Þjóðviljinn - 25.03.1983, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 25.03.1983, Blaðsíða 5
Föstudagur 25. mars 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5 Hjörleifur Guttormsson iðnaðar- ráðherra A beinni línu til Þjóðviljans Hátt á þriðja tug manna náði tali af Hjörleifi Guftormssyni iðnaðarráðherra þegar hann svaraði spurningum almenn- ings á beinni línu til Þjóðviljans Tómas staðið gegn eðlilegum verndar- aðgerðum fyrir iðnað Hilmar Jóhannsson Reykjavík spyr: - Framsóknarflokkurinn hefur lýst því yfir að hann sé hlynntur innfiutningshöftum en hins vfegar hefur Tómas Árnason marglýst því yfir að hann sc alger fríverslunar- sinni. Svavar Gestsson hefur sagt nýverið að Framsóknarflokkurinn hafi ævinlega staðið gegn hvers konar aðgerðum til aðhalds í inn- flutningi. Hver er skoðun iðnáðarráðherra á þessu? - Ég held að það verði að viður- kennast, að Framsóknarflokkur- inn hefur á þessu sviði sem á flest- um öðrum talað tveimur tungum, og það má glöggt sjá hvernig skilur á milli orða hans á flokksþingum annars vegar og gerða ráðherra hans hins vegar í ríkisstjórn og þá einkum viðskiptaráðherrans. Það er engin launung að Tómas hefur ekki viljað taka undir tillögur sem hans eigin flokkur hefur borið fram í orði, og hann hefur staðið gegn öllum tillögum um eðlilegar vernd- araðgerðir fyrir íslenskan iðnað. Eftirtektarvert í því sambandi er neitun hans að sækja eftir fram- lengingu aðlögunargjalds sem tókst að fá fram í tíð Svavars Gests- sonar sem viðskiptaráðherra 1979 þrátt fyrir það að Alþingi hafi sam- þykkt að leitað skyldi eftir slíkri framlengingu. í dag komu fram í ríkisstjórninni tillögur unnar af Alþýðubandalag- inu og Sjálfstæðismönnum í ríkis- stjórn um margháttaðar verndar- aðgerðir sem til álita koma, án þess að um sé að ræða haftabúskap. Svo vildi til að fulltrúi Framsóknar- flokksins sem tilnefndur var í þá nefnd sem vann þessar tillögur, hætti starfi í þeirri nefnd svo Fram- sóknarflokkurinn stendur ekki að þessum tillögum. Það er út af fyrir sig alvarlegt að svo hefur til tekist. - Hvers konar aðgerðir er hér um að ræða? - Eitt af því sem hér er um að ræða er nokkurs konar þróunar- gjald sem sett yrði á svipað og til- lögur voru gerðar um 1980. Einnig er að finna verndaraðgerðir af ýmsu tagi þar sem m.a. eru gerðar eðlilegar kröfur til innfluttrar vöru, bæði gæðakröfur og hvað snertir öryggi, heilbrigði og hollustuhætti. Einnig ábendingar um möguleika á að grípa til innborgunarskyldu, fyrr í þessari viku. Fjölmargir urðu frá að hverfa vegna áiags á símaborði. Hér á eftir verða birtar nokkrar þeirra spurninga sem draga úr vörukaupalánum svo nokkuð sé nefnt. - Hvert er næsta skrefið í þessum efnum? - Margt af þessum hugmyndum hefðu auðvitað þurft að vera kom- ið til framkvæmda fyrir löngu, og það hefði munað um þær í heild sinni í sambandi við þann mikla greiðsluhalla sem er á vöruskiptum okkar. Nú er lítill tími til stefnu hjá þess- ari ríkisstjórn og þegar flokkur viðskiptaráðherrans stendur ekki að þessum tillögum þá er ekki mikil von á því að árangur náist. En hér liggur fyrir gott veganesti fyrir þá sem koma til með að taka við stjórnvöldum eftir kosningar. Lækkun orkureikninga heimilanna er mjög brýn Guðjón Olafsson Akranesi spyr: - Hvað hyggst ráðherra gera varðandi lækkun orkureikninga á heimilum? - í fyrsta lagi er að reyna að j afna byrðarnar hvað þessi efni varðar og þar er stærsti notandinn Álverið í Straumsvík sem við erum að borga með. Það er því mál númer eitt að fá eðlilegt verð frá þeim notenda og jafnvel einnig hjá fleiri sem til stóriðju flokkast. Þar fyrir utan þarf að koma til frekari aðgerða til að draga úr þessari mismunun sem um er að ræða. Nú þegar hefur ver- ið gripið til niðurgreiðslu á raforku sem nemur 17 aurum af 75 sem þú borgar fyrir kílóvattstund rniðað við raforku til húshitunar, niður- greiðsla upp á 23% úr ríkissjóði og 1. maí n.k. verður aukið við þessa niðurgreiðslu. Megináherslan er hins vegar að knýja á um hækkun á verðinu til Alusuisse. - Hefur eitthvað verið kannað frekar varðandi möguleika á fram- leiðslu á ódýrari orku hér innan- lands? - 1979 var farið að kanria möguleika á framleiðslu vetnis með rafgreiningu eftir að olíu- verðshækkunin skall yfir. Það sýndi sig að vera ekki arðbært þrátt fyrir hátt olíuverð, munaði 50% þá. Nú fer olíuverð lækkandi þann- ig að þessi munur hefur því frekar aukist. Við höfum gert grundvall- arrannsóknir en fyrir framtíðina þurfum við að vera á verði og undir bornar voru upp við ráðher- rann og í blaðinu á morgun verða birt svör Hjörleifs við öðrum spurningum. Fjölmargir hringdu einungis það búnir að nota okkar orkulindir til eldsneytisvinnslu m.a. af örygg- isástæðum. - Hvernig stcndur með kísil- málmverksmiðjuna á Reyðarfirði? - Undirbúningi er lokið, aðeins eftir að ákveða framkvæmdartím- ann. Það var flutt þingsályktunar- tillaga á nýloknu þingi um að afla heimildar til að byrja frantkvæmdir en tillagan var ekki afgreidd til loka, en verður endurflutt strax þegar þing kernur saman og vænti ég þess að hún verði þá samþykkt. Það er samdóma álit stjórnar að hér sé um álitlegt fyrirtæki að ræða. Valkostir í smáiðnaði Þorgils Kristinsson, Reykjavík spyr: - Hvaða valkostir eru fyrir hendi í smáiðnaði sem iðnaðarráðuneyt- ið hefur verið að láta kanna undan- farin ár? - Fyrir utan bættar aðstæður, samkeppnisaðstöðu og lánamögu- leika til að koma á fót nýjum fyrir- tækjum og styrkja starfsemi þeirra sem fyrir hendi eru, þá stendur nú yfir stérstakt átak til að örva menn til að stofna smáfyrirtæki og hefja iðnaðarframleiðslu. Þetta er gert í samvinnu við sjóði iðnaðarins og Framkvæmdastofn- un. Átakið stendur nú yfir og menn hafa sjálfsagt séð auglýsingar um þetta efni í blöðum á síðasta ári. Um 108 aðilar gáfu sig fram og síð- an var gert úrtak úr því. Helmingur lagði skipulegar hugmyndir fram og síðan var vaiið úr þeim hópi. Nú eru 22 aðilur sem eru að spreyta sig í þessu verkefni með hugmyndir um nýjan rekstur í smáiðnaði, menn víða að af landinu. Þessu til að láta í ljós, stuðning, þakk- læti og ánægju með frammist- öðu ráðhcrrans í deilumálinu við Alusuisse. verkefnt á að ljúka næsta haust, og ef reynslan verður góð, þá geri ég ráð fyrir að á þessu verði framhald. Þetta er þjálfun fyrir þá sem ætla sér að fara í rekstur, en það skortir oft á sem eðlilegt er, að menn hafi þá þekkingu sem þarf til að komast af stað og vantar líka upplýsingar um þá möguleika sem hægt er að fá með tilstyrk sjóða og þjónustust- ofnana í iðnaðinn. Þetta átak til að efla smáiðnað í landinu bind ég töluverðar vonir við. Hvers vegna ekki meira fiskeldi? - Það má vera að þessu hafi ver- ið of lítill gaumur gefinn, en tals- vert hefur þetta verið á dagskrá hjá áhugamönnum. Ég minnist þeirrar stöðvar sem sett hefur verið upp á Húsatóftum nálægt Grindavík. Þar hefur verið byggt upp af miklum dugnaði. í þessari grein sem fleirum er þó betra að menn taki ekki allt of stór stökk í einu. Þarna þarf að þróa hlutina og byggja upp stig og stigi, en ég get fallist á það að menn hafi farið of hægt í sak- irnar. Starfsskilyrði Landssmið j unnar Hörður Gunnarsson, Guðbjörg Pétursdóttir, Haukur Baldursson °g Tryggvi Benediktsson spurðu um málefni Landssmiðjunnar í Reykjavík. Hvort eitthvað hefði verið gert til að bæta úr starfsskil- yrðum hennar og lausn á hús- næðismálum? Herntann Lúðvíksson, Rvk., spyr: - Hvers vegna er ekki farið meira út í fiskeldi en raun er á? — Það kann að vera að vöntun á vissum aðbúnaði í kringum stofn- kostnað fyrir fiskeldi valdi þar nokkru um. Hins vegar heíur verið reynt að kortleggja þau helstu svæði sem koma til greina varðandi i fiskeldi veit ég, en nákvæmlega hvað veldur því hvers vegna að , ekki hefur miðað hraðar, kunna að verafjárhagslegaraðstæður. Þarna er auðvitað margt að haldast í hendur, fyrir utan góðar aðstæður þarf markaðsöflun að vera fyrir hendi líka. - I greinum Jóhanns Kúld hefur hann m.a. bent á það að hefðum við farið af alvöru út í fiskeldi á sama tíma og Norðmenn hefðum haft upp úr því 12 miljónir kr. í hreinum gjaldcyri. - Það ef eflaust rétt að við höf- um verið seinir á að koma okkar málum fram í þessu og það hefur eflaust veikt okkar stöðu markaðs- lega séð, því þarna eigum við að hafa góða möguleika í sambandi við okkar jarðhita, og þá mögu- leika eigum við auðvitað tvímæla- laust að nota. Fiskirækt í sjó eða innfjörðum er svo annar handlegg- ur sem margir horfa til en þar erum við ekki komnir langt á veg því nriður. - Hefði Grundartangaféð kann- ski verið betur komið í fiskeldi? - Ég geri ráð fyrir að því megi svara játandi að hluta af því fjár- magni hefði mátt nota í aðra þætti. Það hefur því miður ekki skilað sér og spurning hvort það verður þótt maður voni að úr því rætist. - Það hefur lítið heyrst minnst á fiskeldi frá Alþýðubandalaginu. Telur þú að ekki þurfi að gera stór- átak í þessum efnum? - Ég hef reynt að hlúa með eðli- legum hætti að ég tel að fyrirtæk- inu. Varðandi húsbyggingarmál fyrirtækisins þá hefur tekist að fá heimild til þess að selja núverandi húseign við Sólvhólsgötu til þess að flytja smiðjuna inn að Sundahöfn. Hins vegar hefur staðið í dálítilli togstreitu um söluverð á gamla húsinu. Ég vona að fari að greiðast úr því við félaga okkar í fjármála- ráðuneytinu, en það hefur tafið dá- lítið þetta mál. Ég vona að úr því rætist meðan ég er enn í starfi í iðnaðarráðuneytinu. Þetta er langþýðingarmesta at- riðið að Landssmiðjan komist í grennd við umsvif í Sundahöfn. Þetta var hugsað í tengslum við skipaverkstöð sem átti að rísa þar. Það hefur allt gengið hægar en skyldi, en ég vona nú samt að þetta sé réttur staður fyrir Lands- smiðjuna. Ég veit það að starfsmönnum finnst auðvitað að hægar gangi en skyldi, en ég neita því ekki að það heyrist síðan utanfrá gagnrýni á það að ríkið skuli standa fyrir rekstri sem þessum. Við bendum hins vegar á það að Landssmiðjan hefur skilað rekstrarlegum hagnaði um árabil og reksturinn verið um margt til fyrirmyndar og hefur síð- ur en svo verið baggi á ríkinu, né notið neinna hlunninda eða verið í óeðlilegri samkeppni við önnur iðnfyrirtæki. - Ef húsnæðið við Sölvhólsgötu verður selt, hvernig verður tryggt fjármagn til að brúa bilið fyrir ný- byggingu? - Það eru til lántökuheimildir fyrir fyrirtækið og það hefur verið gerð um þetta skilmerkileg áætlun og þessi lántökuheimild er inni á lánsfjárlögum þessa árs, umtals- verð upphæð.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.