Þjóðviljinn - 15.03.1983, Side 4

Þjóðviljinn - 15.03.1983, Side 4
12 SÍÐA - ÞJÓÐVÍLJINN Þriðjudagur 15. márs 1983 Umsjón: Víðir Sigurðsson Mesti áhorfendafjöldi á einum leik í ensku knattspyrnunni í vetur, tæplega 60.000 manns, urðu vitni að æsispennandi leik Manchester United og Everton á Old Trafford í 6. umferð ensku bikarkeppninnar á laugardaginn. Leikurinn var mjög jafn og opinn og allt stefndi í jafntefli en þegar mínúta var komin framyfir venjulegan leiktíma tókst Frank Stapleton að skora sigur- mark United, 1:0, og lið hans er þar með komið í undanúrslitin. Innáskipting hjá United þegar mínúta var eftir af venjulegum 'leiktíma gerði gæfumuninn. Ron Atkinson, framkvæmdastjóri liðs- ins, tók bakvörðinn Mike Duxbury útaf og sendi Skotann smávaxna, Lou Macari, í fremstu víglínu. Hann skeiðaði beint inní vítateig Everton. Ray Wilkins sendi háa. sendingu fyrir markið, Lou litli, minnsti og elsti maður vallarins, stökk allra hæst og skallaði knött- inn fyrir fætur Stapleton sem skoraði af stuttu færi. Everton gerði örvæntingarfullar tilraunir til að jafna, Adrian Heath brunaði upp að vítateig United en áður en honum tækist að athafna sig kom Gordon McQueen á fleygiferð og þrumaði knettinum lengst uppí stúku. Par með fauk síðasta von ,Everton, sem var síst lakari aðilinn fií leiknum, en meginþorri áhorf- | enda fagnaði ákaft. I Everton sótti mjög í fyrri hálfleik og þá fékk Heath bestu færin. Hann skaut framhjá og lét síðan Gary Bailey verja frá sér í upp- Enska knattspyrnan: Loulitli gerði gæfumuninn lögðu færi. United komst einnig nokkrum sinnum nálægt því að skora, Wilkins skaut framhjá, Jim Arnold markvörður Everton varði naumlega frá McQueen og síðan frá Steve Coppell á lokamínútu hálfleiksins. Síðari hálfleikur var jafn framan af en síðan tók United öll völd. Flestar sóknarlotur strönduðu þó á Arnold sem lék frábærlega í marki • Everton. Hann varði tvívegis mjög vel frá Norman Whiteside og allt stefndi í aukaleik á Goodison Park en Macari og Stapleton voru á öðru máli. Bikarár hjá Arsenal Það er bikarár hjá Arsenal. Þrátt fyrir slakt gengi í 1. deildinni í vetur komst liðið í undanúrslit deildabik- arsins og hefur nú leikið sama leik í FA-bikarnum. Evrópumeistarar Aston Villa komu í heimsókn á Highbury á laugardaginn og máttu sætta sig við tap, 2:0. '■ Vörn Villa var veikari en vana- lega, Ken McNaught var ekki með vegna meiðsla sem hann hlaut á æfingu á fimmtudag og Allan Evans vissi vart hvort hann var í London eða Birmingham eftir að hafa fengið högg á höfuðið snemma leiks. Arsenal nýtti sér þetta til hins ýtrasta og skoraði tvívegis í fyrri hálfleik eftir varnarmistök andstæðinganna. Fyrst Tony Woo- dcock á 31. mínútu eftir auka- spyrnu Graham Rix, síðan Vladim- ir Petrovic eftir hælsendingu Alan Sunderland. Petrovic hefur ekki uppfyllt þær vonir sem bundnar voru við hann og á í erfiðleikum með að komast í lið Arsenal. Á laugardag var ekki ákveðið fyrr en rétt fyrir leik að hann yrði með í þessari bikarviðureign; Bjórinn flýtur í Brighton! Brighton, með miðvörðinn Steve Foster sem besta mann, vann Norwich sanngjarnt 1:0 og er kom- ið í undanúrslit keppninnar í fyrsta skipti. Án efa hefur haft sitt að segja hjá Brighton að undanförnu að bruggverksmiðja í heimaborg- inni sendir félaginu nú tíu gallon af bjór fyrir hvert mark sem liðið skorar í deild eða bikar! Það var Jimmy Case sem var hetja Brighton, rétt eins og gegn Liverpool í 5. umferðinni. Hann skoraði eina mark leiksins um miðjan síðari hálfleik og réttlæt- inu var fullnægt. Burnley og Sheffield Wednes- day þurfa að leika aftur í kvöld á Hillsborough um fjórða sætið í undanúrslitunum. Steve Taylor hjá Burnley lét verja frá sér vítaspyrnu strax á 4. mínútu og það kann að reynast örlagaríkt. Wednesday réð gangi leiksins í fyrri hálfleik og komst yfir með marki Gary Bann- ister en heimaliðið var mun betra í síðari hálfleik og á fyrstu mínútu hans jafnaði Tommy Cassidy með skalla. - VS WestHam hélt út framyfir hálfleik Urslít: FA—bikarinn: 6. umferft: Arsanat-Aston Villa........... 2-0 Brighton-Norwich...............1-0 Bumley-Sheffieid Wed...........1-1 Manch.United-Everton...........1-0 1. deild: Coventry-Tottenham.............1-1 Llverpooi-West-Ham.............3-0 Nottm.Forest-Luton.............0-1 Stoke City—Sunderland..........0-1 Swansea-Manch.City.............4-1 Watford-Notts County...........5-3 W.B.A.-lpswich.................4-1 2. deild: Blackburn-Charlton.............2-0 Bolton-Q.P.R................. 3-2 Cambridge-Grlmsby..............1-0 Chelsea-Carlisle...............4-2 Derby County-Wolves............1-1 Fulham-Crystal Palace..........1-0 Middlesboro-Rotherham..........1-1 Newcastle-Leeds United.........2-1 Shrewsbury-Barnsley............3-1 3. deild: Bournemouth-Preston N.E........4-0 Bradford City-Lincoln..........1-1 Brentford-Plymouth.............2-0 Chesterfield-Doncaster.........3-3 Exeter City-Oxford.............3-1 Huddersfield-Gillingham........3-2 Millwall-Sheffield United......1-2 Newport County-Wigan...........1-0 Portsmouth-Cardiff City........0-0 Reading-Bristol Rovers.........1-2 Wrexham-Walsall................4-0 4. deild: Blackpool-Port Vale............2-0 Bristol City-Aldershot.........2-0 Colchester-Bury................2-1 Crewe-Halifax..................1-1 Darlingtori-Mansf ield.........0-0 HarplepooF-York City...........2-0 Hull City-Tranmere.............0-1 Peterborough-Northampton.......2-0 Rochdale-Hereford..............4-1 Scunthprpe-Torquay.............2-0 Stockport-Wimbledon............1-3 Swindon Town-Chester...........2-3 Staðan: í 1. deildinni er Liverpool við sama heygarðshornið og heldur sínu 14 stiga forskoti. West Ham lék sterkan varnar- leik á Anfield og hélt út fram á 51. mínútu. Þá tók Kenny Dalglish hornspyrnu og Geoff Pike skallaði í eigið mark. Eftir það átti West Ham ekki möguleika. Fjórum mínútum síðar skoraði Sammy Lee, 2:0, með því að lyfta yfir Phil Parkes markvörð West Ham af 25 m færi. Fyrsta deildamark Lee síðan í ágúst. Ian Rush skoraði svo sjálfur þriðja markið á glæsilegan hátt eftir fyrirgjöf Alan Kennedy. Á meðan skoraði Watford fimm gegn Notts County sem þó tók for- ystuna á 2. mínútu með marki Tre- vor Christie. Luther Blissett svar- aði tvívegis fyrir Watford og John Barnes bætti einu við fyrir hálfleik, 3:1. Nigel Worthington lagaði stöðuna í 3:2 en Blissett og Nigel Callaghan svöruðu fyrir Watford, staðan 5:2 þegar enn var hálftími eftir. Justin Fashanu bætti við fyrir County, 5:3, en gestirnir áttu aldrei möguleika og ekki bætti úr skák fyrir þeim þegar Nígeríumaðurinn John Chiedozie var rekinn af leikvelli seint í leiknum. Swansea hrökk loks í gang og náði sínum öðrum sigri í 14 leikjum. Fórnarlömbin voru þó slakasta lið deildarinnar um þessar mundir, Manchester City. Bob Latchford er hættur við að yfirgefa Swansea, a.m.k. um stundarsakir, og hann skoraði fyrsta markið. Ian Walsh bætti tveimur við og Robbie James einu en Bob Mc Donald náði að skora fyrir City rétt fyrir leikslok; úrslitin 4:1, Swansea í vil. WBA hafði leikið fjóra markalausa leiki í röð en gegn Ipswich komu mörkin sem af færibandi. Garry Thompson skoraði tvö, hans fyrstu fyrir félagið eftir komuna frá Coventry, Derek Statham eitt og það fjórða var sjálfsmark bak- varðarins unga hjá Ipswich, Irwin Gernon. Stig á útivelli hjá Tottenham þykir sigur í þeim herbúðum um þessar mundir. Steve Hunt tók for- ystuna fyrir Coventry með marki úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik en varnarmaðurinn Paul Miller náði að jafna fyrir Tottenham í þeim síðari. Sunderland vinnur enn, nú 1:0 í Stoke, og enn skorar Gary Rowell. Hans fimmtánda deildamark í vet- ur kom í síðari hálfleiknum og tryggði Sunderland þrjú stig. Nottingham Forest hefur slakað mjög á að undanförnu og þarf nú að halda vel á spilunum til að ná Evrópusæti. Luton kom í heim- sókn á laugardag og hafði þrjú stig með sér á brott; eina mark leiksins skoraði Ricky Hill í fyrri hálfleik. Úlfarnir heppnir Wolves var afar heppið að ná stigi á Baseball Ground í Derby í 2. deildinni. John Burridge mark- vörður Wolves hélt liði sínu alger- lega á floti en náði ekki að koma í veg fyrir mark David Swindlehurst á 34. mínútu. Ellefu mínútum fyrir leikslok tókst Billy Kellock að jafna fyrir Úlfana og toppliðið stal þar með stigi af botnliðinu. Newcastle á enn möguleika á 1. deildrsæti og Kevin Keegan kom liðinu á bragðið gegn Leeds með marki úr vítaspymu. Fulham vann nágrannana Crystal Palace; miðvörðurinn Roger Brown skoraði eina markið á lokamínútu fyrri hálfleiks. QPR tapaði í Bolt on, Mike Doyle, Tony Henry og John Rudge skoruðu fyrir heima- liðið. - VS. Hjá Adrian Heath, Everton, og Steve Foster, Brighton, snerist dæmið við frá því þessi mynd var tekin. Heath og félagar féllu á sfðustu mínútunni á Old Trafford en Fost- er átti stóran þátt í að koma Brighton í undanúrslit bikarsins í fyrsta skipti. 1. deíld: Llverpool ..30 21 6 3 73-24 69 Watford .30 17 4 9 55-34 55 Manch.Utd .29 14 9 6 39-23 51 Aston Villa.... ..30 15 3 12 45-39 48 Nottm.For ..30 13 7 10 42-37 46 W.B.A ..31 11 11 9 42-37 44 Coventry ..30 12 7 11 40-39 43 Southampton. .30 12 7 11 40-44 43 Ipswich ..30 11 8 11 47-37 41 Everton ..30 11 8 11 46-38 41 IWest Ham .29 13 2 14 45-45 41 |Tottenham .30 11 8 11 40-41 41 Stoke ..30 12 5 13 41-47 41 Notts County.. . 32 12 4 16 45-58 40 Sunderland.... ..30 10 9 11 36-44 39 I Arsenal ..28 10 8 10 34-34 38 Manch.City .32 10 8 14 40-54 38 Luton ..29 8 10 11 48-57 34 Swansea ..31 8 7 16 40-47 31 Norwich ..29 8 6 15 31-48 30 Brighton ..30 7 7 16 28-56 28 Birmingham... ..28 5 12 11 24-39 27 2. deild: Wolves ..31 18 7 6 56-33 61 ; Q.P.R ..30 18 5 7 52-26 59 Fulham .30 16 7 7 51-35 55 Leicester ..30 14 4 12 51-33 46 Oldham ..31 12 14 7 49-37 44 Newcastle .30 11 11 8 46-40 44 | Shrewsbury... ..31 12 8 11 40-41 44 Sheff.Wed .29 11 10 8 44-36 43 ! Barnsley .30 11 10 9 44-40 43 Leeds ..30 9 15 6 38-35 42 Blackburn .. 31 11 9 11 42-42 42 : Grimsby ..31 12 6 13 41-50 42 Chelsea ..31 10 8 13 45-46 38 Bolton ..31 10 8 13 38-44 38 Charlton ..30 10 6 14 45-64 36 Rotherham ..31 8 11 12 33-45 35 Cr.Palace ..30 8 10 12 31-38 34 Carlisle ..31 8 9 14 51-57 33 Middlesboro... ..31 7 12 12 34-57 33 Cambridge ..30 8 8 14 31-46 32 Burnley ..28 8 5 15 44-49 29 f Derby Co ..29 5 13 11 34-45 28 3. delld: Portsmouth.... ..34 20 7 7 55-34 67 , Cardiff ..34 19 7 8 59-43 64 Huddersf ield.. ..33 17 9 7 66-38 60 Bristol Rovers 33 18 5 10 72-41 59 Lincoln ..33 18 5 10 63-37 59 Newport ..34 17 8 9 60-41 59 4. deild: Hull City ..35 19 11 5 61-27 68 Wimbledon ..33 19 8 6 62-37 65 PortVale .....33 19 8 6 50-25 65 Bury ...36 17 10 9 59-34 61 Colchester ..34 18 7 9 54-38 61 1 Scunthorpe... ..32 15 12 5 48-25 57 1 Markahæstir: Eftirtaldir leikmenn hafa skorað flest mörk 11. deildakeppninni: lan Rush, Liverpool.................21 Luther Blissett, Watford............18 Kenny Dalglish, Llverpool...........17 Bob Latchford, Swansea..............15 Gary Rowell, Sunderland.............15 Brian Steln, Luton..................15 John Wark, Ipswich..................13 Peter Withe, Aston Villa............13

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.