Þjóðviljinn - 25.03.1983, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 25.03.1983, Blaðsíða 3
Föstudagur 25. mars 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3 Yfirvinnubann Hlífar í Straumsvík Um hvað er deilt? / Samfara áformum um tæknibreytingar og hagræðingu gerði fram- kvæmdastjórn ISAL áætlun á árinu 1981 um að fækka starfsfóiki úr 743 niður í 626. Fulltrúaráð verkalýðsfélaganna lýsti því þá strax yfir að þau teldu þessa tölu of lága. Hinn 25. febrúar s.l. samþykkti framkvæmdastjórnin hins vegar enn frekari niöurskurð á starfskrafti, og var tilkynnt að fækkað yrði um 70 manns á næstunni eða fyrir 15. september s.l. Samkvæmt þessu er stefnt að því að fækka niður í 570 í stað 626 eins og áður hafði verið áformað. Fækkun þessi er áformuð án þess að dregið verði úr afköstum, og mun hún að sögn Arnar Friðrikssonar aðaltrúnaðarmanns starfsmanna hafa í för með sér aukið álag á starfsmenn sem margir vinna við erfiðar aðstæður auk þess sem hlutur yfirvinnu í heildarvinnutíma við áíverið muni aukast. Það er álit starfsmanna að tæknibreytingarnar hafi ekki haft í för með sér þann vinnusparnað sehi áætlanir yfirmanna gerðu ráð fyrir. Þá telja þeir vafasamt að sparnaður geti falist í því að auka hlut yfirvinnu. Þá telja þeir einnig að rnikið vfirvinnuáiag muni auka slysatíðni. Yfirvinnubannið sem samþykkt var samhljóða á fundi yerkanrannafé- lagsins Hlífar í Hafnarfirði beinist að því að fá stjórn fyrirtækisins til viðræðna um hagræðingu og skipulag vinnunnar með það fyrir augum að koma í veg fyrir fækkun starfsfólks. Hingað til hefur stjórn ÍSAL ekki viljað ræða við forsvarsmenn verkamanna hjá Hlíf, heidur ásakað þá um lögbrot. Bilanir í rafskautum hafa valdið því að nú eru sum ker látin ganga opin og óvarin þannig að rykmökkinn leggur um kerskálann og grár ryksallinn liggur yflr öllu. I þessu andrúmslofti hafa starfsmcnn kerskála unnið að meðaltali 60 klst. á viku síðustu mánuði. Guðmundur Þorsteinsson trúnaðarmaður í skautasmiðju: Hernaðarandi á yinnustaðnum Guðmundur Þorsteinsson: Hann fyrirlítur okkur alla jafnt... Astæðan fyrir þessu yfirvinnu- banni er bæði tilkomnar og áform- aðar uppsagnir starfsmanna, sagði Guðmundur Þorsteinsson, trúnaðarmaður í skautasmiðju ál- versins, - en svo er heldur ekki hægt að horfa framhjá framkomu stjórnenda fyrirtækisins gagnvart starfsfólkinu, sem er fyrir neðan allar heliur. - Það er alveg rétt, sem fram hefur komið hjá starfsmönnum verksmiðjunnar í blöðum, að okk- ur er hótað með brottrekstri hér á staðnum ef við opnum munninn. Það er verið að halda okkur í stöðugri spennu hér, og mörgum virðist sem yfirmenn vinni mark- visst að því að halda starfsmönn- um í stöðugum ótta og óánægju. - Við hérna í skautasmiðjunni höfum verið að ganga í gegnum tæknibreytingar, sern hafa umbylt okkar vinnustað. Við höfum lagt okkur frarn um að taka þátt í þessu en yfirmennirnir hafa algjörlega hundsað hina ntannlegu og félags- legu þætti. Okkur hefur verið stjórnað með tilskipunum sem nálgast hernaðaranda og ég held ég megi segja að þessi samskiptamáti yfirmannanna við verkamenn sé al- mennt ekki þekktur á öðrum ís- Þrískiptar vaktir í þrlf Benedikt Benediktsson í kerskála Óvönum mönnum, sem leggja leið sína í - kerskála álversins í Straumsvík um þessar mundir verður þungt um andardráttinn. Þykkur rykmökkur liggur í loftinu og reykmökkinn leggur upp frá all- mörgum opnum kerjum, sem verið er að gera við eftir tæknileg óhöpp sem urðu með rafskautin í janú- armánuði. Grár ryksallinn liggur yfir öllu og dráttarvélar sem aka eftir skálan- um sem er kílómeterslangur þyrla upp rykinu. Sú spurning hvarflar að manni, hvort muni verra fyrir heilsuna að vera forfallinn reyk- ingamaður eða lifa við þetta and- rúmsloft í lengri tíma. Benedikt Benediktsson starfs- maður í kerskála segir að mengun- in hafi versnað til muna eftir að raki komst í rafskautin við flutning í óveðrunum í janúar. Hann sagðist vinna 8 klst. og fyrir yfirvinnu- bannið hefði hann að meðaltali haft 20 klst. yfirvinnu á viku. Við erum að mótmæla þessum uppsögnum, sem við teljum að komi fram í auknu vinnuálagi og verri vinnuaðstöðu hér í kerskálan- unt, sagði Benedikt. Hér þarf að ráða menn á þrískiptar vaktir til þess að sópa burtu rykið sem liggur hér yfir öllu. Þess í stað eru þeir að fækka ntönnum og flytja þá yfir í aðrar deildir þar sem aðeins er dag- vinna. Samtímis eru þeir að lána hingað menn til þess'að þrífa frá öðrum deildum, en það sýnir best að hér þarf fleira fólk, Hefur verið gerð athugun á loft- menguninni hérna? Vinnueftirlitið hefur lítið gert að því að kanna loftmengunina hérna, og því hefur verið haldið fram af stjórn fyrirtækisins að suntar þær mælingar sem gerðar hafa verið séu ekki marktækar. Mælingarnar hafa því komið okkur að litlu gagni hingað til. Bcnedikt Benediktsson: ekki tekið mark á mengunarmælingum. Elgum að jánka öllu Ólafur Jónsson rafgreinir í ker- skála: Hér er mikill kurr í monnum. I rykmekkinum í kerskála hitt- um við einnig Ólaf Jónsson raf- grcini, sem unnið hefur hjá ÍSAL í fjöldamörg ár. Hér er nú mikill kurr í mönnurn, sagði Ólafur, og verð ég að segja að það er nokkuð nýtt fyrir þennan vinnustað. Við teljum að ekki séu forsendur fyrir því að fækka hér fólki. Hér hefur verið mikil meng- un síðan um áramót, þegar bilanir urðu í rafskautum, og við viljum að hér verði fastráðnir menn á þrí- skiptar vaktir við þrif. Þeir hafa verið að flytja hingað menn í þrif frá öðrum deildum, og það sýnir að þörf er á viðbót hér í skálann. Hefur yfirvinna verið mikil að undanförnu? Menn hafa tekið þetta 5-8 klst. aukavaktir á hálfum mánuði að jafnaði. Yfirvinnubannið núna hefur leitt til þess, að þeir hafa þeg- ar hætt við að kveikja á nokkrum kerjum sem áttu að fara í gang. Hefur verið fækkun á mönnum hjá ykkur? Já, samfara tölvuvæðingunni svokölluðu, sem átti að gera þetta meira sjálfvirkt, þá hefur verið fækkaö um helming, þannig að nú sjáum við tveir um eftirlit nteð 80 kerjum,sem 4 gerðu áður. Meinið er bara að tölvurnar hafa ekki unnið eins og sagt hafði verið, þær þarf að taka úr sambandi með reglulegu millibili og í heild hefur þessi tæknibreyting aukið vinnuá- lagið til muna. Hér gildir sú regla að við eigum að segja já við öllum hlutum og stjórnin virðist ekki sjá ástæðu til þess að ræða þessi mál við okkur. Hún hefur gengið á lagið, en þetta gengur náttúrlega ekki til lengdar nema menn setjist niður og ræðist við og semji um hlutina. lenskum vinnustöðum. - Sem dæmi get ég nefnt þér að við áttum í erfiðleikum með vél þá sem brýtur skautin. Hávaða- og rykmengun var óeðlileg, þannig að Vinnueftirlitið kom til að líta á að- ' stæður. Það virðist hins vegar yfir- manninum meira kappsmál að fá að vita, liver hefði kallað á Vinnu- eftirlitið, heldur en að láta iagfæra þá bilun sem um var að ræða. - Þeir hafa sagt okkur að fyrir- hugaðar uppsagnir fastráðinna starfsmanna eigi að fara eftir starfs- aidri, fjölskyldustærð, starfsáhuga manna og samstarfsvilja og eftir því hvort þeir hafi fengið svokölluð áminningarbréf vegna meintrar vanrækslu í starfi. Það gefur auga leið að við þessar aðstæður er ekki hægt að vinna, | þegar uppsagnarbréfum er veifað yfir höfðum manna með þessum hætti. Þá hafa menn unnið hér sem „lausráðnir“ til 2-3 ára í senn. Síð- an er stjórn fyrirtækisins að senda þessum mönnum bréf og þess eru dæmi að menn hafi fengið þannig skriflegar uppsagnir og síðan skrif- lega ráðningu í sama starf nokkr- um dögurn síðar. Við teljum að þetta sé óviðunandi atvinnuöryggi. Tæknibreytingar þær, sem hér hafa verið gerðar, hafa aukið vinn- uálagið, og þær nýju vélar sent við höfunt fengið eru ekki sjálfvirkar eins og yfirmennirnir hafa viljað halda fram, auk þess sem þeim hef- ur fylgt aukinn hávaði og loft- mengun. Við getum því ekki skilið hvers vegna eigi að fækka hér mönnum, og allra síst ef það á að framkvæma með þeim hætti sem gert er. Yfirvinnubannið var samþykkt mótatkvæðalaust á starfsmanna- fundi álversins hjá Verkamannaé- laginu Hlíf. Þetta er ekkert einka- mál eins eða neins, þetta er mál okkar allra, verkamannanna hér við álverið.og þessi deila verður ekki unnin í fjölmiðlum, heldur með samstöðunni á vinnustaðnum. Menn eru hér rasandi yfir fram- komu yfirmanna og stjórnar ál- versins, sem hafa ekki viljað ræða mahn viö okkur, hvaö þá meira. bg held að ég geti gert þau orð að mín- um, sem einn félagi okkar lét falla um forstjórann hér um daginn, að hann væri að því leyti réttlátur að hann- fyrirliti okkur alla jafnt. Og ég verð að segja eins og er, mannskapurinn hérna á þetta ein- faldlega ekki skilið, því hann hefur hingað til lagt hart að sér við að tileinka sér nýjar starfsaðferðir, en þetta getur ekki gengið lengur nema með bættum samskipta- háttum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.