Þjóðviljinn - 22.03.1983, Page 3

Þjóðviljinn - 22.03.1983, Page 3
10 StÐA — ÞJÓÐVILJINN > Þriðjudagur 15. mars 1983 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 11 íþróttir Umsjón: Víöir Sigurösson Umsjón: Viðir Sigurösson Knattspyrnan á meginlandinu: Atli tók mikinn kipp og skoraði sigurmark Atli Eðvaldsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, tók heldur betur kipp þegar átti að skipta honum útaf í vestur-þýsku „Bundesligunni“ gegn Kaiserslautern á laugardaginn. Stað- an var 1:1 og tíu mínútur til leiksloka þegar Atli skoraði sigurmark Dúss- eldorf með fallegum skalla. Toppliðin, Hamburger og Bay- ern, gerðu bæði 1:1 jafntefli á úti- velli, Hamburger í Bochum og Bay- ern í Braunschweig. Leik Bielefeld og Stuttgart var frestað, en Dort- mund tapaði 4:2 í Bremen. Hambur- ger hefur 37 stig, Bayern 35, Dort- mund 34 og Stuttgart 33 en Ásgeir og félagar í Stuttgart hafa leikið tveimur leikjum færra en liðin fyrir ofan þá. Dússeldorf er rétt fyrir neðan miðju með 20 stig. Aftur skorar Sævar Sævar Jónsson var aftur á skot- skónum hjá CS Brúgge í Belgíu. Glæsimark hans beint úr aukaspyrnu færði liði hans jafntefli, 1:1, gegn Waregem á útivelli. Lið Arnórs Guðjohnsen og Péturs Péturssonar, Lokeren og Standard, gerðu jafn- tefli, 1:1, og Lárus Guðmundsson og félagar gerðu jafntefli, 2:2, gegn FC Brúgge á útivelli. Dauft í Frakklandi „íslendingaliðunum" í frönsku 1. deildinni gekk illa. Laval gerði markalaust jafntefli við Mulhouse heima ogLens tapaði 1:0 íToulouse. Bæði hafa 31 stig og eru í fimmta til sjöunda sæti. Fá mörk á Italíu Tvö efstu liðin á Ítalíu tóku þátt í markalausum leikjum á sunnudag. Roma heima gegn Udinese og Ju- ventus í Pisa. Verona vann aftur á móti Ascoli 2:1 og Inter Milano sigr- aði Cesena 3:1 með þremur mörkum Altobelli. Roma hefur 34 stig, Ju- ventus 31, Verona 30 og Inter 29. Real á toppinn Real Madrid tók forystuna á Spáni með 0:0 jafntefli úti gegn meisturum Real Sociedad. Atletico Bilbao tap- aði 5:1 gegn Real Betis en Barcelona skoraði fjögur í seinni hálfleik og vann Celta Vigo úti 4:0. Real Madrid hefur 43 stig, Bilbao 42 og Barcelona 40 stig. - VS Stig Strand sigur- vegari í Japan Stig Strand frá Svíþjóð sigraði í síðustu svigkeppni heimsbikarsins á skíðum á þessum vetri sem fram fór í Japan á laugardag. Annar varð Andreas Wenzel frá Liechten- stcin. Þar með náði Strand landa sínum, Ingemar Stenmark, í stigakcppninni í svigi, báðir hlutu 110 stig, en Stenmark sigraði þar scm hann vann fleiri mót cn Strand í vctur. Phil Mahre varð ekki ógnað í stigakeppninni samanlagt þrátt fyrir að Stenmark kæmist nálægt honum undir lokin. Bandaríkja- maðurinn hlaut 285 stig, Stenmark 218 en þriðji varð Andreas Wenzel með 177 stig. Kvenfólkið renndi sér einnig í síðasta skipti og í sviginu þar sigr- aði Tamara McKinney frá Banda- ríkjunum eftir harða baráttu við Eriku Hess frá Sviss sem hafði for- ystu, sex hundruðustu úr sekúndu eftir fyrri ferðina. Hess vann stig- akeppni svigsins en McKinney hafði þegar tryggt sér sigur í samanlögðu. Par hlaut hún 225 stig, Hanny Wenzel frá Liechten- sfein 193 og Erika Hess 192 stig. -VS Jóhannes rekinn útaf Jóhannes Eðvaldsson, fyrrum fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu, var rekinn af leikvelli þegar félag hans tapaði fyrir Ran- gers á útivelli í skosku úrvals- deildinni á laugardaginn. Atburð- urinn skeði á 63. mínútu leiksins og að sögn fréttamanna BBC var ástæðan fullhressileg „tækling“. Rangers sigraði 1-0 og skoraði norður-írski landsliðsmaðurinn John McClelland eina markið í fyr- ri hálfleik. Rangers hefur keypt miðherjann Sandy Clark frá West Ham og hann stóð sig vel í þessum fyrsta leik með liðinu. Aberdeen og Celtic töpuðu bæði og mikil spenna er komin í topp- baráttuna. Aberdeen fékk Dundee United í heimsókn og Ralph Milne skoraði tvívegis fyrir gestina en var síðan rekinn útaf. Gordon Strac- han minnkaði muninn fyrir Aber- deen í 1-2 með marki úr vítaspyrnu en þrátt fyrir þunga sókn náði heimaliðið ekki að jafna. Aberdeen heldur þó forystunni því Celtic tapaði 2-1 í Dundee. Kilmarnock sigraði Morton 4-0 í leik botnliðanna og St. Mirren vann Hibernian 3-0. Staðan í úrvalsdeildinni: Aberdeen........27 19 4 4 57-20 42 Dundee United.. 27 17 7 3 65-25 41 Celtic..........26 19 3 4 68-29 41 Rangers.........27 8 11 8 37-30 27 Dundee..........28 8 8 12 37-44 24 St.Mirren.......28 7 10 11 34-41 24 Hibernian.......27 5 12 10 22-35 22 Motherwell......28 9 3 16 31-56 21 Morton..........28 5 8 15 27-57 18 Kilmarnock......28 3 8 17 24-65 14 -vs Jónas Tryggvason, Ármanni, og Kristín Gísladótir, Gerplu, urðu öruggir sigurvcgar- ar á Islandsmeistaramótinu í fímleikum sem fram fór í Laugardalshöllinni um helgina. Jónas sigraði í fímm greinum af sex í pilta- flokki og Kristín í öllum fjórum kvenna- greinum. Jónas vann örugga sigra í gólfæfingum, hringjum, á tvíslá, bogahesti og svifrá en tap- aði naumlega fyrir Davíð Ingasyni, Ármanni, í stökki. Davíð var hans skæðasti keppinaut- ur, varð í öðru sæti í flestum greinum. Atli Thorarensen, Ármanni, náði þó öðru sæti á bogahesti. Jónas hlaut samtals 102,2 stig, Da- víð 93,20, Guðjón Gíslason, Armanni, varð þriðji með 79,65 stig og fjórði Aðalgeir Sig- urðsson, ÍBA, en hann keppti ekki á öllum áhöldum. Kristín vann, sem áður sagði, allar kvenn- agreinarnar, stökk, slá, tvíslá og gólfæfingar. Hún hlaut samtals 62,35 stig. Onnur varð Rannveig Guðmundsdóttir, Björk, með 56,40 stig, þriðja Esther Jóhannsdóttir, Björk, með 42,85, þá Dóra Sif Óskarsdóttir, Björk, 40,80 stig; Hlín Bjarnadóttir, Gerplu, 38.50 stig; Bára Guðmundsdóttir, Björk, 37,45 stig; Bryndís Ólafsdóttir, Gerplu, 36,60 stig; Sigurborg Sigurðardóttir, Gerplu, 34.50 stig. KR-ingar áfram í úrvalsdeildinni: Akveðnir Vesturbæing ar unnu í Njarðvík Áhorfendur voru fáir miðað við venju í Njarðvík þcgar heimamenn mættu KR í úrvalsdeildinni í körf- uknattleik á föstudagskvöldið. Njarðvíkingar höfðu ekkert að vinna og engu að tapa og bar leikur- inn oft þess merki. KR-ingar þurftu að vinna sigur til þess að gull- tryggja áframhaldandi sæti í úrv- alsdeildinni og það tókst þeim með því að sigra 98:84 eftir að hafa leitt 42:38 í hálfleik. Það var jafnt á öllum tölum upp að 10:10 en þá náðu KR-ingar sex stiga forystu sem þeir héldu þar til Njarðvík með Árna Lárusson í far- arbroddi jafnaði með því að skora sjö stig í röð, 32:32. Þá fóru KR- ingar að leika stífari vörn og náðu yfirhendinni fyrir hálfleik. KR-ingar komu öllu ákveðnari til leiks í síðari hálfleik og sigu átta stigum framúr. Bill Kottermann náði sér vel á strik um miðjan hálf- leikinn og skoraði fjórtán stiga Njarðvíkinga í röð. Þeir minnkuðu muninn í 67:71 á þeim kafla en Stewart Johnson var ekki á því að hleypa þeim nær og með frábærri hittni hans, ásamt góðri nýtingu Páls Kolbeinssonar í vítaskotun- um, tryggði KR öruggan sigur. Njarðvíkingar voru með daufara móti í fyrri hálfleik og þá var Árni yfirburðamaður. Hann fékk fjórðu villuna í upphafi síðari hálfleiks en Coe enn á ferdinni Sebastian Coe, hlaupagikkurinn enski, bætti enn einu heimsmetinu í safnið þegar hann hljóp 1000 m á 2:18,58 mínútum á innanhússmóti í Osló á laugardaginn. Rcyndar fer þetta ekki á neinar heimsmetaskrár þar sem 1000 m er ekki viðurkennd hlaupalengd á alþjóðavettvangi en gamla „heimsmetið“ var 2:19,20 mínútur. -VS þá tók Biíl Kottermann við aðal- hlutverkinu ásamt Gunnari Þor- varðarsyni. í sameiningu skoruðu þeir siðustu 33 stig Njarðvíkinga. Aðrir voru nokkuð frá besta, og t.d. skoraði Valur Ingimundarson ekki körfu í síðari hálfleik. Kott- ermann skoraði 34 stig, Gunnar 20, Árni 12, Valur 7, Ingimar Jónsson 4, Ástþór Ingason 4 og ísak Tóm- asson þrjú. Stewart Johnson átti stórgóðan leik með KR-liðinu og nýting hans í langskotunum í síðari hálfleik var frábær. Garðar Jóhannesson átti góðan kafla undir lok leiksins og svo var einnig um Pál Kolbeinsson sem þá skoraði öl! sín tíu stig í ieiknum. Jón Sigurðsson stóð að venju fyrir sínu. Mikil barátta var í KR-ingum og þeir hirtu nær öll frá- köst. Johnson skoraði 47 stig, Garðar 15, Jón 14, Páll 10, Kristján Rafnsson 4, Þorsteinn Gunnarsson 4, Birgir Guðbjörnsson 2 og Ágúst Líndal tvö. Þráinn Skúlason og Gunnar Bragi Guðmundsson dæmdu þenn- an síðasta leik úrvalsdeildarinnar í Njarðvík á þessum vetri og gerðu það ágætlega. - gsm IR-ingar náðu þriðja sætinu ÍR-ingar tryggðu sér þriðja sæt- ið í úrvalsdcildinni í körfuknattleik þcgar þcir sigruðu fallna Framara 105-89 í Hagaskólanum í fyrra- kvöld. Góður endir á vetri sem var ÍR-ingum svartúr framan af en á hinn bóginn dapur hjá Frömurum sem aldrei báru sitt barr eftir að hafa misst Símon Ólafsson um ára- mótin. Leikurinn var daufur í fyrri hálf- leik, einkum voru Framarar niður- dregnir, sem von var. Staðan í leikhléi var 55-35, ÍR í hag, en Fram minnkaði muninn fljótlega í upphafi síðari hálfleiks. Sigur ÍR komst þó aldrei í hættu, þeir héldu tólf til sextán stiga forystu til leiks- loka og rufu hundrað stiga múrinn á lokamínútunum. Síðari hálf- leikurinn var öllu skemmtilegri en sá fyrri, bæði lið skoruðu fimmtíu stig, Framarar fjórum betur. Pétur Guðmundsson átti stórleik í liði ÍR, skoraði 20 stig í fyrri hálf- leik og 28 í þeim síðari. Hann hirti ógrynni frákasta og var nánast ein- ráður undir körfunni. Annars var lið ÍR jafnt og stig annarra dreifðust mjög. Pétur skoraði 48 stig, Hreinn Þorkelsson 12, Ragnar Torfason 12, Gylfi Þorkelsson 10, Hjörtur Oddsson 9, Kolbeinn Krisl stinsson 8 og Kristinn Jörundsson sex. Val Brazy og Viðar Þorkelsson léku báðir virkilega vel hjá Fram og hittu vel úr langskotunum, eink- um Viðar. Þá átti Þorvaldur Geirs- son ágætan dag og Guðsteinn Ingi- marsson var frískur í síðari hálf- leiknum. Brazy skoraði 21 stig, Viðar 20, Þorvaldur 14, Ómar Þrá- insson 12, Guðsteinn 10, Jóhannes Magnússon 8, Guðmundur Hall- dórsson 2 og Þorkell Sigurðsson tvö. -VS Leifur Harðarson hampar bik- arnum veglega en hann sigraði tvö- falt á sunnudag því hann þjálfar einnig kvennalið Þróttar. Þróttur r ýtC m r naoi i bikarana Blakfólk í Þrótti Reykjavík hafði ærna ástæðu til að fagna í fyrradag þegar karla- og kvcnnalið félagsins sigruðu í bikarkeppnum beggja flokka. I karlaflokki vann Þróttur IS 3-2 í úrslitaleik og Þróttarstúlk- ur sigruðu Breiðablik, einnig 3-2. Þróttur vann tvær fyrstu hrinurn- ar í karlaleiknum 15-11 og 15-12 en ÍS svaraði 9-15 og 13-15. í ioka- hrinunni stóð lengi vel 2-2 en síðan komst Þróttur í 10-2 og vann 15-7 og bikarinn var í höfn. Blikastúlkurnar voru óheppnar í hinum úrslitaleiknum. í tveimur fyrstu hrinunum náðu þær yfir- burðaforystu, fyrst 10-1 og síðan 8-0, en töpuðu báðum, 15-13 og 15-13. Breiðablik vann tvær næstu örugglega, 15-7 og 15-9, en Þrótti tókst að tryggja sér bikarinn með sigri í lokahrinunni, 15-9. -VS Vonir Blik- anna minnka Þegar úrslitakeppni í efri hluta 2. deildar karla í handknattleik er hálfnuð standa Haukar og KA best að vígi sem fyrr og eiga mesta möguleika á 1. deildarsæti. Breiðablik tók þó þrjú stig af þeim um helgina þegar keppt var á Sel- tjarnarnesi en tapaði síðan tveimur dýrmætum gegn Gróttu og er því fjórum stigum á eftir hinum tvciinur. Úrslitin um helgina urðu annars þessi: Breiðablik-Haukar.....27-17 KA-Grótta.............19-18 Haukar-Grótta.............30-22 KA-Breiðablik.........20-20 Haukar-KA.............28-20 Grótta-Breiðablik.........19-17 Staðan í A-riðli 2. deildar: Haukar....20 12 3 5 478-434 27 KA........20 11 5 4 464-436 27 Breiðablik.20 9 5 6 402-368 23 Grótta.....20 9 0 11 441-467 18 Fallbaráttan er geysihörð og þar sigruðu liðin hvert annað á víxl að Varmá í Mosfellssveit um helgina. Úrslit urðu þessi: Afturelding-HK............21-17 Ármann-Þór Ve........ 19-19 HK-Þór Ve.................19-18 Ármann-Afturelding....28-24 Afturelding-Þór Ve......32-19 Ármann-HK.............20-18 Staðan: HK..........17 7 1 9 356-373 15 Afturelding.17 5 3 9 361-373 13 Pór Ve..r...17 4 5 8 348-371 13 Ármann......17 4 4 9 347-375 12 Framarar sækja á Tveir leikir fóru fram í B-riðli 1. deildar karla í handknattleik á föst- udagskvöldið. Valur vann Þrótt ör- ugglega, 28-23, og Fram sigraði ÍR 26-15. Staðan er þá þessi eftir fyrsta hlutann: Valur......17 9 1 6 353-324 19 Þróttur...17 6 6 8 350-359 15 Fram......17 6 2 9 359-392 14 ÍR........17 0 0 17 292-476 0 Úrslitakeppni l.deildar karla í handknattleik: Er valdaskeiði Víkinga að Ijúka? Kristján Arason skoradi 16 mörk gegn Islandsmeisturunum. KR lék í bláu gegn FH vegna augnanna í Anders Dahl! Guðmundur Guðmundsson, Víkingi, stöðvaður af hinni geysisterku KR- vörn í leik liðanna á laugardaginn. Mynd: -eik íslandsmeistarar þriggja síðustu ára í 1. deild karla í handknattleik, Víkingar, eiga nú á brattann að sækja eftir fyrstu umferðina af fjó- rum í úrslitakeppninni um íslandsmeistaratitilinn sem fram fór í Hafnarfirði um helgina. Þar töpuðu þeir bæði fyrir FH og KR sem þar með hafa tekið forystuna í keppninni með fimm stig hvert. Víkingar hafa tvö en nýliðar Stjörnunnar ekkert þegar hvert lið hefur leikið þrjá leiki af tólf í úrslitunum. Víkingur-Stjarnan 22-19 Þessi viðureign var jöfn lengst af, en Víkingar þó yfirleitt með undir- tökin. Þeir voru yfir, 11-9, í leikhléi og komust í 15-11 en Stjörnunni tókst að jafna, 18-18. Sex mínútum fyrir leikslok var staðan 19-19 en á lokakaflanum tókst Víkingum að skora þrjú mörk gegn engu og tryggja sér sigur. Sigurður Gunnarsson og Viggó Sigurðsson voru í aðalhlutverkum hjá Víkingi ásamt Ellert Vigfússyni markverði en lið Stjörnunnar var mjög jafnt að getu. Sigurður skoraði 7 marka Víkings, Viggó 4 og Þor- bergur Aðalsteinsson þrjú. Guð- mundur Óskarsson skoraði fimm mörk fyrir Stjörnuna, Eyjólfur Brag- ason og Ólafur Lárusson 4 hvor. FH-KR 23-23 KR-ingar komu mjög á óvart þeg- ar þeir fóru úr upphitunargöllunum því í ljós kom að þeir voru ekki í sínum fræga svart/hvíta búningi, heldur í þverröndóttum ljósbláum og dökkbláum, og hefur það án efa verið mikið áfall fyrir margan gaml- an KR-ing. Ástæðan var sú að þjálf- ari liðsins, Daninn Anders Dahl Ni- elsen, kvartaði tveimur dögum fyrir leikinn yfir því að í leik rynni svart/ hvíti FH búningurinn saman við KR- peysurnar fyrir augunum á sér. KR- ingar ruku til og útvegustu nýja bún- inga og hyggjast leika í þeim gegn FH í úrslitakeppninni. Ekki virtust þeir nýju þó boða gott því eftir skamma stund var staðan orðin 8-1, FH í hag. KR lagaði stöðuna í 11-8 fyrir leikhlé en FH hélt forystunni fram á síðustu mínút- ur. Rétt fyrir leikslok komst KR yfir, 23-22, með marki Guðmundar Al- bertssonar en Pálmi Jónsson jafnaði, 23-23, á síðustu sekúndunni. Gunnar Gíslason og Alfreð bróðir hans voru yfirburðamenn hjá KR en Pálmi og Kristján Arason voru frísk- astir FH-inga. Gunnar og Alfreð skoruðu 7 mörk hvor fyrir KR og Stefán Halldórsson 4 en Kristján 6, Pálmi 6 og Hans Guðmundson 4 voru markahæstir FH-inga. -VS KR-Víkingur 23-18 Á laugardag léku Reykjavíkurfé- lögin og framan af benti allt til þess að um hörkuspennandi viðureign yrði að ræða. Fyrri hálfleikur var hnífjafn, jafnt á flestum tölum, og staðan í leikhléi 8-8. KR gerði síðan út um leikinn í fyrri hluta í síðari hálfleik. Á stuttum kafla breyttu þeir stöðunni úr 12-10 í 17-10, og var hinn efnilegi Guð- mundur Albertsson þar fremstur í flokki. Munurinn hélst fimm til sjö mörk eftir þetta og sigur KR aldrei í hættu. Sigur Vesturbæinga var fyrst og fremst sigur liðsheildarinnar. Leik- menn unnu mjög vel saman og þá sérstaklega í vörninni sem vart hefur verið betri í vetur, ef undanskilinn er lokakaflinn en þá skoruðu bæði lið mörk sín eftir mjög stuttar sóknir. Enginn einn leikmaður KR stóð öðr- um framar. Hjá Víkingi björguðu Steinar Birgisson, Sigurður Gunnarsson og markverðirnir Ellert Vigfússon og Kristján Sigmundsson því sem bjarg- að varð. Víkingsliðið hef ég aldrei séð eins hjálparvana í sókninni og framan af síðari hálfleik. Þorbergur Aðalsteinsson lék ekki með vegna meiðsla í baki. Áhorfendur í Firðin- um voru flest allir á bandi KR-inga og stemmningin var mjög góð. Stefán Halldórsson skoraði 6 mörk fyrir KR, Guðmundur Al- bertsson 5, Alfreð og Gunnar Gísla- synir 4 hvor. Sigurður var marka- hæstur hjá Víkingi með 7 mörk, Steinar skoraði 6 en afgangurinn deildist bróðurlega milli fimm leik- manna. Guðmundur Kjartansson og Kjartan Steinbeck dæmdu og höfðu í heild nokkuð góð tök á leiknum. FH-Stjarnan 19-16 Leikurinn var jafn framan af en FH náði tveggja marka forystu rétt fyrir leikhlé, 12-10. í þeim síðari héldu Hafnfirðingar þriggja til fjög- urra marka forystu og áttu aldrei í teljandi erfiðleikum. Ánnars var þessi leikur slakur og átti það til að breytast í leikleysu á köflum. Helst var það markvarsla Sverris Kristinssonar hjá FH sem hélt augnlokunum uppi en hann var tvímælalaust besti maður FH í þess- um leik. Þá áttu Kristján Arason og Sveinn Bragason einnig góðan leik. Ólafur Lárusson var bestur Stjörnumanna sem hafa átt öllu betri leiki í vetur. Brynjar Kvaran í mark- inu var einnig ágætur. Kristján skoraði 8 marka FH, Sveinn 4 og Þorgils Óttar Mathiesen 3. Ólafur Lárusson skoraði 6 mörk fyrir Stjörnuna, Eyjólfur Bragason 4 og Guðmundur Þórðarson þrjú. Björn Kristjánsson og Karl Jó- hannsson voru ágætir dómarar þessa leiks. -FE KR - Stjarnan 22:18 Hinir ungu og frísku leikmenn Stjörnunnar í Garðabæ, léku oft stórskemmtilegan handknattleik í úrslitakeppninni í Hafnarfirði um helgina, en ávallt var það reynslu- leysið og úthaldið sem gerðu gæfum- uninn svo afraksturinn var ekki sá sem að var stefnt. Þrátt fyrir að hafa yfirspilað KR- inga í fyrri hálfleik þegar liðin mætt- ust sl. sunnudag var allur vindur úr Stjörnumönnum strax í upphafi síð- ari hálfleiks. Mistök á mistök ofan og grimmir KR-ingar sigu örugglega fram úr. Þeir náðu að jafna í fyrsta sinn í leiknum 12:12 og komust síðan í 16:13. Stjörnumenn náðu aðeins að rétta úr kútnum og laga stöðuna í 17:16 en síðan ekki söguna meir. Bráðlæti og þreyta voru verstu óvinir Stjörnumanna og KR-ingar börðust vel fyrir öruggum sigri 22:18. Markhæstir þeirra voru Gunnar með 8 mörk og bróðir hans Alferð Gíslason með 4, en þeir voru styrk- ustu stoðir KR-inga. Hjá Stjörnumönnum var það lín- umaðurinn Sigurjón Guðmundsson sem stóð einn uppúr og var jafnframt markahæstur með 5 mörk. Magnús Teitsson og Eyjólfur Bragason skoruðu 3 hvor. FH - Víkingar 29:24 „Ef Kristján fær að taka tvö skref í friði á vallarhelmingi andstæðings- ins, þá er það bókað mark“, sagði einn áhorfenda á leik FH- og Víkings í Hafnarfirði á sunnudag og það var sannleikanum samkvæmt. Kristján Arason var algerlega ó- stöðvandi í leiknum, átti 16 skot og skoraði 16 mörk, þrátt fyrir að Vík- ingar reyndu hvað eftir annað að taka hann úr umferð. Víkingar byrjuðu með miklum krafti og náðu forystunni 3:1 en síð- an ekki söguna meir. Kristján tók til sinna ráða og jafnaði í 4:4 og félagar hans fundu einnig leiðina fram hjá Kristjáni Víkingsmarkverði, sem átti óvenju dapran leik að þessu sinni. Sömu söguna var að segja um Vík- ingsliðið í heild sinni. Þeir virkuðu alls ekki sannfærandi í leik sínum fremur en í öðrum leikjum í þessari fyrstu umferð úrslitakeppninnar. 'Framhald á bis. 16

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.