Þjóðviljinn - 15.03.1983, Síða 2

Þjóðviljinn - 15.03.1983, Síða 2
2 SÍ6A - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 15. mars 1983 Bridge ; Spil 6 Góður vinur þáttarins gaukaði þessu spili að umsjónarmanni: ÁD5 KDG1042 10864 Á93 G2 Á9876 K 3 4 KDG10652 543 K973 D76 5 87 ÁG10982 Austur opnaði á 3 tíglum og Norður varð síðan sagnhafi í 5 hjörtum dobluðum. Út- spil Austurs var tígulkóngur. Við tyrstu sýn er útlitið ekki gæfulegt, en þetta er eitt af þessum spilum sem maður er „neyddur" til að vinna, eftir upplýsingar frá vörninni (opnun Austurs og dobl Vesturs á loka- sögn). Sagnhafi drap útspilið á tígulás. Spilaði síðan hjartakóng, sem Vestur gaf. Slðan hjartadrottningu, sem Vestur drap á ás, og nú spilaði Vestur meira hjarta. Sagnhafi drap á hjartagosa. Tók hjartatíu, siöan laufakóng, svo spaðaás og drottn- ingu og loks smáu hjarta að heiman. Vestur var nú inni á fimmta hjartað (bú- inn að fá sína 2 slagi á tromp) og horfði stutta stund á blindan: Spaðakóng og spaðaníu og laufaás og laufagosa. Sagði svo: Já þessi helv...tölvugjöf. Mikið má hún þola þessi tölvugjöf, eða koma nokkuð mannleg mistök þarna við sögu? Kannski. Skák Karpov að tafli - 111 Eftir að hafa unnið sex fyrstu skákir sínar á Olympíumótinu í Nizza munaði litlu að illa færi fyrir Karpov í skák hans við Englend- inginn Hartston. Hartston náði yfirburða- stöðu út úr byijuninni en seigla Karpovs í erfiðri stöðu bjargaði hálfum vinning í land. Næsti andstæðingur Karpovs var V- Þjóðverjinn Wolfgang Unzicker. Eftir skákina varð Unzicker að orði: „Með svörtu hlýtur maður að tapa fyrir Karpov." Þessi orð voru á rökum reist hvað olympiu mótið snerti þvi Karpov vann allar skákir sínar á hvítt Karpov - Unzicker Karpov er búinn að yfirspila ands- tæðinginn eftir öllum kúnstarinnar regium, náð yfirtökum á a- linunni með merkilegum biskupsleik, 24. Be3-a7! og brunað inn á hvítu reitunum á kóngsvæng. E.t.v. hefur einhver átt von á viðnámi frá Unzicker en því er ekki að heilsa. Karpov gerir nú út um taflið á laglegan hátt: 8 7 6 5 4 3 2 l abcdefgh 39. Rg4! Kf8 (Ekki 39. - Bxh5 40. Rxh5 Dxh5?? 41. Rxf6+! og drottningin fellur.) 40. Re3! Kg8 41. Bxf7+ Rxf7 42. Dh5 Rd8 43. Dg6! Kh8 44. Rh5! - og nú var Unzicker búinn að fá nóg og gafst upp. Eftir 44. - Dxg6 45. fxg6 ásamt 46: Rf5 er öffú lokið. Gætum tungunnar Heyrst hefur: Ég óska þér góðan dag. Rétt er: Ég býð þér góðan dag (eða: ég óska þér góðs dags). Nemendur Fiskvinnsluskólans: Þetta unga fólk sem rýntr svo grannt í plögg hálf-vonlítið á svip, Viðar Elíasson og Kristín Kristjánsdóttir segja námið í Fiskvinnsluskólanum hið gagnlegasta og skemmtileg- hittum við í Fiskvinnsluskólanum asta. (Ljósm. -eik-) einn daginn. Þetta eru þau yiðar Elíasson og Kristín Kristjáns- dóttir og þau eru bæði á fyrsta ári. „Það er alltaf gaman að glíma við fiskinn," sögðu þau er blaðakonan spurði hvernig lík- aði. Bæði eru þau vön fiskvinnu og höfðu stundað slík störf í sinni heimabyggð, Viðar í Vestmanna- eyjum og Kristín á Suðureyri. „Það er stærra hlutfall af fólki sem kemur úr fiskvinnslunni núna en oft áður,“ sögðu þau. Fiskvinnsluskólinn tekur inn fólk með stúdentspróf, fólk af fiskiðnaðarbrautum fjöl- brautaskólanna og einnig fólk, sem orðið er 25 ára að aldri og hefur starfað við fiskvinnslu i a.m.k. 5 ár. Yngsti nemandinn við skólann núna er 18 ára gömul stúlka - allir hinir eru komnir yfir tvítugt. Lán- asjóður íslenskra námsmanna lánar nemendum fiskvinnslu- skólans - ef þeir'eru orðnir tví- tugir. „Jú, okkur finnst þetta ó- réttlátt,“ sögðu þau Viðar og Kristín. „Auðvitað á Lánasjóð- urinn að lána öllum nemend- um skólans, en ekki skipta þessu eftir aldri,“ bætti Kristín við. Þau vildu koma því á framfæri að námið í skólanum væri í senn nytsamlegt og skemmtilegt. Húsnæðisaðstaðan er hins vegar mjög bágborin og hamlar það allri starfsemi skólans. Og það er einmitt þess vegna sem þau Viðar og Kristín eru svona vonlaus á svipinn á myndinni. En brátt ræt- ist nú úr því; Óli Þórðarson, arki- tekt, hefur teiknað glæsilegt hús fyrir skólann og verður væntan- lega byrjað að byggja nú í vor í Hafnarfirði. Þá vænkast hagur Strympu. Við óskum þeim Kristínu og Viðari' velgengni í námi, svo og öllum nemendum Fiskvinnslu- skólans, sem áreiðanlega er ekki gagnminnsti skóli landsins. ast Söluskálar í Austurstræti Borgarráð hefur falið borgar- stjóra að kynna fyrirhugaðar bygg- ingar söluskála í Austurstræti fyrir hagsmunaaðilum við göng- ugötuna. Er hér aðallega um að ræða verslunar- og húseigendur en mótmæli við fyrirhuguðum söluskálum hafa borist frá tveimur húseigendum. Stjórn Rvíkurviku Eftirtaldir borgarfulltrúar hafa verið kjörnir í stjórn Reykjavík- urviku: Markús Órn Antonsson, Katrín Fjeldsted og Gerður Steinþórsdóttir. í atkvæða- greiðslu í borgarráði fengu þau Katrín og Markús 3 atkvæði Sjálfstæðisflokks, Gerður Steinþórsdóttir 1 atkvæði Kvenn- aframboðs og Guðrún Ágústs- dóttir 1 atkvæði Alþýðubanda- lags. Nafn Gerðar kom upp við hlutkesti. Stjórn Reykjavíkurviku gengst fýrir kynningu á fýrirtækjum og stofnunum borgarinnar þau sumur sem Listahátíð er ekki og hafa tvær Reykjavíkurvikur verið haldnar til þessa. Félag velunnara stofnað 10. febrúar s.l. var haldinn stofnfundur félagsskapar sem nefnir sig „Félag velunnara Borg- arspítalans“. í stjórn félagsins eru: Árni Grétar Finnsson, Berg- ljót Ingólfsdóttir, Birgir ísl. Gunnarsson, Brynjólfur Jóns- son, Egill Skúli Ingibergsson, Gerður Hjörleifsdóttir og Tómas Sveinsson. Hlutverk hins nýja fé- lags er að styðja við bakið á Borg- arspítalanum en sem kunnugt er varð mikill urgur þar eftir niður- skurð borgarstjórnar Sjálfstæðis- flokksins á fé til tækjakaupa á spítalann í janúar. „Alltaf gaman aö glíma við fiskinn” Aðseturstaður Alþingis fyrstu 35 árin eftir áð það var endurreist. Enginn V estmannaeyingur hafði kosningarétt Eins og fyrr hefur verið frá skýrt var haldið áfram byggingu húss yfir latínuskólann allan vet- urinn 1844-1845. Tókst það, sem að var stefnt, að hægt yrði að haida alþingi í húsinu um sumar- ið en „salurinn“ var síðan aðset- ursstaður alþingis næstu 35 ár. Margt var þó ógert við húsið innanstokks og varð byggingunni ekki lokið á árinu 1845. Alþingi kom svo í fyrsta sinn saman í Reykjavík þann fyrsta júlí sumarið 1845. Bardenfleth stiptamtmaður kom gagngert frá Danmörku til þess að gegna störfum konungsfulltrúa á þing- inu. Notaði hann sér heimildina um ráðningu aðstoðarmanns og kaus til þess Pál. Þ. Melsted, sýsl- umann Árnesinga. Áður en geng- ið væri til þings hlýddu þingmenn guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Prédikun flutti sr. Helgi G. Thor- darsen, dómkirkjuprestur og lagði út af orðunum: „Hvað sem þér svo gerið í orði eða verki þá gerið allt í nafni Drottins Jesú, þakkandi guði föður fýrir hann“. Þjóðkjörnir þingmenn voru mættir úr öllum kjördæmum nema Vestmannaeyjum. Þar fór engin kosning fram því engin Vestmannaeyingur hafði kosninga- rétt samkvæmt þeim reglum, sem um hann giltu þá. Af konung- kjörnu þingmönjiunum 6 mættu 5. Einnþeirra,Steingrímur bisk- up Jónsson, andaðist skömmu fyrir þingsetninguna. I staðinn mætti varamaður, sr. Halldór Jónsson í Glaumbæ í Skagafirði, síðar á Hofi í Vopnafirði. Hinir konungkjörnu voru annars þess- ir: Bjarni Thorsteinsson, amt- maður, Björn Blöndal, sýslu- maður, Helgi G. Thordarsen, dómkirkjuprestur, Þórður Jóns- son yfirdómari og Þórður Sveinbjörnsson, dómstjóri. Mikið kvað að Jóni Sigurðssyni þegar á þéssu fyrsta þingi. Flutti hann m.a. bænarskrá um stofnun þjóðskóla á íslandi. Var þar farið fram á endurbætur á Lærða- skólanum og að stofnaðir yrðu sérstakir lækna- laga- og presta- skóli. Dönskum stjórnvöldum var forðað frá því að þurfa að synja þessari beiðni með því að Alþingi fekkst ekki til að sam- þykkja bænarskrá Jóns. -mhg

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.