Þjóðviljinn - 22.03.1983, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 22.03.1983, Qupperneq 4
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 22. mars 1983 Umsjón: Víðir Sigurðsson Enska knattspyrnan: Kendall ekkl ánægður með stig á Anfield! Það gengur ekki alveg sem best hjá Englandsmeisturum Liverpool þessar vikurnar. Slegnir út úr bik- arkeppninni og Evrópukeppni meistaraliða, og á laugardag máttu þeir sætta sig við markalaust jafn- tefli á heimavelli gegn erkifjendun- um og nágrönnunum, Everton. Samt jókst forysta liðsins í 1. deild upp í fimmtán stig og allt annað en það að meistaratignin verði áfram í höndum Liverpool er í hæsta máta ótrúlegt. „Ég er ekkert alltof ánægður með jafnteflið," sagði Howard Kendall framkvæmdastjóri Everton eftir leikinn. „Við lékum mjög vei í fyrri hálfleik og hefðum þá getað gert út um leikinn. Everton komst þó vel frá leiknum, við erum með ungt lið og lítum björtum augum til fram- tíðarinnar." Everton var betri aðilinn í fyrri hálfleik og fékk þá besta ntarktæki- færi leiksins. Adrian Heath komst einn upp að marki Liverpool eftir snilldarsendingu Kevin Sheedy, renndi knettinum framhjá Bruce Grobbelaar markverði en í stöng- ina. Liverpool náði undirtökunum undir lok fyrri hálfleiks og hélt þeim fram í þann síðari en þá jafn- aðist leikurinn á ný og jafntefli var sanngjamt í 128. deildaviðureign Liverpool-liðanna. Liverpool lék áferðarfallegri knattspyrnu, eins og við var að búast en leikmenn Everton sýndu af sér skemmtilegan baráttuvilja. Tottenham vann úti! Óvænt úrslit urðu á Vicarage Road í Watford þar sem heimaliðið tapaði 0-1 fyrir Tottenham. Lund- únaliðið hafði ekki unnið á útivelli síðan í september en nú var það nýi leikmaðurinn, Alan Brazil, keyptur frá Ipswich, sem gerði gæf- umuninn. Hann átti stóran þátt í markinu á 39. mínútu, náði góðu skoti eftir aukaspyrnu Steve Perr- yman, knötturinn fór í varnarmann á línunni og þaðan til Mark Falco sem skoraði sitt fyrsta mark í vetur. Watford hefði átt skilið jafntefli í miklum baráttuleik og var nálægt því að jafna í upphafi síðari hálf- leiks þegar Luther Blissett skallaði í slá. Ellefu mínútum fyrir leikslok var Perryman, fyrirliði Tottenham, rekinn af leikvelli í fyrsta skipti á sínum langa ferli eftir að hafa brot- ið á Kenny Jackett. „Það var 1 .deild: Liverpool 31 21 7 3 73-24 70 Watford ..31 17 4 10 55-35 55 Manch.Utd ..30 14 10 6 40-24 52 Aston Villa ..31 16 3 12 49-39 51 W.B.A .32 12 11 9 44-37 47 Nottm.For .32 13 7 12 42-40 46 Southampton 32 13 7 12 44-47 46 Everton .32 12 9 11 48-38 45 Stoke 13 6 13 43-48 45 Ipswich .31 12 8 11 49-37 44 Tottenham ..31 12 8 11 41-41 44 Coventry .31 12 7 12 40-43 43 WestHam .30 13 3 14 46-46 42 Arsenal .30 11 8 11 39-37 41 NottsCounty. ..33 12 5 16 47-60 41 Sunderland.... .31 10 10 11 37-45 40 Manch.Clty ,.33 10 8 15 41-58 38 Luton .30 8 10 12 49-61 34 Swansea .32 8 8 16 41-48 32 Norwich .30 8 7 15 33-50 31 3. deild: Portsmouth...35 20 7 8 55-35 67 Cardiff......35 19 8 9 61-46 65! Huddersfield... 35 17 11 7 67-39 62 | Lincoln......35 19 5 11 65-38 62 \ Newport.........35 18 8 9 61-41 62 í Bristol Rov..34 18 6 10 74-43 60 [ 4. deild: Wimbledon......35 21 8 6 68-37 71 HullCity.......36 19 12 5 62-28 68 I PortVale.......34 20 8 6 54-25 68 Bury...........37 18 10 9 62-36 64 j Colchester.....35 18 8 9 55-39 62 > Scunthorpe.....34 15 13 6 50-29 58: Birmingl ' 30 Brighton” 31 6 12 12 26-42 301 7 8 16 29-57 29 j RANi Q.P.R .31 19 5 7 56-26 62 Wolves .32 18 8 6 57-34 62 Fulham ..31 16 7 8 51-36 55 ; Leicester .31 15 4 12 55-33 49 Oldham .32 11 14 7 50-37 47 Shrewsbury... .32 13 8 11 41-41 47 Barnsley ..21 12 10 9 46-40 46 Leeds ..31 10 15 6 39-35 45 Sheff.Wed ..30 11 11 8 44-36 44 Newcastle ..31 11 11 9 46-41 44 Grimsby .32 12 7 13 42-51 43 Blackburn ..32 11 9 12 43-45 42 Chelsea .32 10 9 13 45-46 39 Bolton .32 10 8 14 36-45 38 Carlisle .32 9 9 14 54-58 36 Charlton .31 10 6 15 45-65 36 Cr.Palace ..31 8 11 12 31-38 35 Rotherham.... ..32 8 11 13 33-49 35 Cambridge.... ..32 8 9 15 31-50 33 Middlesboro.. ..32 7 12 13 34-61 33 Burnley ..29 9 5 15 45-49 32 Derby Co ..31 5 15 11 34-45 30 Moran Steve Morcin, á myndinni til vinstri, skoraði sitt fyrsta „hat- trick“, eða þrjú mörk, í 1 .deildarleik þegar Southampton lék sér að Manchester City á laugar- daginn og sigraði 4-1. Staðan var orðin 4-0 í hálfleik, Moran var óst- öðvandi og nýliðinn lan Baird skatu inn í marki númer tvö. Leikmenn Manchester City skorti allan baráttuvilja og vörn liðsins var í tœtlum, einkum í fyrri 1 hálfleiknum. Eins og fréttamanni í; BBC varð að orði þá var City hepp- í ið að vera þó með núll íhálfleik, svo j „mikið“ átti liðið vart skilið. Besti jmaður liðsins var markvörðurinn jj^4fec Williams. Strax á þriðju mín- útu síðari hálfleiks náði Kevin Ree ves að íaga stöðuna fyrir , City, 4-1, og fleiri urðu mörk in ekki. Markvörðurinn kunni, Joe Corrigan, er ; að yfirgefa hið sökkvandi skip og heldur til Ame- ríku innan skamms til að Ijúka ferlinum þar. Markahæstir Eftirtaldir leikmenn hafa skorað flest j mörk í l.deild: , lan Rush, Liverpool....;... 21 j Luther Blissett, Watford..18 j Kenny Dalglish, Liverpoo'.17 I Gary Rowell, Sunderland...16 , BobLatchford.Swansea......15 j BrlanStein, Luton..........15 : PeterWithe, Aston Villa..15 \ .JahnJiyark, Ipswich........14 J Tony Woodcock, Arsenal....13 m ■'* 1 .deild: r Arsenal-LutonTown...... Aston Villa-Coventry. r Ipswich-Nottm.Forest.... Liverpool-Everton.... Manch.Utd-Brighton... _ : Notts County-Norwich ... |r Southampton-Man.City.. Sunderland-Swansea... Watford-Tottenham.... W.B.A.-Birmingham.... West Ham-Stoke....... 3.deild: Bradford C.-Brentford........0-1 f Bristol R.-Southend......... 2-2 Gillingham-Portsmouth........1-0 1® Huddersfield-Bournemouth.....0-0 Lincoln-Chesterfield........ 2-0 Newport-Reading..............1-0 Plymouth-Doncaster...........1-2 Preston-Cardiff..............2-1 Sheff.Utd-Oxford.............3-2 Walsall-Exeter...............3-2 Wigan-Orient............... 0-1 Wrexham-Millwall.............4-3 SSHMMIBIWIBMiMaMI 2.deild: Íj Barnsley-Middlesboro 2-0 I Burnley-Newcastle 1-0 8 Carlisle-Blackburn 3-1 1 Charlton-Leeds 0-1 L Crystal Palace-Chelsea 0-0 I Derby Co.-Sheff.Wed 0-0 8 Grimsby-Wolves 1-1 j? Leicester-Cambridge 4-0 1 Oldham—Fulham 1-0 j Q.P.R.-Rotherham 4-0 É Shrewsbury-Bolton 1-0 | 4.deild: Aldershot-York City Bury-Chester 2-3 3-2 3-1 2-0 1-1 Northampton-Scunthorpe 2-1 1-1 4-0 Stockport-Bristol City 1-2 Tranmere-Torquay Wimbledon—Hartlepool Torquay-Bristol City 2-0 2-0 0-2 leiðinlegt áð þetta skyldi gerast og ég skil ekki ástæðuna fyrir brott- rekstrinum," sagði Keith Burkins- haw stjóri Tottenham eftir leikinn. „Hann hafði ekki verið bókaður og brotið var ekki gróft. Til að vera samkvæmur sjálfum sér í þessu efni hefði dómarinn þurft að reka 6-7 aðra af leikvelli fyrir svipaðar sak- ir. Annars er ég mjög ánægður með sigurinn, aðeins Manchester Unit- ed hefur unnið hér í Watford í vet- ur, og möguleikar okkar á Evrópu- sæti aukast fyrir vikið.“ í lið Tott- enham vantaði Glenn Hoddle, Ricky Villa, Steve Archibald og Garth Crooks sem allir léku með varaliðinu. Aston Villa reif sig uppúr von- brigðum sl. vikna í bikarkeppninni og Evrópukeppni meistaraliða og skaut Coventry í kaf. Coventry var þó betra fyrsta korterið og þá varði Nigel Spink markvörður Villa þrí- vegis mjög vel. En eftir að Gary Shaw hafði skorað með skalla á 24. mínútu var aldrei spurning um úr- slitin. Peter Withe bætti öðru skallamarki við fimm mínútum síðar, Allan Evans skoraði þriðja markið úr aukaspyrnu rétt fyrir hlé og Withe innsiglaði sigurinn í síðari hálfleik, skoraði auðvitað með skalla. Brighton náði óvænt forystu á Old Trafford gegn Manchester Un- ited á sjöttu mínútu þegar Steve Gatting skoraði eftir undirbúning Steve Foster. Botnliðið leiddi fram í síðari hálfleik en þá jafnaði Art- hur Albiston, 1-1, meðhörkuskoti. Mike Robinson var síðan rétt bú- inn að tryggja Brighton sigur undir lokin en hann skaut framhjá marki United úr dauðafæri. Tony Woodcock var maður leiksins þegar Arsenal fékk Luton í heimsókn. Hann skoraði þrívegis og Paul Davis bætti fjórða markinu við. Dave Moss náði að rétta hlut Luton örlítið með marki undir lok- in, 4-1. Paul Mariner, landsliðsmiðherji hjá Ipswich, skoraði sín fyrstu mörk síðan á nýársdag þegar lið hans vann Nottingham Forest 2-0. Forest hefur ekki unnið í tvo mán- uði og afbrennd vítaspyrna John Robertson í síðari hálfleik hjálpaði ekki upp á þær sakir. Norwich kost í 0-2 í Nottingham gegn Notts County með mörkum John Deehan úr vítaspyrnu og Keith Bertschin en Nigel Wort- hington og Trevor Christie, á 86. mínútu, jöfnuðu metin fyrir Co- unty. Swansea stefndi í sigur í Sunder- land eftir að Chris Marustik hafði náð forystu fyrir Walesbúana en Gary Rowell náði að jafna fyrir heimaliðið skömmu fyrir leikslok. „Dökki dúettinn“ hjá WBA, Cyr- ille Regis og Garry Thompson, er kominn í gang. Þeir félagar skoruðu mörkin í 2-0 sigri á Birm- ingham. West Ham fékk góða aðstoð Ste- ve Bould hjá Stoke til að ná forystu í leik liðanna á Upton Park. Bould skoraði stórglæsilegt sjálfsmark en félagi hans Micky Thomas bætti það upp með jöfnunarmarki, 1-1, skömmu síðar. QPR á toppinn QPR tók forystuna í 2. deild með 4-0 sigri á Rotherham. Öll mörkin komu í fyrri hálfleik, John Greg- ory, besti maður vallarins, skoraði tvívegis og Mick Flanagan og Tony Sealy eitt hvor. Úlfarnir lentu undir í Grimsby, Joe Waters skoraði úr vítaspyrnu fyrir heimaliðið, en Mel Eves náði að jafna, 1-1. Allan Simonsen lék sinn síðasta leik fyrir Charlton, er á leið heim til Danmerkur, en lið hans tapaði 0-1 gegn Leeds. John Sheridan skoraði eina mark leiksins. Roger Palmer skoraði sigurmark Oldham gegn Fulham og Leicester sækir nú á í toppbar- áttunni. Alan Smith sá um tvö marka liðsins gegn Cambridge. Bryan „Pop“ Robson er á ný kom- inn til Carlisle frá Chelsea og hann gerði fyrsta ntarkið í sigrinum á Blackburn. -VS

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.