Þjóðviljinn - 01.03.1983, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 01.03.1983, Qupperneq 1
. Þriðjudagur l..mars 1983 ÞJóÐVlLJlNN — StÐA 9 íþróttir —l Umsión: ViðirSigurðsson — Arsenal áfram Arsenal og Burnley eru komin í 8-liða úrslit ensku bikarkeppninn- ar í knattspyrnu. í gærkvöldi sigr- aði Arsenal Middlesboro 3-2 og mætir Aston Villa á heimavelli og Burnley fær einnig heimaleik, gegn Sheffield Wednesday, í kjölfar 1-0 sigurs á Crystal Palace í gærkvöldi. - VS B-keppnin í handknattleik: „Sjokkið” kom í síðari hálfleik Heimsmet Coghlan Hinn 30 ára gamli íri, Eamonn Coghlan, setti í fyrradag nýtt heimsmet í míluhlaupi á móti í New Jersey Meadowland í Bandaríkjun- um. Hann varð fyrstur til að hlaupa þessa vegalengd á styttri tíma en 3:50,00 mín, klukkan sýndi 3:49,78. Annar varð landi hans, Ray Flynn, og Steve Scott frá Bandaríkjunum þriðji. Þetta var sjöundi sigur írans á þessari vegalengd og hann hefur aldrei verið betri en einmitt nú. Það hefur kannski hjálpað Cog- hlan að hann gjörþekkti brautina, hann hjálpaði nefnilega til við hönnun hennar á sínum tíma! - VS Ómar til Víkings? Ómar Björnsson, einn besti leikmaður 2. deildarliðs Reynis frá Sandgerði í knattyyrnu, gengur líklega yfir í raðir Islandsmeistara Víkings. Hann hefur æft með þeim að undanförnu og um helgina skoraði hann mark í 3-0 sigri Vík- ings á Fylki í æfingaleik. - VS ögmundur meiddur Ögmundur Kristinsson, mark- vörður íslandsmeistara Víkings í knattspyrnu, missir líklega af hluta Reykjavíkurmótsins vegna meiðsla í öxl. Jón Þorbjörnsson, varamarkvörður liðsins í fyrra, hef- ur ekkert æft og stöðu Ögmundar tekur því 18 ára piltur, Jón Otti Jónsson. „Þessi úrslit í leik Spánverja og Svisslcndinga urðu mikið áfall fyrir okkur. Allir eru hrikalega svekktir og sárir en það þýðir ekkert að fást um þetta, við gátum ekkert við þessu gert. Nú er fyrsta mál á dag- skrá að rífa mannskapinn upp á nýjan leik og einbeita sér að keppn- inni í neðra hlutanum. Við komum til með að hafa upptökur frá leikjum allra þeirra þjóða sem við maetum þar og nú er verkefnið að forðast fall niður í C-grúbbu“, sagði Hilmar Björnsson landsliðs- þjálfari í handknattleik eftir leik fs- lands og Belgíu í gærkvöldi. ísland sigraði 23-20 en það dugði skammt, fyrir þann leik tryggðu Svisslend- jngar sér afar óvænt annað sætið með sigri á Spánverjum, 23-22, og skoruðu þrjú síðustu mörkin í leiknum á síðustu þremur mínút- unum. Eftir frábæra frammistöðu gegn Sviss er draumurinn um sæti í efri hlutanum fyrir bí. Það var markatalan úr innbyrðis leikjum Spánar, Sviss og íslands sem réði úrslitum, samkvæmt regl- um keppninnar skiptu aðrir leikir ekki máli í því sambandi. Þar af leiðandi hafði enga þýðingu hve stóran sigur Islendingar ynnu á Belgum, stríðið var tapað. „Við sáum ekki lokamínúturnar Sviss skoraði þrjú mörk á loka- mínútunum gegn Spánverjum og gerðu vonir Islands að engu Þorbergur Aðalsteinsson „bjarg- aði“ leiknum gcgn Belgum í gær- kvöldi. örlagaríku í leik Spánar og Sviss, þar sem við vorum að hita upp frammi á gangi“, sagði Hilmar. „Það var strax reynt að rífa mann- skapinn upp og fyrri hálfleikurinn gegn Belgum gekk vel. Ég tel að „sjokkið" hafi komið í síðari hálf- l'eijí, þá hafi menn loks verið búnir að átta sig á að allt var tapað. Leikurinn stefndi í óefni, Belgar náðu forystu, en það var Þorbergur Aðalsteinsson sem bjargaði okkur nteð þýðingarmiklum mörkum undir lokin.“ Leikurinn var jafn í byrjun, Belgía var m.a. yfir 4-3, en þá tók ísland leikinn í sínar hendur. Krist- ján Arason var óstöðvandi, skoraði með sjö þrumufleygum í fyrri hálfleiknum og úr vítakasti að auki. Staðan í hálfleik var 14-8 og allt stefndi í yfirburðasigur. Síðari hálfleikurinn byrjaði þokkalega, ísland komst í 15-8, síðan 17-11 og 18-13, en þá hrökk allt í baklás og hver vitleysan rak aðra í sókn og vörn. Belgar gengu á lagið, og liðið sem skoraði fimm mörk í öllum leiknum gegn Spán- verjum raðaði þeint nú inn eins og af færibandi og eftir sex slík í röð Island leikur fyrst við Búlgaríu í fallslagnum Úrslit leikja í riðlakeppninni í Hollandi urðu þessi: A-riöill: Svíþjóð-Búlgaría............27-16 Ungverjal.-Israel...........28-13 Svíþjóð-Ísrael..............28-21 Ungverjal.-Búlgaría.........25-15 Ísrael-Búlgaría.............24-23 Ungverjal.-Svíþjóð..........26-19 Ungverjaland ....3 3 0 0 79-47 6 Svíþjóð..........3 2 0 1 74-63 4 ísrael...........3 1 0 2 58-79 2 Búlgaría.........3 0 0 3 54-76 0 B-riðill: Tékkar-Holland............24-8 V.Þýskal.-Frakkland.......22-18 Tékkar-Frakkland..........25-21 V.Þýskal.-Holland.........19-10 Fraitkland-Holland........19-19 V.Þýskal.-Tékkar..........17-16 V.Þýskaland......3 3 0 0 58-44 6 Tékkóslóvakía ... 3 2 0 1 65-46 4 Frakkland........3 0 1 2 58-66 1 Holland..........3 0 1 2 37-62 1 C-riðill: Spánn-ísland ................23-16 S viss-Belgía................26-19 Island-Sviss................19-15 Spánn-Belgía................20-5 Sviss-Spánn.................23-22 Ísland-Belgía...............23-20 Spánn.............3 2 0 1 65-44 4 Sviss.............3 2 0 1 64-60 4 ísland............3 2 0 1 58-58 4 Belgía............3 0 0 3 44-69 0 Þessi úrslit þýða að íslendingar mæta Búlgörum í Doetinchem annað kvöld í neðri hluta keppn- innar. Síðan verður leikið við Isra- el á fimmtudag, Frakka á laugar- dag og loks Hollendinga á sunnu- dag. var staðan orðin 19-18, Belgíu í hag. Þá kom að þætti Þorbergs. Hann jafnaði 19-19 og aftur 20-20, Krist- ján skoraði úr vítakasti, þá Þor- bergur eina ferðina enn og ioks innsiglaði Alfreð Gíslason sigurinn með miklum þrumufleyg, 23-20. Heiðrinum, sent stefnt var í voða, var bjargað með þokkalegum lok- akafla, en hver láir strákunum að ntissa einbeitinguna: þeir voru fáir sem veðjuðu gegn íslandi eftir si- gurinn sæta á Svisslendingum. Stórleikur Kristjáns í fyrri hálf- leik og þáttur Þorbergs undir lokin ásamt ntarkvörslu Brynjars Kvar- an voru ljósu punktarnir í þessurn dapra landsleik íslands og Belgíu. Vörnin var ekki sannfærandi og vitleysurnar voru fjölmargar. Þó var fyrri hálfleikurinn sem heild ágætur en unt þann síðari er best að hafa sem fæst orð. Kristján Arason var ntarka- hæstur íslensku leikmannanna, skoraði 9 mörk, þar af tvö úr vítak- östum. Þorbergurskoraði4, Bjarni Guðmundsson og Páll Ólafsson 3 hvor, Alfreð Gíslason, Guðmund- ur Guðmundsson, Ólafur Jónsson og Steindór Gunnarsson eitt hver. Eina ferðina enn verðum við fyrir sárum vonbrigðum á stórmóti í handknattleik. Að þessu sinni verður tæpast dreginn fram söku- dólgur, menn reiknuðu aldrei með því að Svisslendingum tækist að sigra Spánverja. En, orsökin fyrir því að við megum sætta okkur við þriðja sætið er augljós; hún er, þeg- ar upp er staðið, slæleg framnti- staða í fyrsta leiknum, gegn Spán- verjum. Það verður endalaust hægt að naga sig í handarbökin, af hverju þurfti sá leikur að tapast með sjö mörkum þegar sex marka tap hefði komið okkur í annað sæt- ið? Við þetta fæst ekkert ráðið, enginn veit sína ævina fyrr en öll er, og nú er ekkert hægt að gera nema bíða leikjanna unt 7.-12. sætið. Andstæðingar okkar þar verða Frakkar, Hollendingar, ísrael og Búlgaría ásamt Belgíu sem þegar hefur unnist sigur á, og aðeins ein þessarra þjóða má verða fyrir ofan okkur, annars bíður íslenska lands- liðsins þátttaka í næstu C-keppni. - VS Juventus loks að komast á skrið ítölsku meistararnir í knatt- spyrnu, Juventus, virðast vera að fara í gang á réttum tíma. Þeir leika annað kvöld við Fvrópumeistara Aston Villa í Birmingham í Evrópu- keppni meistaraliða og um helgina unnu þeir sinn annan stórsigur í röð í ítöisku 1. deildinni, 4-0 gegn Udinese. Frakkinn Michel Platini var maðurinn á bak við sigur Juventus og hefur leikið frábærlega að undanförnu. Hann skoraði tvö markanna, Zbigniew Boniek og Marco Tardelli eitt hvor. Efsta lið- ið, AS Roma, gerði jafntefli við Cesena, 1-1, á útivelli en Verona vann á, sigraði Pisa 2-1. Roma hef- ur 31 stig, Verona 27 og Juventus 26 stig. Asgeir bestur Ásgeir Sigurvinsson var lang- besti leikmaður Stuttgart sem gerði jafntefli við Atla Eðvaldsson og fé- laga frá Fortuna Dússeldorf, 1-1, í vesturþýsku Bundesligunni. Dus- end skoraði fyrir Dússeldorf en Kempe jafnaði fyrir Stuttgart. Hamburger SV sigraði Leverk- usen 3-0 og Bayern Múnchen mal- aði Armenia Bielefeld 5-0. Hamb- urger og Bayern hafa því 32 stig hvort, en Borussia Dortmund, sem sigraði Eintracht Braunschweig 3- 2, er þriðja með 31 stig. Stuttgart kemur næst með 29 stig. Erfitt hjá Lokeren Lokeren, lið Arnórs Guðjohnsen í Belgíu, á erfiðan útileik fram- undan gegn Molenbeek í 8-Iiða úr- slitum bikarkeppninnar eftir að liðin gerðu markalaust jafntefli um helgina á heimavelli Lokeren. Önnur „íslendingahð" eru fallin útúr bikarnum. Lens í öldudal Lens, félag Teits Þórðarsonar í Frakklandi, tapaði sínum þriðja leik í 1. deildinni í röð um helgina og er fallið niður í sjötta sætið. Karl Þórðarson lék ekki með Laval vegna meiðsla en liðið gerði jafn- tefli, 0-0, við Nancy. Nantes tapaði 2-0 í Strasbourg en hefur áfram sjö stiga forskot með 39 stig, því Bor- deaux tapaði 2-0 fyrir Paris St. Germain. Bordeaux hefur 32 stig, Paris 31 og Laval 30 stig. 70,000 púuðu Um 70,000 púuðu á Barcelona sem tapaði óvænt 0-2 á heimavelli fyrir næstneðsta liðinu Real Sant- ander. Real Madrid vann Salam- anca með marki Isidoro San Jose og Bilbao sigraði Sporting Gijon 3-0. Real Madrid hefur 39 stig, Bil- bao 38 og Barcelona 36 stig. Ajax missti stig f Hollandi tapaði Ajax stigi til Sparta Rotterdam á útivelli í 1-1 jafntefli en Feyenoord vann PEC Zwolle 3-0 úti. Þá munar aðeins einu stigi á þessum frægu félögum, Ajax hefur 38 stig gegn 37 hjá Fey- enoord. - VS Michel Platini átti frábæran leik með Juventus um helgina og skoraði tvö stórkostleg mörk.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.