engu. 3. Markamunur úr innbyrðis leikjum viðkomandi flokka. Þessi grein hefði ráðið, hefðu liðin unnið sinn leikinn hvort eða gert tvö jafntefli í viður- eignum sínum í vetur. 4. Markamunur úr öllum leikjum viðkomandi flokka í keppninni. Þetta héldu allir að væri hin gildandi regla, en svo er aldeilis ekki. Hún gildir aðeins ef úrslit fást ekki sam- kvæmt hinum greinunum þremur. Síðan segir: Þessi regla gildir um: 1. Keppni í riðlum. 2. Úrslitakeppni milli riðla. 3. Deildakeppni almennt. Undantekning ef tvö lið eru efst og jöfn í 1. deild karla og kvenna, þá skal stofnað til aukaleikjar um Islands- meistaratitilinn. Þá vitum við það. Hér var ekki verið að leika um íslandsmeistar- atitilinn, heldur efsta sæti í for- keppni, sem einungis veitir Evrópusæti. FH er sigurvegari, á því er enginn vafi, og Hafnar- fjarðarliðið hefur þar með tryggt sér sæti í IHF-keppninni að ári. Þegar þetta kom fram í gær- kvöldi var að sjálfsögðu búið að skrifa greinarnar um viðkomandi leiki, FH-Fram og Víking-KR. Þær verða látnar standa óbreyttar, þó þær séu skrifaðar í þeirri trú að KR væri sigurvegari í keppninni. Það telur undirritað- ur eðlilegt, þrátt fyrir allt, þar sem þær lýsa því sem var að ger- ast á sunnudaginn þegar allir gengu um í þeirri góðu trú að markamismunurinn réði úrslit- Kristján Arason, markahæsti leikmaður 1. deildar, og félagar hans í FH eru komnir með öruggt sæti í Evrópukeppni næsta vetur. Frumkvæðislausir KR-ingar auðveld bráð fyrir Framara Þorvaldur Geirsson átti góðan leik með Fram í gærkvöldi. Þrúgar- jarpur í 4. deild? Þrúgarjarpur, já Þrúgarjarpur!! heitir fclag sem tilkynnt hefur þátt- töku í 4. deildarkeppnina í knatt- spyrnu á sumri komanda. Það mun hafa aðsetur í Hafnarfirði en um- sókn þessa nýja félags fylgir sá varnagli að þátttaka þess sé undir því komin hvort viðkomandi íþrótt- abandalag, ÍBH, leggi blessun sína yflr. Kannski lenda þeir í riðli með grönnum sínum, Iiaukunum, sem féllu niður í 4. deildina síðastliðið sumar! Tvö ný lið úr Reykjavík koma inn í 4. deildina, og heita þau Ár- vakur og Víkverji. Árvakur er nýtt félag en hjá Víkverja, sem hingað til hefur einkum verið með glímu á dagskrá, er nú nýstofnuð knatt- spyrnudeild. -VS KR-ingar virðast eiga fyrir höndum erfiða baráttu fyrir tilver- urétti sínum meðal liða úrvals- deildarinnar í körfuknattleik, mið- að við frammistöðu þeirra gegn Fram í Ilagaskólanum í gærkvöldi. Framarar, án Símonar Olafssonar sem er veikur, átti ekki í miklum vandræðum með slaka KR-inga, 95:78, og tryggðu sér tvö dýrmæt stig í fallbaráttu deildarinnar. Raun- ar ætti Fram ekki að þurfa að hafa áhyggjur af slíku, en fallhættan er enn fyrir hendi hjá liðinu engu að síður. Mikill kurr er kominn upp meðal knattspyrnudómara með tvær ráðstafanir af hálfu KSÍ. Sú fyrri er að á ársþingi KSÍ var beiðni dóm- ara um að fá greitt fyrir störf sín alfarið hafnað. Þeir fá að vísu ferða- og uppihaldskostnað greiddan en ekki eyri þar framyfir. Sú síðari er að leikir í 1. deildinni í sumar verða að líkindum settir á kl. 18.30. Aðeins í upphafi hafði KR for- ystuna en Fram tók leikinn fljót- lega í sínar hendur og leiddi 29:16 þegar fyrri hálfleikur var rúmlega hálfnaður. Staðan í hálfleik var 45:33 og munurinn rokkaði á bilinu ellefu til nítján stig í síðari hálfleik og var mestur 86:67. Sigur Fram var aldrei í hættu og lokatölurnar 95:78 eftir að Val Brazy hafði „troðið“ með tilþrifum á síðustu sekúndunni. Brazy, Þorvaldur Geirsson og Viðar Þorkelsson voru alls ráðandi á vellinum og sýndu oft mjög lag- Þjóðviljinn ræddi í gær við einn úr dómarastétt og taldi hann ófor- svaranlegt annað en dómarar færu að fá greitt eitthvað annað en „lús- arlaun fyrir kaffi og jólaköku". Þeir þurfa oft að fara víða um land, austur á firði, til Vestmannaeyja, ísafjarðar og víðar, í ferðir sem taka í raun heilan dag, til að sinna þessu áhugamáli sínu sem er svo Iega hluti. Þorvaldur fékk sína 4. villu í fyrri hálfjeik en þá 5. ekki fyrren á lokamínútunni oggaf ekk- ert eftir þrátt fyrir það. Brazy skoraði 35 stig, Þorvaldur 25, Við- ar 20, Jóhannes 6, Ómar 6 og Jó- hann 6. Leikmenn KR skortir allt frum- kvæði allflesta, og eina markmiðið virðist vera að láta Stu Johnson fá knöttinn. Sú leikaðferð skilar sér ekki sem best því þó kappinn skoraði 41 stig í gærkvöldi misnot- aði hann á þriðja tug skota. Páll Kolbeinsson og Jón Sigurðsson eru þýðingarmikið og raunar ómiss- andi fyrir knattspyrnuna í landinu. Þjóðviljinn hefur frétt eftir öðrum leiðum að dómarar hyggist jafnvel grípa til harðra aðgerða til að fá máli sínu framfylgt, t.d. segja sig úr félögum sínum, en félögunum ber skylda til að útvega dómara í störf. Varðandi leiktímann 18.30 þorði viðmælandi blaðsins ekki að full- yrða um afstöðu dómara í heild þar þeir einu sem eitthvað reyna sjálf- ir, Jón skoraði 15 stig, Páll 10,. Birgir 4, Björn, Ágúst, Jón P. og Stefán 2 stig hver. Staðan: Staðan í úrvalsdeildinni: Valur.............19 9 3 1096:995 18 Keflavík..........12 8 4 978:975 16 Njarðvík..........12 7 5 985:983 14 Fram..............13 5 8 1154:1149 10 KR................12 4 8 1030:1086 8 ÍR............... 11 3 8 813:898 6 sem þeir hafa ekki komið saman til að ræða málin, gera það reyndar á laugardaginn, en lýsti sig eindreg- inn andstæðing hans. Ástæður KSÍ taldi hann fyrst og fremst sam- keppni sjónvarpsins. Fleiri dómar- ar munu óánægðir og er ótrúlegt annað en þessi breyting niælist illa fyrir hjá fleirum en þeim. Málin skýrast væntanlega um næstu helgi. - VS Knattspyrnudómarar í vígahug: Vilja fá meira en lúsarlaun fyrir kaffi og jólaköku!

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.