Þjóðviljinn - 25.03.1983, Síða 4

Þjóðviljinn - 25.03.1983, Síða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 25. mars 1983 DlOÐVIUINN Máigagn sósíalisma, verkalýðshreyf- ingar og þjóðfrelsis Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastióri: Guðrún Guðmundsdóttir. Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ólafsson. Umsjónarmaður Sunnudagsblaðs: Guðjón Friðriksson. Auglýsingastjóri: Sigríður H. Sigurbjörnsdóttir. Atgreiðslustjori: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Blaðamenn: Auður Styrkársdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Heigi Ólafsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Óiafur Gíslason. Óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Valþór Hlöðversson. íþróttafréttaritari: Víðir Sigurðsson. Utlit og hönnun: Helga Garöarsdóttir, Guðjón Sveinbjörnsson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Atli Arason. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Auglýsingar: Áslaug Jóhannesdóttir, Ólafur Þ. Jónsson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Jóhannes Harðarson. Sfmavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Sæunn Óiadóttir. Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bílstjóri: Sigrún Bárðardóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigurmundsson, Ólatur Björnsson. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir Útkeyrsla, afgreiðsia og auglýsingar: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333. Umbrot og setning: Prent. Prentun: Blaðaprent h.f. Samstarfsgrundvöllur um íslenska leið • Alþýðubandalagið lagði í gær fram málefnagrund- völl þann sem flokkurinn byggir á við þessar kosningar. Þar er á ferðinni breiður samstarfsgrundvöllur um ís- lenska leið, tilboð til fólksins í landinu og til annarra flokka og samtaka um aðgerðir til að sækja fram til bættra lífskjara. • Samstarfsgrundvöllur er ekki neinn óskalisti Alþýðu- bandalagsins, heldur beinharðar tillögur um aðgerðir, sem hægt er að framkvæma hér og nú, ef um það næst pólitísk samstaða. • Tillögurnar eru hreinar og beinar. Þær eru þess eðlis að til þeirra er hægt að taka afstöðu. Á þetta er ástæða til að benda þegar stærsti stjórnmálaflokkur þjóðarinn- ar, Sjálfstæðisflokkurinn hefur sent út kosningastefnu- skrá, sem inniheldur ekkert nema gufu og reyk, ekkert sem hönd á festir. • í samstarfsgrundvelli Alþýðubandalagsins er lögð áhersla á samræmdar aðgerðir gegn verðbólgu, fulla atvinnu og uppbyggingu efnahagslífsins. Þar er að finna tillögur um sérstakt átak í húsnæðismálum, um endur- skipulagningu stjórnkerfisins, um félagslegan jöfnuð og um friðarbaráttu og utanríkismál. • Þjóðviljinn hvetur landsmenn til að kynna sér sam- starfsgrundvöll Alþýðubandalagsins og bera hann saman við hina raunverulegu stefnu Sjálfstæðisflokks- ins, sem Verslunarráðið gaf út. Þá munu menn sjá að valið stendur á milli íslenskrar leiðar Alþýðubandalags- ins og íslenskrar neyðar íhaldsins. -eng. Gegn atvinnuleysi • Höfuðatriði í því erindi til þjóðarinnar sem Alþýðu- bandalagið vill koma á framfæri fyrir þessar kosningar er baráttan gegn atvinnuleysi. Þegar flokkurinn býður upp á sem víðtækasta pólitíska samstöðu um íslenska leið - þá er ekki síst átt við það, að öllum sé tryggð atvinna um leið og unnið sé að jöfnun lífskjara. • Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Verka- mannasambandsins, minnir á það í viðtali við Þjóðvilj- ann í gær, að atvinnuleysi á íslandi yrði enn hörmulegra og afleiðingarnar enn geigvænlegri en í nágranna- löndum okkar. Ekki síst af þeim sökum, að venjulegt fólk hér á landi er rígskorðað í skuldaviðjar vegna þess, að hér er yfirleitt einkaeign á húsnæði. • Ef atvinnuleysi skellur á mundi hér verða efnahags- legt hrun og fylgdi því stórfelld eignaupptaka hjá al- mennu launafólki, sagði Guðmundur ennfremur. • Guðmundur minnti einnig á það í viðtalinu, að hvorki Sjálfstæðisflokkurinn nú né heldur fyrirmyndir hans, Thatcher í Bretlandi og Reagan í Bandaríkjun- um, hefðu boðað atvinnuleysi sem hagstjórnaraðferð. En í Bretlandi og Bandaríicjunum hefur atvinnuleysi aukist stórlega, vegna þess að í reynd er farið að þeim hagfræðikenningum sem ganga út frá atvinnuleysi sem sjálfsögðum hlut og slík viðhorf hafa einnig náð undir- tökunum í Sjálfstæðisflokknum. Að lokum segir Guð- mundur: • „Bakvið alla skrúðmælgina fyrir kosningar vofir sú hætta yfir að atvinnuleysi skelli á eftir kosningar. Þess vegna skiptir það miklu að fólk átti sig á þeirri staðreynd, að það verðjur að kjósa flokk sem heill og óskiptur berst gegn öllum hagfræðikenningum um „hæfilegt atvinnuleysi”.“ • Pá afstöðu hefur Alþýðubandalagið tekið, einn allra flokka. „Blöskrar dómgreindar- leysið“ Jóhanna Kristjónsdóttir blaða- maður á Morgunblaðinu skrifar af erlendum vettvangi grein um Tyrkland. Þar kveður heldur bet- ur við annan tón heldur en í álykt- unum alþjóðlegra samtaka og stofnana, annan tón heldur en í nær öllum fjölmiðlum hins vest- ræna heims (nema Morgunblað- inu), þarsem herforingjastjórnin hefur harðlega verið fordæmd fyrir margs konar mannréttinda- brot. Jóhanna kemst að annarri niðurstöðu eftir viðtöl við „venj- ulegt fólk“ eins og hún segir. Yfirskriftin á grein Jóhönnu er: „Stundum blöskrar okkur dómgreindar- og þekkingarleysi erlendra blaðamanna". „Ekkifœr um að búa við lýðrœði „Kennan Evren er vinsælasti maður þjóðarinnar“, hefur Jó- hanna eftir viðmælendum sínum. Þar er nú komin sönnun í lagi, því oft fer nú saman að vinsælasti og um leið mest hataði maðurinn, sé einræðisherra viðkomandi þjóð- ar. Nægir að nefna Adolf Hitler í þessu sambandi. Viðmælendur Jóhönnu halda áfram: „Við erum ekki fær um að búa við lýðræði. Þetta eru stór orð og þau eru ekki vinsæl í hin- um frjálslyndu löndum Skandin- avíu, en reynslan virðist hafa sýnt, að takmarkað lýðræði - þar á ég eiginlega við lýðræði með sterku aðhaldi virðist henta okk- ur best“. Og Jóhanna sér ástæðu til að undirstrika þetta: „Það er óhætt að fullyrða að meirihluti’ hins óbreytta borgara tekur undir orð Sehnaz“. Árangur gegn verðbólgunni Blaðamaðurinn telur síðan upp atriði í hefðbundnum stíl sem „réttlæta" hið „takmarkaða lýðræði“; miljónir manna greiddu nýju stjórnarskránni at-- kvæði sem herforingjarnir létu kjósa um, áður óðu „hryðju- verkamenn" uppi og þar fram eftir götum. En sérstaklega er at- hyglisvert hve herforingjastjórnir og takmarkað lýðræði er áhrifar- íkt gegn verðbólgu að mati Jó- hönnu: „Menn skyldu ekki gleyma því, að efnahagssérfræð- ingur herforingjastjórnarinnar Turgut Ozal - sem hvarf úr landi um hríð en er nú kominn aftur - hefur unnið þrekvirki að reisa úr rústum efnahag Tyrkja. Verð- bólga hafði verið hundrað prós- ent, framleiðsla hafði dregist saman, hagvöxtur staðnaður....". Allt á eina lund - sterkan leið- toga í lok greinarinnar segir Jó- hanna Kristjónsdóttir: „í fýrsta skipti sem ég kom til Tyrklands árið 1979 var ákaflega mikil ókyrrð í landinu og kvíði meðal fólks. Að vísu ræddi ég ekki við neina „ráðamenn“ sem gátu hrakið þessar fullyrðingar. Síðan hef ég komið til Tyrklands þvívegis meðan herforingja- stjórnin hefur setið að völdum. Og hef heldur ekki rætt við neina fulltrúa stjórnarinnar né málpíp- ur hennar. Ég hef hins vegar leitað eftir því að fá venjulegt fólk til að segja skoðun sína. Það hefur allt verið á eina lund. Og það liggur við borð að sumir kviðu almennu þingkosningunum sem eiga að vera í landinu 16. október nk. „Ætli hefjist þá ekki aftur flokka- togstreita og órói“, sagði Sures Ates við mig á dögunum. „En sem betur fer höfum við Evren áfram í forsetastóli. Tyrkir hafa alltaf haft þörf fyrir sterkan leið- toga, eins konar Ataturk. Það býr í hinu tyrkneska eðli að stunda dálitla persónudýrkun á foringja okkar. En skyldum við vera verri fyrir það.““ Fundvís blaðamaður Þessi grein um Tyrkland er mjög í anda margra greina ann- arra í.því blaði: ef að einræðið er af „réttri“ tegund, þá eru höfund- ar blaðsins undarlega fundvísir á röksemdir og menn sem verja hina „sterku" landsfeður af fas- ísku eða hálffasísku kyni. Það er sérstaklega athyglisvert hve þetta íslenska hægriblað er veikt fyrir röksemdum af því tagi, sem ganga í þá átt, að útlendingar skilji ekki sérstæðar aðstæður í. einræðislöndum, að persónu- dýrkun sé í „eðli“ einhverra til- tekinna þjóða og þar fram eftir götum. Það er engu líkara en flett sé upp í Sovétförum frá vissu skeiði sögunnar: þar vantaði svo sannarlega ekki réttlætingarskrif af því tagi, að rússneskt samfélag væri mjög sérstætt og kannski væri Stalíndýrkunin öll í anda hinnar dularfullu rússnesku þjóðarsálar! Amnesty telur að í Tyrklandi séu um 40 þúsundir pólitískra fanga og eru þeir ekki fleiri í nema örfáum löndum. Frétta- menn sósíaldemókratískra, krist- ilegra og frjálslyndra blaða hafa safnað miklu efni um pyntingar og önnur ódæði í tyrkneskum fangelsum. En fréttamaður Morgunblaðsins lætur sér fátt um finnast: hann ratar jafnan til þeirra sem una hag sínum vel og telur sig hafa efni á að atyrða mikinn her kollega fyrir „dóm- greindar- og þekkingarleysi". Viðhorf til lýðræðislegra stjórnarhátta, sem Morgunblað- ið sér ástæðu til að kynna lesend- um sínum með ofangreinduin hætti eru einnig athyglisverð með tilliti til þess að Sjálfstæðisflokk- urinn stefnir að meirihluta í kom- andi kosningum á íslandi. -óg og skorið Og friðurinn er „farsótt“ í nýútkomnum Stefni er grein ■ þarsem segir að friðarviðleitni al- mennings á vesturlöndum sé ætt- uð frá Rússum. Og friðurinn er farsótt samkvæmt þessari grein í tímariti ungra Sjálfstæðismanna: „Það hefur farið um þjóðir heims eins og eins konar farsótt, frá Bonn til Istanbul frá Lima til New York. Milljónir manna hafa gengið til liðs við hreyfingu, sem berst fyrir afnámi kjarnorku- vopna. Hreyfingin er að verulegu leyti borin uppi af föðurlandsvin- um, vel gefnu fólki, sem í ein- lægni trúir því, að það sé að gera hið nauðsynlega til að koma í veg fyrir kjarnorkustyrjöld. En hreyfingin er gegnum smogin, í ótrúlega ríkum mæli handbendi manna og afvegaleidd af mönnum, sem stefna að því eina markmiði, - að efla harðstjórn kommúnista með því að veikja Vesturlönd -áb

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.