Þjóðviljinn - 15.03.1983, Síða 9

Þjóðviljinn - 15.03.1983, Síða 9
Þriðjudagur 15. mars 1983: ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13 Skýrslan sem stungið var undir stól Breska ríkisstjórnin vill fela áfengisvandann Merk skýrsla er nýkomin út í Stokkhólmi. Hún fjallar um áfeng- ismál í Bretlandi og ber nafnið „Alcohol Policies in United Kingd- om“. Skýrslan fékkst ekki gefin út í Bretlandi, því niðurstöður hennar þóttu heldur neikvæðar fyrir áfeng- isframleiðendur og Margréti Thatcher leist ekki á blikuna. Upphaf þessa máls er, að sér- fræðingar bresku ríkisstjórnarinn- ar í félagsmálum (The Govern- ment Central Polycy Review Staff) tóku saman skýrslu um ástandið í áfengismálum og áfengismála- stefnu Breta. Skýrslan var gerð fyrir stjórn Verkamannaflokksins og henni lokið í maí 1979. Niður- staða sérfræðinganna var sú, að brýn nauðsyn væri á að koma í veg fyrir að áfengisneysla Breta héldi áfram að aukast og voru tillögur um aðgerðir þar að lútandi bornar fram. Þetta þóttu stjórnmála- mönnum vafasamar tillögur, kosn- ingar voru á næsta leiti og útgáfu skýrslunnar var frestað fram yfir þær. Þeim lyktaði með sigri íhalds- flokksins og nýja stjórnin ákvað að birta ekki skýrslu sérfræðinganna. Margrét Thatcher lýsti þá yfir í fyr- irspurnartíma í neðri deild breska þingsins í nóvember 1979. Niðurstöður vísindamannanna, sem skýrsluna sömdu, eru í sam- ræmi við það álit Alþjóðaheil- brigðisstofnunarinnar (WHO) að Lánsupphæðir ákveðnar hjá Húsnæðismálastjórn Húsnæðismálastjórn sam- þykkti nýlega lánveitingar til hús- byggjenda og húskaupenda fyrir fyrsta ársfjórðung 1983. Lánin taka breytingum í samræmi við vísitölu ársfjórðungslega. Hér að neðan er listi yfir lánin og upp- hæðir söntuleiðis, en þær fara nokkuð eftir fjölskyldustærðinni. Ríkisstjórnin samþykkti fyrir áramótin, að lán til þeirra.sem kaupa í fyrsta sinn, skyldu hækka um 25% umfrarn vísitölu. Sigurð- ur E. Guðmundsson, frkstj. húsnæðisstofnunar, sagði í sam- tali við blaðið að stjórnin hefði ekki tekið ákvörðun í því máli og væri meginástæðan sú að fé vant- aði til þess að framfylgja þessari samþykkt ríkisstjórnarinnar. En hér konta lánveitingarnar: 1) Frumlán (I. hluti) skulu veitt og koma til greiðslu frá og með 20. mars n.k. þeim um- sækjendum sem gerðu íbúðir sínar fokheldar í október sl., Upphæðirnar eru þessar: Einslaklingur: 191.00 2-4: 243.000 5-6: 285.000 7 og yfir 329.000 2) Miðlán (2. hluti) skulu veitt og koma til greiðslu frá og með 5. apríl þeim umsækjendum til handa sem fengu frumlán sín greidd frá og með 5. október sl., Upphæðirnar eru þessar: Einslaklingur: 54.000 2-4: 69.000 5-6: 80.000 7 og yfir: 93.000 beint samband sé á milli heiídar- neyslu áfengis og tjóns af völdum efnisins, og neyslan sé ýmsu háð, m.a. viðhorfum manna og ekki síð- ur því hversu auðvelt sé að komast yfir áfengið. í stað þess að birta skýrslu þessa var gefið út rit þar sem bornar eru brigður á að nokkurt samband sé á milli heildarneyslu og ofdrykkju og því haldið fram, að engin nauðsyn sé að draga úr drykkjuskap. Hvatt er til atferlis sem höfundur nefnir „skynsamlega drykkju“. Heitir bókar þessarar er „ Alcoholism and Social Policy: are We on the Lin- es?“ og höfundurinn er M. Tuck. í breska sérfræðiritinu British Journal of Addiction (nr. 1 77.árg. 1982) er skýrt frá því, að áfengis- framleiðendur, þ.e. þeir sem hagn- ast á framleiðslu á sölu öls, víns og sterkra drykkja, hafi ráðið því, að skýrslu sérfræðinganna var haldið leyndri, enda séu pólitísk áhrif þeirra mikil. Tímaritið telur, að almenningur eigi heimtingu á að fá vitneskju um hve margir breskir þingmenn séu á einhvern hátt tengdir áfengisframleiðslu og/eða áfengissölu og hve mikið fé áfengis- iðnaðurinn leggi í sjóði stjórnmála- flokkanna. Ritstjórn tímaritsins hafði komist yfir eintak af skýrslu sérfræðinganna, en þorði ekki að birta hana af ótta við ákæru. En nú hefur Finninn Kettil Bruun, pró- fessor í áfengisfræðum við Stokk- Ætla að endurvekja Reyk j a víkurf élagið Á árunum 1968-1978 jókst neysla Breta á sterkum drykkjum um 117% og á veikum vínum um 265% en ölneyslan minnkaði hins vegar um 27%. 3) Frumlán (I. hluti) skulu veitt og koma til greiðslu frá og með 5. aprfl n.k. þeim um- sækjendum til handa sem gerðu íbúðir sínar fokheldar í nóv. og des. sl., Upphæðirnar eru hinar sömu og í nr. 1. 4.) Lokalán (3. hluti) skulu veitt og koma til greiðslu frá og með 20. mars þeim umsækj- endum til handa sem fengu frumlán sín greidd hinn 20.3. 1982 og miðlánin greidd hinn 20.9 1982. Upphæðirnar eru þessar: Einstaklingur: 37.000 2-4: 47.000 5-6' 55.000 7 og yfir: 63.000 5) G-lán skulu veitt og koma til greiðslu frá og með 20. aprfl þeim umsækjendum til handa sem lögðu fram umsóknir sín- ar fyrir 1. október sl.. Upp- hæðirnar fyrir þá, sem eru að kaupa í fyrsta sinn, eru þessar: Einstaklingar: 80.000 2-4■ 100.000 5-6: 110.000 7 og yfir: 110.000 ast „Sfarfsemi Reykvíkingafélagsins hefur í mörg ár legið niðri. Nú stendur til að blása nýju lífi í félagið og verður fyrsti kynningar- og skemmtifundur þess unt árabil haldinn að Hótel Borg þriðjudag- inn 15. þessa mánaðar klukkan 20.30“, segir í frétt frá Reykjavík- urfélaginu. Paii Líndal ntun á fundinum flytja fyrirlestur og hjónin Hjálm- týr Hjálmtýsson og Margrét Matt- híasdóttir syngja, bæði saman og sitt í hvoru lagi. Píanóundirleik ntun Anna Guðný Guðmundsdótt- ir annast. Fyrirhugað er að halda annan fund að mánuði liðnum og eru fé- lagsmenn og gestir þeirra velkomn- ir á þá báða. Á aðalfundi félagsins 4. nóv- ember s.l. voru samþykktar laga- breytingar, sem gera öllum Reykvíkingum kleift að gerast fé- lagsmenn, innfæddum og aðflutt- um, ungum sem öldnum. I stjórn Reykvíkingafélagsins sitja nú Jón Bergmann, Þorsteinn Ólafsson, Sighvatur Bjarnason, Áslaug Cassada, Erla Geirsdóttir, Guðrún Agnarsdóttir, Pálína Þor- leifsdóttir og Sverrir Þórðarson. Líf og land Félags- fundur á morgun Líf og land boðar til félagsfundar í Skólabæ, Suðurgötu 26 á morgun, miðvikudaginn 16. mars kl. 20.30. Gestir fundarins verða þeir Sigurð- ur A. Magnússon og Þórarinn Eld- j árn, sem munu lesa úr verkum sín- um. Eru allir boðnir velkomnir á þennan félagsfund Lífs og lands. sé fús til að selja heilbrigði þjóðar- innar fyrir ágóðahlut og eigin hag spyrni við fóturn". (Frá Áfengisvarnarráði) Myndlistar- Björgvins hafin Myndlistanámskeið undir leið- sögn Björgvins Björgvinssonar myndlistakennara eru hafin. Enn er möguleiki að bæta við nokkrum þátttakendum á námskeiðin sem haldin eru eftir hádegi á laugardög- um og á þriðjudagskvöldum. Hér er um að ræða 10 vikna námskeið sem hafa það markmið að fylla örlítið upp í þá þörf sem stór hópur fólks hefur fyrir mynd- sköpun. Greinilegt er að hér ríkir. mjög mikill áhugi fyrir myndlist, og þeim fjölgar ört sem taka beinan þátt í ánægjulegri listköpun. Hérer tækifærið fyrir byrjendur í faginu og aðra að gerast þátttakendur í myndlistinni. Upplýsingar um námskeiðin eru veittar í síma 35615. hólmsháskóla, tekjð af þeim ómak- ið og gefið skýrsluna útá vegunt Fé- lagsvísindastofnunar háskólans. Skýrslan hefst á greinargerð unt áfengisvandamál á Bretlandi. Neyslan hefur aukist undanfarin 20 ár eins og víða annars staðar. Hér á íslandi hefur hún einnig aukist, en þó ekki nærri því jafnmikið og þar. Og það sem sjálfsagt ér athyglis- verðast fyrir okkur er það, að neysla sterkra dryjtkja hefur aukist fimrn sinnum meira á Bretlandi en hér. Drekka þó Bretar rnikið af sterku öli og þar eru ölkrár á öðru hverju götuhorni; en ýmsir íslend- ingar virðast telja sölu áfengs öls og bjórkrár líklegar til að draga úr brennivínsdrykkju hérlendis. Eftirfarandi skrá sýnir aukningu áfengisneyslu á ntann í þessunt tveimur löndum milli áranna 1968 og 1978 (miðað er við hreinan vín- anda); Bretland ísland Sterkir drykkir.... +117% +23,7% Veikvín...........+265% +104% Á þessum tíma dró úr ölneyslu á Bretlandi um 27%, en hérlendis mun hún hafa aukist á sama tíma. Samkvæmt skýrslunni gera áfengisframleiðendur og innflytj- endur ráð fyrir að neyslan ntuni halda áfram að aukast verulega og hafa þeir hagað fjárfestingum sín- unt eftir því. Á síðastliðnum 20 árunt hefur' dauðsföllum af völdum skorpulifur fjölgað um 50% og 84% fleiri karl- menn eru nú lagður á geðsjúkrahús vegna drykkju en var fyrir 20 árum. Þó er hlutur kvenna þar verri. Inri- lagnir drykkjukvenna eru nú 145% fleiri en fyrir tveimur áratugum. Tímaritið British Journal of Addiction, sem fyrr var nefnt, gagnrýnir enn í 2. hefti 1982 bresku stjórnina fyrir að birta ekki skýrs- luna. Jafnframt er hæðst í ritinu að „skynsamlegri drykkju" og m.a. sagt, að skorpulifur gefi tilefni til aukinna fjárfestinga í breskum á- fengisiðnaði.. I forystugrein sama heftis er hvatt til átaks gegn áfengi- svandanum, þótt „ríkisstjórn sem

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.