Þjóðviljinn - 25.01.1983, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 25.01.1983, Blaðsíða 4
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 25. janúar 1983 iþro'ttir V íö ir* S^g u r össp n Úrslit: 1-deild: Aston Villa-Manch. City........1-1 Brighton-LutonTown.............2-4 Coventry-Swansea...............0-0 Liverpool-Birmingham...........1-0 Manch.Utd-Nottm.Forest.........2-0 Norwich-Everton................0-1 NottsCounty-Arsenal............1-0 Stoke City-lpswich ............1-0 Tottenham-Sunderland...........1-1 Watford-Southampton............2-0 WestHam-W.B.A..................0-1 2. deild: Burnley-Barnsley...............3-1 Cambridge-Rotherham............2-0 Crystal Palace-Q.P.R...........0-3 Derby County-Leeds.............3-3 Fulham-Middlesborough..........1-0 Grimsby-Charlton...............1-1 Leicester-Blackburn............0-1 Newcastle-Shrewsbury...........4-0 Oldham-Bolton..................2-3 Sheff.Wed.-Carlisle............1-1 Wolves-Chelsea.................2-1 3. deil: Bournemouth-Millwall...........3-0 Bradford City-Wigan............0-1 Brentford-Orient...............5-2 Cardiff-Walsall................3-1 Chesterfield-Reading...........0-0 Doncaster-Southend.............0-0 Gillingham-Wrexham.............1-1 Huddersfield-Sheff.United......0-0 Lincoln-Bristol Rovers.........2-1 Plymouth-Newport...............2-4 Portsmouth-Oxford..............1-0 Preston N.E.-Exeter............2-2 4. deild: Aldershot-Torquay..............2-1 Bristol City-Northampton.......1-3 Bury-Blackpool.................4-1 Chester-Port Vale..............1-0 Colchester-Crewe...............4-3 Darllngton-Halifax............ 1-2 Hartlepool-Hull City...........0-0 Mansfield-Hereford.............0-1 Stockport-Tranmere.............3-2 Swindon-Rochdale...............4-1 Staðan: 1. deild: Liverpool.....25 17 5 3 60-21 56 Manch.Utd.....25 13 7 5 35-19 46, Watford.......25 13 4 8 44-26 43 Nottm.For.....25 13 4 8 40-33 43 Coventry......25 11 6 8 33-30 39 WestHam.......25 12 1 12 42-37 37 Everton.......25 10 6 9 40-32 36 W.B.A.........25 10 6 9 37-35 36 AstonVilla....25 11 3 11 35-34 36 Manch.City....25 10 6 9 34-38 36 Tottenham.....25 10 5 10 36-35 35 Ipswich........25 9 7 9 39-30 34 Stoke.........25 10 4 11 36-39 34 Arsenal........25 9 6 10 31-33 33 NottsCo........25 9 4 12 32-44 31 Luton..........25 7 9 9 46-51 30 Southampton 25 8 6 11 29-41 30 2. deild: Wolves........25 16 5 4 50-23 53 Q.P.R.........25 15 4 6 40-22 49 Fulham........25 14 5 6 47-32 47 Sheff.Wed.....25 10 8 7 40-33 38 Leicester.....25 11 3 11 41-28 36 Leeds..........25 8 12 5 30-27 36 Shrewsbury ....25 10 6 9 30-34 36 Grimsby.......25 10 5 10 35-43 35 Oldham.........25 7 13 5 41-34 34 Barnsley.......25 8 10 7 36-31 34 Blackburn......25 9 7 9 37-37 34 Newcastle......25 8 9 8 38-36 33 Rotherham......25 8 8 9 28-34 32 Chelsea........25 8 7 10 32-31 31 Bolton.........25 8 7 10 30-33 31 Carlisle.......25 8 6 11 46-48 30 Cr.Palace......25 7 9 9 27-32 30 Charlton.......25 8 5 12 37-51 29 Middlesboro.... 25 6 10 9 28-44 28 Cambridge......25 7 6 12 27-40 27 Burnley........25 6 4 15 35-47 22 Derby..........25 3 11 11 27-42 20 3. deild: Lincoln..........24 17 1 6 54-22 52 Cérdiff..........25 15 4 6 45-33 49 Huddersfield.....25 13 7 5 49-28 46 Portsmouth.......25 14 4 7 40-30 46 Bristol Rovers...26 13 5 8 57-34 44 4. deild: HullCity.........27 15 8 4 44-20 53 Bury.............27 15 7 5 47-22 52 PortVale.........26 15 6 5 37-17 51 Wimbledon........26 14 6 6 49-30 48 Scunthorpe.......24 13 7 4 36-18 46 Swindon..........25 13 7 5 37-21 46 Markahæstir: Eftirtaldir menn eru markahæstir i l.deild: lanRush, Liverpool................19 BrianStein, Luton.................14 Kenny Dalglish, Liverpool.........13 Luther Blissett, Watf ord.........12 Bob Latchford, Swansea............12 John Wark, ipswich................11 DavidCross, Manch.City............10 John Deehan, Norwich............ 10 Paul Walsh, Luton.................10 Tony Woodcock, Arsenal.............9 Gordon Cowans, Aston Villa.........9 lan Wallace, Nott.Forest...........9 Gary Rowell, Sunderland............9 Enska knattspyrnan: Liverpool lék vel í 8 mínútur og það var nóg! Tony Coton varði. Ian Rush lck ekki með Liverpool vegna maga- kvilla. Watford er komið í þriðja sætið á ný en lengi vel leit út fyrir að norður-írski miðvörðurinn Chris Nicholl hjá Southampton kæmi í veg fyrir sigur nýliðanna upp á eigin spýtur. Kantmenn Watford dældu háum sendingum fyrir mark Southampton en Nicholl skallaði nánast hverja einustu til baka. En allt hrundi á 66. mínútu. Watford tók sína þriðju hornspyrnu í röð, og án þess að vera undir nokkurri pressu skallaði Nicholl í eigið mark, Peter Shilton stóð gapandi og átti síst von á þessum ósköpum frá hinum annars trausta félaga sín- um. Sjö mínútum síðar lenti Nic- holl í vandræðum, Jimmy Gilligan sótti stíft að honum, og hann hugðist renna knettinum aftur til Shilton. Sendingin var laus og ó- nákvæm, Luther Blissett náði knett- mum og skoraði auðveldlega hjá Shilton, 2-0. Watford fékk síðan þrjú ágæt færi á síðustu fimm mín- útunum en fleiri urðu mörkin ekki. Sem dæmi um sóknarþunga Wat- ford má nefna að þegar á leið voru allir fréttaljósmyndararnir á staðnum komnir aftur fyrir mark Southampton og Nicholl hefur vaf- alítið orðið fyrir einhverjum „skotum“ þeirra. West Ham er að missa flugið eins og svo oft áður á þessum árstíma og tapaði nú heima gegn WBA. Fimmta tap liðsins í síðustu sex leikjunum. Peter Eastoe skoraði sigurmark WB A eftir aðeins 7 mín- útur. Mikil harka var í leiknum framan af en miðjumennirnir snjöllu, Gary Owen há WBA og Alan Devonshire hjá West Ham, gerðu sitt besta til að leiða félaga sína í átt til áferðarfallegri knatt- spyrnu. Það er ekki nóg að leika glæsi- lega í 10 mínútur, því komust leikemnn Aston Villa að gegn Manchester City. Þeir léku stórvel í upphafi og náðu forystunni strax á 3. mínútu með marki Garys Shaw. Tony Morley og Dennis Mortimer léku vörn City grátt hvað eftir ann- að og Villa hefði getað skorað sex mörk í fyrri hálfleiknum miðað við „Tvö bestu mark skot mín í vetur“ Liverpool þurfti aðeins að leika vel í átta mínútur gegn Birming- ham á laugardag til að tryggja sér sigur á botnliðinu á Anfield. Fyrstu átta mínútur leiksins lék Liverpool frábærlega og að þeim tíma liðnum skoraði Phil Neal með hörku vinstrifótarskoti af 20 m færi. Eftir það var leikur meistaranna langt frá því að vera sannfærandi og Birmingham, sem sýndi mikla bar- áttu, fékk mörg ágæt marktæki- færi. Alan Curbishley misnotaði tvö góð og Kevin Dillon brenndi af því allra besta. Kenny Dalglish tókst þó að sýna snilldartakta í eitt skipti; hann sneri glæsilega á varn- armann með því að lyft knettinum upp, skalla áfram og skjóta viðstöðulausu þrumuskoti sem Ricky Hill skoraði tvívegis fyrir Luton í Brighton „Okkur gekk illa á útivöllum í fyrra og það kostaði okkur l.dcildarsæti. í vetur leikum við þá knattspyrnu sem okkur hentar bcst þegar við leikum að heiman, sókn- arleik, og það hefur svo sannarlega borgað sig. í leiknum í dag átti ég tvö tnín bestu markskot á öllu keppnistímabilinu og það var gam- an að sjá á eftir þeim báðum í nct- ið“, sagði Clive Allen, miðherjinn snjalli hjá QPR eftir að lið hans hafði sigrað hans gamla félag, Crystal Palace, 3-0 á útivelli. Allen skoraði tvö stórkostleg mörk, af 35 og 25 m færi og lagði upp þriðja markiC fyrir Bob Hazell. Hin tvö toppliðin, Wolves og Fulham, unnu bæði og stefna upp í l.deild ásamt QPR. Mel Eves og Wayne Clarke skoruðu fyrir Wolv- es en Colin Pates mark Chelsea. Robert Wilson tryggði Fulham sigur á Middlesboro með marki úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik. Kevin Keegan var einnig í fréttum, hann skoraði eitt marka Newcastle gegn Shrewsbury, úr vítaspyrnu. _VS færi. En stórsóknin fjaraði út og rétt fyrir hlé jafnaði Asa Hartford fyrir City með fallegu skoti af 25 m færi. Villa sótti meira í síðari hálf- leik, Cowans og Shaw fengu þokk- aleg færi en upphlaup City voru hættuleg og þegar allt kom til alls var jafntefli alls ekki óréttlátt. Luton dró fram skotskóna á ný en fékk að vísu góða aðstoð varnar- manna Birghton á Goldstone Ground. Ricky Hill skoraði fyrst fyrir Luton og síðan gerði Gary Stevens sjálfsmark, 0-2. í síðari hálfleik komu fjögur mörk á fjór- ' um mínútum. Andi Ritchie 1:2, Hill 1:3, Tony Grealish 2:3 en loks kom sjálfsmark Jimmys Case, 2:4, góður sigur Luton í Höfn. Tottenham sótti mjög gegn Sunderland en slök framlína og svipuð vörn komu í veg íyrir sigur, sem oft áður. Ricky Villa átti stór- leik á miðjunni hjá Tottenham sem náði forystu á 19. mínútu með marki Terrys Gibson. Fjórum mín- útum fyrir leikslok var dæmd víta- spyrna á Graham Roberts og úr henni jafnaði Stan Cummins. Coventry sótti nær látlaust gegn Swansea en liðið frá Wales varðist vel og Nigel Stevenson hélt Mark Hateley alveg niðri. Tvö bestu fær- in féllu síðan í hlut Swansea, Bobs Latchford og Darrens Gale, en Les Sealey varði vel í bæði skiptin. Enn skorar Justin Fashanu fyrir Notts County, nú sigurmarkið gegn Arsenal, og þetta var fimmti ósigur Lundúnaliðsins á útivelli í röð. Ian Painter er nýja stjarnan hjá Stoke. Hann lék sinn fimmta leik með aðalliðinu á laugardag, gegn Ipswich, og skoraði sitt þriðja mark sem reyndist nóg til að tryggja Stoke stigin þrjú. Welski landsliðsbakvörðurinn Kevin Ratcliffe skoraði sigurmark Everton í Norwich. Heimaliðinu, tókst ekki að jafna og gerði þar með vonir undirritaðs um málsverð á kostnað Tímans að engu. - VS. United sótti nær látlaust og vann Forest sanngjarnt Einhver allra þýðingarmesti leikurinn í l.deildinni á laugar- dag var viðurcign Manchester United og Nottingham Forest á Old Trafford. Félögin höfðu mæst á sama stað þremur dögum áður í deildabikarnum og þá sigr- aði United 4-0. Forest tókst ekki að skora mark frekar en þá en tvö mörk United í síðari hálfleiknum tryggðu liðinu sanngjarnan sigur og áfram annað sætið en United er enn tíu stigum á eftir efsta liðinu, Liverpool. United sótti mest allan leikinn. Forest lá í vörn og olli miklum vonbrigðum en sterkur varnar- leikur virtist ætla að duga gegn United lengi vel. Bryan Robson fékk tvö ágæt færi í fyrri hálf- leiknum, Steve Sutton mark- vörður Forest varði vel frá Gor- don McQueen og Steve Hodge bjargaði á línu á 40. mínútu. Eina færi Forest í fyrri hálfleik kom á síðustu sekúndunum; Gary Bail- ey markvörður United varði þá gíæsilega skot Ians Wallace. Sama var uppi á teningnum í síðari hálfleik, United sótti en Forest varðist. Á 63. mínútu kom loks mark. Norman Whiteside lék á Willie Young en var síðan felldur af Stuart Gray innan víta- teigs Forest. Unsvifalaust dæmd vítapyrna sem Steve Coppell skoraði úr. Rétt á eftir fékk Arn- old Muhren knöttinn, eftir undir- búning Robsons og Franks Stap- leton, og skoraði úr auðveldu færi, 2-0. Sex mínútum fyrir leikslok fékk Forest sitt annað færi í leiknum. Varamaðurinn Chris Fairclough náði góðu skoti að marki United en Bailey tókst að slá knöttinn í þverslána. Úr- slitin 2-0, þrjú stig verðskuldað til United. -VS Steve Coppell skoraði fyrra mark United úr vítaspyrnu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.