Þjóðviljinn - 01.03.1983, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 01.03.1983, Qupperneq 3
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 1. mars 1983 *:1 < Þriðjudagur 1. mars 1983 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11 Island eina B þjóðin til að sigra A-þjóð! ísland varð eina „B-þjóðin“ til að bera sigurorð af „A-þjóð“ í riðlakeppni B-hluta heimsmeistaramótsins í handknattleik sem nú stendur yfir í Hollandi. Sigurinn á Sviss í fyrradag, 19-15, varð sá eini til að raska þeirri styrkleikaröð sem liðun- um var raðað eftir í riðlana. Eftir tapið gegn Spánverjum á föstudagskvöldið tóku okkar menn sig saman í andlitinu, börðust til sigurs, og árangurinn varð eftir því. Fyrstu tíu mínútur leiksins ein- skorað fyrsta mark síðari hálfleiks kenndust fyrst og fremst af gífur- legri taugaspennu beggja liða. Áhorfendur studdu vel við bakið á íslenska liðinu og vel heyrðist í þeim íslendingum sem á pöllunum sátu. Svisslendingar léku „5-1“ vörn og tókst strax í byrjun að trufla söknarleik íslenska liðsins verulega. Þá var markvörðurinn Peter Hurleman vel með á nótun- um strax í upphafi, varði hvert skotið á fætur öðru, og það var ekki fyrr en íslensku strákarnir fóru að skjóta á hann niðri sem eitthvað fór að ganga. Sviss tók forystuna eftir rúmar 5 mínúturen Alfreð Gíslason jafnaði með miklu þrumuskoti skömmu síðar. Honum var vikið tvívegis af leikvelli með stuttu millibili á upp- hafsmínútunum, enda var ekkert gefið eftir í varnarleiknum hjá ís- lenska liðinu. „Þetta voru frábærir dómarar", sagði Alfreð eftir leikinn, „en túlkunin hjá þeim var nokkuð frábrugðin því sem við höf- um vanist á alþjóðavettvangi hing- að til.“ Kristján og Bjarni komu íslandi í 3-1 og Island var yfir í leiknum eftir það. Þriggja marka forskot náðist, 7-4, 8-5 og 10-7, en Svisslendingar áttu lokaorðið í fyrri hálfleik, skoruðu þá úr vítakasti, staðan 10- 8 í hálfleik. Eftir að Svisslendingar höfðu breyttist staðan í 13-9, íslandi í vil, síðan í 14-10 og 15-11. Sviss minn- kaði muninn í 15-13 og síðan 16-14 með mjög umdeildu marki, knött- urinn fór í þverslána og niður. Því svöruðu Páll Ólafsson og Kristján Arason, 18-14 þegar fjórar mínút- ur voru eftir. Sviss skoraði úr víta- kasti en Páll innsiglaði sigurinn, 19- 15, ' íslenska liðið yfirvann tauga- veiklunina snemma eftir storma- samar uþphafsmínútur og það hafði mikil áhrif á gang leiksins. Varnarleikurinn var virkilega góð- ur og Brynjar Kvaran í miklum ham í markinu, einkum í síðari hálfleiknum, en alls varði hann 11 skot. Einar Þorvarðarson kom einu sinni inná og spreytti sig á vít- akasti; án árangurs. Sóknarleikurinn var allt annar handleggur og nýtingin þar var ein- ungis 39%, sú sama og í leiknum gegn Spánverjum. Hraðaupp- hlaupin voru sterkasta vopnið, þau gengu vel upp og gáfu mörg mörk. Guðmundur Guðmundsson var besti maður íslenska liðsins, lék mjög vel og skoraði úr fjórum skottilraunum af fimm. Brynjar og Alfreð stóðu ekki langt að baki, og var mikið klappað fyrir hinum glæsilegu mörkum Alfreðs. Hann og Kristján Arason létu þá hinn snjalla Hurleman verja mikið frá sér, hvor um sig átti fimm skot sem höfnuðu í höndum hans. Páll Ólafsson átti einnig góðan leik og í heild komst liðið vel frá þessari viðureign. Kristj án Arason skoraði 5 mörk í leiknum, þrjú úr vítaköstum. Al- freð og Guðmundur skorðu 4 hvor, Páll 3, Sigurður Sveinsson 2, annað úr vítakasti, og Bjarni Guðmunds- son eitt. „Allir lögðu allt sitt undir“ Alfreð Gíslason var geislandi af ánægju í leikslok eins og reyndar aðrir leikmenn íslenska liðsins. „Svissneski markvörðurinn var mjög góður og útsjónarsamur, og hafði greinilega stúderað okkur vel. Við vorum seinir til með að byrja að skjóta á hann niðri en þá fór okkur líka að ganga betur Hraðaupphlaupin léttu undir með sóknarleiknum og höfðu mikið að segja. Allir lögðu allt sitt undir og nú verðum við bara að vona það besta með framhaldið. Við fengum mikinn stuðning frá áhorfendum í þessum leik, bæði íslenskum og öðrum, og það efldi okkur mikið“, sagði Álfreð. „Barátta í vörninni“ „Fyrir leikinn við Spánverja áttu menn von á tapi en nú settum við allt á fullt. Við vorum búnir að skoða lið þeirra vel og því vil ég m.a. þakka þennan sigur. Það var mikil barátta í vörninni sem í heild lék mjög vel og það var gott að spila fyrir aftan hana“, sagði markvörð- urinn snjalli, Brynjar Kvaran, sem hvíldi í leiknum við Spánverja. Guðmundur Guðmundsson var besti leikmaður íslcnska liðsins gegn Sviss á sunnudag. „Samstaða og vilji“ „Þetta var erfitt, en við lögðum allt í þennan leik og sigurinn hafðist með samstöðu og vilja. Þetta var enginn toppleikur, langt í frá, og mikið um mistök á báða bóga. Keppnisandinn var allt ann- ar og betri fyrir þennan leik en fyrir Spánarleikinn. Þá skemmdi fyrir okkur að við héldum okkur ekki eiga neina möguleika, núna vorum við ákveðnirí að sigra“, sagði Guð- mundur Guðmundsson, besti leikmaður íslenska liðsins. „Ákveðnir í að brotna ekki“ „Við náðum upp góðri stemmn- ingu og vorum ákveðnir í að brotna ekki niður eftir tap í fyrsta leiknum. Okkur tókst það sem við ætluðum, og ég tel að það sem hafi fyrst og fremst farið með Svisslend- ingana hafi verið þeirra eigin taugaslappleiki“, sagði Kristján Arason. Honum gekk illa að skora hjá Hurleman og sagði um það: „Eftir upplýsingum að dæma átti hann að vera slakur uppi og þar skutum við því mikið framan af en þá kom í ljós að hann varði allt í þeirri hæð.“ „Tvöfaldur sigur“ Hilmar Björnsson landsliðs- þjálfari þurfti ekki mörg orð: „Þetta var tvöfaldur sigur hjá mér í dag og mér líður bara vel. Konan átti strák í morgun og við sieruðum Svisslendingana!" ~ GM/VS Þorbergur eyðilagði veðmál fyrir Hemma! Þorbcrgur Aðalsteinsson eyðilagði veðmál fyrir Her- manni Gunnarssyni, útvarps- manninum góðkunna, á loka- inínútu leiksins. Hcrmann hafði veðjað við svissneska kollega sína, ekki aðeins um að ísland myndi sigra, heldur að lokatöl- urnar yrðu 20-15. Þorbergur komst í dauðafæri á lokasek- úndunum og skoraði en markið var dæmt af, hann hafði stigið á línu! - GM/VS Baráttu og stor ur Jon færðu KR-ing sigur Úrvalsdeildarlið KR í körftukn- attleik hefur tekið algerum stakka- skiptum síðan hinn leikreyndi kappi, Jón Sigurðsson, tók við þjálfuninni fyrir skömmu. Þá hafði liðið tapað sjö leikjum í röð og fall blasti við, KR var slakasta liðið í úrvalsdeildinni að flestra mati. Nú hefur hlutunum verið snúið við, kraftur og leikgleði einkennir KR- inga þessa dagana og á sunnudag- inn komust þeir upp að hlið Fram- ara á botni deildarinnar með því að sigra þá sanngjarnt, 82-73. Jón átti sjálfur stórleik, hann var ó- stöðvandi í síðari hálfleiknum, skoraði síðustu stig leiksins á glæsi- legan hátt, lék með knöttinn yflr miðjuna, leit á klukkuna og skaut, knötturinn sveif ofaní körfuna, um leið og flautað var af; endirinn gat ekki verið betur við hæfi. Fram byrjaði betur og komst í 17t8. KR jafnaði fljótlega eftir miðjan fyrri hálfleik og komst yfir í fyrsta skipti rétt fyrir hlé, 33-31, og hafði forystu í hálfleik, 39-35. Fram jafnaði en í stöðunni 47-47 skeði umdeilt atvik. Ritari hafði gleymt að færa inn tvö stig KR- inga, og þrátt fyrir hávær mótmæli þeirra birtist 47-45, Fram í hag, á töflunni. Þetta var vendipunkturinn í leiknum; í stað þess að halda áfram röfli, efldust KR-ingar við mót- lætið, náðu strax tíu stiga forskoti, 61-51, og Framarar komust aldrei nær þeim en fjögur stig, 70-66, eftir það. Tvær síðustu mínúturnar var sigur KR ekki í hættu, þeir léku rólega og skynsamlega, héldu knettinum lengi, og þá kom vel í ljós hve ómetanlegt er að hafa leikmann á borð við Jón Sig. í sín- um röðum. Auk Jóns átti Stewart Johnson mjög góðan leik og hefur undirrit- aður ekki séð hann betri í vetur. Hittnin var góð og að auki beitti hann sér af kráfti í vörninni þar sem hann hirti slatta af fráköstum. Þá hlið á sér heíur „Stu“ verið feiminn leik liðanna Viðar Þorkelsson reynir að brjótast framhjá Stewart Johnson, KR-ingi, í fyrrakvöld. Mynd: -eik við að sýna hingað til. Páll Kol- beinsson lék virkilega vel og hefði að ósekju mátt vera notaður enn meira. Mikil barátta var í öllum KR-ingum og þeir uppskáru eins og til var sáð. Johnson skoraði 33 stig, Jón 25, Páll 10, Garðar Jóhannsson 8, Birgir Guðbjörnsson, Kristján Rafnsson og Þorsteinn Gunnars- son tvö hver. Hjá Fram stóðu Val Brazy og Viðar Þorkelsson uppúr. Léku báðir ágætlega og skoruðu bróðurpartinn af stigum liðsins. Þorvaldur Geirsson komst þokka- lega frá leiknum en lenti snemma í villuvandræðum og háði það hon- um nokkuð. Guðsteinn Ingimars- son átti ágæta kafla en óþarfa þras í dómurum skemmdi fyrir honum. Framarar sakna sárlega Símonar Ólafssonar, með hann innanborðs væru þeir tæpast í jafn ógnvænlegri stöðu og raun ber vitni. Barátta þeirra fyrir lífi sínu í deildinni verð- ur erfið í lokaumferðunum. þeir eiga eftir leiki gegn Val, ÍR og Keflavík, breiddin í liðinu er lítil og utan vallar vantar alla stemmningu hjá skiptimönnum og forráða- mönnum. Brazy skoraði 24 stig, Viðar 23, Þorvaldur 12, Ómar Þráinsson 8, Stefnir í úrslita- leik þann 19. mars Kristján Arason var markahæstur íslensku leikmannanna gcgn Sviss með 5 mörk, rétt eins og gegn Spánverjum á föstudagskvöldið. Aberdeen áfram efst Abcrdecn heldur áfram eins stigs blað. Frank McGarvey skoraði tvö vítaspyrnu og jöfnunarmark liðsins forystu í skosku úrvalsdeildinni í í síðari hálfleik og Murdo McLeod álokamínútunni vardæmtafvegna knattspyrnu cftir 3-1 sigur á Dund- eitt. Dundee United og Morton rangstöðu. ee á laugardaginn. Dundee var yfir skildu jöfn, 1-1, sömuleiðis Hi- Staðan í úrvalsdeildinni: í hálfleik, Ray Stephen skoraði. bernian og Motherwell. Jóhannes Aberdeen.25 18 4 3 54-17 38 Peter Weir jafnaði, Eric Black kom Edvaldsson og félagar í Motherw- Cehic....24 18 3 3 64-27 37 Aberdeen yfir með glæsilegri hjól- ell léku þó aðeins tíu lengst af því Unlted^ hestaspyrnu í þverslána og inn og Alistair Mauchlen var rekinn útaf. Hibernian.„......... 25 511 921-3121 Doug Bell innsiglaði sigurinn á lok- Andy Harrow skoraði rnark Mot- Dundee...........24 6 8 10 29-33 20 amínútunni. herwell. St.Mirren vann Rangers u'l!fluirren';;.?!! f ® Celtic vann Kilmarnock 4-0 en 1-0 með marki Tony Fitzpatrick, Mono™l..Z..Z.25 4 8 13 24-48 16 þurfti vítaspyrnu frá Charlie Nic- sem áður lék með Bristol City í 1. Kilmarnock.!!..25 2 8 15 18-60 12 holas rétt fyrir hlé til að komast á deildinni ensku. Rangers klúðraði -VS Frank McGarvey skoraði tvö marka Celtic, bæði með þrumu- fleygum. Keflvíkingar renndu sér upp að hlið Valsmanna á toppi úrvals- deildarinnar í körfuknattleik á föstudagskvöldið er þeir sigruðu ÍR-inga 84-82 í hörkuspennandi leik í Keflavík. Bæði lið hafa hlotið 24 stig þegar þremur umferðum er ólokið og allt stefnir því í úrslitaleik í Hagaskólanuni þann 19. mars en þar mætast félögin í lokaumferð- inni. Keflvíkingar voru yfir mest allan fyrri hálfleikinn en ÍR náði þó for- ystunni rétt fyrir hlé, leiddi þá 45- 44. ÍBK hófsíðan síðari hálfleikinn af miklum krafti, komst í 52-45, og hélt forskotinu það sem eftir var. Staðan: Staðan í úrvalsdeildinni í körf- uknattleik eftir leiki helgarinnar: Valur.........17 12 5 1526-1372 24 Keflavik......17 12 5 1420-1404 24 Njarövík.....17 8 9 1383-1404 16 ÍR............17 7 10 1316-1359 14 Fram..........17 6 11 1465-1488 12 KR............17 6 11 1434-1519 12 Um næstu helgi mætast Njarðvík-Keflavík, Fram-Valur og KR-ÍR. Litlu munaði þó undir lokin, stað- an var 84—76 þegar skammt var til leiksloka en ÍR hafði lagað stöðuna í 84-82 hálfri mínútu fyrir leikslok. Keflvfkingum tókst að halda knett- inurn þar til flautað var til leiksloka þrátt fyrir örvæntingarfullar til- raunir ÍR-inga og sigurinn var í höfn. Þorsteinn Bjarnason var stiga- hæstur Keflvíkinga, skoraði 20 stig. Brad Miley lék vel, einkum í vörninni, og skoraði 19, Jón Kr. Gíslason var með 18 stig, Axel Nik- ulásson 13, Björn Víkingur Skúla- son 12, og Óskar Nikulásson tvö. Pétur Guðmundsson og Kol- beinn Kristinsson voru bestir í liði ÍR-inga. Pétur skoraði 32 stig en Kolbeinn 18. Hreinn Þorkelsson og Jón Jörundsson skoruðu 8 stig hvor, Kristinn Jörundsson 6 og Gylfi Þorkelsson 4. ÍR-ingar geta enn ekki fagnað öruggu úrvals- deildarsæti þrátt fyrir góða leiki undanfariö, en þeint ætti ekki að verða skotaskuld úr að tryggja sér þau stig sem með þarf úr leikjunum við KR, Njarðvík og Fram. Guðsteinn 4 og Guðntundur Hall- grímsson tvö. Gunnar Valgeirsson og Þráinn Skúlason dæmdu ágætlega, þegar á heildina er litið. - VS. oruggir i úrvalsdeild Haukar úr Hafnarfirði eru nú öruggir með sœti sitt í úrvalsdeildinni í körfuknatt- leik nœsta vetur. Peir sigruðu 1S 66-64 í íþróttahúsi kennaraháskólans á fimmtu- dagskvöldið ogþurfa aðeins aðsigra botnlið Skallagríms til að tryggja sér endanlega sig- urinn. Hálfdán Markússon var stigahœstur lijá Haukum með 21 stig, Ólafur Rafnsson skoraði 17 og Pálmar Sigurðsson 12. Pat Bock skoraði 24 stigfyrir IS og Guðmundur Jóhannesson 23. Pór Akureyri á ennfrœðilega möguleika á að ná Haukum að stigunt eftir sigur á ÍS um helgina fyrir norðan, 87-86. Robert McFi- eld 37 og Jón Héðinsson 23 skoruðu mest fyrir Pór en Pat Bock 29, Guðmundur Jó- hannsson 24 og Gísli Gíslason 20 voru stiga- hœstir Stúdenta. Staðan í 1 .deildinni: Haukar.......14 12 2 1284-1012 24 ÍS...........15 10 5 1308-1088 20 PórAk...... 12 8 4 999-945 16 Grindavík... 13 2 11 964-1181 4 Skallagrímur.10 0 10 693-1022 0 Titillinn í höfn hjá KR- stúlkum KR tryggði sér íslandsmeistaratitilinn í 1. deild kvenna í körfuknattleik í fyrrakvöld með þvíað sigra ÍR 53-42 í Hagaskólanum. Linda Jónsdóttir skoraði 22 stig fyrir KR og Erna Jónsdóttir 10 en Guðrún var stigahœst hjá ÍR með lóstig. KR-stúlkurnar hafa unn- ið alla sína leiki og meistaratitillinn er í höfn þótt þœr eigi fjórum leikjum ólokið. A sunnudag léku einnig Haukar og ÍS og sigraði ÍS nokkuð örugglega, 42-29. í síð- ustu viku vann ÍR Hauka 51-41 og þar áður töpuðu Haukar 57-62 fyrir Njarðvík. Staðan í l.deild: KR.............12 12 0 811-471 24 ÍR........... 11 6 5 482-488 12 Njarðvík.......12 6 6 523-657 12 IS.............12 4 8 486-556 8 Haukar.........13 2 11 542-672 4 Meistarar þó 3 leikir séu eftir Próttarstúlkurnar tryggðu sér sigur í 1. deild kvenna í blaki um helgina er þœr sigr- uðu KA örugglega í Hagaskólanum á laugardaginn, 15-7, 15-8 og 15-11, eða 3- 0. Pœr hafa unnið alla leiki sína í deildinni og eiga enn eftir þrjá. IS tupaði öðru sinnifyrir Breiðabliki með nokkurra daga millibili, 3-0, og þar með hvarf þeirra möguleiki á að ná Prótti. Breiðablik, undir stjórn Gunnars Árnason- ar, sigraði 15-12, 15-12 og 15-7. Blika- stúlkurnar léku einnig við KA og sigruðu 3-0, 15-13, 15-13 og 15-1. Staðan í l.deild kvenna: Próttur.......... 13 13 0 39-10 26 ÍS.................14 10 4 13-13 20 Breiðablik....... 15 9 6 31-21 18 KA.................14 3 11 11-34 6 Víkingur...........13 0 13 4-42 0 1 bikarkeppni karla fóru fram þrír leikir. HK vann Breiðablik 3-2 eftir mikinn barn- ing framan af. í tveimur síðustu hrinunum voru Blikarnir gersamlega sprungnir og áttu aldreimöguleika. Hrinurnar enduðu 11-15, 15-6, 15-17, 15-0 og 15-2. Próttur vann 2. deildarlið Samhygðar 3-0, eða 15-13, 15-9 og 15-11. ÍS varð þriðja liðið í undanúrslit, sigraði Víking 15-10, 15-6 og 15-7, eða 3-0. Fjórða liðið verður svo Bjarmi eða UMSE. íþróttir Umsjón: Viðir Sigurðsson íþróttir Umsjón: Viðir Sigurðsson íslendingar fjölmenna í Vasa- gönguna Sigurður Aðalsteinsson frá Akureyri og Björn Pór Ólafsson frá Ólafsfirði ásamt þrettán íslendingum öðrum verða meðal þátttakenda í hinni heimsfrœgu Vasa- skíðagöngu, sem fram fer í Svíþjóð um nœstu helgi. Sjö ísfirðingarfara utan og tveir Reykvíkingar og talan fimmtán erfyllt með fjórum íslenskum lœknum sem starfa í Sví- þjóð. Gengnir eru samtals 89 kílómetrar og eru menn vanalega á bilinu 5-12 klukkutíma á leiðinni á milli bœjanna Salen og Mora. Þór eygir möguleika Einn leikur fer fram í bikarkeppni karla í körfuknattleik í kvöld. Pórsarar á Akureyri fa Valsmenn í heimsókn í 8-liða úrslitum keppninnar. Keflavík og ÍS hafa þegar tryggt sér sœti i undanúrslilunum en fjórði leikurinn er á milli 1R og Hauka. Fjögur stig til Reynis Talsvert hefur verið leikið í3. deild karla í handknattleik að undanförnu. Reynismenn, sem eru í öðru sœti, töpuðu illa i Eyjum gegn Tý, 28-18, en hafa hins vegarsigrað Dalvík- inga 28-17 og Keflavík 24-23. Keflvíkingar töpuðu fyrir Dalvíkingum 22-26. Staðan í 3. deild: Fylkir...........11 10 0 1 253-/65 20 ReynirS......... 13 9 1 3 328-256 19 PórAk........... 10 6 2 2 262-178 14 Akranes......... 10 6 1 3 271-200 13 Keflavík.........12 5 1 6 281-231 11 Týr............. 10 5 1 4 225-192 11 Dalvík...........10 4 0 6 243-229 8 Skallagrímur....11 2 0 9 192-304 4 Ögri............ 13 0 0 13 135-435 0 KSI gefur út blað Knattspyrnusamband íslands hefur Itafið útgáfu á blaði sem ráðgert er að út komi fjórum sinnum á ári. Pað nefnist 20&2 og í fyrsta tölublaðinu kennir ýmissa grasa. Jó- hannes Atlason landsliðsþjálfari segir frá þjálfararáðstefnu í Júgóslavíu, og rœtt er við Guðna Kjartansson um knattspyrnu á Suð- urnesjum. Birtir eriileikdagar í 1. og2. deild karla næsta sumar, með fyrirvara þó, þar sem um frumdrög er að ræða. Mikið er af myndum og á skrautlegri forsíðu eru lit- myndir af Arnóri Guðjohnsen og Lárusi Guðmundssyni. Blaðið kostar 45 krónur og ritstjórar þess eru Páll Júlíusson og Sig- mundur Ö. Steinarsson. Þór-Valur Pórsstúlkurnar frá Akureyri komu virki- lega á óvart í l.deild kvenna ihandknattleik á laugardaginn er þœr sigruðu ÍR í Laugar- dalshöllinni 23-18. Petta var þeirra fyrsti sigur og þær eiga nú möguleika á að halda sæti sínu í l.deild, þá á kostnað Víkinga. Haukastúlkurnar eru hins vegar fallnar í 2.deild. Pór lék einnig við KR í suðttrferð- inni en tapaði 18-15. Staðan í l.deild: Valur............ 12 9 2 1 192-146 20 Fram..............11 8 1 2 168-125 17 ÍR................12 8 1 3 208-170 17 FH................11 7 2 2 1 78-140 16 KR:............. .12 5 0 7 153-159 10 Víkingur..........12 3 1 8 141-174 7 PórAk.............10 1 1 8 144-190 3 Ha'ukar.......... 12 0 2 10 139-218 2 Pórsstúlkurnar eiga eftir að leika þrjá leiki á heimavelli, gegn FH, Fram og Víkingi, en aðeins einn á útivelli, gegn Haukum. Haukarnir Úruggur sigur á Sviss á sunnudag:

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.