Þjóðviljinn - 25.03.1983, Síða 11

Þjóðviljinn - 25.03.1983, Síða 11
Föstudagur 25. mars 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 23 RUV © 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. Gull í mund. 7.25 Leikfimi. Morgunorð: Mál- fríður Finnbogadóttir talar. 8.30 Forustugr. dagbl. (útdr.). 9.05 Morgunstund barnanna: „Þeir kalla mig fítuboIlu“ eftir Kerstin Johansson Jóhanna Harðardóttir les þýðingu sína (4). 9.20 Leikfimi. Tilkynningar. Tónleikar. 10.30 „Mér eru fornu minnin kær“ Einar Kristjánsson frá Hermundarfelli sér um þáttinn (RÚVAK.). 11.00 „Ég man þá tíð“ Lög frá liðnum árum. Umsjón: Hermann Ragnar Stef- ánsson. 11.30 Frá Norðurlöndum Umsjónarmað- ur: Borgþór Kjærnested. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til- kynningar. A frívaktinni Margrét Guð- mundsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.30 „Vegurinn að brúnni“ eftir Stefán Jónsson Þórhallur Sigurðsson les (30). 15.00 Miðdegistónleikar: Tónlist eftir Lu- dwig van Beethoven 15.40 Tilkynningar. Tónleikar. 16.20 Útvarpssaga barnanna: „Hvítu skipin“ eftir Johannes Heggland Ingólf- ur Jónsson frá Prestbakka þýddi. Anna Margrét Björnsdóttir les (7). 16.40 Litli barnatíminn Stjórnandi: Dóm- hildur Sigurðardóttir (RÚVAK). 17.00 Með á nótunum Létt tónlist og leiðbeiningar til vegfarenda. Umsjónar- menn: Ragnheiður Davíðsdóttir og Tryggvi Jakobsson. 17.30 Nýtt undir nálinni Kristín Björg Þor- steinsdóttir kynnir nýútkomnar hljóm- plötur. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir 19.40 Tilkynningar. Tónleikar. 21.10 Lög unga fólksins. Þóra Björg Thor- oddsen kynnir. 20.40 Kvöldtónleikar. 21.40 Svipast um á Suðurlandi Jón R. Hjálmarsson ræðir við Ingólf Guð- mundsson á Miðfelli í Þingvallasveit. 22.05- Tónleikar 22.35 „Paunksónata“, eftir Hallgrím H. Helgason Helgi Skúlason les. 23.00 Kvöldgestir - Þáttur Jónasar Jónas- sonar 01.10 Á næturvaktinni - Sigmar B. Hauks- son - Ása Jóhannesdóttir. 03.00 Dagskrárlok. RUV 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Á döfínni Umsjónarmaður Karl Sig- tryggsson. Kynnir Birna Hrólfsdóttir. 20.50 Skonrokk Dægurlagaþáttur í umsjón Eddu Andrésdóttur. 21.20 Kastljós Þáttur um innlend og erlend málefni. Umsjónarmenn: Sigurveig Jónsdóttir og Ögmundur Jónasson. 22.25 John Chapman snýr við blaðinu (The Secret Life of John Chapman) Bandarísk sjónvarpsmynd frá 1976. Leikstjóri David Lowell Rich. Aðal- hlutverk: Ralph Waite, Susan Anspach, Pat Hingle og Elaine Heilwell. John Chapman er miðaldra skólameistari, sem finnur ekki lengur gleði í starfi sínu. Eftir deilu við son sinn ákveður hann að taka sér leyfi frá störfum. Hann hyggst leita gæfunnar í gjörólíku umhvefi sem óbreyttur verkamaður meðal alþýðunn- ar. Þýðandi Dóra Hafsteinsdóttir. 23.45 Dagskrárlok frá les Vegir þeirra eru órannsakanlegir Kona hringdi: Ég get ekki annað en lýst yfír megnri óánægju með út- hlutun þessara svonefndu lág- launabóta. Ég er einstæð móð- ir og þar að auki öryrki og gefur það kannski auga leið um það, að ekki sé miklum tekjum fyrir að fara. Jú, jú, ég fæ svo sem lág- launabætur, ekki vantar það, hvorki meira né minna en 300 kr. Ég á sjálfsagt að taka með þökkum þessari hýru en það fer nú að draga úr þakklæti þegar það vitnast að menn, sem reka eigið fyrirtæki, hafa í tvígang fengið 2000 kr. í lág- launabætur. Hvað er hér að gerást? Ég lýsa megnasta vantrausti á þá verð að segja það eins og er, menn, sem ábyrgð bera á að mér er ómögulegt annað en svona útreikningum. Misskilningur leiðréttur Á dögunum birtist hér les- endabréf frá Guðm- Jakobs- syni sem laut að því, að á blaðamannafundi Bókhlöðu- manna hafí þess verið getið að Þorsteinn Matthíasson hefði „séð um útgáfu“ á fímmta bindi bókaflokksins í dagsins önn og á öðru bindi Islenskra atfafnamanna. Guðntundur vildi leiðrétta misskilning sem þarna kæmi fram, því hann vissi vel, að Þorsteinn væri höfundur bóka þessara en ekki umsjónar- maður. Fyrir mistök féll svo kjarni þessarar leiðréttingar niður og hefur Guðmundur beðið blaðið að bæta úr því. barnahorn Krókódíllinn og sjakalinn Arnar Ríkharður Einu sinni var strákur sem hét Arnar Ríkharður. Hann var svo lítill að allir kölluðu hann litrík og svo kölluð hann allir allt í einu stórrík. Þá er sagan búin. Sessa Gátur 1) Hvenær bragðast litlu eplin best? 2) Hvað er líkt með ekkjumanni og gulrót? 3) Hvað er það sem byrjar á 8 og endar á 7? 4) Hver getur gengið um hagann án þess að yfirgefa húsið sitt? 5) Maður gekk niður í fjöru, kast- aði steini í sjóinn og sigldi á hon- um til Svíþjóðar. Hvað er þetta? 6) Maður nokkur á 6 dætur og hver þeirra á einn bróður, hve mörg börn á maðurinn? 7) Hvers vegna notaði Kristján IV. rauð axlabönd? 8) Hvenær lifði sterkasti maður heims? 9) Hvaða bogi þarfnast engra örva? Ráðningar á gátum uuiSoquSay (5 •op uuEq uo JUQy (s uinunxnq 8is uin ddn Ep[Bq qe [ijl (l 'L (9 e8bse§Xq (g •uuihiSius (y 7.8 (£ [UUlQJOf J ijqiu uui§uiui[3q ujoq bjei| nBcj (z [p njo jqjs uiSua je8o<j ([ Það var einu sinni krókódíll, sem átti heima í stórri á. Dag nokkurn um hádegisbilið var hann ógn svang- ur og fór þá að hugsa um hve sjakalasteik væri góður matur. Næstum því á hverjum degi kom sjakali einn niður að ánni til þess að drekka, en var vanur ef hann kom einhversstaðar auga á krókódílinn að þjóta strax í burt. „Þennan sjakala verð ég að ná í til miðdegisverðar“, hugsaði krókó- díllinn og fór að hugsa út ráð til þess að ná í hann þegar hann kæmi til þess að drekka. Að lokum ákvað hann að leggjast við rætur nokkurra murtutrjáa alveg á fljótsbakkanum og látast vera dauður. „Þegar sjakalinn sér mig þar, heldur hann víst að ég sé dauður og kemur þá eflaust nær mér til þess að skoða mig og þá gríp ég hann“, hugsaði krókódíllinn og var mjög upp með sér af kænsku sinni. Þegar sjakalinn kom til þess að drekka kom hann auðvitað auga á krókódílinn, sem lá hreyfingarlaus hjá murtutrjánum. Skyldi hann í raun og veru vera dauður, illyrmið að tarna?, hugsaði sjakalinn og glápti á krókódílinn. Hann hætti sér þó ekki of nærri hon- um. Krókódíllinn hreyfðist ekki minnstu vitund. „Það er ómögulegt að hann sé dauður", sagði hinn kæni sjakali, „ég hef heyrt að allir dauðir krókó- dílar dingli halanum og á þessum hreyfist hann ekki minnstu vitund. Nei, hann er áreiðanlega ekki dauður.“ Þegar krókódíllinn heyrði að dauðir krókódílar dingluðu halan- um fór hann líka að dingla sínum hala. „Já, sei, sei“, hrópaði sjakalinn og þaut í burt, „hann er ekki sérlega vitur þessi góði vinur minn, krókó- díllinn“. Næsta dag, þegar sjakalinn kom til þess að drekka, hafði krókódíll- inn falið sig á botni árinnar og þegar sjakalinn fór að drekka greip krókó- díllinn um fótinn á honum með kjaftinum. „Nú hef ég loksins náð í þig“, sagði hann. „Hugsið ykkur“, sagði sjakalinn, „hve auðvelt það er að gabba krókó- díl! Eg þekki einn hérna í grendinni sem veifar rófunni þegar hann er dauður og sem ekki getur þekkt fót á sjakala frá tréstubb.“ Þegar krókódíllinn heyrði þetta sleppti hann strax fætinum og sjakalinn hljóp á brott, feginn yfir að hafa bjargast úr gini hins voða- lega krókódíls. Gunnhildur 9 ára teiknaði þessa mynd fyrir okkur.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.