Þjóðviljinn - 15.03.1983, Page 6

Þjóðviljinn - 15.03.1983, Page 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þríðjudagur 15. mars 1983 Nóvudeilan 1933 Fimmtíu ár liðin frá einum harð- vítugustu átökum millistríðsáranna Nóvudeilan 1933 dregur nafn sitt af báti, sem flutti vörur og efni til tunnusmíði, sem ætlað vartil atvinnubótavinnu á Akureyri. Afgreiðslubann var sett á farm bátsins, þareð atvinnurekendur ætluðu að greiða lægri laun en taxti Verkamannafélags Akureyrar kvað á um. Þar var komið í veg fyrir að ASÍ, sem þá var undir stjórn hægri krata, fengi komið á einokunarvaldi innan verkalýðshreyfingarinnar. Kommúnistar náðu að halda samningsréttinum og verjast kauplækkunartilraunum atvinnurekenda. Inntak þessarar greinar í eftirfarandi frásögn af Nóvuátökunum, mun ég reyna að gera grein fyrir aðdrag- anda deilunnar, ytri þáttum hennar og innri, sem tengjast hagsmunabaráttunni á Akureyri og þjóðfélagsmóthverfunum, jafnframt gangi deilunnarog áhrifum henn- ar á alþingiskosningarnar skömmu síðar. Frásögnin byggist á frumheimildum í formi fundargerða verkalýðsfélaganna, bæjarstjórnar Akureyrar, dreifibréfum, dagblöðum og minningum nokkurra þátt- takenda frá þeim tíma. Þess ber að geta, að sérstakrar aðgæslu er þörf á notkun heim- ilda, þvf fjórði áratugurinn er hulinn róm- antískri blæju, sent kynslóð eftirstríðsár- anna hefur ekki að fullu áttað sig á. Veru- leikinn er hins vegar nægilega litríkur í sjálfu sér, og því áhugavert að þekkja til sögu hans. Fræðileg og öguð vinnubrögð sagnfræðinnar í meðferð heimilda mega ekki setja mönnum svo þröngar skorður að viðkvæm málsatvik liggi í þagnargildi. í umfjöllun Nóvudeilunnar er ekki aðal- atriðið að rannsaka sannleiksgildi staðhæf- inga þeirra manna er lentu í hringiðu þess- arar deilu, heldur gera grein fyrir á hvern hátt hún kom þátttakendum fyrir sjónir, því ákvarðanir teknar á stað og stund, höfðu oft afgerandi áhrif á, til hvaða aðgerða var gripið hverju sinni. Þessar aðgerðir varða atvinnubótavinnu við tunnusmíði á kreppu- árunum. Viðhorf til atvinnubóta vinnu Þegar áhrifa heimskreppunnar 1929 fór að gæta með varanlegu atvinnuleysi, voru ráð gegn henni ekki auðfundin. Raddir um að koma á atvinnubótavinnu urðu æ háværr ari. Yfirvöld þekktu engin ráð önnur en þau, sem birtust í kenningum frjálshyggju- fræðinnar (Neoklassisk hagfræði): Að láta efnahaginn brjóta sér leið af sjálfu sér eftir ósýnilegum lögmálum. Ef gripið yrði til þess ráðs að stofna til atvinnubótavinnu, yrði að setja þrjú skil- yrði. í fyrsta lagi ætti vinnan ekki að vera hagnýt, í öðru lagi mætti hún ekki keppa á hinum almenna vinnumarkaði, og í þriðja lagi skyldu launin vera lægri en greidd voru fyrir aðra vinnu. Fullvíst má telja að barátt- an við að koma af stað atvinnu og fá viður- kenndan kauptaxta, hafi verið barátta á mörgum vígstöðvum. Verkamenn á Akureyri krefjast opinberra framkvæmda í því mikla atvinnuleysi sem ríkti á Akur- eyri á þessum tíma, eins og víðast hvar ann- Hvítliðar hafa strengt kaðalinn á milli sín og taka til við að reyna að ryðja bryggjuna ars staðar, var mikill baráttuhugur hjá Verkamannafélagi Akureyrar fyrir að kom- ið yrði á stöðugri atvinnu yfir vetrarmán- uðina. Ef kröfum um vinnu yrði ekki sim. væri hugsanlegt að skora á allan verkalýð að neita að greiða opinber gjöld til bæjar- ins. Það varð úr fjórum mánuðum síðar, eða í nóvember 1932, að basjarstjórn Akur- eyrar samþykkti að verða við kröfum í þessu efni, og tók í því sambandi á leigu tunnuverksmiðju Espólíns. Gert var ráð fyrir atvinnu fyrir 40 manns við tunnusmíð- ina, sem svaraði þó hvergi nærri þeirri eftir- spurn eftir vinnu er fyrir lá. Pantað var efni til smíðanna, og var það væntanlegt með bátnum „Nóvu“. Hver voru styrkleika- hlutföll bæjarstjórnar og verkalýðsfélaganna Bæjarstjórnarkosningar fóru fram á Ak- ureyri 1930, ogfengu hægri öflin meirihluta greiddra atkvæða. Sjálfstæðismenn fengu 5 bæjarfulltrúa kjörna, Framsókn 3 og Al- þýðuflokkur 3. Fyrir Alþýðuflokk má nefna Erling Friðjónsson og Elísabetu Eiríksd. hugmyndafræðilega urðu þau á öndverðum meiði, þar sem Erlingur varð síðar meir sósíaldemókratískur fulltrúi, en Elísabet meðlimur í Kommúnistaflok- knum, sem stofnaður var sama ár. Er talið, að þegar Erlingur beið lægri hlut við stjórn- arkosningar í Verkamannafélaginu, hafi hann algjörlega upp frá því gengið erinda Alþýðusambands Islands, sem vildi einang- ra öll áhrif Kommúnista. Eins og kunnugt er var hin stjórnmálalega og faglega skipul- agshlið Alþýðusambandsins ein og hin sama. Pað sem byggðist á sósíaldemókrat- ískum hugmyndum þýddi, að hvar sem Kommúnistar höfðu yfirhöndina innan verkalýðsfélaganna, var reynt að draga úr áhrifum þeirra. Hafa ber í huga að á tímabi- linu 1930-34, voru orð Kommúnista mjög lituð af kenningum Komintern (3. Alþ- jóðasambandið) þó telja megi að aðgerðir íslenskra Kommúnista hafi eingöngu verið miðaðar við íslenskar aðstæður. Hér á ég við þá kenningu, að sósíaldemókratar væru sósíalfasistar, en það þýddi í raun, að eng- rar undanlátssemi mætti gæta í samskiptum við sósíaldemókrata. í stuttu máli, verkalýðsstéttin átti í mikl- um innbyrðis átökum á sama tíma og Eftir Stefán Friðberg Hjartarson sagnfrœðing Stefán Friðberg Hjartarson stundar framhaldsnám í sagn- frœði við háskólann í Uppsölum í Svíþjóð. Starfar hann að verk- efni um félagslega vitund og pól- itískar aðgerðir millistríðsár- anna. Par tekur hann meðal ann- ars til umfjöllunar Nóvu- og Borðeyrardeiiurnar og þýðingu þeirra almennt kreppan skerti lífskjör hennar. Af því sem áður hefur komið fram, gerist það í sam- ræmi við þessi hugmyndafræðilegu átök, að Erlingur klýfur Verkamannafélag Akur- eyrar í ársbyrjun 1933, þegar Kommúnistar ná meirihluta í stjórnarkosningum. f hið ný)c 'élag gengu milli 80-90 manns, en eftir sem acur var Verkamannafélagið með Steingrím Aðalsteinsson sem formann, stærst, með um það bil 230 félagsmenn. Alþýðusambandið veitti hinu nýja félagi inngöngu, en vék aftur á móti því fjölmenn- ara úr því. Þrátt fyrir þessa úrsögn var Verkamannafélagið ekki einangrað, þar sem til var fjórðungssamband, Verkalýðs- samband Norðurlands, sem laut stjórn Kommúnista, en í sambandinu var meðal annarra Verkamannafélag Siglufjarðar, sem þá var enn óklofið. Innan vébanda VSN sem gaf út blaðið „Verkamaðurinn" voru ýmsir félagar, sem af einhverjum ástæðum voru ekki með í ASI. Styrkleiki verkalýðsfélaganna var að miklu leyti fólginn í því að hafa sem flesta félagsbundna, því hættan á kauplækkun og verkfallsbrotum var alltaf fyrir hendi við ríkjandi kringumstæður. Þó að Nóvudeilan á Akureyri hefði sínar eigin innri ástæður voru „móthverfur" í fleiri víddum að verki, sem gáfu átökunum þá mynd sem síðar kom í ljós. Deiluefni bæjarstjórnar og Verkamannafélagsins Bæjarstjórn Akureyrar ákvað að ekki skyldi greiða laun samkvæmt taxta Verka- mannafélagsins, heldur skyldi unnið í á- kvæðisvinnu, þar sem greiddir yrðu 75 aurar fyrir hverja tunnu. í aurum reiknað jafngilti það 80-90 aurum í tímavinnu, en taxti Verkamannafélagsins var 125 aurar, sem bæjarstjórn hafði samþykkt 1929, og enn var í fullu gildi. í fyrstu hafði bæjar- stjórn hugsað sér 70 aura pr. tunnu, en tvennt kom til að breyting varð á: Tunnu- efnið kom seinna en ætlað var, svo og óá- nægja með launakjörin. Launakjörin voru túlkuð sem einn liður í stærri sókn gegn verkalýðnum, það er, í kjölfar launalækk- unar bæjarstjórnar fylgdi almenn launa- hækkun atvinnurekenda í Akureyrark- aupstað. Þessvegna væri best að verjast strax, áður en of seint yrði. Þetta var skiln- ingur meðlima Verkamannafélagsins, en klofningsfélagið áleit að hér færu þeir með rangt mál. Erlingur skrifaði í Alþýðumanninn, blað Alþýðuflokksins á Akureyri, sem hann rit- stýrði, að ekki væri hægt að líkja saman atvinnubótavinnu við almenna vinnu, eðli vinnunnar væri allt annað, og að lægri laun í atvinnubótavinnu hefðu aldrei áður leitt til lækkunar á hinum venjulega taxta. Verka- lýðsfélagið væri tilbúið að ganga að þeim kjörum sem bæjarstjórn bauð. Auk þess efaðist Erlingur stórlega um að tunnusmíði gæfi minna í aðra hönd en taxti Verka- mannafélagsins, því ef hagnaður yrði af smíðinni kærni hánn í hendur verkamann- anna. Skoðun Verkamannafélagsins var sú, að óréttlátt væri að verkamenn legðu fram vinnuafl sitt án tryggingar fyrir því að greidd yrðu taxtalaun. Á fundi þann 11. mars tilkynnti bæjar- stjórn þeim sem vinnuna áttu að fá, að ekki væri hagfræðilegur grundvöllur fyrir hærri launum en getið er um hér að framan. Tryggvi Emilsson hafði á fundinum orð fyrir hönd Verkamannafélagsins, og bað menn að hundsa boð bæjarstjórnar. Tryggvi segir síðar í „Baráttan um brauðið", að bæjarstjóri hafi vitað hverjir færu með umboð verkalýðsins, því ekki hafi hann (Tryggvi) borið undir atkvæði tilboð bæjarstjórnar, eftir að 11 fylgjendur Verka- mannafélagsins hefðu gengið af fundi, - eftir sátu 40 vinnuþurfandi menn.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.