Þjóðviljinn - 01.03.1983, Page 4

Þjóðviljinn - 01.03.1983, Page 4
12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 1. mars 1983 íþróttir Umsjón: Víöir Sigurösson Úrsiit: 1. deild: I Birmingham-Nottm.Forest.......1-1 5 Brighton-StokeCity............1-2 j Everton-Swansea City..........2-2 ! Ipswich-Luton Town............3-0 í Manch.United-Liverpool........1-1 j Notts County-Coventry.........5-1 j Sunderland-Manch.City.........3-2 1 Tottenham-Norwich City........0-0 3 Watford-Aston Villa...........2-1 j W.B.A.-Arsenal................0-0 3 WestHam-Southampton...........1-1 2. deild: j Barnsley-Rotherham............2-1 i Bolton-Middlesborough.........3-1 j Burnley-Charlton..............7-1 j Carlisle-Leeds United.........2-2 i Chelsea-Blackburn.............2-0 DerbyCounty-Grimsby.............2-0 Fulham-Newcastle................2-2 , Leicester-Wolves..............5-0 | Oldham-Cr.Palace..............2-0 f Sheff.Wed.-Cambridge..........3-1 j Shrewsbury-Q.P.R..............0-0 3. deild: I Bournemouth-Portsmouth........0-2 Bradford City-Chesterfield......1-0 í Brentford-Doncaster...........1-0 I Gillingham-Cardiff City.......2-3 ' Huddersfield-Preston N.E......1-1 Lincoln City-Plymouth...........1-2 I Millwall-ExeterCity...........5-2 Newport County-Orient...........4-1 | Reading-Southend United.......1-1 j Wallsall-Oxford United........1-0 j Wigan-Bristol Rovers..........0-5 ! Wrexham-Sheffield United......4-1 4. deild: I Blackpool-Rochdale............1-0 s Bristol City-Hartlepool.......2-0 J Crewe-Hereford United.........3-1 J Darlington-Cokchester.........1-3 | Hull City-Scunthorpe..........1-1 J Mansfield-Chester.............2-1 j Northampton-Torquay...........2-0 í Peterborough-Tranmere.........3-0 | Port Vale-Halifax.............2-1 Stockport-Aldershot.............2-1 J Swindon Town-Bury.............1-1 j Wimbledon-YorkCity............4-3 Staðan: Liverpool .28 19 6 3 65-23 63 Watford ..27 15 4 8 49-28 49 Manch.Utd ..27 13 9 5 37-21 48 Nottm.For .28 13 6 9 42-36 45 AstonVilla ..28 13 3 12 40-37 42 Coventry .28 12 6 8 39-37 42 Everton .28 11 7 10 45-36 40 Tottenham .28 11 7 10 39-37 40 W.B.A .29 10 10 9 38-36 40 Southampton 29 11 7 11 38-43 40 Ipswich .28 10 8 10 43-32 38 West Ham .27 12 2 13 43-41 38 StokeCity .27 11 5 11 39-41 38 Arsenal .27 10 7 10 34-34 37 Manch.City .29 10 7 12 38—48 37 NottsCounty., .29 11 4 14 39-51 37 Sunderland.... .28 8 9 11 33-43 33 LutonTown.... .27 7 9 11 47-57 30 Swansea .28 7 7 14 34-42 28 Birmingham... .27 5 12 10 23-36 27 Norwich .27 7 6 14 26-45 27 Brighton .28 6 7 15 25-53 25 2.deild: Wolves .28 17 5 6 53-31 56 Q.P.R .28 17 5 6 44-22 56 Fulham .28 15 7 6 50-34 52 Leicester .29 14 3 12 50-32 45 Oldham .30 10 13 7 49-37 43 Sheff.Wed .27 11 9 7 43-34 42 Grimsby .29 12 5 12 40-48 41 Barnsley .28 10 10 8 40-36 40 Leeds .28 8 15 5 35-32 39 Blackburn .29 10 9 10 39-40 39 Newcastie .28 9 11 8 42-39 38 Shrewsbury... .28 10 8 10 33-38 38 Chelsea .29 9 8 12 39-39 35 Bolton .29 9 8 12 34-39 35 Cr.Palace .28 8 10 10 31-35 34 Rotherham .29 8 10 11 32-41 34 Charlton .28 9 6 13 40-59 33 Carlisle .29 8 8 13 49-53 32 Middlesboro... .28 6 11 11 30-51 29 Cambridge .28 7 7 14 29-45 28 Burnley .27 7 5 15 43-49 26 Derby County 27 5 11 11 32-43 26 3.deild: Portsmouth.... ...31 20 4 7 55-34 64 Cardiff ...32 19 5 8 59-43 62 Lincoln ...30 17 4 9 59-32 55 Huddersfield.. ...31 15 9 7 59-36 54 Bristol Rov ...31 16 5 10 68-39 53 Newport ...31 15 8 8 55-38 53 4.deild: Port Vale ...30 19 6 I 5 47-20 63 HullCity ...32 17 11 4 56-23 62 Wimbledon ...31 17 8 I 6 57-35 59 Bury ...33 16 10 I 7 53-29 58 Colchester ...31 16 6 i 9 48-35 54 Scunthorpe.... ...29 13 11 5 40-23 50 Swindon ...29 14 8 J 7 41-28 50 Enska knattspyrnan Blissett stakk upp í blaðamennina! Áðeins einu liðanna, sem skipuðu þrettán efstu sæti 1. deildarinnar fyrir lcikina á laugar- dag, tókst að sigra, nýliðum Wat- ford. Liðið hans Elton Johns komst þar með í annað sætið, fjórtán stig- um á eftir Liverpool, en naumt var það gegn Evrópumeisturum Aston Villa. Á lokamínútu leiksins sendi Wilf Rostron knöttinn í mark Villa af 25 metra færi, Watford hafði sigrað, afar sanngjarnt, 2-1. Enskir blaðamenn höfðu í síðustu viku kallað landsliðsmiðherjann hjá Watford, Luther Blissett, fyrir „Luther Mishit" vegna þess hve miklu af marktækifærum hann hafði sólundað að undanförnu og sögðu hann vera langt fyrir neðan nokkurn landsliðsklassa. Hann stakk upp í þá á 7. mínútu, fékk knöttinn rétt utan vítateigs Villa vinstra megin og sendi hann í netið með gullfallegu skoti, 1-0. Vörn .... '• ** ®?.. Mark Walters skoraði jöfnunar- mark Aston Villa gegn Watford. Þctta var hans fyrsta deildamark en áður hafði hann skorað fyrir fé- lagið í enska bikarnum og Evrópu- bikarnum. Watford, og þá sérstaklega Ian Bolton, urðu á slæm mistök á 20. mínútu og blökkumaðurinn efni- legi, Mark Walters, notfærði sér það til hins ýtrasta, lyfti knettinum snyrtilega yfir Steve Sherwood markvörð Watford, 1-1. Það sem eftir var fyrri hálfleiks sótti Wat- ford mjög, Nigel Spink varði vel í marki Villa, nokkrum sinnum m.a.s. frá eigin varnarmönnum sem ekki virkuðu alltof öruggir. Síðari hálfleikur var jafnari, Wat- ford þó alltaf sterkara, en Villa fékk tvö bestu færin. Sherwood varði stórkostlega skalla frá Allan Evans og rétt á eftir skot Dennis Mortimer. Loks var komið að Ros- tron og Watford fagnaði sigri, sæt hefnd eftir 4-1 tapið fyrir Villa í bikarnum um síðustu helgi. Swansea lék með fimm táninga á Goodison Park gegn Everton en var mjög nærri sínum fyrsta útisigri í vetur. Andy King kom Everton yfir á 24. mínútu, Allan Irvine skaut, Ray Kennedy komst fyrir skotið en knötturinn hrökk til King sem skoraði. Robbie James jafnaði með ótrúlegu rnarki af 40 ni færi rétt fyrir hlé, og níu mínútum fyrir L*leikslok tók Swansea forystuna; besti maður vallarins, hinn 19 ára Darren Gale var þar að verki. King bjargaði síðan stigi fyrir Everton með miklu einstaklingsframtaki, fimm mínútum fyrir leikslok, 2-2. Óvæntustu úrslitin voru í Nott- ingham þar sem Notts County salt- aði Coventry 5-1. Justin Fashanu skoraði tvö í fyrri hálfleik, síðan Ian McCulloch og Paul Hooks. Fimmta markið skoraði Finninn Aari Lathinen en aðeins tveimur mínútum síðar var hann borinn af leikvelli, með ljótt sár á höfði, jafn- vel með brákaða hauskúpu. Gary Jjillespie náði að laga stöðuna ör- lítið fyrir Coventry undir lokin. Fjörugur leikur var á Roker Park í Sunderland. Heimaliðið komst í 2-0 eftir markalausan fyrri hálfleik með mörkum Ian Atkins og Gary Rowell. Tommy Caton minnkaði muninn í 2-1 en þá skoraði Rowell úr vítaspyrnu, 3-1. Peter Bodak hjá City var rekinn af leikvelli fyrir að slá Iain Munro en seint í leiknum tókst þó Kevin Ree- ves að skora fyrir gestina, 3-2. Brighton fékk hlýjar viðtökur á heimavelli sínum, Goldstone Ground í Hove, í upphafi leiks gegn Stoke vegna sigursins frábæra á Liverpool helgina áður í bikarn- um. Fögnuðurinn var ekki eins mikill í leikslok, Stoke vann 2-1, en Brighton sótti þó nær látlaust allan tímann. Andy Ritchie kom Brig- hton yfir og liðið gat gert út um leikinn áður en Stoke jafnaði úr sínu fyrsta skoti, Mickey Thomas á 33. mínútu. Ian Painter skoraði síðan sigurmark Stoke tveimur mínútum fyrir leikhlé eftir mikinn misskilning milli Steve Foster miðvarðar og Percy Digweed mar- kvarðar Brighton. Ipswich lék stórvel gegn Luton og vann sannfærandi. Alan Brazil skoraði í fyrri hálfleik, John Wark og Trevor Putney í þeim síðari. Mick Harford skoraði snemma leiks fyrir Birmingham og liðið stefndi lengi vel í sigur en Peter Davenport náði að jafna fyrir Nott- ingham Forest sex mínútum fyrir leikslok. Danny Wallace kom Southam- pton yfir á Upton Park gegn West Ham en Frank gamli Lampard jafnaði fyrir heimaliðið' mínútu fyrir hálfleik. Norwich náði góðu stigi í marka- lausum leik á White Hart Lane gegn Tottenham og það eina mark- verða við leik WBA og Arsenal var, að markvörður Arsenal, hinn 37 ára gamli Pat Jennings, lék þar sinn þúsundasta leik á ferli sínum, en þar eru taldir deilda- og bikar- leikir, svo og landsleikirnir 95 sem þessi frábæri markvörður á að baki fyrir Norður-Irland. Úlfarnir steinlágu! „Þetta var minn fjórði og síðasti leikur með Leicester, þrír sigrar og eitt tap, og eins og liðið hefur leikið sé ég ekkert því til fyrirstöðu að það leiki í 1. deild að ári. Framherj- arnir eru stórkostlegir, einkum Gary Lineker, og Úlfarnir voru heppnir að tapa aðeins 5-0“, sagði írski landsliðsmaðurinn frá Coven- ' Luther Blissett skoraði glæsilegt mark fyrir j W'atford. try, Gerry Daly, sem verið hefur í láni hjá Leicester, eftir stórsigur- inn á toppliði Wolves. Úlfarnir voru teknir í algera kennslustund á Filbert Street, Steve Lynex 2 og Alan Smith skoruðu fyr>r hlé, Gary Lineker, sem nú er alinn besti framherji 2. deildar og þótt víðar væri leitað, sá um fjórða markið og Daly sjálfur um það fimmta. Newcastle náði tvívegis foryst- unni í London gegn Fulham, Ivre Varadi og Terry McDermott, en Gordon Davies og Kevin Lock jöfnuðu. Áhangendur Leeds eyði- lögðu tvo járnbrautarvagna á leiðinni til Carlisle og slógust síðan af vana á áhorfendapöllunum. Leeds komst í 0-2 með mörkum Terry Connor og Aiden Butterw- orth en Carlisle jafnaði, Paul Bannon og Alan Shoulder. Níu leikmenn Charlton, Mark Aizlew- ood og Derek Hales voru reknir útaf, fengu ekki rönd við reist í síð- ari hálfleiknum í Burnley og botn- liðið vann 7-1 eftir 2-1 í hálfleik. Steve Taylor skoraði 3 markanna og Billy Hamilton tvö. Kevin Mo- ore, Grimsby, skoraði sjálfsmark á Baseball Ground og Bobby Davi- son bætti öðru við fyrir Derby. Cli- ve Walker og Peter Rhoades- Brown skorðuðu mörk Chelsea gegn Blackburn. 13. deild vann Portsmouth sinn sjöunda leik í röð og í 4. deild hefur Bristol City, sem lék í 1. deild fyrir þremur árum, komið sjö liðum nið- ur fyrir sig á töflunni, í fyrsta skipti síðan í september. -VS Leikur helgarinnar Hefðum við haldið for ystu 5 mínútum lengur Markahæstir: Eftirtaldir leikmenn hafa skorað flest mörk í leikjum l.deildar: lan Rush, Liverpool.................20 Luther Blissett, Watford............15 Kenny Dalglish, Liverpool...........15 BrianStein, Luton...................15 Bob Latchford, Swansea..............13 JohnWark, Ipswich...................13 GaryRowell, Sunderland..............12 David Cross, Manch.City.............11 Peter Withe, Aston Villa............11 „Við fengum næg tækifæri í þessuni leik til að leggja Liverpool að velli og eftir að Arnold Muhren hafði skorað hélt ég að okkur myndi takast það. Eg er sannfærður um að við hefðum sigrað ef við hefðum haldið foryst- unni fímm mínútum lcngur, ekki látið Liverpool jafna innan þriggja mínútna, en svona er knattspyrnan og það er vel hægt að sætta sig við úrslitin“, sagði Ray Wilkins fyrirliði Manchester United eftir að lið hans hafði gert jafntefli, 1-1, við Liverpool í stórleik helgarinnar í 1. deild. Um 57,400 manns fylgdust með leiknum á Old TrafTord í Manchestcr en hcimaliðinu tókst ekki að raska hinu fimmtán stiga djúpi scm skiiur liðin að. Bruce Grobbelaar markvörður Li- verpool hélt liði sínu á floti framan af. Hvað eftir annað varði hann glæsilega, m.a. skot frá Muhren og skalla Gordon McQueen, og þá bjargaði Craig Johnston á marklínu Liverpool. United varð fyrir áfalli þegar Kevin Moran var borinn af leikvelli, illa nieiddur á fæti, en liðið náði samt sem áður forystunni á 36. mínútu. Eftir undirbúning Remi Moses og Frank Stapleton sendi Ste- ve Coppell fyrir mark Liverpool, Muhren fékk knöttinn í dauðafæri og skoraði, 1-0. Innan þriggja mínútna hafði Liverpool jafnað. Johnston skallaði fyrir fætur Kenny Dalglish sem skoraði með góðu skoti, 1-1. í síðari hálfleik sóttu lið á víxl, United þó heldur meira. Muhren náði fallegu skoti eftir fyrirgjöf Wilk- ins, Norman Whiteside breytti stefnu knattarins framhjá Grobbe- laar, en einnig rétt framhjá mark- stönginni. Hinum megin varði Gary Bailey, sem lék í marki United þrátt fyrir meiðsli á læri, vel frá Dalglish og Johnston. Besta færið féll síðan í hlut United sjö mínútum fyrir leiks- lok. Coppell sendi fyrir frá hægri, Whiteside var í dauðafæri á markteig en skaut yfir og þar með var útséð um að United næði sigrinum sem lið- ið þurfti svo sannarlega á að halda í baráttunni um meistaratitilinn. _vs Gary Bailey, sem margir telja verð- andi landsliðsmarkvörð Englend- inga, lék vel í marki Manch. Utd. þrátt fyrir slæm meiðsli á læri sem m.a. hindruðu hann i að taka markspyrnurnar.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.