Þjóðviljinn - 25.03.1983, Page 12

Þjóðviljinn - 25.03.1983, Page 12
MOBVIUINN Aðalsími Þjóöviljans er 81333 kl. 9 - 20 mánudag til föstudags. Utan þess tíma er hægt aö ná í blaðamenn og aöra starfsmenn blaðsins í þessum símum: Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, Ijósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9 -12 er hægt aö ná í afgreið'Slb blaðsins í síma 81663. Prentsmiðjan Prent hefur síma 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. Aðalsími Kvöldsími Helgarsími 81333 81348 81663 Föstudagur 25. mars 1983 Bensínið hækkar um 35 aura: Nafnasamkeppni Flugleiða: Blaðamenn þurftu margs að spyrja þegar Alþýðubandalagið kynnti kosningastefnuskrá sína - Samstarfs grundvöll um íslcnska lcið. í dag birtum við úr „Frá orðum til athafna“, útibúi Sjálfstæðis- flokksins, þarsem segir frá áformum þeirra um orkusölu til útlend- inga, íslandi sem „land fjárfestingartækifæra“. Undirstrikanir eru blaðsins. 7.2 Orkusala - stóriðja 7.2.1 Gert skal ráð fyrir þvt' að erlendir aðilar geti reist og rekið hér stóriðju án skilyrða um meirihlutaaðild íslendinga. Mögu- leikar verði þó ávalít opnir fyrir innlenda aðila, einstaklinga og fyrirtæki, að taka þátt í slíkum atvinnurekstri. 7.2.2 íslenska ríkið hætti að leggja fram fé skattborgaranna í áhætturekstur. Hlutabréfaeign í núverandi iðnfyrirtapkjum verði seld einstaklingum á almennunr markaði. 7.2.3. Orkusala í tengslum við stóriðju og samningar við erlend fyrirtæki verði í höndum sérstakrar stóriðjunefndar. ísland verði auglýst á erlendum vettvangi sem land ijárfestingartækifæra, þar sem erlendir aðilar eru boðnir velkomir til arðbærs samstarfs við innlenda aðila. - óg Hækkun á álagningu til olíu- félaganna Verðlækkun erlendis kemur fram í litlum verðbreytingum hér í gær hækkaði hver bensínlítri um 30 aura og díselolían um 25 aura eða um 2%. Þessi hækkun stafar af hækkun á magnálagningu olíufélaganna og tekur mið af kostnaðarhækkunum þcirra á tímabilinu 1. september 1982 - 1. descmber s. I. Georg Ólafsson verðlagsstjóri sagði í samtali við Þjóðviljann í gær að þar sem hámarksverð væri á- kveðið hverju sinni á bensíni væri álagning olíufélaganna ákveðin krónutala af hverjum lítra, en ekki prósentutala eins og algengast er kum álagningu. Verðlagsráð þarf því að heimila hækkun á verði til olíufélaganna sérstaklega og er við útreikninga á henni stuðst við sér- staka kostnaðarvísitölu. Á síðastu vikum hefur bensín- verð lækkað verulega í nálægum löndum. Síðasta verðhækkun á bensíni var í janúarmánuði ef frá er talin um 2% hækkun vegna hækk- unar vegagjalds um síðustu mán- aðamót og hækkunin nú. Sagðist Georg Ólafsson búast við því að bensínverð héldist nokkuð stöðugt hér á lándi fram á sumarið vegna lækkunar erlendis þrátt fyrir að gengið lækkaði stöðugt. - ÁI - Við viljum tengja saman lífeyrissjóðina, bankana og opinbera húsnæðislánakerfið í lausn á húsnæðisvanda unga fólksins - var boðskapur Svavars Gestssonar á fundi með ungu fólki um húsnæðismálin. Við komum verkamannabústöðunum á rekspöl Komið að unga ióDdnu Sagði Svavar Gestsson um húsnæðismálastefnu Alþýðubanda- lagsins á fundi með ungu fólki - Við Alþýðubandalagsmenn höfum á undanförnum árum iagt höfuðáherslu á uppbyggingu fé- lagslega íbúðabyggingakerflsins, verkamannabústaðanna cinkum og sér í lagi. En nú teljum við að tími sé kominn til að gera sérstakt átak til að tryggja húsnæðismál ungs fólks, sagði Svavar Géstsson á fundi ungs fólks um húsnæðismál- in, þar sem hann skýrði helstu stefnumá! Alþýðubandalagsins í þessum málaflokki, samhliða því að hann fór yfir stöðu húsnæðis- markaðarins. - Við leggjum til að stofnaður fólk, og þá sem eru að tryggja sér húsnæði í fyrsta sinn. Þannig að þetta fólk fái alls lánaðar 400 þús. krónur í einum áfanga, sem á að ná helmingi af verði hóflegrar íbúðar í fjölbýlishúsi. Þetta átak viljum við fjármagna með því að hækka kaup- skyldu lífeyrissjóðanna upp í 50% af ráðstöfunarfé, með því að lög- binda hlut bankanna í þessum lán- um og með sérstakri tekjuöflun. Þessi sjóður geti einnig lánað til bygginga á leiguhúsnæði fyrir ungt fólk. Þá verði jafnframt boðið upp á fleiri eignaform en nú er. í yfirliti Svavars um húsnæðis- málin kom m.a. fram að stjómar- andstaðan stöðvaði frumvarp um þann málaflokk í vetur, en þær breytingar hefðu létt verulega undir með húsbyggjendum. Einnig kom þar fram að meðal- stærð íbúðar, sem byggð var í Reykjavík í fyrra var 199 m2, eða 537 m3. Og að fyrirsjáanlegur er verulegur samdráttur í úthlutun lóða fyrir fjölbýlishús í Reykjavík á næstu árum. Nánar verður fjallað um hús- næðismálatillögur Alþýðubanda- lagsins í þriðjudagsblaði Þjóðvilj- ans. eng. Blaðamannafundurinn um samstarfsgrundvöll AB Óskum eftfr samstarfi um aðgerðir sem tryggja atvinnu, jafna lífskjör og lækka verðbólgu - Sú leið sem við bendum á, er sú eina sem tryggir í senn viðnám gegn verðbólgunni og að ekki komi til * atvinnuleysis, sagði Svavar Gests- son formaður Alþýðubandalagsins á blaðamannafundi í nýju flokks- miðstöðinni í gær. Svavar Gestsson, Olafur Ragnar Grímsson þingflokksformaður og Adda Bára Sigfúsdóttir forniaður framkvæmdastjórnar Alþýðu- bandalagsins kynntu samstarfs- grundvöllinn og svöruðu spurning- um blaðamanna. Bentu þau á, að í þessum til- lögum fælist víðtækt skipulagsupp- gjör, sem gerði hvorttveggja í senn að vinna gegn verðbólgunni og tryggja atvinnuna. Framsóknar- flokkurinn sæi aldrei annað en kaupið til að krukka í og Sjálfstæð- isflokkurinn vildi sleppa öllu lausu þannig að leiddi til atvinnuleysis. Á blaðamannafundinum var mikið fjallað um húsnæðismál. Sögðu talsmenn Alþýðubandalags- ins að á undanförnum árum hefði verið lögð áhersla á að tryggja lág- launafólki möguleika til að komast í húsnæði með margfaldri eflingu hins félagslega kerfis. Nú væri hins vegar komið að þeim hópi fólks, sem ekki hefði notið fyrirgreiðslu í húsnæðiskerfinu einsog þörf væri á, en það væri unga fólkið og þeir sem væru að tryggja sér húsnæði í fyrsta sinn. Þá var spurt um þann kafla í sam- starfsgrundvellinum, sem fjallar um friðarbaráttu og utanríkismál. Útskýrðu talsmenn Alþýðubanda- lagsins nauðsyn á samstarfi um ör- yggismál og friðarmál á alþjóð- legum vettvangi Sameinuðu þjóð- anna. Þá var bent á að yfirlýsingin um bann við geymslu gjöreyðing- arvopna og um aðild að kjarnorku- vopnalausu svæði á Norðurlönd- um, væri tímamótayfirlýsing hér- lendis - og lýst eftir samstarfi við aðra um þessi mál. Þetta plagg sýn- ir það, sagði Svavar Gestsson, að við erum sannfærð um að hægt er að draga úr verðbólgu án þess að leiði til atvinnuleysis. -óg 760tillögur bárust Inn 60 nefndu verðlauna- endinguna — FARI Dagfari, Náttfari, Árfari, Vor- fari, Heimfari, Frónfari og Lang- fari; - þetta eru verðlaunanöfnin á þær sjö flugvélar Flugleiða sem eru í rekstri hér heima. Efnt var til verðlaunasamkeppni um nöfn á vélarnar í september s. 1. og bárust 780 tillögur frá 423 aðil- um. 60 nefndu verðlaunaending- una, -fari, sem er bæði tengd ferð- um og flugi, og auðvelt er að mynda nafnaröð með forskeytum úr nafninu. Dregið var úr nöfnunum á skrif- stofu Borgarfógeta og komu upp nöfn hjónanna Jóns S. Gunnars- sonar og Eyglóar Magnúsdóttur, Seljabraut 50, Reykjavík. Hljóta þau að launum ferð fyfir tvo til Pu- erto Rico, svo og heiðursskjal og gullpenna Flugleíða. -ÁI Seinni hækkunin hjá SVR: Verðlags- ráð f restar aðgerðum „Vegna tilmæla frá Verðlagsráði hefur Verðlagsstofnun ákveðið að bíða enn með aðgerðir vegna hækkunar Strætisvagna Reykja- víkur 12. febrúar s. l.,“ sagði Gísli ísleifsson, lögmaður Verðlags- stofnunar í gær. „Lögbannsmálið sem höfðað var vegna janúarhækk- unarinnar verður hins vegar tekið fyrir í fyrstu viku aprílmánaðar.“ Sveinn Björnsson formaður Verðlagsráðs, sagði í gær að mál- efni SVR væru til umræðu og at- hugunar í ráðinu og meðan svo væri, væri ástæða til að bíða átekta varðandi febrúarhækkunina. Hér er um að ræða 20% hækkun á staðgreiðslufargjöldum, sem í raun þýðir 45% hækkun á fargjöld- um almennt. Verðlagsráð heimil- aði 20% hækkun að því tilskildu að sala afsláttarkorta yrði tekin upp á ný fyrir 1. mars. Sem kunnugt er hefur Sjálfstæðisflokkurinn ekki heimilað sölu afsláttarmiðanna ennþá og nú hefur Verðlagsráð á- Hveðið að bíða með aðgerðir um sinTT, sem fyrr segir. _ Á1 -manak Áætlun Verslunarráðs lslands Vtsala á raforku

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.