Þjóðviljinn - 17.02.1983, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 17.02.1983, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 17. febrúar 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5 Varanleg ki ördæmaskipan Páll Bergþórsson skrifar Á 10 eða 20 ára fresti lengst af þessari öld hafa gosið upp deilur um kjördæmaskipan til Álþingis- kosninga hér á landi. Þetta stafar af því að ávallt hafa menn einblínt of mikið á lausnir sem lagfærðu ástandið aðeins í bili, en innan skamms töldu menn vera aftur komið upp misrétti sem þurfti að leiðrétta á ný. Réttara væri að hugsa lengra fram í tímann, loka til dæmis ekki augunum fyrir hugsanlegum fólks- flutningum milli kjördæma og fjölgun (eða fækkun) þjóðarinnar. Eftir því má svo setja fram einhvers konar reikningsreglu, sem ákveður fjölda þingmanna hverju sinni eftir mannfjölda kjördæmanna. Þó skai tekið fram að ekki er nauðsynlegt fremur en menn vilja að sú tala fáist með því að deila í mannfjöld- ann með ákveðinni tölu, heldur er hægt að fá fram það misvægi at- kvæða sem hæfilegt þykir. Hér skal nú skýrt frá reiknings- reglu sem hefði verið vel nothæf síðustu 50 ár til þess að ákveða þingsætafjölda hvers kjördæmis mjög í líkingu við það sem raunin var á, auk þess sem reglan hefði tryggt allvel jöfnuð milli þing- flokka. Það er reiknað með að kjördæmin hefðu verið þau sömu og nú eru. Fjöldi þingmanna í hverju kjördæmi, að meðtöldum uppbótarmönnum, væri fundinn eftir reikningsreglunni: Tekin er kvaðratrót af mannfjölda kjör- dæmisins og deilt í hana með 20. Af þeim þingsætum hvers kjördæmis sem þannig reiknast skal svo fimmta hvert vera uppbótarsæti. Til að úthluta uppbótarsætum mætti raða þeim á flokkana eins og gert hefur verið. En þegar komið er að tilteknu sæti sem ákveðinn flokkur hlýtur, koma ekki lengur til greina þau kjördæmi, sem þegar hafa hlotið alla sína uppbótarmenn. Heldur fellur sætið í skaut þeim frambjóðanda flokksins í hinum kjördæmunum, sem hefur flest at- kvæði þeirra sem ekki náðu kjöri, samkvæmt þeim hlutfallskosningá- reglum, sem í gildi eru, t.d. rneðal- talsreglu. Eftir þessu getur tala þingmanna samtals ýmist verið stök eða jöfn, en við því má gera með því að bæta við einu uppbótar- sæti í því kjördæmi, sem næst stæði því að fá einn þingmann í viðbót. Sem dæmi má nefna, að mann- fjöldinn 10000 í kjördæmi gefur 5 þingmenn, en 90000 gefa af sér 15 þingmenn. Þetta veldur auðvitað vissu misvægi atkvæða, en mjög í stíl við það sem hefur tíðkast síð- ustu áratugi, hvort sem mönnum finnst það nú réttlátt eða ekki. Hver hefði svo fjöldi þingmanna í hverju kjördæmi verið síðustu ára- tugi eftir þessari reglu? Til að svara því skal hér birt tafla yfir útkomuna samkvæmt manntali 1940, 1960 og 1981. Útreiknaður fjöldi þingmanna eftir kvaðrat-reglu 1940 1960 1981 Þingm. Þar af Þingm. Þar af Þingm. Þar af alls uppb.s. alls uppb.s. alls uppb.s. Reykjavík .. 10 2 13 3 15 3 Reykjanes 5 1 8 2 11 2 Vesturland .. 5 1 5 1 6 1 Vestfirðir 6 1 5 1 5 1 Norðurl. vestra ... 5 1 5 1 5 1 Norðurl. eystra ... 7 1 7 1 8 2 Austurland ... 5 1 5 1 6 1 Suðurland ... 6 1 6 1 7 1 Alls 49 9 54 11 63 12 Þingsæti í reynd 49 11 60 11 60 11 Ef aðferð í líkingu við þessa væri ákveðin í stjórnarskrá, er sýnilegt að ekki þyrfti að breyta henni eins oft og raunin hefur orðið á, og flestir munu telja, að slík festa í stjórnskipun væri æskileg. Klara og Kvikmyndaklúbbur Alliance Francaise sýnir í kvöld, fimmtu- dag, myndina Klara og félagar og eru sýningar í E-sal Regnbogans kl. 20.30. Myndin Klara og félagar var erð árið 1981 af Jacques Monnet. aðalhlutverkum eru Isabeile Adjani, Thierry Lhermitte, Daniel félagar Auteuil, Josiane Balasko og Mari- anne Sergent. Tónlist er eftir Mich- el Jonasz. Myndin segir sögu nokkurra fé- laga, fjögurra stráka og tveggja stelpna, sem hafa stofnað saman áhugamanna rokk-hljómsveit. Þau eru stór börn, á aldrinum 25-30 ára, sem vilja ekki stækka. Fundur þeirra og Klöru (lsabelle Adjani) raskar öllu lífi þeirra og í litla hópn- um þeirra. „Klara og félagar" er mjög skemmtileg gamanmynd, en sam- tölin og aðstæðurnar eru undir á- hrifum frá kaffileikhúsunum: Allir leikarar myndarinnar, utan Isa- belle Adjani, urðu til í þessum nýja afar sérstaka kímniskóla. Allar upplýsingar um kvik- myndaklúbbinn og aðild að Al- liance Francaise er að fá í símum 23780 og 17621. sjónarhorn „Ljóst er að ofan ófiskgengu fossanna, Hestafoss og Búða, eru mikil og góð hrygningar- og uppeldis- V skilyrði fyrir lax og annan göngufisk f er vafalaust margfaldaði laxagengd í Þjórsá frá því sem nú er, þegar laxinn hefði náð þar fótfestu“. Vaxandi umsvif í fiskvegagerð á Suðurlandi Hestafoss í Árneskvísl Þjórsár. Töluvert flóð er í ánni. Ljósm. EH. Ægissíðufoss í Ytri Rangá, skammt neðan við Hellukauptún. Fiskvegur vinstra megin á myndinni, byggður 1982.(Ljósmynd EH) Einkennileg náttúrusmíð í Árneskvísl Þjórsár. Eins konar hleri, sem áin hefur heflað, stendur upp á rönd. Veiðimaður stendur á eyrinni rétt neðar. Lengst af hefur tiltölulega lítið verið um fiskvegaframkvæmdir á Suðurlandi samanborið við aðra landshluta. Af um 30 slíkum mannvirkjum, sem byggð höfðu verið á jafnmörgum árum eftir seinni heimsstyrjöldina, voru aðeins tveir fiskvegir á Suður- landi. Annar er í fossinum Faxa í Tungufljóti í Árnessýslu en hinn í Volalæk, skammt frá Skeggja- stöðum í Hraungerðishreppi. Hins vegar komst verulegur skriður á þetta mál á s.l. ári þegar byggðir voru tveir fiskvegir á vatnasvæði Rangánna, og ráða- gerðir eru uppi um fiskvegagerð á a.m.k. tveimur stöðum á vatna- svæði Þjórsár. Ástæða þess hve lítið hefur verið um framkvæmdir af nefndu tagi á Suðurlandi er líklega fyrst og fremst sú, hvað göngufiskur á víða greiða leið um árnar og gengur langt inn í land án fyrir- stöðu. í Stóru-Laxá fer laxinn lengst hér á landi eða um 100 km vegalengd frá sjó. Þess má geta, að Gullfoss er 90 km frá sjó. Rangársvœðið Á s.l. sumri var byggður fisk- vegur í Ægissíðufoss í Ytri- Rangá, en þar hafði göngufiskur ekki átt nægjanlega greiða leið um fossinn. Næsta hindrun í ánni sem er alger, er Árbæjarfoss, en hann er í ánni skammt ofar en Hellukauptún. Ráðgert er að gera þann foss fiskgengan á næst- unni. Það er Veiðifélag Rangæ- inga, sem tekur til vatnasvæðis Rangánna,sem stóð fyrir fisk- vegagerðinni. Einnig lét félagið gera fiskveg í Skútufoss í Fiská s.l. sumar, en sá foss va^ alger hindrun fyrir göngufisk. Auk þessara fiskræktarframkvæmda stefnir félagið að því að auka sjó- birtingsrækt á félagssvæði sínu með sleppingu slíkra seiða í veru- legum mæli í vatnasvæðið. Al- kunna er, að Rangárnar hafa ver- ið þekktar meðal veiðimanna langa hríð sem skemmtilegt og gott sjóbirtingssvæði. Á seinni árum hefur komið til sögunnar nokkur laxveiði. Þannig hafa veiðst síðustu ár um 100 laxar sum árin. Hins vegar hefur sil- ungsgengd farið minnkandi, að dómi margra. Nú ætla menn að unnt verði með myndarlegu átaki að auka sjóbirtingsgengd mikið á næstu árum og vatnasvæðið muni þannig endurheimta sína fyrri frægð. Vonandi tekst að ná góð- um árangri í þessu efni. Vatnasvœði Þjórsár Þá er í bígerð á vegum Veiðifé- lags Þjórsár að bæta gönguskil- yrði fyrir laxinn um ána og koma fiskinum inn á ný svæði á efri hluta árinnar. Annars vegar er þannig stefnt að því að byggja fiskveg um Urriðafoss og hins vegar að opna laxi leið um Hest- afoss í Árneskvísl Þjórsár, hjá Læk, og um Búða í Þjórsá sjálfri hjá Árnesey. Ljóst er, að ofan ófiskgengu fossanna, Hestafoss og Búða, eru mikil og góð hrygningar- og upp- eldisskilyrði fyrir lax og annan göngufisk, er vafalaust margfald- aði laxagengd í Þjórsá frá því sem nú er, þegar laxinn hefði náð þar fótfestu. Nefndir fossar eru 48 km frá sjó og með tilkomu fisk- vega um þá myndi laxi og öðrum göngufiski opnast um 25 kin svæði í Þjórsá, en það er frá foss- unum að Þjófafossi. Auk þess mundi laxinn komast í ýmsar bergvatnsár, sem falla í Þjórsá á þessu svæði, eins og Fossá í Þjórs- árdal. Sumarið 1974 var sleppt í til- raunaskyni á vegum Veiðimála- stofnunar verulegu magni af laxa- seiðum frá Kollafjarðarstöðinni í Rauðá og Fossá í Þjórsárdal. Ár- angur þessara sleppinga og ann- arra slíkra, sem fram fóru á vatn- asvæðinu, svo sem í Kálfá í Gnúpverjahreppi, og leigutakar svæðisins, stangveiðifélagið Ár- menn stóðu fyrir, gaf glæsilega svörun í veiðunum 1977-1979. Þessi ár veiddust til viðbótar ár- legu meðaltali veiði í Þjórsá um 7 þúsund laxar. Smáseiðaslepping sannaði þannig gildi sitt rækilega. Þessi tilraun sýndi hve smá- seiðaslepping getur verið árang- ursrík og fjárhagsiega arðvænleg. Hvorttveggja kemur sem viðbót; annars vegar náttúruleg fram- leiðsla með sleppingu smáseiða á hið ófiskgenga svæði og hins veg- ar aukin veiði í búnað, sem þegar er fyrir hendi og eykur þar af Einar Hannes- son skrifar leiðandi ekki stofn- eða reksturs kostnað við netaveiðina. Nær öll laxveiði í Þjórsá hefur verið neta- veiði. Með byggingu klak- og eldisstöðvarinnar í Fellsmúla í Landssveit hefur hagur fiskrækt- armála á vatnasvæði Þjórsár vænkast mjög og má búast við að á næstu árum muni verða bylting í laxagengd á svæðinu. Einar Hanncsson Einar Hannesson hefur starfað hjá Veiðimálastofnun allt frá 1947, lengst af sem fulltrúi veiði- málastjóra. Fjallar hann í þvi starfí ekki hvað síst um hinn fé- lagslega þátt veiðimálanna. Einar hefur starfað mikið að bindind- ismálum og stjórnmálum og skrif- að fjölda greina um veiðimál, bindindismál og stjórnmál í blöð og tímarit.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.