Þjóðviljinn - 22.03.1983, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 22.03.1983, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 22. mars 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9 Emlyn Hughes rekinn! Emlyn Hughes, fyrrum leikmaður með Liverpool og enska landsliðinu í knattspymu, var í gær rekinn úr starfi sínu sem fram- kvæmdastjóri 2. deildarliðs Rot- herham. Undir stjóm Hughes komst Rotherham mjög nálægt 1. deildarsæti í fyrra en nú stendur liðið í harðri fallbaráttu og hefur ekki náð sigri í síðustu ellefu leikjunum. Knattspyrnan er mis- kunnarlaus, ekki satt? - VS Lands- liðið Torfi Magnússon fyrirliði hampar íslandsbikarnum, Ríkharður Hrafnkelsson og Jón Steingrímsson veifa til áhorfenda, og á litlu myndinni er Tim Dwyer miðpunkturinn. Myndir: -eik Úrslitaleikur úrvalsdeildarinnar í körfuknattleik: Það er Hlíðarendi! í blaki Karlalandsliðið í blaki, sem leikur þrjá landsleiki við Færey- inga hér á iandi í næstu viku, hefur verið valið. í því era eftirtaldir leik- menn: Amgrímur Þorgrímsson, Víkingi Friðbert Traustason, ÍS Gunnar Ámason, Þrótti Haraldur G. Hlöversson, Þrótti Jason ívarsson, Samhygð Jón Ámason, Þrótti Lárentínus Ágústsson, Þrótti Leifur Harðarson, Þrótti Samúel Örn Erlingsson, HK Sigurður Þráinsson, ÍS Sveinn Hreinsson, Þrótti Þorvarður Sigfússon, ÍS Þjálfari liðsins er Valdemar Jón- asson. _yg Getraunir í 29. leikviku Getrauna komu fram 2 raðir með 12 réttum og var vinningur fyrir hvora röð kr. 143.705.- en með 11 rétta voru 68 raðir og vinningur fyrir hverja röð kr. 1.811,- Annar tólfarinn var nafnlaus 36 raða seðill og vinningur fyrir hann samtals kr. 154.571.- en hinn 16 raða seðill frá Hvolsvelli og vinn- ingur fyrir hann kr. 150.949.- Mike Duxbury, bakvörðurinn efnilegi hjá Manchester United, var í fyrsta skipti valinn í enska lands- liðshópinn í knattspyrnu en Bobby Robson landsliðseinvaldur til- kynnti hann í gær. Englendingar mæta Grikkjum á Vembley og Ev- rópukeppni landsliða annan mið- vikudag. Trevor Francis, sem leikur með Sampdóría á Ítalíu, er kominn í hópinná ný en hann hefur misst af síðustu landsleikjum Eng- lands vegna meiðsla. Robson heldur tryggð við ungu kynslóðina sem hann hefur verið að prófa í landsleikjum að undan- fömu og þeir Gordon Cowans, De- rek Statham, Ricky Hill, Sammy Lee, Gary Mabbutt, Luther Blis- sett og Mark Chamberlain eru allir í hópnum. Þá hefur verið tekið frá pláss fyrir fyrirliðann Bryan Rob- son, verði hann orðinn góður af ökklameiðslunum. Að Hlíðarenda verður íslands- bikarinn í körfuknattleik geymdur næsta árið. Valsmenn sigruðu Kcflvíkinga í úrslitaleik úrvals- deildarinnar, 88-87, eftir hörku- spennandi og skemmtilega baráttu í gærkvöldi. Lokasekúndurnar voru hörkuspennandi, Valsmenn voru yfir, 88-80, þegar tæpar tvær mín- útur voru til leiksloka og sigur þeirra virtist í höfn en undir lokin munaði engu að bikarinn rynni úr greipum þeirra og Keflvíkingar Nicholas valinn Jock Stein, einvaldur Skota, hef- ur valið tvo nýliða í sinn hóp fyrir leikinn gegn Sviss annan miðviku- dag. Nicholas er talið eitt mesta efni á Bretlandseyjum um þessar mundir og hefur skorað 42 mörk fyrir Celtic á keppnistímabilinu. Hann keppir við Álan Brazil og Kenny Dalglish um sæti í framlínu Skotlands. Hinn nýliðinn er Ric- hard Gough frá Dundee United. O’Neill með Allar líkur eru á að fyrirliði Norður-írlands, Martin O’Neill frá Norwich, geti leikið með sama kvöld gegn Tyrkjum. Hann hefur verið frá í sex vikur með brotinn olnboga. Þá er Gerry Armstrong, varaliðsmaðurinn frá Watford sem var hetja Norður-íra á Spáni í sum- ar, kominn í hópinn á ný eftir að hafa misst tvo leiki vegna meiðsla. næðu honum á fyrsta ári sínu í úr- vaisdeildinni. Dómararnir, Jón Otti Ólafsson og Sigurður Valur Halldórsson, voru ekki öfundsverðir af hlutverki sínu í Laugardalshöllinni í gær- kvöldi. Á síðustu hálfu mínútunni urðu þeir að taka tvær örlagaríkar ákvarðanir,fyrst var karfa Rík- harðs Hrafnkelssonar dæmd af 24 sekúndum fyrir leikslok og þegar þrjár sekúndur voru eftir náðu Keflvíkingar knettinum á vallar- Daly settur út írar leika við Möltu og í þeim herbúðum vekur mesta athygli að Gerry Daly frá Coventry, sem nú leikur sem lánsmaður hjá Leicest- er, hefur verið settur út úr hópnum en þar hefur hann verið í hartnær áratug. Tony Galvin frá Totten- ham kemur inn í írska liðið á ný en hann meiddist í sínum fyrsta lands- leik, gegn Hollendingum í sept- ember. Kaltz ekki með Manfred Kaltz frá Hamburger, hefur verið settur útúr lands- liðshóp Vestur-Þjóðverja sem mæta Albönum annan miðviku- dag. Kaltz hefur leikið 69 lands- leiki fyrir Vestur-Þýskaland og aðeins misst tvo af síðustu 50 lands- leikjum þjóðar sinnar. -VS helmingi Vals en hann var jafn- harðan dæmdur af þeim aftur. Fyrir „þrjár sekúndur“ á ÍBK sögðu sumir en því miður var Sig- urður Valur ekki fáanlegur til að ræða þessa ákvörðun sína við und- irritaðan að leik loknum. „Þessi sigur hafðist með góðri samvinnu og léttum anda, einkum síðustu dagana fyrir leikinn þegar við æfðum daglega. Það er alltaf erfitt að leika við Keflvíkinga en við náðum upp geysilegri baráttu síðari hluta leiksins og það gerði gæfumuninn. Við erum ákveðnir í að vinna tvöfalt, við ætlum að sigra IR-inga í úrslitaleik bikarkep- pninnar á fimmtudagskvöldið," sagði Kristján Ágústsson, besti maður Vals, eftir leikinn. Kristján gaf félögum sínum tóninn þegar hann skoraði fyrstu körfu leiksins eftir aðeins tíu sekúndur. Hann gerði betur, skoraði tíu af fyrstu fjórtán stigum og var maðurinn á bak við góða byrjun þeirra þegar þeir komust í 14-8. Leikurinn jafn- aðist fljótlega en Valsmenn náðu þó tíu stiga forystu, 33-23. Undir lok fyrri hálfleiks tóku Keflvíking- ar mikinn kipp og jöfnuðu, 39-39, og síðan 43-43 en Kristján átti lok- aorð hálfleiksins, 45—43 fyrir Val. Góður kafli í byrjun síðari hálf- leiks færði Val tólf stiga forystu 61- 49, en rétt á eftir fékk Tim Dwyer sína fjórðu villu og leikurinn jafn- aðist á ný. Allt var á suðupunkti þegar Keflvíkingar höfðu minnkað muninn í 74-72 og áttu kost á að jafna en óðagot og annað bráðlæti gerði þær vonir þeirra að engu. Lokamínútuna gekk allt Keflvík- ingum í haginn, Jón Kr. Gíslason minnkaði muninn í 88-87 þegar 16 sekúndur voru eftir og þegar Brad Miley gómaði knöttinn á síðustu sekúndunum héldu margir að hið ómögulega ætlaði að takast. En, fyrir piltana úr Keflavík á örugg- lega eftir að koma enn betri tíð með blóm í haga og allt það. Valsmenn eru vel að sigrinum komnir og í gærkvöldi léku þeir virkilega vel og yfirvegað. Það sem fyrst og fremst sicildi þá frá Keflvík- ingum var yfirvegunin og ögunin í sóknarleiknum þar sem vart sást feil tsending. Vörnin var geysisterk en átti þó erfitt með að stöðva hin skæðu gegnumbrot Suðurnesja- manna, einkum Jóns Kr. Gísla- sonar. Kristján var bestur, átján stigin hans í fyrri hálfleik voru grunntónninn að sigri Vals. Rík- harður lék frábærlega í síðari hálf- leik og þeir Tim Dwyer, Torfi Magnússon og Jón Steingrímsson sýndu allir góðan og jafnan leik í þessum sigri liðsheildarinnar. Kristján skoraði 26 stig, Ríkharður 20, Dwyer 16, Torfi 16 og Jón tíu. Slæm mistök í sókninni eyði- lögðu mikið fyrir Keflvíkingum. Ótímabær skot og rangar sending- ar felldu nýliðanna og reynslu- leysið kom þeim í koll. Þeir sýndu þó oft á tíðum glæsileg tilþrif sem fengu menn til að gapa af hrifn- ingu, einkum fór Jón Kr. á kostum í fyrri hálfleik. Axel Nikulásson var gífurlega drjúgur en gerði þó af- [ drifarík mistök á þýingarmiklum augnablikum. Brad Miley átti í geysigóðan varnarleik, hirti þar 21 frákast, og náði sér síðan ágætlega á strik undir körfu Valsmanna í síð- ari hálfleik. Björn V.Skúlason og Þorsteinn Bjarnason áttu ágæta kafla, en liðsheildin var ekki eins heilsteypt og hjá Valsmönnum. Keflvíkingar þurfa þó ekki að ör- vænta, með aukinni reynslu eru lítil takmörk fyrir hvað þessir Suður- nesjapiltar geta afrekað á komandi árum. Jón Kr. skoraði 25 stig, Axel 24, Miley 17, Þorsteinn 10, Björn 7 og Einar Steinsson fjögur. Duxbury og Francis í enska landsliðið

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.