Þjóðviljinn - 15.03.1983, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 15.03.1983, Qupperneq 7
Þriðjudagur 15. mars 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐÁ 7 Verkamannafélagið ákveður að setja bæjarstjórn þau skilyrði að tímalaunin 125 aurar verði að virða, að öðrum kosti verði „framkvæmd þessa verks", ekki liðin. Enn- fremur að eigi vinni aðrir en þeir, sem Verkamannafélagið og Verkakvennafé- lagið „Eining“ samþykki. Þessar kröfur fékk bæjarstjórnin til umfjöllunar 13. mars, sem hélt aukafund af þessu tilefni. Von var á bátnum Nóvu daginn eftir með efni í tunn- usmíðina auk annarra vörutegunda og pósts. Ef bréfinu væri ekki svarað sama dag fyrir kl. 18.00 „skoðast það sem neitun og munu félögin haga sér samkvæmt því“. Ef athuguð er staða Verkamannafélags- ins, virðist það ekki hafa verið í stakk búið til að heyja baráttu gegn bæjarstjórn. 1. Áhugi bæjarstjórnar á atvinnubóta- vinnu var lftill. 2. Bæði bæjarstjórn og atvinnurekendur voru á móti róttækni Verkamannafé- lagsins. 3. Verkamannafélagið átti í samkeppni við klofningsfélag, sem vildi taka boði bæjarstjórnar. 4. Atvinnuleysið var mjög tilfinnanlegt. Hver þessara fjögurra þátta nægði til að ógna tilveru Verkamannafélagsins, hvað þá allir saman. Spurningin um samningsrétt- inn var á dagskrá. Athugum nú hverju bæjarstjórn svaraði og hvað í því svari fólst. Bæjarstjórn hélt fast við ákvæðisvinnu, þar sem greiddir skyldu 75 aurar fyrir hverja tunnu, og ef hagnaður yrði af sölu þeirra, rynni hann til verkamanna., Hagnaðarlík- urnar voru gerðar trúlegar, því lofað var 80% afslætti á raforkuverði til reksturs véla, auk þess engin „þóknun fyrir alla fyrirhöfn“ tekin (kaup efnis, útvegun lána, reikningshald o.s.frv.). Kröfu Verkamann- afélagsins um að fá að ráða hverjir fengu vinnu var hafnað. Svar bæjarstjórnar fól í sér ýmis jákvæð atriði, án þess að um væri að ræða breytingu á fyrri afstöðu. Gefin var trúleg mynd af launakjörum, sem í reynd myndu gefa af sér svipuð laun og taxti Verkamannafélagsins sagði til um. Þannig gæti það reynst erfitt fyrir stjórn Verka- mannafélagsins að færa rök fyrir neitun á tilboði bæjarstjórnar á sannfærandi hátt. En bæjarstjórn hafði bætt við í svari sínu að ekki væri hægt að víkja frá þessum grund- velli hvorki þá né seinna. Og ef vinnan yrði hindruð mundi bæjarstjórn krefja félögin til ábyrgðar og greiðslu á tjóni því sem af hlytist. Afgreiðslubann sett á Nóvu 13. mars En róttæka Verkamannafélagið hélt fast við þá skoðun sína að tilboðið væri aðför að taxta og tilveru félagsins. Ákveðið var degi áður en skipið Nóva kæmi til Akureyrar að setja það í afgreiðslubann. Verkfallsnefnd var sett á laggirnar. - Síðasta verkfallssókn Verkamannafé- lagsins hafði verið gerð hálfu ári áður, og lokið með sigri þeirra við samningaborðið, en það var Sláturhússdeilan við KEA. Því var reynsla Verkamannafélagsins góð, sjálfstraustið hafði aukist af þeirri deilu. Munurinn var sá, að þá var barist við eitt fyrirtæki á hentugasta vinnslutíma, en í mars 1933 var baráttan háð við fleiri aðila með klofið félag á mesta atvinnuleysistíma. Engin borgaraleg siðfræði Nú skyldu margir spyrja: Af hverju á að setja afgreiðslubann á Nóvu, á hvern hátt kom deilan útgerðarfélaginu við? Þessu reyndu „verkfallsmenn" að svara í „Ávarpi til alls vinnandi lýðs á Akureyri". Með af- greiðslubanni tækist að koma höggi á við- kvæman stað, þar sem vörur kaupmanna og hagsmunir útgerðarfélagsins voru í húfi. Þetta mundi gera það að verkum að borgar- arnir yrðu að heyja baráttu sem ein stétt. Samábyrgð og samhjálp innlendra og er- lendra atvinnurekenda væri slík og bent var á Krossanesverkfallið (1930), sem dæmi um að verkalýðurinn þurfi ekki að bera sam- viskubit, þótt hann geri hagsmunaandstæð- ur og gróðafíkn þeirra sér að vopni gegn árás á laun þeirra. Verkalýðurinn lítur ekki á þessi mál út frá siðfræði borgaranna, að hans dómi er þessi baráttuaðferð hárrétt. Geta má þess (í sambandi við óeiningu innan verkalýðsins) að fyrrverandi félagar Verkamannafélagsins fengu í hendur bréf frá félaginu áður en Nóva kom til Akur- eyrar, þar sem þeir voru beðnir um að sýna faglega einingu þrátt fyrir stjórnmálalegan ágreining. Áhugi bæjarstjórnar á að fá tunnuefnið smíðað var nægilega lítill, og hefði verkfall við tunnusmiðjuna þeirra vegna mátt standa til eilífðarnóns. Bæjarfógeti les upp konungsúrskurð Nóvuslagurinn við bryggjuna Þegar Nóva lagði að bryggjunni um 10- leytið a morgni þriðjudagsins 14. mars, höfðu andstöðuliðin skipulagt aðgerðirnar. Höfðu „Hvítliðar“ ( en svo voru þeir kall- aðir samkv. frásögn Tryggva Emilssonar, sem biðu albúnir til að níðast á vinnandi fólki fyrir nokkrar krónur) boðið sig fram til aðstoðar yfirvaldinu til að brjóta vörn verkamannanna á bak aftur. Áttu þeir að hafa staðið að vopnaframleiðslu þess, búið til kylfur og gúmmíslöngur. Bæjarfógeti spurði „verkfallsmennina“, hvort þeir hygðust hindra afgreiðslu bátsins, og fékk játandi svar. En verkfallsnefndin hafði áður leyft afgreiðslu póstsins og farþegum að stíga á land. Mikill mannfjöldi hafði safnast saman af forvitni og velti fyrir sér hvort bæjarfógeti mundi láta til skarar skríða. Verkfallsmenn stóðu vörð við landgang og lúgur bátsins, en ekki var hægt að hreyfa við neinu án þeirra leyfis. Gaf bæjarfógeti skipun um að vinna skyldi hefjast kl. 13.00, og hvarf síðan af vettvangi ásamt liði sínu. Eftir stóðu verkfallsmenn og biðu næstu lotu. íbúar Akureyrar söfnuðust að bryggj- unni á réttum tíma kl. 13.00. Þar var bæjar- fógeti mættur og las upp úr lagabók Danak- onungs og tilkynnti að ekki mætti koma í veg fyrir vinnu vinnufúsra manna, bað hann verkfallsmenn að yfirgefa bryggjuna. Frá þeim átökum sem nú gerðust eru til ljós- myndir, sem á óvenju skýran hátt sýna fylk- ingarnar báðar samtímis á bryggjunni, en ekki bara tötraralega, skilningslausa verka- menn með þvermóðskufullan svip. Sá er fangaði þessi andartök var verkamaðurinn Kristfinnur Guðjónsson. Bæjarfógeta- menn strengdu kaðal sín á milli og ætluðu að ryðja bryggjuna. Brugðust verkamenn fljótt við, og hlupu á kaðalinn og gerðu væntanlegt tilhlaup kaðalsmanna að engu. Eftir háreysti og stimpingar varð upplausn á slagnum þegar einhver eða einhverjir úr hópi verkamanna skáru á kaðalinn í öng- þveitinu. Sýndu verkamennirnir stillingu í áflogunum, en það voru samantekin ráð þeirra til að koma í veg fyrir að yfirvaldinu gæfist átylla til að lögsækja þá. Án nokkurs efa unnu verkamenn þessa orustu, en stríð- inu var þar með ekki lokið. Samúð almenn- ings með verkfallsmönnum jókst eftir slaginn. Til verkfallsvörslu buðu sig 70 manns, en færri gátu staðið vaktir en hugs- að var, því inflúensa gekk yfir og veiktust margir, allir voru þeir samt sem áður reiðu- búnir til að standa vörð, ef hvítliðar bærðu á sér. Um Nóvubátinn er það að segja að hann sigldi út á pollinn og beið átekta. Kaupmennirnir biðu einnig og báðu ákaft um að fá vörur sínar afgreiddar, deilumál verkamannanna var þeim óviðkomandi. Aftur á móti svöruðu verkfallsmenn því til að eiginlega hefðu smákaupmennirnir sömu hagsmuna að gæta. Þeim bæri því að snúa sér til bæjarstjörnar og fá hana til að gefa eftir. Nú var haldinn fundur í Verkalýðshúsinu við Suðurgötu og næstu aðgerðir ræddar, en búist var við að menn bæjarfógeta fengju liðsauka. Næsta dag gerðist fátt í deilunni fyrren myrkva tók. Skotið var þremur byss- ukúlum að verkfallsvörðum bryggjunnar í þeim tilgangi að hræða þá, þar að auki var þeim ógnað með sveðjum af þremur ungum mönnum. Eftir að hafa afvopnað þá var sveðjunum komið fyrir í Verkalýðshúsinu. í Reykjavík hélt Kommúnistaflokkurinn fund um „Kaupdeiluna", en blað þeirra Verkalýðsblaðið hélt því fram, að hin sósí- aldemókratíska stjórn Dagsbrúnar hefði frestað fundi þann 15. mars til að losna við að taka afstöðu til verkamanna Akureyrar. Yfirvaldið á Akureyri hélt lokaðan fund Þann 16. mars ræddu fulltrúar borgara- flokkanna um möguleika á að safna 300 manna liði þ.e. „aðstoðarlögreglu" vegna slagsmálanna við bryggjuna, en hvorki full- trúar Kommúnista né sósíaldemókrata í bæjarstjórn voru viðstaddir. Á Akureyri bjuggu um fjögurþúsund íbúar, því var hér um að ræða töluverðan fjölda þeirra. Rétt er að geta þess, að eftir Gúttóslaginn voru sterk íhaldsöfl að verki, sem vildu að ríkis- lögreglu yrði komið á fót. Frumvarp þar að lútandi var til meðferðar á Alþingi. Bæði Alþýðuflokkurinn og Kommúnistaflokkur- inn voru á móti hugmyndinni. Málið var viðkvæmt og verkalýðshreyfingin barðist hatrammlega gegn þessu. í ljósi ákvörðun- ar meirihluta bæjarstjórnar, um að láta bæjarfógeta gefa út skipunarbréf til ýmissa „valinna" manna í aðstoðarlögreglu, má sjá alvarleika þessara stundar. Bæjaryfirvöld sáu stöðu sinni ógnað. Vitneskjan um skip- unarbréfin og dreifingu þeirra barst til Verkalýðshússins. Orðrómur var á kreiki um að lögreglustjórinn í Reykjavík vildi senda liðsstyrk með varðskipi landhelgis- gæslunnar til Akureyrar. Styrkti það enn frekar bönd verkamannanna. Hvað svo sem þeirri liðsöfnun leið, þá tæki undirbún- ingur og þjálfun sinn tíma. - Nóva sigldi því til Siglufjarðar. Samtakamáttur á Norðurlandi Meðal fyrstu stofnenda Verkalýðssam- bands Norðurlands, VSN, frá árinu 1925, var Verkamannafélag Siglufjarðar. Verka- mannafélag Akureyrar fékk stuðningsyfir- lýsingu þaðan. Eins og fyrr segir stóðu verkamenn Siglufjarðar sameinaöir þó tog- streita væri innan félagsins. Miklar um- ræður áttu sér stað um hvernig afgreiða skyldi Nóvu. Tveir möguleikar voru rædd- ir, að afgreiða engar vörur eða afgreiða allar vörur nema Akureyrarvörurnar. Kommúnistar innan félagsins vildu í fyrstu hið fyrrnefnda, en sósíaldemókratar hið síðarnefnda og féllust Kommúnistar á það (samþykkt með 190 gegn 3 atkv.). Samið var við skipstjórann með þeim hagstæðu breytingum fyrir verkfallsmenn Akureyrar að hvergi mætti skipa upp Akureyrarvörum án leyfis Verkamannafélaga Akureyrar og Siglufjarðar. Þessi samningur varð afdrifa- ríkur og leiddi til þess að bæjarstjórn Akur- eyrar varð að fá vörurnar afgreiddar með valdi eða semja í allveikri stöðu. Helsta ástæðan fyrir því að útgerðarfélagið og skipstjórinn gerðu þennan samning var hræðslan við að fá öll félög innan VSN upp á móti sér til frambúðar. Nóva kemur til Reykjavíkur í Reykjavík hafði Kommúnistaflokkur- inn haldið fundi vegna kaupdeilunnar á Ak- ureyri. Dagsbrún undir stjórn Héðins Vald- imarssonar fékk skeyti frá Siglufirði þar sem farið var fram á aðstoð við að gerður samningur við skipstjóra Nóvu yrði virtur. En stjórn Dagsbrúnar hélt því fram, eins og stjórn ASÍ gerði, að deilan væri í óþökk þeirra og þeim óviðkomandi. Þessvegna ætti að sjálfsögðu að afgreiða Nóvu. Margt manna mætti við höfnina m.a. Varnarlið verkalýðsins, sem stofnað var eftir Gúttó- slaginn. Ekki kom til óeirða þó spenna væri í loftinu, margir Dagsbrúnarmenn tóku af- stöðu, sem virtist óháð skipun félagsstjórn- ar. Skipstjórinn sagði sig líka bundinn af samkomulaginu frá Siglufirði og sigldi á ný til Akureyrar. Endalok deilunnar á Akureyri Fréttunum um samtakamátt verka- manna á Siglufirði og í Reykjavík var fagn- að á Akureyri, Verkamannafélagið var ekki einangrað. Dagblöðin héldu því fram að Kommúnistar frá Húsavík og Siglufirði hyggðu á ferð til Akureyrar til aðstoðar Verkamannafélaginu. Af hálfu VSN var því haldið fram að aðstoðarlögreglumenn/ Hvítliðar fengju tvær krónur á tímann í laun, en að öðrum kosti 8000 kr. sekt ef kallinu væri ekki sinnt. Þessu neitaði lög- reglustjóri og blað Erlings, Alþýðumaður- Sjá næstu síðu

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.