Þjóðviljinn - 15.03.1983, Page 8

Þjóðviljinn - 15.03.1983, Page 8
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 15. mars 1983 Fimmtíu ár... Framhald af 7. siBu. inn, hélt því fram að 8000 kr. sektin væri uppspuni. Það er trúlegra að svo hafi verið, því miklu færri hlýddu skipunarbréfinu en yfirvöldin bjuggust við. Hvað fólk hélt og hvaða skilning það hafði á ástandinu á Ak- ureyri skipti meira máli en það sem við þekkjum nú sem „staðreynd“. Tal bæjar- stjórnar um fátækt hefði ekki stoð í veru- leikanum ef hún hefði efni á að greiða hvítl- iðum tvær krónur en verkamönnum ekki 125 aura eftir umsömdum kauptaxta. Kringum 23. mars eða á níunda degi af- greiðslubannsins komst hreyfing á samn- ingaumleitanir. Ef leysa ætti deiluna yrðu málsaðilar að koma til móts við hvorn annan (málamiðlun). Hins vegar ætlaði bæjarstjórn sér aldrei að stíga eitt fet í sam- komulagsátt, tilboð þeirra var óhagganlegt. En það sem ýtti þeim af stað var hinn skipu- lagða andstaða verkamanna í atvinnuleysi undir stjórn Kommúnista, uppgötvun á gildi samningagerða við verkamannafélag er naut raunverulegs fylgis meirihluta verkamanna og hægt var að treysta gerðum samningum. Helstu samningaaðilarnir voru: a) Á- kvæðisvinna með minnst 100 aura á tímann fyrir 10-tíma vaktir, b) samningar Verka- mannafélags Akureyrar frá 1929 verði stað- festir af bæjarstjórn, c) enginn aukakostn- aður skyldi álagður vegna „tafa“ við af- greiðslu Nóvu, d) engar skaðabótakröfur eða málshöfðanir vegna deilunnar verði gerðar. Liður a gæti vakið undrun þeirra sem þekkja til Nóvu-deilunnar og tala um 20% launalækkun. Var ekki komið í veg fyrir launalækkun upp á tuttugu prósent með baráttunni? Nei, það var komið í veg fyrir 16% launalækkun af 36 prósentum sem koma átti í gegn (80-90 aurar á tímann) og samið um 100 aura, en vissa var fengin fyrir að 125 aurar skyldu greiðast fyrir alla aðra vinnu á vegum bæjarins. Atvinnurek- endur urðu að virða taxta Verkamannafé- lagsins, lausn heimskreppunnar varð ekki fengin með lækkun launa alþýðunnar. Tilraun gerð til að brjóta gerðan samning Samningsákvæðið um að engar máls- höfðanir yrðu vegna þátttöku manna í deilunni, virti bæjarfógeti að vettugi. Þann 4. apríl var tekinn til yfirheyrslu Jón Rafns- son, en hann var þaulvanur skipuleggjandi baráttu verkamanna í vinnudeilum. Eftir að hafa neitað að svara nokkru um þátttöku sfna var hann settur í varðhald (réttmæti yfirheyrslunnar var ekki fyrir hendi). Á sama tíma var 5. þing VSN og gerðu fulltrúarnir hlé á þinginu vegna atburðar- ins. Einar Olgeirsson hélt ræðu fyrir utan sýslumannsskrifstofuna, og óðar var Jón leystur úr viðjum lögleysunnar. Annar bar- áttumaður, Þóroddur Guðmundsson frá Siglufirði, sætti svipaðri yfirheyrslu en fékk að fara, þrýstingur alþýðunnar var yfirvald- inu um megn. Kosningarnar til Alþingis Nú hefur Nóvudeilunni verið lýst í grófum dráttum, en athugum áhrif hennar í kosningum til Alþingis skömrnu síðar, eða í júlí 1933. Hvernig dæmdu verkamennirnir á Akureyri hina tvo flokksarma verkalýðs- ins, sem.háðu biturt stríð um yfirráð innan verkalýðshreyfingarinnar, Alþýðuflokk- inn, þar sem Stefán Jóhann Stefánsson var í framboði, og Kommúnistaflokkinn með Einar Olgeirsson sem sinn fulltrúa? Niður- staðan varð sú að Alþýðuflokkurinn fékk 22,2 prósent atkvæða, en Kommúnista- flokkurinn fékk 34,7 prósent atkvæða. Erf- itt er þó að staðhæfa án frekari rannsókna að fylgisaukningin stafi eingöngu af aukinni stéttarvitund, sem rekja megi til reynslu Nóvudeilunnar. Kommúnistar héldu fylgi sínu 1934, á sama tíma sem Alþýðuflokkur- inn fékk aðeins 11,5 prósent atkvæða á Ak- ureyri. Lokaorð ~ Mikið er eftir að rannsaka í sögu verka- lýðshreyfingarinnar á millistríðsárunum. Mikilsvert er að varðveita allar tiltækar heimildir og gera þær aðgengilegar til rann- sókna. Á annan hátt verður alhliða greining á þýðingu þessa tímabils ekki gerð. Vöxtur verkalýðsfélaganna og þróun stjórnmála- flokkanna á þriðja áratugnum mótuðust af stéttarmynstri íslensks þjóðfélags. Á fjórða áratugnum var langvarandi kreppa, sem hafði afdrifarík áhrif á skipulag verka- lýðsfélaganna og þróun stjórnmálaflokk- anna, sem marka má fram á þennan dag. Breytingar hjá Eimskip Samhliða ráðningu nýs starfsmannastjóra Eim- skips, hafa verið gerð- ar nokkrar breytingar á starfsmannahaldi. Jón H. Magnússon, sem var deildarstjóri starfsmanna- halds, er nú deildarstjóri Vinnumáladeildar. Verk- svið þeirrar deildar felst m.a. í samningum félags- ins við stéttarfélög og Vinnuveitendasambandið, túlkun samninga og ráð- gjöf við starfsmannastjóra og fulltrúa í starfsmanna- haldi varðandi samninga við stéttarfélögin. Jón H. Magnússon sér auk þess um ýmis lögfræðileg mál- efni, þar á meðai undir- búning sjóprófa, og situr í ýmsum nefndum, sem fjalla um starfsmannamál. Jón B. Stefánsson hefur tekið við starfi starfs- mannastjóra Eimskips. Hlutverk hans er að sjá um rekstur og stjórnun starfs- mannahalds, ásamt því að gera stefnumarkandi til- lögur um framkvæmd starfsmannamála , félags- ins. Hann hefur jafnframt það verksvið að annast starfsmannamál skrifstofu og vöruafgreiðslu. Helstu viðfangsefni starfsmanna- stjóra er ráðning nýrra starfsmanna og ýmis mál, sem að starfsmönnum lúta, til dæmis orlofs- veitingar, veikindamál og umsjón launamála fyrir skrifstofu og vöruaf- greiðslu. Ásbjörn Skúlason, full- trúi í starfsmannahaldi, hefur yfirumsjón með mál- um, sem snúa að starfs- mannamálum skipverja. Hann ber ábyrgð á launamálum skipverja, sér um ráðningar og gerir til- lögur um yfirmenn ein- stakra skipa. Ásamt þessu sér Ásbjörn meðal annars um leyfisveitingar skip- verja og um gerð tillagna um starfsþjálfunarnám- skeið. Nemendur Menntaskólans á Laugarvatni Sýna tvo ein- þáttunga Nemendur Mennta- skólans á Laugarvatni hafa tekið til sýningar einþátt- ungana „Krítarkrossinn“ eftir Bertholt Brecht í þýð- ingu Þorsteins Þorsteins- sonar og ,;Foringinn“ eftir Inonesco í þýðingu Karls Guðmundssonar. ' Frumsýningin var á laug- ardaginn, í sal mennta- skólans, en næsta sýning verður þriðjudaginn 15. mars í Árseli kl. 21.00 og miðvikudaginn 16. mars verður sýning í félags- heimilinu á Seltjarnarnesi kl. 21.00. Þá verður að síð- ustu sýning í Bæjar- leikhúsinu í Vestmanna- eyjum, laugardaginn 19.mars kl. 16.00. Leik- stjóri er Emil Gunnar Guðmundsson. - Has. Þrjú leikfélög standa óvænt uppi húsnæðislaus Félagar í Revíuleikhúsinu ærslast á sviðinu í Hafnarbíói. Frá v. Pálmi Gestsson, Guðrún Þórðardóttir, Örn Arnason, Þórhatlur L. Sigurðsson, Saga Jónsdóttir og Guðrún Alfreðsdóttir. Mynd - atli. „Æjiim hér, þar til okkur verður hent út” „Við erum að æfa hérna á fullum krafti á daginn og það eru sýningar fyrir fullu húsi á kvöldin, en það er óvíst hvað verður, ef húsið verður rifið ofan af okkur í miðjum klíðum“, sagði Gísli Rúnar Helga- son leikari þegar Þjóðviljinn leit inn í Hafnarbíó fyrr i vikunni og truflaði fjörugan hóp leikara í Rev- íuleikhúslnu sem voru í óða önn að æfa nýjan revíuleik eftir fransk- manninn íslenska, Gerhard Lem- arquis, sem stóð til að frumsýna í bíóieikhúsinu á næstu vikum. 3 leikhús í Hafnarbíói „Nei, við frumsýnum ekki hér, ég held að það iiggi alveg ljóst fyrir, eftir þessar síðustu og nánast mjög svo óvæntu fréttir, að húsið eigi að hverfa nú fyrst í apríl", sagði Gísli og gaf leikurunum smápásu. Eins og stendur eru þrjú leikhús starfandi í Hafnarbíói, Alþýðuleik- húsið sem er að æfa tvö leikrit og hugði á frumsýningu von bráðar, Gránufjelagið sem sýnir Fröken Júiíu við góðar undirtektir um hverja heigi, og Revíuleikhúsið sem sýnir Karlinn í kassanum fyrir fullu húsi um helgar og önnur kvöld, auk þess að vera háifnað n)eð æfingar á nýrri Revíu. 4 t Kom okkur í opna skjöldu Þessar hugmyndir um að rífa ætti húsið núna strax í apríl komu okk- ur algerlega í opna skjöldu og það er staðleysa þess sem leigir af eigendum hússins og endurleigir síðan að við hefðum vitað tím siíkt. Við værum ekki í þeim vanda sem segja Gísli Rúnar ogfélagar í Revíuleikhúsinu - sem æfa nýja revíu af kappi í Hafnarbíó við stöndum frammi fyrir ef við hefðum haft hugmyndir um hvað stóð til, en það má koma fram að eigendur hússins hafa sýnt okkar málefnum skilning og reynt að hliðra til, en við stöndum uppi á götunni þrátt fyrir það. Hvað er helst til ráða? „Það er úr vöndu að ráða. Við vitum af reynslunni að það er dauði hvers leikhúss að fara út fyrir mið- bæinn hér í Reykjavík. Okkur gekk ekkert í Tónabæ t.d. en hér hefur gengið eins og í sögu. Hitt vandamálið er að borgin á ekkert húsnæði sem getur kallast féiags- heimili og væri hægt að koma starf- semi sem þessari fyrir í, en slík hús eru til í nánast hverju einasta bæjarfélagi úti á landi. Vitum um tvö hús Hins vegar vitum við um tvö skikkanleg hús sem vel gætu nýst okkur. Annars vegar gamla Sigtún við Austurvöll sem notað er undir mötuneyti í hádeginu fimm daga vikunnar en stendur annars autt. Við höfum lengi reynt að fá þetta hús en einhverra hluta vegna sem við eigum erfitt með að koma auga á hefur það ekki gengið hingað til. Hitt húsið er Tjarnarbær, sem Háskólinn á og notar undir fyrir- lestrahald. Það mætti fullvel nýta sem leikhús. Fótum kippt undan starfsemi 50 leikara Og Gísli Rúnar bætti við og aðrir félagar hans tóku hraustlega undir: „Við skuium gera okkur grein fyrir því að hér í Hafnarbíói eru nú starf- andi þrjú ieikhús í miklum blóma sem eru að sýna 2 stykki og fjögur önnur eru í æfingu, á lokastigi. Það eru nærri 50 fullmenntaðir leikarar sem starfa í þessum þremur leikhúsum. Fótunum hefur nú ver- ið kippt undan allri þessari starf- semi, en við erum bjartsýn að úr rætist og ætlum að æfa hér þar^til okkur verður hent út.“ Og vissulega var mikið fjör í Revíuleiknum þá stuttu stund sem við stóðum við í gamla stríðsbragganum. Á sviðinu ólm- uðust þær Guðrún Alfreðsdóttir og Þórðardóttir, Saga Jónsdóttir, Þór- hallur L. Sigurðsson, Pálmi Gests- son, Örn Árnason og Kjartan Bjargmundsson. Magnús Kjart- ansson sér um tónlistina, Steindór Sigurðsson hefur hannað leikmyndina, Ingvar Björnsson lýsir og Gísli Rúnar stjórnar öllu saman. -«g-

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.