Þjóðviljinn - 25.03.1983, Side 6

Þjóðviljinn - 25.03.1983, Side 6
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 25. mars 1983 ORIGINAL KÚPLINGSDISKAR, KÚPLINGSPRESSUR, KÚPLINGS LEGUR, KÚPLINGSBARKAR OG HJÖRULIÐSKROSSAR. (fflmnaust h.t VBUggW Siöumula 7-9. simi B2722. BORG&BEGK BORGXWARNER -- .I < ■ C'< •* Æ K v-'i ■■ ■ ÍWÖHri (jrliiggar Smíðum glugga og hurðir. Vönduð vinna á hagkvæmu verði. Gerum tilboð og veitum nánari upplýsingar, ef óskað er. [Glugqa- qq deífdinOD Dalshraun 17, Haínaríirði, sími 53284. Ettu kartöflur strákur! Árni Bergmann skrifar um leikhús Fjölbrautaskólinn í Breiðholti: Ionesco: Jakob og hlýðnin. Leikstjóri: Rúnar Guðbrandsson. Kannski er ekkert eðlilegra en skólafólk velji sér einmitt Jakob, séu þeir á annað borð að hugsa til Ionesco. Jakob er piltur sem neitar að bera fram nokkur einföld orð, sem mundu tákna að hann gengist inn á fjölskyldustaðalinn ef svo mætti segja: verði eins og aðrir, láti sér þykja góðar „kartöflur með hýðinu“. Þegar búið er að brjóta á bak aftur þvermóðsku stráksa er mál að hann gifti sig. Enn grípur þrjóskan Jakob og hann færist undan í flæmingi. Róberta er með tvö nef og hann heimtar þrjú, og þegar'komið er með aðra Róbertu sem fullnægir þeim skilmálum finnst hún honum ekki nógu ljót! Samt sem áður verður Jakob að lúffa í annað sinn: og nú er það kynhvötin sem endanlega bannar viðleitni hans til að segja nei, vera öðruvísi. Sýning Breiðhyltingá er um margt skemmtileg. Það er að sönnu fullmikið óreiðuráp á sviðinu fram- an af meðan tvær fjölskyldur eru að reyna að tala Jakob til og hávaði yfrið nógur. En yfirleitt má segja að flest leikaranna hafi átt drjúga spretti í einföldum farsaleik og leikstjórinn fékk skemmtilegar sveiflur út úr þeim, bæði í fagn- aðardansi sem var eins og kominn úr þögulli kvikmynd og í þeim „kvikindislega" lokadansi, sem á að skilja áhorfandann eftir ringl- aðan og skömmustulegan að því er Ionesco ætlaðist til. Seinni hlutinn hvílir mest á Rafni Rafnssyni (Jakob) og Ellen Freydísi Martin (Róbertu). Sam- spil þeirra varð bæði fyndið og magnað og Ellen Freydís átti fleiri blæbrigði í meðferð erfiðs texta en gestur á byrjendasýningu býst við að heyra. Þetta var semsagt myndarlegasta átak - og leiðinlegt að því skyldi ekki vera betur fylgt eftir á frum- sýningu með forvitni og aðsókn. Næsta sýning er í kvöld í Menning- armiðstöð Breiðholts. ÁB LAUS STAÐA Lektorsstaða í bókmenntum við heimspekideild Háskóla íslands er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir ásamt rækilegri skýrslu um vísindastörf umsækjenda, ritsmíðar og rannsóknir, svo og námsferil og störf, skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, fyrir 18. apríl nk. Menntamálaráðuneytið, 18. mars 1983. JL-PORTIÐ • NYR INNGANGUR Fjöldi nyrra bilastœoa i JL-portinu. RAFTÆKJADEILD MIKIÐ OG GOTT ÚRVALAF PÁSKAEGGJUM Á MARKAÐSVERÐI Húsgögn f úrvali til fermingargjafa AUGLYSIR LAMPA OG FLEIRA TIL FERMINGARGJAFA ds _ c: u u D D C3 uJUÖDj j i P'l MITtltTTIll 1_____________ •___________________I ■ Sími 10600 Munið okkar hagstæðu greiðsluskilmála Opið til kl. 10 í kvöld og til hádegis laugardag. Hringbraut 121 o

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.