Þjóðviljinn - 02.03.1983, Side 1

Þjóðviljinn - 02.03.1983, Side 1
UÚÐVIUINN Þráttfynr yfírlýsingar um að samstaða stjórnarskrárbreyt- ingu eru nokkrir þingmenn í andstöðu við breytinguna. Sjá 9 mars 1983 miðvikudagur 29. tölublað 48. árgangur í kvöld frumsýnir Þjóðleikhúsið eitt mesta stórvirki heimsbókmenntanna, forn gríska þrfleikinn Oresteiu eftir Æskýlos. Oresteia er eini heili þríleik- urinn sem varðveist hefur frá blómaskeiði forn grisku menningarinnar. Blaðamenn Þjóðviljans brugðu sér á æfíngu í fyrrakvöld og árangurinn birtist í máli og myndum í Þjóðviljanum í dag. Ljósm. eik. . , Sja 9 Franska rallið trúlega ekki haldið hér í sumar: Ríkisstjómin hefur lýst andstöðu sinni Á ríkisstjórnarfundi í gærmorg- un lýsti dómsmálaráðherra sig and- vígan því að heimila frönskum aðil- um að skipuleggja bílarall á hálendi íslands næsta sumar, en í dóms- málaráðuneytinu liggur nú fyrir beiðni um slíkt. Aðrir ráðherrar tóku í sama streng og virðist því vera samstaða í ríkisstjórninni um að heimila ekki hinum erlendu akstursköppum að aka villt um há- lendi íslands á komandi sumri. „Ég hef verið því algerlega and- vígur að keppni af þessu tagi verði heimiluð og teldi það mikið ó- happaverk ef af yrði. Á ríkisstjórn- arfundinum í gær innti ég Friðjón Þórðarson dómsmálaráðherra eftir hans afstöðu og kom fram að hann var sama sinnis, þ.e. að ekki ætti að veita leyfi fyrir keppninni", sagði Hjörleifur Guttormsson iðnaðar- ráðherra í samtali við Þjóðviljann í gærkvöldi. „Á ríkisstjórnarfundinum lagði ég fram og ítrekaði afstöðu Nátt- úrúverndarráðs og landvarða auk þess sem kynningarbæklingur hinna frönsku skipuleggjenda um- ræddrar keppni var til skoðunar. Afstaða ráðherranna kom afdrátt- arlaust fram og í framhaldi af því treysti ég því að þessi keppni verði ekki haldin hér á landi næsta sum- ar“, sagði Hjörleifur Guttormsson iðnaðarráðherra að lokum. Á fundinum voru einnig til um- ræðu hugmyndir um að samræma aðgerðir ráðuneytanna með það að markmiði að upplýsa útlendinga sem til landsins koma um reglur og skilmála varðandi umgengni við landið. Sjá baksiðu 200 hús í Rangárþingi án heita vatnsins:_ Er borholan ónýt? Frumniðurstöður sérfræðinga Orkustofnunar benda til að borhol- an að Laugalandi sé ónýt. Athugan- ir halda áfram. „Ég hygg að það verði komið á hreint á allra næstu dögum hvort vænta megi þess að vatn komi úr borholunni. Starfsmenn Orku- stofnunar fullyrða að ekki sé von á heitu vatni og ef svo fcr þá er ekki 1 um annað að ræða en að bora aftur. Slíkt ætti, ef vel gengur, að taka um einn mánuð,“ sagði sveitarstjórinn á Hellu, Jón Þor- gilsson, þegar Þjóðviljinn hafði samband við hann í gær. Sl. föstudag hætti alveg að koma vatn úr borholu Hitaveitu Rangæ- inga að Laugalandi í Holtum og eru nú 200 hús, sem höfðu verið tengd við veituna, án heits vatns og kynd- ingar. Starfsmenn Orkustofnunar fóru austur í gær og skoðuðu að- stæður. „Sem betur fer geta nú flestir skipt yfir í olíukyndingu, en því er ekki að neita að sumir voru búnir að farga þeim tækjum sem áður voru notuð til upphitunar. Það er þó mikill minnihluti," sagði Jón. Hann sagði að menn þyrftu ekki að hverfa úr húsum sínum vegna þessa ástands. Ljóst er að fólk þarf að klæða sig vel og reyna jafnframt að hita upp hús sín með einum eða öðrum hætti, gaskútar og rafmagnsofnar, sem mikið eru notaðir í sumarbú- stöðum, dregnir fram í stórum stfl. Borholan sem um ræðir gaf frá sér þrjátíu sekúndulítra af nítíu gráðu heitu vatni. Dælan í henni er á um 130 metra dýpi. Enn kemur heitt vatn upp úr holunni en það er afar lítið. - hól. Deila SVR og Verðlagsráðs: Aðgerða að vænta í dag Scm kunnugt er af fréttum gaf Verðlagsstofnun borgaryfirvöldum frest til 1. mars að hefja sölu afslátt- arkorta, að öðrum kosti yrði 25% fargjaldahækkun sú er borgaryf- irvöld höfðu ákveðið án þess að leita lcyfís verðlagsyfírvalda ekki leyfð. í gær var ekki hafin sala afslátt- arkorta hjá SVR og Þjóðviljinn fékk þær upplýsingar hjá Verðlags- stofnun að þetta mál yrði tekið fyrir í dag og þá ákveðið hvað gert yrði. - S.dór Einvígi Kasparovs og Beljavskí: Jafntefli í1. skák 1. einvígisskák Sovétmannanna Harry Kasparov og Alexander Beljavskí var til lykta leidd á mánu- daginn og lauk skákinni með jafn- tefli eftir 64 leiki og geysiharða viðureign. Eins og greint var frá í blaðinu í gær hafði Beljavskí hvítt en þegar skákin fór í bið eftir 40 leiki stóð Kasparov þó betur að vígi. Beljav- skí hélt þó sínum hlut og var samið jafntefli eftir 64 leiki eins og áður sagði. Einvígi þeirra félaga fer fram í Moskvu. - hól. Aðstoðarfram- kvæmdastjóri Landsvirkjunar kvartar undan því að raforkuverð til' almcnnings hafí ekki fylgt by ggingarvísitölu. Viðfjöllumum málið í fréttaskýringu. Búnaðarþing stendur nú sem hæst og sér þar ekki út úr augum fyrir annríki. í blaðinu í dag birtast viðtöl við tvo fulltrúa á þinginu.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.